Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1992 Gistí dálitlum dúfnakofa SAMFERÐAMAÐUR minn og ég vorum fyrir nokkrum árum á hött- unum eftir byltingarmönnum í dreifbýlinu á Filippseyjum. Við höfð- um heyrt að þeir væru auðfundnir í kringum Legaspi, sunnarlega á Luzon-eyju. ■di Við flugum þangað frá Manilla og vorum svo heppin að hitta JJT mann sem við könnuðumst við á flugvellinum og hann vildi SC allt fyrir okkur gera í heimabæ sínum. Hann átti viðhald sem þekkti mann sem kom boðum til leiðtoga byltingarmanna um blaðamenn sem vildu hitta hann. En sá vildi ekkert við okkur tala svo að við fórum bara í sólbað. Við tókum mótorhjólavagn á strandhótel í nágrenninu. Ég var farin að hugsa eins og bláfátækur Filippseyingur og fannst af og frá að borga sex dollara fyrir einfalt hótelherbergi i eina nótt fyrst hægt var að fá kytru í háifgerðum dúfna- kofa með útsýni yfir sjóinn fyrir þijá dollara. Kofamir voru litlir þrí- hyrningar sem stóðu saman í röð á bjálkum við ströndina. Það var eng- inn gluggi á þeim en hafið blasti við ef hurðin var opin og setið í dyrunum. Það var svo lágt til lofts, jafnvel þar sem kofinn var hæstur, Enginn skyldi sníöa sér lengri göngustqf en hæð hans sjálfs nemur FÍLABEINSSTRÖNDIN Afganistafí 150 Ástralía 17.305 Bhutan 190 Brasilía 2.000 Bretland 17.042 Búrma 450 Egyptaland 753 Frakkland 21.085 Hong Kong 12.069 Indland 350 Indónesía 555 Japan 23.570 Kambódía 110 Kanada 20.945 Kína 325 Laos 180 Macau 8.100 Malasía 2.465 Mongólía 100 Pakistan 365 Saudi-Arabía 5.838 S-Afríka 2.771 S-Kórea 6.190 Tyrkland 1.600 Víetnam 200 að við Vesturlandabúarnir gátum ekki staðið uppréttir. Ber ljósapera hékk úr loftinu en hún var annað- hvort sprungin eða það var raf- magnslaust í kotinu. Við komumst ekki að því. Hótelstjórinn stóð hvorki við að koma með smekklás á hurðina né nýja peru. Það kom honum á óvart að við gistum þarna og hann lét okkur alveg í friði. Við þurftum að þvo okkur við útikrana og salernið var ógeðslegt en það gerði lítið til. Það vom þó- nokkuð margir Filippseyingar þarna og okkur fannst þetta ævintýralegt. Alveg óþarfi að gista alltaf á al- mennilegum hótelum. En það runnu á okkur tvær grím- ur þegar við vorum að gæða okkur á glænýjum, grilluðum fiski úti í hótelportinu og hár og myndarlegur Svíi gaf sig á tal við okkur. „Eruð þið vopnuð?" spurði hann. „Ég ferð- ast aldrei án tveggja lífvarða. Konan mín er Filippseyingur og ég veit hvers kyns ódæðismenn leynast hér innan um.“ Hann leit ásökunaraug- um yfir til hinna gestanna en við bárum okkur mannalega; nokkrir bófar myndu nú ekki hræða okkur. Það var kolniðamyrkur þegar við lögðumst í fletið á gólfið í kofanum. Við settum tösku fyrir dyrnar svo að hurðin „fyki“ ekki upp og ég sofnaði strax. En vaknaði fljótt. I næsta kofa var undarlegur maður sem umlaði og veinaði og hafði í hótunum. Og niðri í portinu sátu Filippseyingar á fylliríi og sungu „Around the World in Eighty Days — tra la la la — la la la la“ í sí- fellu. Þetta varð ansi löng nótt. Við gátum hlegið að tuldrinu í nágranna okkar þegar sólin kom loks upp en ég hef síðan alltaf gist á hótelher- bergjum með lykli. ■ Anna Bjarnadóttir 450 milliónir á flakki um heiminn 1991 í BLAÐI Wexas-ferðaklúbssins, Traveller" segir að þrátt fyrir bág- borið efnahagsástand víða um heim, samdrátt og kreppu, Flóastríð í upp- hafi ársins 1991 og ástandið i fyrr- um Júgóslavíu hafi 450 milljónir ferðamenn flakkað um heiminn og er það 1,5 % aukning frá fyrra ári. Þessar tölur hefur blaðið eftir World Tourist Organization. ■ Heimsóhn á hehnili Karenar Blixen ÞEIR