Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 21. AGUST 1992 NYIR BÍLAR Viljugur Pony á skaplegu verði TALSVERT á annað hundrað Hyundai bílar frá Suður Kóreu hafa selst hérlendis frá því þeir voru kynntir í lok maí hjá umboð- inu Bifreiðum og landbúnaðarvélum en þeir eru fáanlegir í fjór- um aðalgerðum. Nærri 50 bilar af Elantra gerðinni hafa selst og svipað af Pony en heldur minna af sportgerðinni Scoupe og flaggskipinu Sonata. Fjallað hefur verið.ítarlega hér á bílasíðum um Hyundai bílana og verður hér að síðustu lítillega litið á fimm manna framdrifinn Hyundai Pony þriggja hurða hlaðbak með 1300 rúmsentimetra vél, bíl sem kostar 719 þúsund krónur án skráningar. Bifreiðar og landbúnaðarvélar hafa að undanförnu verið að ganga frá sölu- og þjónustuneti um landið og hefur þegar verið samið við 7 aðilar. Um þessa helgi verða Hyundai bílarnir sýndir víða á Suðurlandi. Ekki er hægt að segja að Pony sé beint framúrstefnulegur eða straumlínulagaður í útliti en þó má segja að hlaðbakurinn sé skemmtilegri útlits en stallbakur- inn. Fimm hurða útgáfan hefur lítinn glugga aftast á hliðum en á þriggja hurða útgáfunni er aftari hliðarrúðan nokkuð stór. Raunar eru allar rúður stórar og útsýni gott. Að innan er flest með hefð- bundnu sniði og þrátt fyrir ágætan búnað virkar frágangur nokkuð hrár. Sætin fara vel með ökumann sem farþega og þau eru vel stillan- leg. Grip á stýri er gott og sömu sögu er að segja um gírstöng. Nauðsynlegir mælar eru á sín- um stað en þó ekkí snúnings- hraðamælir. Af staðalbún- aði má nefna litað gler, vindskeið að framan, svarta hliðarlista og svarta spegla. Þá er far- ið að búa bílinn út með útvarpi og kostar hann með því 719 þúsund krónur. Sé vandlega skoðað sjást stöku smáatriði i frágangi sem finna má að. Þannig fellur aftur- hlerinn ekki nákvæmlega í miðju milli afturluktanna, neðsti hluti þess er nær hægri luktinni en þeirri vinstri. Þetta hefur vitaskuld engin áhrif á eiginleika bílsins og telst til smáatriða. Vélin í þessari útgáfu af Pony er 1300 rúmsentimetrar, fjögurra strokka og 72 hestöfl. Hún gefur þessum 980 kg bíl ágætt viðbragð með fímm gíra handskiptingu og er vinnslan líka þokkaleg. Þurfa menn að vera dálítið viljugir að skipta upp og niður til að ná sem mestu "öf vélar- orku bílsins. Hlað- bak- sútgáfan er örlítið styttri en stall- bakurinn eða 4,1 m á móti 4,27 en hjólhafið er það sama, 2,38 metrar. Bensíneyðsla í bæjarakstri er sögð 9 lítrar á hundraðið. Fjöðr- un er sjálfstæð MacPherson gormafjöðrun. í akstri er þessi þriggja hurða Pony með minni vélinni furðu vilj- ugur og spila vinnslan og gírskipt- ingin vel saman. Skiptingin er kannski harðari en á ýmsum öðrum bílum en þó vandalaus en mætti vera liðugri. Pony er sæmilega lip- ur í miðborgarsnúningum og vélin er ekki hávaðasöm né heldur heyr- ist vegarhljóð mikið inn í bílinn. Það sem einkum er galli á þessari gerð er að stýrið er heldur þungt. Þeir sem eru vanir þungu stýri finna það þó lítið en þeir sem hafa mikið ekið bílum Pony hefur ágætan búnað hið innra en virkar samt nokkuð hrár. Fyrir 719 þúsund krónur (án skráningar) fæst hins vegar allmikið. með laufléttu vökvastýri finna til þyngsla. í heild má fullyrða að í þessari gerð af Pony fáist þokkalegur bíll fyrir fjárfestinguna, 719 þúsund krónur. Hann er lipur, með nauð- synlegum búnaði, þokkalega vinnslu og ágætlega rúmgóður. ¦ Jóhannes Tómasson Morgunblaðið/Kristinn Hyundai Pony er fá- anlegur eins og þessi, þriggja hurða hlaðbakur, einnig fimm eða fjögurra hurða stallbakur. Seat og Suzukií samvinnu SAMNINGAR eru nú á lokastigi inilli Seat verksmiðjanna á