Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 2
áLJL MtiliGÚNBI^ÐÍÐ.JJ-ÖstoD1ÍGÍÍjiyiiíiÓJ!lái]liM/i_ hestur í sk litum er tákn urrj SKÆRIR litir og fígúrur heilla mig mest af öllu og þannig túlka ég umhverfi mitt. Kannski vegna þess að mér finnst gleði skipta miklu máli," segir sænski textílhönnuðurinn Helen Trast. Hún leitar fyrir- mynda alls staðar, í Afríku jafnt sem í Ástralíu, á Indlandi, íslandi og í Svíþjóð. Síðan útfærir hún áhrifin, sem að lokum sjást í fatnaði, tepp um, gluggatjöldum eða sóf- ¦y Við fréttum af Helen á ferða- {£| lagi um ísland og notuðum ? þá tækifærið til að spjalla « -¦ við hana. Hönnun hennar Z þykir lífleg og sérstaklega tC) stílhrein. „Mjög sænsk," seg- ^Q 'r hún sjálf. „Fúnkísstefnan, sú stefna sem miðar hönnun hluta frekar við nýtileika þeirra en fagurt útlit, hefur haft mikil áhrif á nánast alla hönnun í Sví- þjóð. Ég er engin undantekning." Helen er rúmlega þrítug og hefur undanfarin sjö ár hannað mynstur fyrir framleiðendur á , vefnaðarvörum, fatnaði og S, teppum. Teppi með mynstrum hennar eru hnýtt á Indlandi, þar sem vinnuaflið er ódýrara en í Evr- ópu, en að öðru leyti er fram leiðsla á hug myndum henn- ar mest í Sví- þjóð. Sumar vefnaðarvörur sem hún hefur hannað eru seldar hér á_ landi, og eru auðþekkjanlegar vegna hins hreina stíls sem einkennir x handbragð hennar. „Ætli íslenskir hestar verði ekki næsta viðfangsefni mitt," segir hún glottandi, því á ferð sinni um ísland hefur hún notað hvert tækifæri til að fara á hestbak „íslensku hestarnir eru bæði þægir og skemmtilegir, og hafa algerlega heillað mig." Helen og Anders Win- qvist, maður hennar, ferðast mikið um . heiminn. „Ferðalög eru hluti af lifsmynstri okkar," segir hún. „Það er svo merkilegt að eftir hvert ferðalag sé ég hlutina í nýju ljósi og það hjálpar mér í hönnuninni. Ég vinn mikið út frá áhrifum sem égverð fyrir og reyni að túlka þau í myndmál sem getur notið sín á Morgunblaðið/KGA Helen Trast, sænski textíl- hönnuðurinn: „Eftir hvert ferðalag sé ég hlutina í nýju yósi." Efni með mynstr- um Helenar eru notuð á ýmsan hátt. Litadýrð og gleði: Hugmyndin kviknaði á ferðalagi um Afríku. stórum flötum. Það skiptir mig máli að gleði skíni út úr því sem ég hanna. Skærir litir og fígúrur heilla mig mest." Helen leggur mesta áherslu á að hanna fyrir sænska vefnaðar- vörufyrirtækið Borás og eru efnin notuð í gluggatjöld, rúmteppi, sófasett og ýmislegt annað. „Þar fæ ég að þróa eigin stíl í hönnun- inni í stað þess að vinna út frá ákveðnum fyrirmælum um liti, mynstur eða snið, eins og gerist í fatahönnun. Verði íslenski hest- urinn þemað í næsta verkefni mínu verður hann glaðlegur og í skær- um litum. Það kalla ég frelsi." Biynja Tomer ¦ Ruslahaugar á furðulegustu stöðum RUSLAHAUGAR hafa aldrei þótt sérstakt augnayndi, en ljótleiki þeirra SCima St|Ö!