ERU ófáir íslendingarnir sem halda til Danmerkur á ári hverju. Flestir láta sér nægja að skoða höfuðborgina Kaupmanna- höfn. En það er margt skemmtilegt að skoða utan borgarinnar ef tími er til. Tilvalið er að leigja bíl og skoða sveitir Sjálands og næsta nágrenni. Auðvelt er að keyra í Danmörku og virðist engin leið að villast hversu áttavilltur sem mað- ur verður. Vegvísar eru með stuttu millibili svo auðvelt er að átta sig á hvert á að halda. Ql Ef farið er í norðurátt frá * Kaupmannahöfn og keyrt eft- •Q ir Strandveginum í skamma I stund er komið í Rungsted * þar sem opnað hefur verið ^ safn á heimili rithöfundarins Q Karenar Blixen. Faðir henn- j ar, Wilhelm Dinesen, keypti húsið sem nefnt er Rungsted- lund 1879 og bjó þar með konu og börnum. Karen, sem fæddist 1885, bjó um tíma í Kenýa. Áhrif þau sem Kenýa hafði á líf hennar lýsir hún í bókinni „Jörð í Afríku“ en eftir henni var gerð samnefnd kvikmynd sem naut mik- illa vinsælda. Eftir dvöl í Kenýa snéri hún aftur heim 1931 og bjó í Rungstedlund til dauðadags. Blix- en dó í september 1962 og var jarðsett á landareigninni á stað sem hún hafði yndi af að sitja á góðviðrisdögum. Hluti hússins er varðveittur í óbreyttri mynd og er takmörkuðum hópi gesta leyft að fara inn samtímis. Þegar inn kem- ur eru gestir beðnir að setja hlífð- arpoka á skóna (svipaða þeim sem þekkjast á tannlæknastofum) og ganga rólega um. Ekki er laust við að maður hafi á tilfinningunni að verið sé að hnýsast rétt á með- an Blixen hefur skroppið frá, og að á hverri stundu muni hún ganga fyrir hom. Hún hafði fyrir sið að hafa ávallt nýafskorin blóm víða um húsið og er þeim sið haldið þannig að skipt er um blóma- skreytingar á nokkurra daga fresti. Gestum er leyft að skoða neðri hæð hússins þar sem stofurnar og ver- öndin er. Ein stofan er nefnd græna stof- an þar sem Karen bauð gestum sínum til sætis. Þar hélt hún til að vetrarlagi þegar kalt var í veðri. Þá er leyft að ganga um borðstofu og stássstofu. Fyrir gluggum stássstofu eru all sérstæð glugga- tjöld sem eru alltof síð og liggja á gólfinu svo að ætla mætti að ekki hafi verið haft fyrir því að sníða þau og falda. Svona umbúnað hafði Blixen séð sem barn er hún kom með foreldrum sínum á herragarð. Þegar hún tók við húsinu eftir for- eldra sína voru sett eins tjöld fyrir stofugluggana. Blixen lét sér ekki nægja að skrifa og málaði einnig og eru nokkrar mynda hennar til sýnis. Þá er bókaherbergi þar sem hún skrifaði nokkrar bóka sinna en sumar gaf hún út undir dulnefninu Isak Dinesen. Á einum veggnum eru munir frá Kenýa sem hún tók með sér til minninga. í öðrum hluta hússins hefur ver- ið komið upp mjög vönduðu safni , þar sem ævisaga hennar er rakin í máli og myndum. Einnig eru til sýnis bækur og aðrir munir sem voru í hennar eigu og hafa verið varðveittir. Gestum er gefinn kost- Frððleikur í fallegri umgerð Annað veifið er gaman og harla fróðlegt að fletta flugfélagablöðum. Ég hef undanfarna mánuði verið að koma Ferðablaðinu á póstlista hjá ótal flugfélögum til að fá að staðaldri þessi blöð, svo og ýmsar fréttir og upplýsingar og hefur orðið mæta vel ágengt. Langflest fé- lög gefa út rit til að dreifa í vélunum. Það er mismunandi hversu oft á ári þau koma og þau eru misjafnlega bitastæð en á öllum er eitt- hvað að græða. Og flest eiga það sammerkt að mikið er lagt í útlit, myndir og pappír. Jafnvel lítil flugfélög leggja metnað í að hafa slík blöð í boði og á dögunum fékk ég slíkt sent frá Zambia Airways og með fylgdi bréf þar sem beðið var forláts á því að blaðið væri ekki stórt „því við erum svo lítið