Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 2
EFINII 2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992 Engar skemmdir urðu á Iðnó þó eldtungurnar hafi sleikt vegg hússins Morgunblaðið/Ingvar Garðyrkjubændur tapa vegna hollenskra tómata Heimild til innflutnings bufftómata mis- notuð, segir formaður garðyrkjubænda INNFLUTNINGUR á hollenskum tómötum hefur valdið titringi á grænmetismarkaðnum undanfarna daga. Hollensku tómatarnir eru seldir á mun lægra verði en þeir íslensku og hefur sala á inn- lendu framleiðslunni nánast stöðvast. Búist er við stórfelldri verð- lækkun íslensku tómatanna í kjölfarið. Formaður Sambands garð- yrkjubænda segir að innflytjendur hafi misnotað heimild sem þeir fengu til að flytja inn bufftómata með alvarlegum afleiðingum fyrir innlenda framleiðendur. 0 Atak lögreglu gegn ölvunarakstri Attateknir LÖGREGLAN í Reykjavík og Kópavogi var með sérstakt átak gegn ölvunarakstri að- faranótt laugardagsins og á laugardagsmorguninn. Fjöldi ökumanna var stöðv- aður en fáir voru teknir fyr- ir ölvun við akstur, eða 6 í Reykjavík og 2 í Kópavogi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi stöðvaði hún 321 bíl á tímabilinu frá kl. 22 um kvöldið til kl. 6 á laugar- dagsmorgni en aðeins 2 reynd- ust ölvaðir undir stýri. Reykja- víkurlögreglan hefur ekki tölu á þeim sem stöðvaðir voru á hennar umráðasvæði, en 6 voru teknir vegna ölvunar. Um nótt- ina urðu í Reykjavík tvö slys þar sem ökumenn voru grunað- ir um ölvun við akstur. Var þar annars vegar um að ræða árekstur á Fríkirkjuvegi og hins vegar féll maður af bifhjóli við Álakvísl. Ekki urðu teljandi slys á fólki í þessum óhöppum. Kjartan Ólafsson formaður Sambands garðyrkjubænda og fulltrúi í innflutningsnefnd garð- ávaxta segir að skortur hafi orðið á svokölluðum bufftómötum á markaðnum þar sem innlendir framleiðendur hafi ekki náð að anna eftirspurninni. Nokkur eftir- spurn væri eftir þessari tegund tómata, einkum stórum og kjöt- miklum tómötum. Þeir væru not- aðir við glóðarsteikingu og eins vildi markaðurinn á Keflavíkur- flugvelli fá bufftómata. Sagði Kjartan að garðyrkjubændur vildu að allar tegundir væru á markaðn- um og því hefði verið gefið leyfi til innflutnings í síðustu viku, þó nóg væri til að öðrum tegundum tómata. Sagði Kjartan að svo virtist sem einhveijir innflytjendur hefðu mis- notað gróflega þessa heimild því mikið af hollenskum tómötum, sem ekki væri hægt að kalla buff- tómata, væru nú í verslunum. Sagði hann ljóst að verðið lækkaði og gæti sú verðlækkun staðið langt fram eftir hausti. Taldi hann að íslenskir garðyrkjubændur hefðu tapað milljónum króna í þessari viku vegna innflutningsins. Sagði Kjartan að íslenskir garð- yrkjubændur byggju við allt önnur og verri rekstrarskilyrði en keppi- nautar þeirra, til dæmis í Hol- landi, og gætu því ekki staðist óheftan innflutning. Kjartan bætti því við að hann vissi dæmi þess að hollensku tóm- atarnir væru seldir í verslun sem íslensk framleiðsla. Skúrvið Iðnó brann SKÖMMU eftir miðnætti aðfara- nótt laugardagsins var slökkvi- liðinu tilkynnt um eld í skúr sem stendur við Iðnó. Er slökkviliðið kom á staðinn logaði glatt í skúrnum og eldtungurnar náðu upp gaflinn á Iðnó. