Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1992 Minning Elías G. Helgason netagerðarmeistari Fæddur 29. maí 1935 Dáinn 14. ágríst 1992 í dag kveðjum við tengdaföður minn Elías Helgason sem lést 14. ágúst sl. aðeins 57 ára gamall. Kynni okkar hófust fyrir réttum 20 árum þegar ég fór að venja komur mínar til Bessa á heimili þeirra Elíasar og Erlu á Miðvangi 98 sem þau voru þá tiltölulega ný- flutt í. Þau voru með þeim fyrstu sem fiuttu í Norðurbæinn í Hafnar- firði og fylgdust með honum stækka og breytast úr saltfiskreitum og fiskhjöllum í heilt íbúðahverfi. Við byggingu hússins var ekki flanað að neinu heldur voru hlutimir látn- ir bíða frekar en að stofna til skulda. Það var ekki komin hitaveita til húshitunar á þeim tíma sem húsið var byggt og var það draumur hans lengi að taka inn hitaveitu. En það var ekki fyrr en nú að sá draumur varð að veruleika. Og ekki fær hann að njóta hlýjunnar frá nýju ofnun- um, en ylurinn frá þeim mun minna okkur á hann, því hann átti til mikla hlýju sem ég og bömin mín fengum oft að njóta. Hann var dagfarsprúð- ur og flíkaði ekki tilfinningum sín- um né skoðunum, þó svo að hann hefði ákveðnar skoðanir á málun- um. Hann var traustur og vinnu- samur og sýnir það best þegar hann veiktist í fyrra sumar fannst honum það út hött að fara að taka frí úr vinnu til að fara til læknis, því hann hafði ekki vantað í vinnu einn ein- asta dag í þrjátíu ár. En það kom að því að hann þurfti að leggjast á sjúkrahús, hann náði sér þó og komst afturtil vinnu, en sjúkdómur- inn .tók sig upp aftur og síðustu vikumar lá hann á Landspítalanum og naut þar frábærrar umönnunar og hlýju starfsfólks. Bömin mín spurði mig eitt sinn hvemig hann afi hafí farið að þessu, hann fæddist, fermdist og gifti sig sama daginn. En hann fæddist 29. maí 1935 á ísafirði, hann var sonur hjónanna Sigurrósar Finnbogadótt- ur og Helga Finnbogasonar sem eru bæði látin. Hann var yngstur í stór- um systkinahópi sem ólst upp við þeirra tíma aðstæður, leiki og störf, hefí ég fyrir satt að hann hafi ver- ið afburða íþróttamaður og unnið til verðlauna í skíðaíþróttum. En lífið var annað en leikur, og hefð- bundin störf eins og sjómennskan tóku við. Leiðin lá til Reykjavíkur í Stýrimannaskólann og seinna í Iðnskólann þar sem hann lærði netagerð. Ungur kynntist hann Erlu Bessa- dóttur úr Hafnarfírði og þau gengu í hjónaband 29. maí 1959. Erla er dóttir hjónanna Lilju Eyjólfsdóttur og Bessa Gíslasonar skipstjóra sem nú er látinn. Erla og Elías eignuð- ust tvö böm, þau em: Sigurrós, fædd 9. ágúst 1956, hún á tvö böm, Kristján og Evu Rós; Helgi, fæddur 5. mars 1965. Erla átti einn son áður, Bessa Halldór, fæddan 5. ágúst 1952, hann er kvæntur undir- ritaðri og eiga þau þrjú böm, Örv- ar, Tinnu og Sindra. Við bjuggum úti á landi í 10 ár og það var alltaf tilhlökkun þegar fór að vora, því þá var von á ömmu og afa í heimsókn, bömunum fannst t Eiskuleg eiginkona mín, HULDA SVEINSDÓTTIR, Kambahrauni 30, HveragerAi, lést f Landspítalanum 19. