Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1992 29 Minning Snorri Lárusson Fæddur 28. mai 1903 Dáinn 14. ágúst 1992 Mig langar að minnast með nokkrum orðum afabróður míns Snorra Lárussonar er Iést á'Hrafn- istu 14. ágúst sl. Snorri fæddist á ísafirði 28. maí 1903 og var sonur hjónanna Margrétar Benediktsdótt- ur frá Kirkjubóli í Langadal og Lár- usar Maríussonar frá Langeyjarnesi á Skarðsströnd, þau eignuðust ellefu börn, og eru nú öll látin nema Rann- veig. Snorri byrjaði ungur að vinna og fór að stunda sjómennsku með föður sínum og varð sjómennska hans ævistarf, aðallega á fískiskip- um. Hann lenti í ýmsum raunum sem fylgja sjómennsku, eins og er hann var um borð í togaranum Hallveigu Fróðadóttur og eldur kom upp og sex af skipsfélögunum hans fórust og flytja þurfti átta á sjúkrahús, þetta var 7. mars árið 1969. Sjó- mennsku hætti hann 74 ára gamall, og vann hann þá ýmis störf í landi. En ég minnist Snorra frá því að ég var lítil og kom niður í Pólgötu 8 til Ingólfs afa og Fanneyjar ömmu, Guðrún Fædd 8. október 1909 Dáin 16. ágúst 1992 Arni Fæddur 23. janúar 1908 Dáinn 19. ágúst 1990 Nú er Guðrún amma litla, farin til Árna afa. Það eru 2 ár síðan afí dó og það fór stór hluti af ömmu með honum, enda voru þau búin að vera saman síðan þau voru ungling- ar og eignast í kringum 140 afkom- endur, sem þau voru mjög stolt af og fylgdust þau vel með þeim öllum. Amma sagði líka þegar nýtt barn bættist í hópinn: „það líkist ættinni." Ég var alltaf mikið hjá ömmu og afa á sumrin og síðar hvenær sem færi gafst, það var alltaf yndislegur tími. Oft fór ég með ömmu í beijamó og með afa á fótboltaleiki sem ég hafði nú ekki mikið vit á en bara það að fá að eiga þessar stundir með afa og að leiða hann heim veitti mér mikla ánægju og líka hafði ég gaman af því þegar við afi sátum og spiluðum langt fram á kvöld og alltaf hafði amma kvöldkaffíð tilbúið þegar við hættum. Mikil var gleðin hjá okkur Jóa þegar amma kom í heimsókn til okkar til Danmerkur, það var henn- ar fyrsta og eina utanlandsferð. Hún var sko ekki í vandræðum með tungumálin hvorki í Danmörku né í Þýskalandi, hún talaði bara sitt móðurmál. Hún var mjög ánægð með ferðina en undir niðri hafði hún áhyggjur af afa sem var heima. Afi var orðinn mjög lasinn og hugsaði en þar átti hann heima áður en hann fluttist til Reykjavíkur 1961. Snorri var ekki bara bróðir hans afa heldur Snorri frændi. Man hve oft ég stóð við gluggann í herberginu hjá honum og horfði á vitann sem hann átti er var í gluggakistunni, er dimmt var orðið. Þá kom rautt ljós á vitann, þetta fannst mér baminu alveg stór- kostlegt. Aldrei fór Snorri í siglingar til útlanda nema spyija mig hvað hann ætti að kaupa fyrir mig, og er mér minnisstæður gítarinn í leðurtösk- unni sem hann sendi mér, nú og bamasaumavélin sem stendur til skrauts hjá mér nú. Eftir að ég sjálf eignaðist böm var farið til Snorra og fannst eldri syni mínum mikið gaman að sitja og rabba við Snorra og heyra sögur af sjóferðum hans. Það vom margar sögumar sem hann hafði gaman af að segja, og á með- an var dmkkið ískalt Coca Cola, því hvergi var kaldara Coca Cola að fá en hjá honum. Snorri var músíkalsk- ur og þótti gaman að spila góða músík. Hann fylgdist með öllu og var minnugur á flesta hluti. Hann hún alltaf mjög vel um hann og það var alveg ótrúlegt hvað hún gat, hún svona