Morgunblaðið - 21.08.1992, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.08.1992, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1992 SKÓLAÚTGJÖLD Hvað kostar að búa sex, þrettán og sextán ára nemendur út í skólann? FYRSTU vikuna í september á hverju ári hafa bóka- og ritfangaverslanir á sér svolítið annan blæ en aðra daga ársins. Skólavertíðin er í fullum gangi og bókaunnend- um, sem gjarnan rölta öðru hverju inn til að skoða bækur í rólegu og notalegu umhverfi, hefur fyr- ir löngu lærst að vikan sú arna er lítt heppileg til slíkrar iðju. Skólafólk, bæði smátt og stórt, hefur þar allan forgang og oft er mikill handagangur i öskjunni, enda tíminn naum- ur og ekki þýðir að mæta tómhentur í skól- ann. En nemendur þurfa að eiga fleira en bækur og ritföng til að geta talist sæmi- lega útbúnir í skólann. Góður skólafatn- aður er nauðsynlegur og eftir því sem Daglegt líf komst næst virðast börn og unglingar engu síður en foreldrar gera talsverðar kröfur í þeim efnum. Fyrsta árið í grunnskóla Mörgum foreldrum finnst tilheyra að 25 kaupa nýjar flíkur á börnin áður en þau setjast á skólabekk í fyrsta skipti. Fyrstu skóla- árin hafa þeir öll ráð í hendi sér varðandi klæðn- aðinn en strax um níu ára aldur vilja börn hafa hönd í bagga með öllu því sem keypt er. Ef Sigga í næsta húsi fær ofsalega fína skó eða Gunnar út á fjórtán er í bo! með mynd af Mikka mús linna þau ekki látum fyrr en þau fá eins. Á þessum árum ráðast fjárútlát til fatakaupa aðallega af því hversu ört börnin Stækka, einnig valda ýmsir leikir þeirra heilmiklum spjöllum á fötum. Um þessar mundir er skóla- fatnaður óðum að streyma í búðirnar og segja verslunar- eigendur að verðið sé mjög svipað og í fyrra. Ef tekið er mið af meðalverði nýrrar vöru annars vegár í versluninni Bangsa og hins vegar í Hag- kaupum og gert ráð fyrir að 6 ára bam þurfi vetrarúlpu og buxur eða sam- festing, húfu, tvenn pör af vettlingum, Morgunbiaðið/Emiiía þrennar buxur, tvær vetrarbómullarpeysur, ullarpeysu, tvenna pólóboli og jogging- galla er upphæðin á bilinu 15.500 38.500 kr. Þá er skófatnaður ótalinn og ekki er vanþörf á að vera vel búinn til fótanna eins og veðurfarinu er háttað. Kuldaskó þurfa allir að eiga og gúmmístígvél em ómissandi fyrir litla pollasullara. Skór með frönskum rennilás þykja hen- tugastir fyrir yngstu börnin, því þau geta ekki reimað sjálf. Hjá Skóverslun S. Waage kostar parið 2.495 kr. en hjá Hagkaupum 2.995 kr. Ennfremur þurfa krakkar að eiga sér: staka leikfimiskó. í skóbúnað er ekki fjarri lagi að reikna með 8.000 - 10.000 kr. Kassaskólatöskurnar vlnsælastar Sex ára börn þurfa varla meira en eina til tvær stílabækur, liti, skæri og pennaveski með blýöntum, strok- leðri, yddara. Pennaveski eru til af öllum stærðum og gerðum og kosta yfirleitt frá 470 kr. Síðast en alls ekki síst er skólatask- an. Hana vilja krakkarnir örugglega velja sjálf. Undanfarin ár hafa kassalagaðar baktöskur úr vatns- heldu næloni verið vinsælastar fyrstu tvö til þijú skólaárin, uppúr því verða örlítið stærri og mýkri töskur fremur fyrir