félag“. Engu að síður var það ágætlega úr garði gert og læsilegt. Það er svona upp og ofan hvað stjómendur ritanna leggja mikið upp úr kynningu á eigin landi, en lang- flest gera því skil og hafa eina eða tvær slíkar í hverju blaði. í öllum blöðunum eru upplýsingar um flug- félagið og sum birta fjöldann allan af frábærum upplýsinggtöflum um veðurfar, flugtíma/flugkm ofl. Eftir- tektarvert er hve mörg flugblöð eru farin að hafa nokkrar síður á jap- önsku og augljóst að ferðafrömuðir vítt um veröld sjá fram á að Japan- ir séu girnilegur markhópur. Japanir eru þekktir að flestu öðru en dugn- aði að tala erlend tungumál og tillit tekið til þess í ýmsum þessara blaða. Allra þykkast flugblaða sem berst að staðaldri er Ronda sem spánska flugfélagið Iberia gefur út. Þar er texti jafnan á a.m.k. tveimur eða þremur tungum auk spænsku. Síð- ustu Ronda-blöð hafa af eðlilegum ástæðum lagt mikið pláss undir Ólympíuleika og heimssýningu en áberandi eru viðtöl við listamenn og greinar um menningu. Aftur á móti sinnir Motion blað Olympic Airways öllu meira því sem grískt er og í nýjasta heftinu einvörðungu greinar um grísk efni, svo sem grísk vín, tónleikahöll í Aþenu og brúðuhefð frá býzönskum tíma ofl. Garuda flugfélag Indónesíu gefur út samnefnt rit og eru þar margar fýsilegar greinar, m.a. um léið Indó- nesa til sjálfstæðis, grein um Indó- nesíu nú, efnhag í landinu, indónes- íska listmuni, heilsumat og þ.h. Airways Qantas er meðal uppá- haldsrita minna og þar er að finna mjög fjölbreytta greinaflóru, ferð til Argyle-demantsnámunnar í afskekktu héraði í vesturhluta . r Ástralíu, góð grein um Víet- nam, grein um ýmsa lista- menn, farfugla Ástralíu svo nokkuð sé nefnt. Gulf Air gefur út Golden Falcon og birtir m.a. stóra grein um San Fransisco, arkitektúr á Spáni, líflega tennis- grein og alls konar þrautir og krossgátur. Atlantica Flugleiða kemur ágætlega út í samanburðinum og hefur góða blöndu af menningar- efni, fróðleik og kynningargreinum. Myndir Páls Stefánssonar frá Horn- ströndum, grein um Úlfar veitinga- mann Eysteinsson, önnur um Lond- on og athyglisverð grein um Snorra Sturluson er meðal efnis í síðasta hefti. ■ Jóhanna Kristjónsdóttir B 7 MORGÚNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1992 Hellisfelagið vill gera veiðiparadís að fjallabaki Kælistandw á hflspegilinn í Bretlandi er nú mikil sala í útbún- aði, einkar einföldum, sem tryggir að svaladrykkurinn haldist kaldur, hversu mikill sem hitinn utandyra er. Útbúnaðurinn er festur við bíl- spegilinn eins og má sjá á mynd- inni. Hraðinn á ökutækinu tryggir að innihaldið helst svalt. ■ Þegar dýrin bíta ferðamenn Heimili Karenar Blix- en. Gestum er leyft að gangaigegnum húsið og skoða stofur og I stofunni eru glugga- Ijöldin nokkuð sér- stök. Ætla mætti að ekki hefði verið fyrir því haft að stytta og falda en svona vildi Karen Blixen hafa þau. Fyrirmyndina fann hún í herragarði sem hún heimsótti sem barn. ur á að hlusta á eina af sögum hennar eða horfa á litskyggnur frá Kenýa og skýringartexti er lesinn með. Þeir sem gefa sér góðan tíma til að staldra við geta fengið sér kaffibolla og danskt bakkelsi á lít- illi kaffiteríu. Þar er hægt að tylla sér á verönd í gróðursælum garðin- um og spjalla um lífshlaup Blixen- ar sem um margt var merkilegt og dramatískt. Það er þess virði að heimsækja safnið og enginn sem á leið þarna um ætti að láta það fram hjá sér fara. Mjög auðvelt er að gleyma sér í skamma stund og lifa sig inn í líf þessarar merkis- konu. Fram til september er safnið opið kl. 10.00 til 17.00 alla daga. En það eru fleiri