lítil og hann svona stór. Þegar við svo eignuðumst eldri dóttur okkar vomm við heldur ekki í vafa um hvað hún ætti að heita, Árný Guðrún, eftir þeim báðum sem okkur þótti vænt um. Og það var líka Ámý sem þótti það passa betur að kalla ömmu „ömmu litlu" í stað langömmu. Elsku mamma og allir frændur og frænkur, guð blessi ykk- ur öll. Með þessum orðum þakka ég ömmu og afa fyrir allt. Þórunn og fjölskylda. kvæntist aldrei né eignaðist börn. Nú er hann kominn til Ingólfs afa sem dó í febrúar 1989 og Leifs sem lést 1990 og veit ég að þeir hafa tekið vel á móti honum, _því þeir vom allir svo miklir vinir. Ég þakka honum fýrir allt sem hann hefur gert. Elsku pabbi og Rannveig frænka, ég votta ykkur samúð mína. Guðbjörg Harðardóttir. Þeim fækkar óðum, mönnunum af aldamótakynslóðinni, sem ekki kunna að gera kröfur til annarra, en gera eingöngu kröfur til sjálfra sín. Frændi minn Snorri var dæmi- gerður fyrir þessa kynslóð manna. Ekkert kætti hann meira en vel- gengni annarra. Snorri fæddist á ísafirði, sonur hjónanna Margrétar Benediktsdótt- ur frá Kirkjubóli í Langadal, ísa- fjarðardjúpi, og Lárusar Maríusson- ar frá Langeyjamesi á Skarðsströnd. Snorri var næstelstur af ellefu systk- inum og eru þau nú öll látin nema systir hans Rannveig. Hann byijaði ungur að stunda sjómennsku með föður sínum og var sjómennska hans ævistarf. Hann vann að ýmsum störfum til sjós, ýmist sem háseti, matsveinn eða vélamaður. Snorri starfaði á togar- anum Hallveigu Fróðadóttur í mars 1969 þegar eldur kom upp í skipinu og sex manns fómst og átta voru fluttir á sjúkrahús. Varð hann ekki samur maður eftir þá eldraun. Snorri stundaði sjómennsku til 74 ára aldurs og þætti þá ýmsum kom- ið nóg. Kynni mín af Snorra end- umýjuðust eftir að hann kom í land og varð kjallaravörður hjá Veitinga- húsinu Óðali, þar sem hann var hvers manns hugljúfí. Snorri setti sinn svip á mannlífið í miðbænum á þeim áram og hafa gangstéttar varla ver- ið jafnoft þrifnar síðan. Snorri taldi ekki auðæfi sín á ver- aldlegum hlutum. Kom það skýrt í ljós núna síðustu ár þegar hann átti við veikindi að stríða. Þegar ég heim- sótti hann einhvern tíma og spurði hvort hann vantaði eitthvað, var svarið „nei, nei, elskan mín. Ég á allt af öllu. Ég á útvarp og sjónvarp og síma, hvað þarf ég að eiga meira? Snorri dvaldi á DAS í Reykjavík síð- ustu árin og skal starfsfólki þar þakkað fyrir umhyggju honum sýnda, en hann rómaði mjög allan viðurgjörning og viðmót þar. Guð blessi minningu Snorra Lár- ussonar. Hafsteinn Gilsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, TEITUR DANÍELSSON frá Grímarsstöðum, Andakfl, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í Saurbæ, Hvalfjarðar- strönd, laugardaginn 22. ágúst kl. 14. Dóra Þórðardóttir og aðrir aðstandendur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför dóttur okkar, ÁSTU KRISTJÁNSDÓTTUR. Nanna Guðmundsdóttir, Kristján Pétursson. Hjónaminning Guðrún Jakobsdótt- ir og Arni Arnason Armann O. Karls- son - Minning Fæddur 9. febrúar 1943 Dáinn 7. ágúst 1992 Mig langar að skrifa nokkur síð- búin kveðjuorð um fyrrverandi vinnufélaga minn og verkstjóra Ár- mann Óskar Karlsson. Við unnum saman um 10 ára skeið hjá Sjóla- stöðinni í Hafnarfírði. Óskar var mjög sterkur persónu- leiki og víst er að hann gleymist seint þeim sem honum kynntust. Óskar var einhver mesti vinnuþjark- ur