Morgunblaðið - 21.08.1992, Page 10

Morgunblaðið - 21.08.1992, Page 10
 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1992 ---: I)., ■(' 'i I 'i i' I •1 t 'i> ■*) I 1 j i jr..i--i» >Df) ;V Vönsýniagar næstu mánuði París 25.okt-29.okt. Alþjóð- tóg matvælasýning Zurich 9.október-ll.okt. Sölusýning á notuðum bátum og fylgihlutum Hamborg 31.okt.-8.nóv. Al- þjóðleg bátasýning Leiðzig 30.okt.-4.nóv Alþjóð- leg by ggingasýning Málmey 14.okt-17.okt. Heim- ur barnsins- sýning um allt sem viðkemur börnum Frankfurt 30.sept.-5.okt. Al- þjjóðlega bókasýningin Utrecht 12.okt.-16.okt. Al- þjóðleg sýning um efna-olíu- iðnað og umhverfismál Brussel 24.nóv-26.nóv. Al- þjóðleg ferðakaupstefna London 24.nóv-27.nóv. Al- þjóðlegi ferðamarkaðurinn Tókíó 10.des.-13.des Alþjóð- leg ferðakaupstefna Atlanta 20.okt-22.okt. Al- þjóðleg sýning um byggingu og viðhald flugvalla og flug- stöðva Nurnberg 3.okt.-5.okt. Al- þjóðleg sýning á gjafavörum og minjagripum Munchen 20.okt.-23.okt Al- þjóðleg sýning um tölvur til samsetningar í iðnaði Osló 14.okt.-17.okt. Norsk húsgagnasýning ■ Stór ráðstefna um ferðavilja miðaldra og eldra tólks RÁÐSTEFNA verður á Möltu í nóvember nk. um ferðalög, ferðavenjur og áfangastaði miðaldra og roskinna evr- ópskra ferðamanna en sá hópur ferðalanga verður stærstur næstu áratugi. Evr- ópska ferðamálanefndin hef- ur birt fréttatilkynningu um ráðstefnuna og er þar tekið fram að mjög takmarkaðar rannsóknir hafi verið gerðar fram til þessa hvemig þessir ferðamenn vilja ferðast, hvert og hversvegna. Á vegum American Express, Ferðamálanefndar EB og Ferðamálaráðs Kanada í sam- vinnu við ETC var því hleypt af stokkunum umfangsmikilli könnun á þessu og verða niður- stöður kynntar á ráðstefnunni og fulltrúum úr öllum greinum ferðaþjónustunnar gefínn kost- ur á þátttöku. ■ Sungið á ráðhúströppunum í Bonn. Sðngferðalao sunnlenskia ungmenna í Þýskalandi „FERÐIN var sérstaklega ánægjuleg og heppnaðist afbragðs vel og móttökur sérstaklega góðar og fólk vildi vita meira um okkur eftir tónleikana ,“ sagði Jón Ingi Sigurmundsson, stjóraandi kórs Fjöl- brautaskóla Suðurlands eftir söngferðalag til Þýskalands í júní. Kórinn dvaldi lengst af í bænum Schönecken, skammt norðan við Trier og var búið í sumarhúsum og þaðan var farið í tónleikaferðir. Fyrst var sungið í Trier á vegum stúdentafélags háskólans við góðar viðtökur. Þá söng kórinn á Torgi heijanna í Lúxemborg. Þeir tónleik- ar voru haldnir fyrir atbeina borgar- innar og vóru söngstjóra færð blóm og óskað eftir að kórinn kæmi sem fyrst aftur. Bandarískur hljómsveit- arstjóri, Peter Ray, hitti Jón Inga að máli og fór lofsamlegum orðum um söngskrána og bað fyrir kveðjur til Jóns Þórarinssonar. í Bonn var sungið á ráðhúströpp- unum og var torgið þéttsetið fólki. Þá tók kórinn þátt í alþjóðlegu móti í Köln, og komu fram um 1.000 manns og áheyrendur skiptu tugum þúsunda. Þar var sungið á mörgum sviðum og mikil upplifun fyrir ungt