Morgunblaðið - 21.08.1992, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.08.1992, Qupperneq 8
Singapore fær 9% fleiri ferðamenn í ár en í fyrra ÚTLIT er fyrir að aukning ferðamanna til Singapore verði allt að 9% en ekki 6-8% eins og spáð var. Fyrstu sex mánuði ársins komu tæplega 2,9 miiy. og var það aukning um 16,1% miðað við fyrra helming ársins 1991. Þetta kemur fram í fréttabréfi rík- isferðaskrifstofu Singapore. Af Evrópulöndum komu flestir frá Bretlandi og voru þeir 13,7% allra Evrópubúa. ír- ar hafa nýverið uppgötvað að Singapore sé hinn ákjósanleg- asti staður og hefur fjölgað um 16%. Nokkur fjölgun hefur orð- ið frá Svíþjóð, Danmörku og Noregi en fækkun frá Finn- landi. Fáeinir gestir komu frá íslandi frá janúar-júníloka en fjöldi er ekki tilgreindur. ■ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1992 Hi'Mii' T!=!"Tí'i'Á . ik BUDAG'JTHlFi^Tflt':!7.. i:l'/! I Vináttumusterið í grennd við Myohyang-fjall. N-Kórea opnar hlið sín upp á gátt fyrir ferikamönnum FERÐAMENN sem sækjast eftir leirböðum, fjallgöngum og þjóðdöns- um eiga nú kost á hinum fullkomna áfangastað - Norður-Kóreu. Þetta þrennt er efst á lista Allsherjarnefndar um ferðamál sem nýlega skilaði áliti og ætlar að leggja allt kapp á að lokka til sín mörg hundruð þúsund ferðamenn á næstu árum með fulla vasa af erlendum gjaldeyri. Norður-Kórea hefur fram að þessu verið eitt lokaðasta land í heimi. Og ekki sótt í að aðrir kæmu þangað en þeir sem hefðu hug á að dásama hugmyndafræði og viturlega og óskeikula stjórn Kim II Sung ein- valds. En vegna efnahagskreppu sem hefur riðið yfir með falli kommúnism- 'ans hefur nú orðið að taka þessi mál sem ýmis önnur til endurskoðunar. Formaður allsheijamefndarinnar, Chae Hwa nokkur Sop, sagði að Norður-Kórear væru nú tilbúnir að taka á móti „öllum útlendingum, hverrar trúar sem þeir væru, hvaða skoðanir sem þeir hefðu og án tillits til hörundslitar". Hann sagði að nú væri unnið að því að þjálfa leiðsögu- menn sem töluðu erlend tungumál svo ferðamenn fengju góða og rétta leiðsögn um landið. í höfuðborginni Pyongyang væru nú níu hótel sem stæðust fyllilega samkeppni við hvaða hótel sem væri og ný væru í undirbúningi. Flogið er til Pyongy- ang frá Peking, Moskvu, Khab- arovski og Sófíu og Berlín. Einnig verður innan tíðar farið að semja um að tengja N-Kóreu við Japan og síð- an önnur lönd koll af kolli. ■ 1 tmmm mmm 1 Ferúamannapjónustan skapar sveitarfélðgunum margfalda veltu í SÍÐ ASTA pistli var reynt að svara spurning- unni um hverjar væru beinar tekjur ríkissjóðs af ferðamönnum. Ekkert var þar rætt um tekj- ur sveitarfélaga af þessari atvinnustarfssemi en þær eru fyrst og fremst í formi aðstöðu- gjalda og útsvara af launatekjum. Hér er enn erfiðara að komast að endanlegri tölu en þeg- ar reynt var að svara spurningunni um tekjur ríkissjóðs. Kemur þar til m.a. vandamálið við að skilgreina hvert er umfang atvinnugreinar- innar. Hve stór hluti aðstöðugjalds fyrirtækja er vegna aukinnar veltu þeirra af ferðamönn- um? Það er mitt mat eftir nokkra skoðun að þessar tekjur séu mun meiri en margir sveitar- stjórnarmenn og íbúar sveitarfélaganna geri sér grein fyrir. Ég hef stundum velt því fyrir mér til að sýna hve margþætt áhrif ferðaþjónusta hefur og þá mikilvægi hennar í veltu sveitarfélaga, væri hægt að ímynda sér “ferðamannaverkfall“ einhvers stað- ar, t.d. á