sem ég hef kynnst. Hann gerði miklar kröfur til sín og um leið til starfsmanna sinna, eins og títt er um duglega menn. Já, hann Óskar var sannkallað „hörkutól“. En hið innra sló stórt og hlýtt hjarta. Óskar var að eðlisfari mjög kátur og glað- lyndur maður og alltaf var stutt í brosið. En stundum gat hann líka litið út eins og þrumuský, ef því var að skipta. Vinnudagarnir í frystihús- unum eru oft á tíðum mjög langir og erfíðir, alltaf stóð hann þó sína plikt meðan stætt var og stýrði vinnslunni með miklum sóma, enda hafði hann mikinn metnað fyrir fyr- irtækisins hönd. Óskar var mikill fjölskyldumaður. Hann var svo hreykinn af ungu og fallegu konunni sinni, henni Evu og börnunum sínum. Tveir elstu synir hans unnu um tíma í Sjólastöðinni og voru föður sínum til sóma, dug- legir og vandaðir ungir menn og þegar yngri drengirnir voru korna- börn og við konurnar spurðum hvort þeir döfnuðu ekki vel, þá ljómaði Óskar og stoltið leyndi sér ekki. Jú fyrsta tönnin var komin, fyrstu orð- in sögð, fyrstu skrefín stigin o.s.frv. Það er því sárt til þess að hugsa að hann hafi ekki fengið lengri tíma hér á jörðu til að njóta þess með Evu sinni að fá að sjá drengina þeirra vaxa úr grasi. Óskar barðist harðri og erfíðri baráttu við krabba- mein og varð að lokum að lúta í lægra haldi. En einhvern veginn fannst okkur alltaf að þessi sterki og stórbrotni maður næði að yfír- vinna veikindin, því ekki vantaði hann bjartsýnina. Því miður varð reyndin ekki sú. Svo mikið er víst að Sjólastöðin verður tómlegri vinnustaður án Ósk- ars og skarðið sem myndast við frá- fall hans verður vandfyllt. Nú þegar komið er að leiðarlokum vil ég þakka Óskari samstarfið og velviljann til mín og minna. Við Eggert, Guðrún Magnúsdóttir, Didda systir og Pétur sendum samstarfsfólki hans innileg- ar samúðarkveðjur, því missir þeirra er mikill. Elsku Eva, böm og aðrir ástvinir Óskars, ykkar missir er mestur. Megi góður Guð styðja ykkur og styrkja um ókomna framtíð og sefa sárastu sorgina og söknuðinn. Minn- ingin um góðan eiginmann, föður og son lifir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hólmfríður Zophonías- dóttir og fjölskylda. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og iangamma, GUNNBJÖRG STEINSDÓTTIR frá Miðkrika, sfðast til heimilis á Kirkjuhvoli, Hvolhreppi, verður jarðsungin frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 22. ágúst kl. 14.00. Guðmundur Jóhannsson, Steindór Ágústsson, Óli Ágústsson, Ásta Jónsdóttir, Sigurbjörg Dix, Donald Dix, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginmanns míns, föðurokkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR MAGNÚSSONAR skipstjóra, Norðurvör 1, Grindavík, fer fram frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 22. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir, sem vilja minn- ast hans, láti Slysavarnafélag íslands njóta þess í þyrlusjóð Stýri- mannaskólans. Þórlaug Ólafsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför systur okkar, GUÐLÍNAR JÓNSDÓTTUR, Nóatúni 26. Ágústa Jónsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Salvör Jónsdóttir, Jón M. Jónsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓNÍNU R. KRISTJÁNSDÓTTUR, Erluhólum 4. Elsa Aðalsteinsdóttir, Þorsteinn Már Aðalsteinsson, Sigríður S. Rögnvaldsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.