valinu. Eydís Egilsdóttir verslunarstjóri í Pennan- SKÓLAFÖT fiÁRA Versl. Bangsi Hagkaup Buxur 3.2Ó0 1.295 Vetrarbómullarpeysa 2.850 889 Pólóbolur 1.900 989 Jogginggalli 4.900 2.295 Húfa 980 399 Vettlingar 450 299 Úlpa 8.670 2.595 ÚtUíf Skíðabuxur 3.960 1.995 S.Waage Skór m/frönskum renmlás 2.495 2.996 Kuldaskór 2.900 1.996 Stígvél 2.895 1.695 I nnanhússíþróttaskór 1.996 1.795 Samtals 37.185 19.236 ISÁRA Versl. Bangsi Hagkaup Buxur 3.200 1.696 Vetrarbómullarbolur 2.850 989 Pólóbolur 1.90Ö 1.196 Jogginggalli 4.900 2.595 Húfa 980 399 Vettlingar 450 299 Ulpa 8.670 2.995 S. Waage Reimaðir Iþróttaskór 5.000 2.996 Kuldaskór 3.995 2.995 Stígvél 2.896 1.695 Innanhússíþróttaskór 1.996 1.795 Samtals 83.940 17.952 16ÁRA Versl. Sautján Hagkaup Flauelsbuxur 4.900 2.295 Stretsbuxur („Leggings") 2.900 2.295 Rúllukragabolur tbémull) 1.900 1.496 Afabolur (bómull) 1.990 1.995 Háskólabolur 3.600 1.996 Peysa 2.990 1.995 Ullarfrakki 9.900 7.495 Ulpa 4.990 4.995 S.Waage Leðurskór 5.500 3.995 Reimaúir iþréttaskúr 5.900 2.996 Kuldaskór 4.900 2.995 Innanhússíþróttaskór 1.995 1.795 Levi’s-búðin Gallabuxur Levi’s 501/önnurtegund í Hagkaupum 6.890 2.295 Samtals 58.255 38.636 ■ Skólatöskuna kaupir hann sjálfur MÖRGUM er alla tíð í fersku minni fyrsti skóladagurinn, enda er ekki svo lítið merkilegt að fara loks í alvöru skóla. A þess- um tímamótum verða útivinnandi foreldrar oft að huga að ýmsum úrræðum varðandi barnagæslu. Sum sex ára börn eru hin fúlustu yfir að þurfa að vera hjá dagmömmu „með eintóm- um smábörnum“, og linna ekki látum fyrr en aðrar ráðstafan- ir eru gerðar. Kostnaður við gæslu barna breytist því mismik- ið á heimilum eftir því til hvaða úrræða er gripið. Foreldrar Sigurðar Steinþórs- ið en t.d. í fyrra. Kannski bara Guöný Vuldi- marsdóttir og sonur hennnr Siguröur Stein- þórsson, sem veröur bróðum sex órn, og fer í 1. bekk í Kúrsnesskóln. sonar eru ekki enn búin að fínna endanlega lausn á málinu, því snáðinn er eindregið þeirrar skoð- unar að hann sé alltof stór til að vera hjá dagmömmu. Móðir hans, Guðný Valdimarsdóttir, segist vonast til að heimilisfólkið geti skipst á og hagrætt tíma sínum þannig að Sigurður þurfi aldrei að koma að tómu húsi. „Ef þetta fyrirkomulag gefst vel spörum við gæslukostnað, því Sigurður hefur verið hjá dagmömmu og í leik- skóla frá því hann var fjögra mánaða. Ég býst ekki við að mik- ill aukakostnaður fylgi skóla- göngu sex ára barna, þó hef ég eytt meiru í föt á hann undanfar- pjatt í mér, en mér finnst endilega hann þurfi að vera í fínum fötum í skólanum. Hann hefur alltaf verið svolítill göslari og núna sé ég hann fyrir mér sem velbúinn og settlegan skóladreng," segir Guðný og hlær. - Þú ert þá búin að kaupa skólafötin? „Nei, nei, það er heilmikið eft- ir. Það sem ég er búin að kaupa, keypti ég á útsölum, t.d. gallabux- ur og samsvarandi skyrtu á sam- tals 4.800 kr., jogginggalla á tæpar 2.000 kr., hettubol á 1.500 kr. Ánægðust er ég með LA Gear skóna sem ég keypti á 1.495 kr., en kostuðu áður 3.500 kr., enda Morgunblaðið/KGA Á leiö í vinnuna. - Sigurður kveður mömmu sína áður en hann fer að vinna með pabba sínum, Steinþóri Þórormssyni. lét ég mig hafa það að mæta klukkan hálf átta fyrsta útsölu- daginn í skóbúðinni til þess að gera þessi reyfarakaup. Stærstu útgjaldaliðirinir er útigalli og kuldaskór. Ég get ímyndað mér að samfestingur, eins og mig langar að kaupa kosti hátt í 10.000 kr. Gúmmístígvél þarf Sig- urður að fá, en ætli ég sleppi ekki að kaupa pollagalla þetta árið.