*HUr hÍmínSÍnS, og hinn megni fnykur sem af þeim leggur, blasir við ferðamönnum --------------------------------------------- vítt og breitt um landið. en gleymir blómunum __ MAÐURlNNréttirút hönd sína til ad hand- sem vaxa viö ffætur hans._____________ ÓÞEKKTUR HÖFUNDUR Oft er umhverfi kringum SKi sveitabæi eínnig afar óspenn- Jj£ andi, bílhræ hér og þar, rifrildi 3af heyplasti á gaddavírsgirð- ingum og annað sem stingur í Ifc stúf við þá ímynd sem við höf- _— um af landi okkar. Þessa sömu *^* ímynd reynum við svo að selja útlendingum dýru verði og heimtum að þeir hrífíst. Fyrir skömmu var ég á ferð um Snæfellsnes, þá margrómuðu nátt- úruparadís. Tilgangurinn var að skíða á jöklinum, sem sagður er vera hin merkasta orkustöð og guðmá- vitahvað. Hugmyndaríkir menn á Ólafsvík fengu þá ágætu hugmynd að koma skíðafólki uppá jökul með skipulögðum hætti, og er lagt upp frá afleggjara skammt utan við Ól- afsvík. Mávar i veislu Á fyrsta hluta afleggjarans sá ég hóp af æstum mávum, en vegna varrþekkingar, á fuglamáli skildi ég ekki hvort þeir voru reiðir, glaðir, æstir eða hamingjusamir. Þegar nær dró, sá ég að ruslahaugur Ólafsvík- inga hafði þessi áhrif á blessaða fugl- ana. Víst þótti mér ágætt að vera ekki rnávur, heldur manneskja sem laðaðist að jókli en ekki ruslahaug. Á hinn bóginn þótti mér þetta ófögur sjón og óviðkunnanleg í meira lagi. Að ruslahaugur skuli mæta ferða- fólki, á leið sinni í átt að stórmerku náttúrufyrirbæri, fínnst mér beinlínis ókurteisi. Lausn í sjónmáli? Haugurinn við Ólafsvík er sannar- lega ekkert einsdæmi, því ruslahaug- ar af þessu tagi eru víða sjáanlegir og landinu okkar hvorki til sóma né framdráttar. Bæjarbúar eru ósáttir við staðsetningu ruslahaugsins, sagði mér bæjarstjórinn Stefán Garðars- son, er ég spurði hann hvort honum þættu þetta sæmandi móttökur. „Þetta er hryllingur," sagði hann. „Ruslahaugar eru sameiginlegt vandamál allra íbúa á nesinu. Nú er verið að kanna grundvöll þess að sett verði upp sameiginleg sorpstöð fyrir Snæfellsnes og í haust ætti að vera Ijóst hvort möguleiki er að koma slíku fyrirtæki á fót. Að öðrum kosti þyrftum við að verða aðilar að sam- eiginlegri sorphirðu fyrir Snæfells- nes, þvi við viljum leggja þennan haug niður." Stefán sagði að haugur- inn hefði verið þarna í mörg ár og reynt væri að halda svæðinu eins Aö ruslahaug- ur skuli mæta f erðaff óllci, ó leiðsianiíótt aö stórmerku náttúrufyrir- bæri, ffinast mér beinlínis ókurteisi Ó, nei það logar í ruslahaugunum þokkalegu og mögulegt væri. „Viku- lega er sorpið brennt og urðað. Einu sinni í mánuði er svæðið umhverfis hreinsað og snyrt, en eftir stuttan tíma líkist það mest vígvelli. Þetta vandamál er brýnt að leysa." Eftir að bændur hófu að vefja plasti utanum hey, fannst ýmsum gamla sveitarómantíkin hverfa. Gömlu heybaggarnir hurfu og hvítar 500 kg. plastkúlur komu í staðinn. Nú er reyndar hægt að fá litað plast, svo líklega verður fjölbreytnin meiri með tíð og tíma. Burtséð frá því hvernig heyið er hirt, er Ijótt að sjá plastræmur á gaddavír upp um allar sveitir. Sú spurning vaknar óneitan- lega hvort draga eigi bændur til ábyrgðar, hreppa eða sveitafélög. Það er grátbroslegt að bera saman auglýsingabæklinga um hið hreina, fallega og stórbrotna ísland, og sjón- ina sem stundum blasir við okkur. Kannski væri fjörugt að ferðast um landið í mávalíki. Brynja Tomcr ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.