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Hilmir Hinriksson, Erlendur Hilmisson, Hólmfríður Hilmisdóttir, Björg Hilmisdóttir, Brynjólfur Hilmisson, Júlíanna Hilmisdóttir, Harpa Hilmisdóttir, og barnabörn. Guðlaug Bjarnþórsdóttir, Hilmar Magnússon, Úlfar Anrésson, Anna Högnadóttir, Viktor Sigurbjörnsson, Óskar Sigurþórsson, t Eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, AUÐUR AGNES SIGURÐARDÓTTIR, Yrsufelli 15, er lést 14. ágúst, verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju laugar- daginn 22. ágúst kl. 13.00. Sigurður Johnie Þórðarson, Sigurður Auðunsson, Sigurður Vilberg Dagbjartsson, Guðrún Sigrfður Þorgeirsdóttir, Stigur Lúðvfk Dagbjartsson, Lianne Reynolds, Sigrún Birna Dagbjartsdóttir, Kristján Þór Guðmundsson, Garðar Bragason, Baldur Bragason, Jónheiður B. Kristjánsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLA PÁLÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Botungarvík, verður jarðsungin frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 22. ágúst kl. 11.00. Athöfninpi verður einnig út- varpað í sal Ráðhúss Bolungarvíkur. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Hólskirkju í Bolungarvík eða Krabbameinsfé- lag (slands. Jónatan Einarsson, Einar Jónatansson, Guðrún B. Magnúsdóttir, Ester Jónatansdóttir, Guðmundur Ólafsson, Kristján Jónatansson, Þorbjörg Magnúsdóttir, Elfas Jónatansson, Kristín G. Gunnarsdóttir, Heimir Salvar Jónatansson, Ósk I. Ebenesersdóttir og barnabörn. aíltaf eins og áfi væri bara að heim- sækja þau og held ég að það sé nokkuð til í því, hann var svo mik- ill félagi þeirra. Ailtaf til í veiðiferð- ir og að segja veiðisögur enda hafði hann unun af að veiða og vera úti í náttúrunni. Þannig er minningin sterkust og þannig vil ég muna hann. Guð blessi minningu hans. Elsku Eria, Helgi, Rósa, Bessi og aðrir ástvinir, Guð gefi ykkur allan þann styrk sem þið þurfíð á að halda í sorg ykkar. Agnes Jóhannsdóttir. í dag verður mágur minn, Elías Helgason, borinn til hinstu hvílu. Með örfáum orðum vil ég minnast hans og þakka samfylgdina. Oft er dauðinn líkn þó ekki sé hann alltaf tímabær, en við verðuma ð sætta okkur við það sem okkur er ef til vill fyrirfram ætlað. Elías hafði barist hetjulega við skæðan sjúk- dóm sem að lokum hafði betur. Á besta aldri er hann hrifínn brott frá fjölskyldu sinni og starfi og víst er að hans er sárt saknað, því svo miklu var ólokið. Elías Helgason fæddist á ísafírði 29. maí 1935 og ólst þar upp. For- eldrar hans voru Sigurrós Finn- bogadóttir og Helgi Finnbogason verkamaður og sjómaður. Hann var yngstur af 11 bömum þeirra hjóna og eru nú 8 þeirra eftir á lífí. Hann byijaði ungur að stunda sjóinn á smábátum frá ísafirði og lauk minna stýrimannaprófi 1958. Sjó- mennskuna stundaði hann þar til hann settist aftur á skólabekk, nú í Iðnskóla Hafnarfjarðar, og út- skrifaðist þaðan 1962 sem neta- gerðarmeistari. Hjá lærimeistara sínum, Kristni Ó. Karlssyni, vann hann síðan í íjölmörg ár. Hann starfaði einnig lengi hjá Hringnót og Hvammsfelli og einnig tók hann að sér verkefni fyrir hina og þessa eftir því hvar hans var þörf. Vand- virknin gerði hann eftirsóknarverð- an í starfí og aldrei var skortur á verkefnum. Um tíma gerði hann hlé á netaviðgerðum og starfaði þá sem verkstjóri við fyrirtæki tengda- föður síns, Fiskverkun Bessa B. Gíslasonar um nokkurra ára skeið, og eftir það í sumarafleysingum eða þegar þörf var á. Síðast og þar til yfir lauk vann hann hjá Skagfjörð, og hafði orð á hversu vel honum líkaði þar. Elías hafði óslökkvandi áhuga á öllu sem við kom sjó og sjómennsku þó langt væri um liðið síðan hann axlaði pokann sinn. Ófáar voru ferðimar niður á bryggju til að hitta karlana og ræða málin, og víst er að fátt fór fram