Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 1
Stúpa að austurlenskum hætti verður reist í Kópavogi TÍBETSKUR ábóti sem nú er staddur hér á landi mun í dag leggja bless- un sína yfir Hádegishóia í Kópavogi, þar sem fyrirhugað er að r eisa stúpu að austurlenskum hætti. „Stúpa þýðir í sanskrít að hlaða upp og má helst líkja við þann leiðarstika sem íslenskar vörður eru. Stúpa er leiðarstiki á innra vegi okkar. Hún er táknræn fyrir innri þróun okkar og þroska hugans. í heild sinni er hún tákn- ræn fyrir uppljómaðan hug, það er að segja þeg- ar við höfum þroskað huga okkar til fullnustu, losað okkur við alla nei- kvæða eiginleika og þroskað til hlítar með okk- ur hið jákvæða ," segir Þórhalla Björnsdóttir, sem er aðal hvatamaður byggingarinnar. Hún hef- ur um margra ára skeið dvalið meðal tíbetskra flóttamanna á Indlandi. Fyrirhugað er að stúp- an verði fjögurra metra há og grunnflötur hennar, þar sem hún er breiðust, verði 4x4 metrar."„Stúp- unni er ætlað að höfða til hins jákvæða í manninum, friðar, visku og kærleiks," sagði Þórhalla. ¦ Morgunblaöið/JK Konunglega stúpan í Phnom Penh í Kambódíu. Sihanouk prins reisti hana til minningar um dóttur sin.i. Ríki oo borg fð 20 millj. vegna skemmtiferðaskipa RÍKI og borg græða mest á komum skemmtiferðaskipa hingað, stærstur hluti þess sem þau skuja eftir í beinhörðum peningum eru hafnar- og tollatjöld. Af þeim 22 skipum sem hafa haft hér viðkomu í sumar má ætla að ríki og borg hafi fengið um 20 miUjónir. Þetta fer eftir stærð skipanna og talan er varlega áætluð. Síðasta skemmtiferðaskipið kem- íslenskt kvöld eftir viðdvöl og afla ur þann 8.sept. nk. Oftast eru far- þegar 400- 700 og í áhöfn 300-400. Stærsta skipið Maxim Gorkí kom 4 sinnum og hafnargjöld þess um 500-600 þús. hvert sinn og um 400 þús. í tollgjöld. Skipafélög sem annast móttöku skipanna fá sömuleiðis umtalsverða upphæð. Skipin taka aldrei kost að neinu marki hér en þau kaupa stundum vatn og fisk. 'Sum hafa hráefnis í það fyrir brottför. Við- gerðarþjónusta er alltaf einhver. Langflestir fara í dagsferð austur fyrir fjall. Sé reiknað með 500 far- þegum að meðaltali eru þessir ferðamenn um 12.500. Ætla má að hver kaupi jafnvirði einnar lopa- peysu u.þ.b. 6.400 kr. eru það alls 80 milljónir. Kaupi allir póstkort fyrir 500 kr. bætast við 6.3 millj. kr. Bifreiðaeign og banaslysatíðni Somanburour o milli nokkurra EES-ríkja 1989 Fjöldi ökutækja ú 1.000 íbúa Fjöldi banaslysa á 10.000 íbúa ¦-------------—^nh—i rjtj^— íslendingar mesta bílctþjóóin BIFREIÐAEIGN Islendinga var mest aðildarríkja evrópska efnahags- svæðisins 1989, eða 490 bílar á þúsund íbúa. Þó voru íslendingar í hópi þeirra 6 þjóða sem höfðu lægsta tíðni bana- slysa það ár. Næstir í bifreiðaeign eru Þjóðverjar og Austurríkismenn, með 479 og 472 bíla á hverja þúsund íbúa. Meðaltal EFTA er 432 og EB 394. Minnst er ökutækja- eign í Grikklandi, írlandi og Portúgal, 150^ 222 og 227 bílar á þús. íbúa. ísland er tneðal sex þjóða sem hefur lægsta tíðni banaslysa; 1,1 á hverja 10 þúsund íbúa 1989. Portúgalir, Belgar og Frakkar eru hæstir, með 2,3, 2,0 og 1,9 banaslys á 10 þús. íbúa. Verð á háoktana blýlausu bensíni var í júní 1991 hæst á ítalíu, 67,70 kr. lítr- inn, en lægst í Luxembourg, 35,30 kr. á þáverandi gengi. Á íslandi var verðið 60,50 kr., og af Norðurlandaþjóðum var það einungis ódýrara í Danmörku, 54 kr. Það sama gildir um bensín með blýi, þótt þar sé yerðið hærra. Hvað dísel varðar skipar ísland sér í flokk ódýrustu landa ásamt Grikklandi og Luxembourg. Mynd- listarsköli Suðurlands byrjar á morgun MYNDLISTASKÓLI Suður- lands hefur starfsemi sína á morgun, laugardag, á Sel- fossi og í Hveragerði. Kennsla fer fram í húsnæði Gagnfræðaskólans á Selfossi og Reykjamörk í Hveragerði. Á haustmisseri býður skólinn námskeið, í pappírsgerð, leir- mótun, teikningu og módel- teikningu. Auk þess verða hald- in sérstök barna-og unglinga- námskeið fyrir 7-12 ára. Enn- fremur er grafík, vatnslitamál- un, tau-og glermálun og mótun í leir og gifs kennt við skólann. Eftir áramót er fyrirhugað að halda framhaldsnámskeið. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.