Morgunblaðið - 23.08.1992, Síða 1

Morgunblaðið - 23.08.1992, Síða 1
72 SIÐUR B/C 190. tbl. 80. árg. SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST1992 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rauði her- inn gætir laukanna HERMENN hafa ævinlega tekið þátt í uppskerustörfum í Rússlandi en þeir hafa aldrei fyrr haft það hlutverk með hendj að gæta uppskerunnar fyrir þjóf- um. I Ghulkovo í nágrenni Moskvu má sjá hermenn krjúpa við upptöku lauka. í fjarska stendur herþyrla á kartöflu- akri og skammt frá liggja varðliðar í leyni. Þeir eru þarna til að passa kart- öflurnar og laukana fyrir drykkjufönt- um, flækingum og fólki í leit að fljót- teknu fé. Flest sveitabýli í nágrenni Moskvu hafa beðið um aðstoð hersins og fengið hana. A næturnar eru akrarn- ir flóðlýstir með ljósum frá dráttarvél- um. * „Astarfley“ gegn einhleypingum GIFTINGUM hefur farið heldur fækk- andi í Japan á síðustu árum og veldur það ábyrgum mönnum miklum áhyggj- um. Þeir vita sem er, að fjölskyldan er kjölfestan í hverri byggð en ein- hleypt fólk, karlar eða konur, er aftur lausara við. Til að ráða bót á þessu hafa yfirvöld í hrísgrjónaræktarhérað- inu Miyagi ákveðið að hrinda á flot sérstaku „ástarfleyi" og er vonast til, að tveggja daga sigling með því verði til að fjölga giftingum. Þegar fyrsta ferðin, sem verður 5. september, var auglýst sóttu strax um 3.200 karlar og konur og varð þá að efna til eins konar happdrættis þar sem skipið tekur að- eins 480 farþega. Verða þeir jafn marg- ir af hvoru kyni og ekkert til sparað til að ferðin geti orðið þátttakendum minnisstæð ævilangt. Leysigeislar við kartöfluflysjun ÞAÐ nýjasta nýtt í kartöfluflysjun er tæki, sem notast við leysigeisla, kostar nærri 47 milljónir ísl. kr. og kemst ekki fyrir í venjulegu eldhúsi. Það er heldur ekkert á leiðinni á heimilis- tækjamarkaðinn en fyrir fyrirtæki á borð við bandaríska matvælarisann H. J. Heinz getur það skipt miklu. Hingað til hafa stórverksmiðjur notað gufu til að Iosa hýðið utan af kartöflunum en um leið hafa um 15% af kartöflunni að öðru leyti fylgt með. Nýja tækið vinnur þannig, að geislarnir fjarlægja aðeins hýðið sjálft. Breskt blað vitnar í trúnaðarskýrslur hjá Sameinuðu þjóðunum Múslimar grunaðir um sum mestu voðaverkin Sarajevo, London. Reuter. EKKERT lát var á sprengjuhríðinni í Sarajevo, höfuðborg Bosníu, í nótt er leið og virðist sem átökin þar og annars staðar í landinu færist í aukana eftir því sem nær dregur alþjóðlegu friðarráðstefnunni um Júgóslavíu í London í næstu viku. Breskt dagblað flutti þá frétt í gær, að embættismenn Sameinuðu þjóðanna teldu margt benda til, að múslimar ættu sök á sumum hryðjuverkanna í Sarajevo þótt Serbum hefði verið kennt um. Með þeim hefðu þeir viljað veikja stöðu Serba í augum um- heimsins. Sprengjuárásir Serba á Sarajevo hafa staðið linnulaust í þijá daga og í mörgum borgarhverfum er barist hús úr húsi. Mjög erfitt er því orðið að henda reiður á tölum yfir fallna og særða enda skýra stríðsaðilar yfirleitt ekki frá mannfalli í sínum röðum. Þá geisa einnig miklir bardagar í Posavina- héraði, sem Serbar ráða, en það er í norður- hluta Bosníu við króatísku landamærin. Átökin síðustu daga auka ekki líkur á árangri á friðarráðstefnunni, sem hefst í London á miðvikudag, og yfirlýsingar bosnískra Serba benda heldur ekki í þá átt- ina. Leiðtogi þeirra, Radovan Karadzic, seg- ist ætla að leggja til, að Bosníu verði breytt í sambandsríki og kveðst reiðubúinn að láta eitthvert land af hendi fyrir frið. Nú ráða Serbar hins vegar yfir 70% landsins þótt þeir séu ekki nema þriðjungur íbúanna. Breska blaðið Independent sagði í gær, að embættismenn Sameinuðu þjóðanna teldu, að múslimar í Sarajevo hefðu sjálfir staðið fyrir sumum hryðjuverkanna, sem vakið hafa hvað mesta hneykslan og skömm á Serbum. Hafi það líka verið tilgangurinn. Að sögn blaðsins kemur þetta fram í skýrsl- um, sem ekki hafa verið gerðar opinberar, og er þar meðal annars nefnd sprengjuárás- in á óbreytta borgara, sem voru að bíða eftir brauði á götu í Sarajevo í maí, en þá létust að minnsta kosti 16 manns. Sama máli gegni um árásina á kirkjugarð í borg- inni 4. ágúst þegar verið var að bera til grafar börn, sem urðu fyrir kúlum leyni- skyttna. Nýjasta dæmið er svo dauði bandaríska fréttamannsins Davids Kaplans en hann var skotinn til bana skammt frá Sarajevo fyrr í mánuðinum. Þykir afar ólíklegt, að skotið hafi verið frá stöðvum Serba, sem eru í all- mikilli fjarlægð og uppi í hæðunum. „Það má heita útilokað,“ er haft eftir foringja í eftirlitssveitum SÞ. „Skotlínan er lárétt og banamaður Kaplans hlýtur því að hafa verið hér ekki allfjarri." í skýrslunni er lögð áhersla á,' að með þessu sé á engan hátt verið að afsaka grimmdarverk Serba, um þau séu ærin dæmi. Karadzic, leiðtogi Bosníuserba, hefur hins vegar margoft sagt, að andstæðingarn- ir, einkum múslimar, hafi unnið sum voða- verkin í því skyni að ófrægja Serba. VIÐ TORFAKVÍSL Morgunblaðið/Árni Sæberg ENGINN GAT LIFAÐ AN LOFTS Aldarafmœli Lofts Gubmundssonar Ijósmyndara m u MED STJORNUR í AUGUMlÍ BLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.