“ Guðný segir að Sigurður kæri sig kollóttan um fatnað og hafi lítt hönd í bagga í þeim efnum. Öðru máli gegnir um skólatösk- una. Hann er ákveðinn í að að velja hana sjálfur og kaupa fyrir sína eigin peninga. - Hefur hann safnað lengi? „Hann er að vinna strákurinn, keyrir með pabba sínum í sendi- bílnum á morgnana og fær 100 kr. á dag. Ég held að hann eigi orðið 1.100 kr. og enn á hann eftir að vinna í nokkra daga áður en skólinn byijar, e.t.v. fær hann smálaunauppbót síðasta daginn. Það fer svona eftir því hvað draumaskólataskan kostar." ■ um segir að átta til níu ára börn þurfi oft að fá sér nýja skólatösku einfaldlega vegna þess að sú gamla er orðin of lítil á þau. Stundum væru töskurnar líka búnar að þola mikið harðræði af hálfu eigenda sinna og orðnar hörmung á að líta. Hjá Pennanum kosta vinsælustu kassatöskurnar 5.885 kr. en 3.995 hjá Hagkaupum. Mjúkar töskur kosta á báðum stöðunum frá 1.395 krónum. Eydís segir að yfirleitt velti for- eldrar verði skólatösku og annarra skólagagna lítið fyrir sér, kaupi bara það sem börnunum líst best á og vilji þannig gera upphaf skólagöng- unnar svolítið spennandi og skemmtilegt. Þessi lauslega samantekt sýnir að til þess að búa 6 ára barn í skól- ann, án þess að notfæra sér útsölur eða tilboðsverð á einu né neinu, gæti farið upp í 40.000 kr. og eru þá ekki tekin með í reikninginn nærfatnaður og sokkar. Hvað þurfa krakkar 18. bekk? Þrettán ára láta börn ekki sjá sig í hverju sem er. Nánast ófrávíkjan- legar reglur ráða ríkjum því enginn vill skera sig úr hópnum á nokkurn hátt. Ákveðin vörumerki eru allsráð- andi, oftast merki sem ekki eru í ódýrari kantinum. Á þessu stigi er ráðlegt fyrir foreldra að hafa fullt samráð við krakkana varðandi öll innkaup, því annars eiga þeir á hættu að fötin liggi óhreyfð inni í skáp og slíkt jafngildir nánast því að henda peningunum. Einkum eru stúlkubörn stundum þver og duttl- ungafull, ein rönd á peysunni eða eitthvað álíka, getur jafnvel ráðið úrslitum og gert peysuna gjörsam- lega ómögulega í þeirra augum. Derhúfur eru sérstaklega vinsælar hjá táningum nú um stundir, helst eiga þær að snúa öfugt þ.e. derið aftur á hnakka. Þeim fínnst líka óskaplega „töff“ að vera í ökkla- háum íjiróttaskóm með mörgum, mislitum og löngum reimum, en helst á bara að reima skóna til hálfs og láta reimarnar flaksast. Þetta er svo sem engin nýlunda, hver kynslóð hefur vafalaust haft sína fordild á táningsaldrinum. Fyrir rúmlega þijátíu árum voru t.d. allar ferm- ingarstúlkur með slæður sama hverning viðraði, en hnúturinn á slæðunni varð að vera á hökunni,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.