hjá honum sem þar var að gerast. Margar góðar stundir átti hann líka við fallegt fjallavatn eða lygna á með veiði- stöngina sína í félagsskap sonar síns og bróður eða bamabama. Og á haustin var haldið til fjalla með fi ! Mlnníngarkort Styrktarfélags krabbameinsslúkra barna Seld í Garðsapóteki, sími 680990. Upplýsingar einnig veittar í sima 676020. Sérfræðingar i liloniaslii'iM |iiimiin iiö ölI la'lvila'ri Skólavörðiistíg 12, á horni Bergstadastrætis, sími 19090 byssu um öxl og þess freistað að skjóta í jólamatinn eða bara til að njóta útiveru. Hinn 29. maí 1959 kvæntist El- ías Erlu B. Bessadóttur, fædd 2. janúar 1932, dóttir Lilju Eyjólfs- dóttur og Bessa B. Gíslasonar, skip- stjóra í Hafnarfirði. Eignuðust þau tvö böm, Sigurrósu, fædd 9. ágúst 1956, og Helga, fæddur 5. mars 1965. Jafnframt gekk hann syni Erlu, Bessa Halldóri Þorsteinssyni, fæddur 5. ágúst 1952, í föðurstað. Sigurrós á tvö börn, Kristján og Evu Rós. Bessi er kvæntur Agnesi Jóhannsdóttur og eiga þau þtjú böm, Örvar, Tinnu og Sindra. Elías og Erla reistu sér myndarlegt hús að Miðvangi 98 en höfðu áður búið á ýmsum stöðum í Hafnarfirði. Oft er skammt stórra högga á milli. Innan sömu fjölskyldu er nú í annað sinn á fáum mánuðum elskulegur heimilisfaðir hrifinn brott frá fjölskyldu sinni og vinum. Við hin stöndum vanmáttug eftir. Um leið og honum er þökkuð samfylgdin á genginni götu sendi ég fjölskyldu hans mína dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Elíasar Helgasonar. Elsa Bessadóttir. Kveðja frá barnabörnum Hann afi okkar er dáinn. Hann afi sem var alltaf svo góður við okkur og vildi allt fyrir okkur gera. Hann keyrði okkur þegar við fómm í fyrsta skipti í sveitina. Hann átti alltaf eitthvað handa okkur þegar hann kom í heimsókn, annaðhvort nammi eða aura „sem hann var hættur að nota“. Hann afi fór með okkur í veiði- ferð í júlí, þá var hann byijaður í geislameðferð, því að krabbameinið var farið að hijá hann aftur. Hann afi okkar var svo veikur á spítalanum, nú er hann dáinn og líður vel hjá Guði. Elsku amma, Guð styrki þig og vemdi. Kristján og Eva Rós. „En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þeg- ar önnur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu. Þú vegur salt mili gleði og sorgar.“ (Ur spámanninum eftir Kahil Gibran). Mig langar að minnast föður míns, Elíasar Gunnars Helgasonar, sem lést í Landspítalanum þann 14. ágúst eftir eins og hálfs árs baráttu við krabbamein og erfiða legu und- anfarnar vikur. En það er svo erfitt að setja eitt- hvað niður á blað, hugurinn er á fleygiferð og það er svo margs að minnast. Ég minnist ótal veiðiferða í hin ýmsu vötn þar sem ekki skipti máli þótt veiðin væri bara litlir físk- ar, alltaf var jafngaman að veiða. Ég minnist sagna úr sveitinni hans pabba, þar sem hann var þeg- ar hann var strákur. Ég minnist þess þegar pabbi var í siglingum á togurum og kom heim með flottasta dótið. Ég minnist pabba á spítalanum, síðustu vikur, þá orðinn fársjúkur. Pabbi var fæddur á ísafirði, yngstur 11 barna Sigurrósar Finn- bogadóttur og Helga Finnbogason- ar, af þeim eru nú 8 enn á lífi. Hann flutti frá ísafirði um tvítugt og bjó lengst af í Hafnarfirði. Hann fór í Stýrimannaskólann í Reykja- vík og lauk þaðan hinu minna fiski- mannaprófí, og var um tíma á sjó. Hann lærði síðan netagerðariðn og starfaði við hana nær óslitið frá árinu 1962, fyrir