Spáni og Suzuki í Japan um framleiðslu á fólksbíl af minni gerðinni. Verð- ur bíllinn smíðaður samkvæmt hönnuii Seat verksmiðjanna en tæknilegri útfærslu Suzuki. Könnun á hagkvæmni samvinnu þessara bílaframleiðenda hafa staðið yfir í eitt ár, og er búist við að samn- ingar verði undirritaðir á næstunni. Gert er ráð fyrir að framleiðsla bíls- ins hefjist árið 1995 í Seat verksmiðj- unurh í Barcelona, og fyrst um sinn verða framleiddir þar 150 þúsund bílar fyrir Evrópumarkað. ¦ Isuzu tapar milljörðum UM 20 milljarða króna tap varð á rekstri Isuzu Motors í Japan á sið- asta ári miðað við árið áður, en árið 1991 dróst fólksbílasala Isuzu verulega saman bæði í Japan og Bandaríkjunum. Forsvarsmenn Isuzu hafa neitað fregnum í japönskum fjölmiðlum um að fyrirtækið hyggist hætta fram- leiðslu fólksbíla vegna taprekstrar- ins, og segja þeir horfur á að um 20 þúsund bílar seljist í Japan á þessu ári. ¦ Rover stef nir raf- bílaframleiðanda ROVER verksmiðjurnar í Bret- landi hafa stefnt framleiðanda þriggja hjóla rafbíls fyrir notkun á nafninu MINI, en rafbíll þessi hefur verið til sölu undanfarin fjögur ár í Evrópu undir nafninu Miniel City. City Com sem framleiðir rafbílinn hefur þegar breytt nafninu í City-el PCV í Bretlandi. Eftir að stefnan kom frá Rover sagði talsmaður City Com að um harkaleg viðbrögð væri að ræða hjá Rover, þar sem öllum ætti að vera ljós munurinn á hinum þriggja hjóla rafbíl og Rover Mini sem verið hefur á markaðnum árum saman. Sagði talsmaðurinn að vin- samleg aðvörun frá Rover verksmiðj- unum hefði átt að nægja til að leysa þetta mál. ¦ Ellert sannaði sig í Barcelona Morgunblaðið/SPB . Jónas Finnbogason og.Hólmfríður Friðgeirsdóttir taka við nýja bíln- um af Jóni Gestssyni. Nýr umboðsmaður fyrir bíla ó Húsavík Húsavík. VÍKURBARÐINN — Jón Gestsson — Húsavík, hefur tekið við bílaum- boðí fyrir Ingvar Helgason hf. í Reykjavík, sem selur Subaru- og Nissan-bíla. DANSKI rafbíllinn Ellert þótti sanna getu sína svo um munaði á ólympíuleik- iinuni í Barcelona, en þar voru fimm bílar af þessari gerð notaðir fyrir sjón- varpsmyndatökumenn er fylgdust með langhlaupum. Þótti bíllinn standa sig það vel að í kjölfar ólympíuleikana hafa pantanir meðal annars borist á 50 bílum frá þýskri bílaleigu. Verksmiðjan sem framleiðir Ellert er í Randers, og hefur hún gengið í gegnum margvíslega erfiðleika frá því fyrstu bíl- arnir komu á götuna árið 1986, en þeir þóttu á ýmsan hátt misheppnaðir. Eftir endurhönnun bílsins í tvígang og mikið fjárhagslegt tap virðist þó vera bjart fram- undan, en rekstur verksmiðjunnar er nú loksins farinn að skila nokkr- hagnaði. Við framleiðsluna um starfa 35 manns, og fyrirliggjandi pantanir tryggja framleiðsluna fram á næsta vor. Það eru þó ekki Danir sjálfir sem eru farnir að kaupa bílinn svo neinu nemur held- ur hefur markaðurinn í Þýskalandi verið að opnast fyrir alvöru. Á þessu ári verða framleiddir 500 bílar í verksmiðjunni í Randers, og búist er við að framleiddir verði 2.000 bílar á næsta ári. ¦ Fimm bílar af þessari gero voru notaðir ffyrir sjónvarps- myndatökumenn er ff ylgdust með lang- hlaupum. Samdægurs og Jón fékk umboðið seldi hann fyrsta Subaru-bílinn Jón- asi Finnbogasyni og Hólmfríði Frið- geirsdóttur, Raufarhöfn. „Þetta er sjötti Subaru-bfllinn, sem við hjónin kaupum, enda er ég orðinn allgam- all," sagði Jónas þá hann tók við nvja farartækinu. Víkurbarðinn rekur fyrst og fremst dekkja- og smurþjónustu og hefur nokkuð rúmgott húsnæði. Viðgerðarþjónustu annast Bif- reiðaverkstæði Tryggva Guð- mundssonar. ¦ - Fréttarítari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.