söpgfólk að taka þátt í þeim. Fyrr urú daginn skoðuðu kórfélagar dómkirkjuna og fluttu þrjú lög. Var kirkjan full af kórfólki og hver kór- inn af öðrum tók lagið í kirkjunni. „Ég held að krökkunum hafi þótt sú stund hápunktur ferðarinnar," sagði Jón Ingi. Síðustu tónleikarnir voru í ka- þójskri kapellu í Prum og síðan kynnti Ingi S. Ingason land og þjóð fyrir viðstöddum. Ingi er þýsku- kennari við Fjölbrautaskólann og var í Trier sl. ár við nám. „Greinilegt var að fólk kunni að meta sönginn og vildi vita meira um hann og iögin, einkum sýndi fólk áhuga á fimmundarlögunum og eitt þeirra var ísland farsælda frón. Er talið að þannig hafi verið sungið á landnámsöld og fannst fólki það sérstakt. Ómetanlegt er fyrir krakkana að komast í slíka ferð og þeir stóðu sig mjög vel, bæði í söngnum og allri fram- komu,“ sagði Jón Ingi. Hann sagði að kórinn hefði notið góðrar farar- stjórnar Þórs Vigfússonar sem kynnti lög kórsins og fór nokkrum orðum um hann á hveijum stað. Kórfélagar höfðu söngferðalagið sem átaksverkefni sl. vetur og stóðu í ströngu við að safna fé til fararinn- ar en án stuðnings væri slík ferð ekki möguleg. Islandsvinafélagið í Köln greiddi götu kórsins vegna mótsins þar. Kórfélagar fengu þar skilning á orðinu íslandsvinur, en einn forsvarsmanna þess, Bácker að nafni, lagði á sig ómæída fyrir- höfn til að aðstoða kórinn. ■ Sig. Jónss. Jensen lúxusbílaverk- smidjurnar gjaldþrota Athugaóu vedurspána, en haföu í huga að á fjöllum er allra veðra von og veðrabrigði snögg. Ábending frá Slysavarna- féiagi íslands Reuter. BRESKU lúxusbílaverksmiðjura- ar Jensen, sem á árum áður sáu stórstjörnum á borð við Clark Gable fyrir sportbílum eru nú að leggja upp laupana vegna al- menns samdráttar í efnahagslíf- inu, að því er endurskoðendur fyrirtækisins lýstu yfir á þriðju- daginn. „Fáar pantanir liggja fyr- ir og það ásamt því að engin bata- merki eru sjáanleg í náinni fram- tíð á markaðinum fyrir lúxusbíla gerir það að verkum að ákveðið hefur veirð að gera fyrirtækið upp,“ sagði talsmaður endurskoð- endafyrirtækisins Grant Thorn- ton. Jensen-verksmiðjurnar hafa framleitt hágæða sportbíla allt frá 1976 þar á meðal hinn háþróaða og eftirsótta Interceptor á áttunda ára- tugnum. Fyrirtækið státaði af heimsfrægum viðskiptavinum á borð við breska söngvarann Cliff Richard og fyrrnefndan Clark Gable. Endurskoðendurnir áætla að óska eftir gjaldþrotaskiptum í næsta mán- uði en þó er enn leitað að kaupanda að verksmiðjunum til að reyna að bjarga hinu fornfræga nafni Jensen- bílanna. Upphaflega fyrirtækið með þessu nafni varð gjaldþrota 1976 en síðan ítalskur verkfræðingur hjá Alfa- verksmiðjunum er hins vegar þeirr- ar skoðunar að landar sínur muni aldrei fást til að kaupa sjálfsskipt- ingar í bfla sína. „ítalir munu aldr- ei kaupa sjálfskipta bíla. Þeir eru kynferðislega þrúgaðir. ítalir vilja gæla við bílana sína og þeim fínnst þeir verða að taka á gírstönginni þúsund sinnum á dag,“ segir Ales- sandro Piccone í viðtali við breska tímaritið Autocar and motor. Þrátt fyrir þessa hópsálgreiningu hefur starfseminni einkum verið haldið áfram með viðgerðum og end- urbyggingum eldri bíla ásamt lítilli framleiðslu á fyrrgreindum Interc- eptor. Til þessa hefur það dugað til að halda lífi í Jensen. ■ Vauxhall sækir á Ford í Bretlandi SALA á Vauxhall hefur aukist um 4% í Bretlandi á þessu ári, en þar hefur heildarbílasalan dregist saman um 4,3%. Það er salan á Astra sem kom á markaðinn í október í fyrra sem er helsta tromp Vauxhall, og vonast tals- menn fyrirtækisins til að bílnum takist á endanum að ryðja Ford Escort úr fyrsta sæti listans yfir söluhæstu bílana í Bretlandi. Um 5% munur er á forskoti Ford yfir Vauxhall á bílamarkaðnum í Bretlandi, en það þýðir um 40.000 bílar. Talsmenn Ford eru sannfærðir um að halda forskotinu á Vauxhall út þetta ár, þrátt fyrir að sala fyrir- tækisins hafi dregist saman um 7% í júlí miðað við sama tímabil í fyrra. verkfræðingsins eru ítölsk stjórn- völd þeirrar skoðunar að draga megi úr mengun í stórborgum ítal- íu með því að ijölga sjálfskiptum bílum en í hinum fornu borgum landsins eru umferðarteppur meiri en víðast annars staðar. Sjálfskipt- um bílum fylgir jafnari gangur vél- ar og slíkt er talið æskilegra þar sem alvanalegt er að ökumenn kom- ist ekki nema um 100 metra á 5 mínútum. Afhverju vilja ítalir ekki sjúlfskipta bíla? FIAT-verksmiðjuraar hafa ýtt úr vör herferð á Ítalíu sem ætlað er að auka útbreiðslu sjálfskiptra bíla. Eins og kunnugt er eru flestir bílar í Bandaríkjunum búnir sjálfskiptingu og hlutur sjálfskiptra bíla er einnig mun hærri hér á landi en sem nemur meðaltalinu í Evrópu, sem er sjálfskipting í 7% bíla. Tregastir allra til að kaupa sjálfskipta bíla eru Italir, en aðeins 1,4% bíla þar í landi eru með þennan útbúnað. Ford og VW sameinast um f jölnotabíl FORD og Volkswagenverksmiðj- urnar vinna nú í sameiningu að gerð fjölnotabíls sem væntanlega kemur á markaðinn í ársbyrjun 1994. Bílnum er meðal annars ætlað að keppa við hinn franska Renault Espace á markaðnum, sem var fyrsti bíllinn af þessari gerð, og einnig aðra álíka sem fylgt hafa í kjölfarið, eins og t.d. Toyota Previa, Pontiac Trans- Sport og Crysler Voyager. Nýi bíllin verður framleiddur í VW—Ford verksmiðju sem verið er að reisa í Portúgal, og er áætlað að framleiða þar 180 þúsund bfla á ári. Fyrst um sinn verður bíllinn eingöngu seldur í Evrópu, og þá í tveimur útgáfum. Þær verða svip- aðar að ytra útliti, en með mismun- andi vélum, þar sem annars vegar verður um að ræða vél frá Ford, og hins vegar frá Volkswagen. í VW útgáfunni verður rými fyrir sjö farþega, og verður bíllinn fáanlegur með allt frá íjögurra strokka turbo díselvél til 2,8 lítra 174 hestafla V6 vélar, og með íjórhjóladrifi. Bæði Ford og VW útgáfuna verður hægt að fá með fimm gíra bein- skiptingu eða sjálfskiptingu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.