Akureyri. Öllum vegum til og frá Akur- eyri yrði lokað fyrir ferðamönnum þannig að eng- inn ferðamaður innlendur né erlendur kæmist til bæjarins. Sama gitti um flugvöllinn og höfnina. Fyrstu áhrifin yrðu þau að gististaðir myndu loka, síðan veitingahús. Engin verslun ferðamanna er opinn þar með talin verslun sumarbústaðafólks. Bensínsala yrði nær ein- göngu vegna ferða innanbæj- ar og vöruflutninga. Minna þyrfti að baka í bakaríunum, færri kæmu í sundlaugina, notkun leigubíla minnkaði og ekki þyrfti að prenta auglýs- ingar fyrir ferðamenn sem ekki kæmu. Tekjur fjölmiðla vegna auglýsinga ferðaþjón- ustuaðila yrðu engar. Aðeins heimamenn sæktu mannamót og aðra viðburði í bænum. Hér var Akureyri tekin sem dæmi en að sjálfsögðu hefði verið hægt að nefna ýms sveitarfélög stór eða smá. Ég læt lesendur um að halda áfram að rekja þessa hugsan- legu lokun Akureyrar og stað- færa hana hver á sína heima- byggð þó áhrifin yrðu að sjálf- sögðu mismunandi. Hefur þú velt því fyrir þér þegar þú greiðir fyrir mat á veitingastað frá hve mörgum fyrirtækj- um veitingamaðurinn kaupir vöru og þjónustu? Og síðan þau fyrirtæki aftur sína þjónustu osfrv. Margföld velta skapar auknar tekjur sveitarfélaga í formi aðstöðugjalda. Auk þess sem sveitarfélög hafa tekjur af ferðaþjónustu í aðstöðugjöldum og útsvörum hafa mörg beinar tekjur af ferðamönn- um. Ber þar hæst tekjur af sundlaugum og tjald- svæðum. Þess eru dæmi að tekjur af ferðamönnum yfir sumartíma greiði heilsásreksturskostnað sund- lauga í sveitarfélagi. Sund er einmitt dæmi um afþreyingu sem dreg- ur ferðamenn að. Ég hef áður bent á að í þeim sveitarfélögum sem ætla að fá tekjur af ferðaþjón- ustu verður að vera til staðar afþreying. Afþreying í einhverri mynd er oftast það sem veldur því að ferðafólk stansar og jafnvel dvelur í sveitarfélagi Ég hef stund- um velt því fyrir mér til að sýna hve margþætt éhrif ferða- þjónusta hef- ur og þá mikilvægi hennar í veltu sveitarfélaga, væri hægt að ímynda sér "ferðamanna- verkfall" t.d. á Akureyri. á ferð sinni. Það dvelur enginn á stað vegna þess að þar er gistiaðstaða eða veitingasala. Það getur vafist fyrir okkur að skilgreina hvað eru ferðamenn og sjálfsagt ekki allir á eitt sáttir um það. En ferðamenn eru ekki aðeins útlending- ar í regngalla eða íslendingar í útilegu. Svo ég haldi mig enn við Akureyri má nefna að dagana 15.-18.júní voru um 600 ferðamenn þar sem voru afmælisárgangar frá menntaskólanum. Ég geri ráð fyrir að þessi hópur hafi skapað ca. 10-12 millj.frumveltu innan bæjarfélagsins. Nokkru síðar var haldið stórt vinabæjarmót í bænum og ekki má gleyma Andrésar andarleikunum í vetur. Hér eru nefnd nokkur dæmi um ferðalög sem verða til vegna þess að stofnað er til samkomu. Þetta er mjög vaxandi þáttur og má hér nefna niðja- mót, hestamannamót, árshátíðir utan heimabyggð- ar, samkomur um verslunarmannahelgi, peyjamót í Vestmannaeyjum, síldarævintýri á Siglufirði o.fl. o.fl. Gífurlegum fjármunum er velt á ferðalögum alls þessa fólks vítt og breitt um land vegna þess- ara og hliðstæðra atburða. Nú segir sjálfsagt einhver: þetta er engin ferða- þjónusta. Þá vil ég minna á að til þess að þessir atburðir geti átt sér stað verða að vera fyrir hendi fyrirtæki í ferðaþjónustu, flutningsfyrirtæki, gisti- staðir, veitingastaðir o.fl. Og varla hefði nokkrum manni dottið í hug að halda