staðir í ná- grenni Kaupmannahafnar sem eru verðir þess að heimsækja. Rétt innan seilingar frá skarkala borg- arinnar er Dragör, lítið og vinalegt fiski- mannaþorp. Þar eru lagðar göt- gul hús, 'heimilislegir veitingastaðir og róm- antík horfinna tíma. Þá kannast flestir við Hróarskeldu en þar er mikil dómkirkja sem prýðir borgina. Innan dyra eru kistur Dana- konunga og drottn- inga síðustu alda og margar hveij- ar hreinustu listaverk á að líta. Eftir innlit í dómkirkjuna er upp- lagt að ganga um götumar þar sem mannlífið er heldur rólegra en ger- ist í höfuðborginni. Þar virðast all- ir hafa nægan tíma til að spjalla, ef ekki um heilsuna þá bara um hvað á að hafa í kvöldmatinn. Ef gera á stuttan stans er tilvalið að setjast inn á krá og fá sér smurt brauð og öl. Dómkirkjan er opin kl. 9-5.45 alla virka daga en á laug- ardögum kl. 11.30-5.45. En fleira eftirminnilegt er að skoða í næsta nágrenni Kaup- mannahafnar. Á Sjálandi er kynst- ur af glæsilegum byggingum og eru auðvitað helstar þær sem til- heyrðu konungsfjölskyldunni. Ferðamaður ofan af íslandi þreyt- ist seint á að skoða þær glæsibygg- ingar, byggðar á sama tíma og við vorum enn að bjástra fram bæjar- göngin í rökkrinu og þóttumst full- sæmd af. ■ Morgunblaðið/Svcrrir Þetta segja ungmennin og þau eru stórhuga. „Við höfum því miður ekki getað fengið leigusamning nema til árs í senn. Állt verður að vera með samþykki heimamanna sjálfra og Náttúruverndarráðs en unnið er að skipulagi frið- landsins að fjallabaki. Okkur fínnst þó tími til kominn að hrinda ýmsum góðum hugmyndum í framkvæmd. Við sjáum um landvörslu, tjaldstæðið, húsið og veiðileyfí og veitir ekki af því Náttúruvemdarráð hefur ekki mann á sínum snærum hér og er það miður,“ sögðu þau Engilbert Olgeirsson, Þórhalla Gísladóttir og Guðríður Tómasdóttir sem voru við vörslu í Landmannahelli. í Landmannahelli er brýnt að koma upp hreinlætisaðstöðu með vatnssalemi fyrir vaxandi fjölda ferðamanna sem fer um og einnig eru margir veiðimenn á ferð. Að sögn Engilberts eru 11 vötn á friðlandinu með mismikilli veiði, má nefna Frostastaðavatn, Eskihlíðarvatn og Ljótapolí. „Það era nokkrir hópar á vegum Veiðifélags Landmannaafréttar að vinna að grisjun vatnanna framan Tungnár. Misjafnlega er að þessu staðið en þörfin er mikil, sum vatnanna eru ofset- in og fiskurinn fær ekki nægilegt æti, og víða er því mikið af smáfiski. En þó má fá ágæta fiska á stöng í Eskihlíðar- vatni og jafnvel í Ljótapolli," sagði Engilbert. „Við höfum mikinn áhuga á að gera friðlandið að útivistar- paradís fjölskyldunnar þar sem má renna fyrir fisk, fara um ríðandi, gangandi eða akandi, allt eftir áhuga fólks. Hér er mikil náttúrafegurð, Landmannalaugar, Eldgjá og Ófærafoss á næstu grösum og ágætar reiðleiðir. Við sjáum fyrir okkur svæði á borð við Veiðivötn, takist að grisja vötnin og byggja þau upp. Aðalatriðið er að friðlandið er nú í umsjá heima- manna sjálfra og verið að skapa ný atvinnutækifæri til lengri tíma litið,“ sögðu þessi bjartsýnu ungmenni að lokum. ■ Aðalheiður Högnadóttir Séð inn til Lauga Morgunblaðið/Aðalheiður O Á FERÐALÖGUM ber að varast afskipti af ókunnugum gæludýrum engu síður en villtum dýrum, því sjúkdómarnir sem dýrin geta borið til okkar með biti geta reynst stórhættuleg. í bæklingi sem Baldur Johnsen læknir skrifaði um heilsuvernd ferðamanna, og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti gaf út fyrir tíu árum, eru upplýsingar um hundsbit og önnur dýrabit. Öll bitsár sem hljótast af ógæti- legri umgengni við gæludýr eða villt dýr verður að meðhöndla strax með sáralyfjum. Þegar