utan nokkur ár sem hann starfaði hjá tengdaföður sínum Bessa B. Gíslasyni við físk- verkun og þar til hann varð að hætta í vor vegna veikindanna. Pabbi naut þess að vera samvist- um við bamabömin sín og ég veit að þau minnast hans sem afa sem alltaf hafði tíma fyrir þau og var tilbúinn að taka undir brandara og segja þeim frá þeim tíma þegar hann var strákur, eins og hann sagði okkur systkinunum þegar við vorum yngri. Ég vil að lokum fyrir hönd móð- ur minnar, Erlu Bessadóttur, þakka starfsfólki deildar 11G á Landspít- alanum fyrir þeirra frábæru hjúkr- un og elskulegt viðmót, einnig syst- ur pabba, Soffíu, sem á sinn óeigin- gjama hátt hjálpaði til síðustu vik- urnar og var hjá honum heilu dag- ana, hafið okkar þökk fyrir. Rósa. Það er erfitt að eiga ekki eftir að sjá afa öðmvísi en í huganum. Hann afí sem var reyndar ekki afi okkar í alvöru, hefði ekki getað orðið betri. En þær em margar minningamar. Sterkust er minning- in um hann og ömmu koma á „Lukkubílnum" norður á Blönduós. Það brást ekki að þau komu fær- andi hendi, þá vom alltaf „nammi- dagar“ og síðan kom mjúkur pakki sem kom alltaf að góðum notum. Veiðistöngin var alltaf með og hún var óspart notuð, enda kunni hann ótal veiðisögur. Hann kenndi okkur að beita og renna fyrir silung og slægja hann, en mesta sportið var að borða besta físk í heimi þegar við komum heim. Þá var nú veisla hjá öllum og kisu líka. Mesta áhyggjuefnið var að vakna ekki nógu snemma á morgnana þegar afi var í heimsókn til að missa ekki af morgunrúntinum. Þá var hlustað á sögur frá því þegar hann var lít- ill og hvemig hann myndi hafa það ef hún amma fengist til að flytja í sveit. Síðan var rúntað út á Skaga- strönd til að skoða lífið við höfnina, hlustað á sögur frá því að hann var ungur á sjó og síðast en ekki síst farið í Kántrýbæ. Þegar við komum í heimsókn til afa og ömmu í Hafnarfjörðinn vor- um við alltaf velkomin, afi þreyttist aldrei á að spila við okkur og kenndi okkur ótal spil. Ef við vorum ekki að spila var alltaf hægt að skríða í kjöltuna á ömmu og hlusta á hana lesa sögu. Nú svo var hann alltaf til í bíltúr á „Lukkubílnum“ jafnvel austur fyrir fiall í Tívolí. Erfitt var að sjá hveijir skemmtu sér best, amma og afi, sem stóð með hend- urnar í buxnavösunum, eða við sem hentumst á milli leiktækjanna. Svo endaði þetta alltaf eins, í Eden með stórum ís. Hann afi var ekki alltaf að rúnta, hann var netagerðarmaður og það var frábært að horfa á hann fella net í skúmum, hvað hann var hand- fljótur, þar var greinilega meistari að verki. Fyrir ári styttist á milii okkar er við fluttum í Hafnarfjörðinn, í næstu götu við afa og ömmu. Haustið byijaði á sláturgerð, þar var afi aðal maðurinn, hann saum- aði og sagði frá sláturgerð fyrri tíma. Laugardags- og sunnudags- morgnar fengu á sig annan blæ, þegar sjö ára snáði gat farið einn og heimsótt afa og ömmu, horft á sjónvarp og farið rúntinn. Þá var afa alltaf sagt frá söfnun sem stóð yfír, til að geta keypt fjallahjól, ætli hann hafi ekki átt stóran þátt í þeirri söfnun. Það er erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá afa dott- andi yfir sjónvarpinu þegar maður kemur að heimsækja ömmu og Helga. Elsku amma, Helgi, Rósa og pabbi, Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Við kveðjum afa með söknuði. Orvar, Tinna og Sindri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.