HM 95 í handbolta hér á landi ef þjónusta þessara fyrirtækja væri ekki fyrir hendi. Allt styður þetta hvað annað; uppbygging að- stöðu, auknir flutningsmöguleikar og viðburðimir eða tilefnin sem verða eða hrint er í framkvæmd. þessi samvinna eykur tekjur sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur víðtæk áhrif á daglegt líf landsmanna. Hún eykur fjölbreytni þjónustu á ýmsum sviðum. Sem dæmi má nefna að við hefðum ekki notið þeirrar ferða- tíðni í flugi, jafnt innaniands sem á milli landa ef ekki væri verið að flytja ferðamenn milli staða. Þá er jafn augljóst að fjöldi hótela og matsölu- staða væri ekki sá sami ef einungis ætti að byggja á heimafólki. Hér hefur ekki verið reynt að reikna tekjur sveit- arfélaga af ferðamönnum. Ástæður eru margar en ekki síst hve þetta er er misjafnt eftir sveitarfé- lögum og mismunandi hver margfeldisáhrif velt- unnar eru. Ég læt sveitarstjómarmönnum á hveij- um stað það eftir og bendi á aðferðina sem að ofan er nefnd. Að reyna að gera sér í hugarlund hver velta sveitarfélagsins yrði, en ekki kæmi nokkur erlendur eða innlendur ferðamaður í sveit- arfélagið. Ég vona og reyndar veit að í mörgum tilfellum verður niðurstaðan sú að þessir gestir skili veruleg- um fjármunum til sveitarfélagsins Og því hag- kvæmt fyrir þau að stuðla að aukinni aðstöðu til afþreyingar sem fær gesti til að stansa á ferð sinni um landið. Það dvelur enginn ferðamaður á stað nema hann hafi ástæðu til að stansa þar. Slíka ástæðu þarf oft að búa til eða sé hún til þarf að kynna hana og fjármunir til þess hljóta að koma frá þeim sem mestra hagsmuna hafa að gæta. Og talandi um atburði og ástæður. Er ekki kominn tími til að ákveða með hvaða atburðum verður haldið upp á 50 ára afmæli lýðveldisins 1994 og kynna síðan atburðina og gefa öllum ís- lendingum erlendis ástæðu til að “skreppa heim“? Magnús Oddsson ® Höfundur er markaðsstjóri Ferðamálaráðs Flogið á milli staða fN? — km Flugleið Bahrein — »■ London 5.575 Bankok — »■ Bombay 3.091 Brisbane — >■ Melbourne 1.459 Frankfurt— »-Amsterdam 506 Hong Kong -♦Jóhannesarborg 11.147 Paris ——- *■ London 389 Róm *■ Zurich 874 Singapore - —»" Jakarta 933 : Tapei *■ Tókýó 2.426 Mauritfus— »- Hong Kong 8.240 [ Seattle — *■ Toronto 3.278 Kaupmannahöfn------*• París 1.002 j Penang *■ Phuket 381; Los Angeles —*Seoul 9.590 Bankok *-Vientiane 499 Ho Chi Mính —-*• Hong Kong 1,683 llmvatnið Amouge selt á flestum leidum flugfélagsins Gulf Air AMOUGE ilmvatnið sem er líklega það dýrasta í heimi virðist sjaldan selt í flugvélum, en það er þó að fá á flestum leiðum Gulf Air. Amouge kölnarvatn fyrir konur, í 50 ml pakkningu úr postulíni og 18 kar- ata gulli kostar 8.200 og til saman- burðar má nefna að Chanel 5 í 50 ml glasi kostar 1.800 kr. Amogue ilmvatn er ekki fáanlegt á almenn- um markaði en þar eru umbúðimar úr 24 karata gulli og 75 ml þeirrar gerðar mundi kosta tugi þúsunda króna. ■ Opið í september í Bjarkarlundi Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit, sem starfrækt er á sumrin, verður nú opið til 20. september. Þar er gistiaðstaða fyrir 30 til 40 manns í uppbúnum rúmum eða svefnpoka- plássi. Matar- og kaffisala er alla daga. Gistingu fylgir silungsveiði- leyfí í Berufjarðarvatni. Þar er einn- ig bátaleiga. Á laugardagskvöldum er kráarstemmning á hótelinu. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.