um er að ræða hundsbit á ákveðnum svæðum, og jafnvel bit katta, verður að gera ráð fyrir hundaæði sem hugsanleg- * um möguleika. Hundaæði þekkist í ftestum hitabeltislöndum, nema Ástral- íu, Nýja-Sjálandi og Japan. Af “” Miðjarðarhafslöndum telst að- ^ eins Pýreneaskagi, það er að segja Spánn, Portúgal og Malta, laus við þessa plágu. Af öðram Evrópulöndum teljast aðeins Norðurlönd laus við þetta svo og Niðurlönd og Bretland. Mið-, Suð- ur- og Austur-Evrópa er talin smit- uð. Ymsir aðrir sjúkdómar geta bor- ist með dýrum, dauðum eða liíandi, svo sem miltisbrandur og páfagauka- veiki (psittacosis), sem berst með páfagaukum, en af þeirri veiki geta aðrir fuglar sýkst og orðið smitber- ar. Litlar vatnaskjaldbökur eru oft taugaveikismitberar. Eiturnöðrur geta bitið til bana ef ekki næst fljótt í mótefni. Sporðdrek- ar og kóngulær geta líka bitið illa. Þess ber að geta að ekki er algengt að menn fái alvarleg bit á algeng- ustu ferðamannastöðum. Þeim er hættara sem era utan alfaraleiða. Helsta vörn er að vera í uppreim- uðum leðurstígvélum þegar gengið er um útjörð eða gamlar rústir, jafn- vel í skoðunarferðum, og þó einkum að kvöldlagi. Varast skal að þreifa með höndum um grassvörð eða milli steina þar sem illa sér til. Ef menn jrerða fyrir biti slíkra dýra, einkum nöðrubiti, þarf að þvo bitstaðinn og kæla, helst með ís. Hefta skal blóðrennsli með því aít binda fast ofan við bitið, en þó lina á i eina mínútu á tíu mínútna fresti, uns komið er á spítala eða í læknis hendur. Þýðingarmikið er að geta lýst nöðranni til að tryggja sér rétt móteitur, þegar til þess næst. Til að draga úr óþægindum meðan beðið er eftir læknishjálp ætti að nota ver- kjalyf eða ofnæmislyf. ■ TÍU manna hópur ungs fólks úr Holta- og Landmannahreppi hefur sett sér það markmið að gera veiðiparadís að fjallabaki og bæta aðstöðu fyrir ferðamenn á afrétti hreppanna. Hellisfélagið hefur gangnamannahúsið í Landmanna- helgi á leigu þriðja sumarið í röð. „Hér er stórt og gott hús og ágæt aðstaða fyrir ferðalanga á hestum enda koma hér oft hópar á leið um afréttinn. Við erum hér til skiptis í sjálfboðavinnu þessa 3 sumarmánuði því það er varla nokkuð upp úr þessu að hafa, alla- vega ekki enn sem komið er. Það er margt sem þarf að gera svo svæðið verði aðlaðandi fyrir ferðamenn." Krakkarnir í Hellisfélaginu fá sér súpu hjá Sigrúnu matráðskonu Hekluhesta. F.v. Sigrún Haraldsdóttir, Guðný Eiríksdóttir, Guðríður Tómasdóttir, Hrefna Gunnarsdóttir, Þórhalla Gísladóttir og Engil- bert 01geirsson(fremst t.h.) Alkhólistat í afturbata í skemmtireisur til Líbýu? LIBÝA hefur ekki verið beinlínis eftirsótt á listum ferðamanna fyrir margra hiuta sakir; þrálátur orðrómur um að þar hljóti hryðju- verkamenn þjálfun áður en þeir ráðast til atlögu, alþjóðlegar refsiað- gerðir og alls konar þvingunaraðgerðir gera að verkum að aðbúnað- ur útlendinga getur varla talist samkeppnisfær. Hæstráðandinn Gaddafí er litinn hornauga í besta falli og hataður af mörgum. Svo má nefna að Líbýumenn hafa krafíst þess að útlendingar láti þýða á arabísku allar upplýsingar í vegabréfum. Því er það óneitanlega bjartsýni að margra dómi að Ríkisferðaskrif- stofa landsins hefur nú verið endur- reist og forstjóri hennar var fyrir skömmu í New York að kynna allt sem ferðamönnum gæfist kostur á að sjá í landinu. Fréttamaður New York Times spurði forstjórann hverjir hann teldu að hefðu áhuga á að komast til landsins. Eftir smá umhugsun svaraði forstjórinn „mér dettur til dæmis í hug áfengissjúkl- ingar í afturbata". ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.