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu urðu engar skemmdir á Iðnó af völdum eldsins en skúrinn mun mikið skemmdur. Skúr þessi var áður notaður sem leiktjalda- geymsla fyrir leikhúsið en í seinni tíð hafa útigangsmenn leitað sér athvarfs í honum og gist þar. Lik- legt er talið að um íkveikju hafi verið að ræða. Lækkanir á flugfarmgjöldum erlendis Engin áhrif á verð- lagningu Flugleiða Gatan í Fischer- sundi færð til MENN á vegum gatnamálastjóra eru nú að vinna við að færa götuna í Fischersundi til á nokkurra metra kafla. Gata þessi var lögð fyrir tveimur árum en núverandi eigendur hússins á horni Fischersunds og Mjóstrætis vilja færa húsið í sitt upprunalega horf og því þarf að færa götuna til. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Skarphéðinssyni gatna- málastjóra felast endurbætumar á húsinu í því að setja tröppur á þá 'hlið þess sem snýr út-í sundið. Eftir að gatan í Fischersundi var byggð fyrir tveimur árum skipti hús þetta um eigendur, en fyrri eigendur höfðu ekki áhuga á því að færa húsið í upprunalegt horf. Sigurður segir að af þeim ástæð- um hafí ekki verið gert ráð fyrir þessum breytingum við upphaf- lega lögn götunnar. Nýir eigendur hússins vilja hins vegar setja þessar tröppur upp og nýlega var erindi þeirra samþykkt í borgarráði. Sigurður segir að kostnaður við breytingar á götunni nemi um 600.000 krónum. FARMGJÖLD fyrir flutninga með flugfrakt erlendis hafa lækkað töluvert það sem af er árinu, sérstaklega á flugleiðinni London- New York, þar sem dæmi eru um 90% lækkun. Að sögn Arngeirs Lúðvíkssonar hjá Flugleiðum hafa þessi verðstríð ekki áhrif á farmgjöld félagsins, þar sem félagið eigi ekki í samkeppni á þeim leiðum sem verðstríð geisa á. í frétt í Financial Times nýverið kemur fram að farmgjald fyrir eitt kíló af fragt hafí verið 80-90 pence um áramótin á flugleiðinni London-New York (um 90 krón- ur), en nú megi fínna flugfélög sem bjóða sömu þjónustu fyrir aðeins 8 pence, eða 8-9 krónur. Meðallækkun á þessari flugleið er þó 20-30%. Sambærilegt verð hjá Flugleiðum er rúmlega 100 krónur á flugleiðinni Keflavík-New York. Ástæðan fyrir verðstríðinu er talin vera aukið framboð á flutnings- rými og minnkandi innflutningur til Bandaríkjanna vegna bágrar stöðu Bandaríkjadals. Arngeir Lúðvíksson hjá Flug- leiðum sagði í samtali við Morgun- blaðið að meginhluti fraktflutn- inga til Bandaríkjanna héðan væri ferskur fiskur, og lyti magn flutn- inganna öðrum lögmálum en þeim sem að framan er lýst. Að vísu hefði gengi dollars áhrif á það, en undanfarið hefur minnkandi fram- boð á ferskum fiski í Bandaríkjun- um leitt til verðhækkana sem veg- ið hafa á móti lækkandi gengi. Þó væri um lítilsháttar samdrátt í flutningunum að ræða, en Arn- geir sagði að það myndi varla leiða til lækkunar á farmgjöldum. Kvikmyndajöfur riðar til fails ►Bandarískir fjölmiðlar, og raun- ar heimspressan öll, hafa undan- fama daga verið uppfull af frá- sögnum af forræðismáli kvik- myndaparsins Woody Allen og Miu Farrow, en hann hefur viðurkennt að hafa staðið í ástarsambandi við fósturdóttur sambýliskonu sinnar. í þessu máli era þó ekki öll kurl komin til grafar./ 10 Ólík bandalög, eitt efnahagssvæði ►Alþingi kom saman nú í vikunni til að ræða samninginn um Evr- ópskt efnahagssvæði. Hér er fjail- að um innihald þessa samnings og þann eðlismun sem verður á sam- starfi innan EES og samstarfi ríkja Evrópubandalagsins./ 12 Enginn gat lifað án Lofts ►Aldarminning Lofts Guðmunds- sonar ljósmyndara./22 íþróttir á sunnudegi ►Mjólkurbikarkeppni KSÍ í brennidepli./24 B ATVINNA/RAÐ OG SMÁAUHLÝSINGAR FASTEIGNIR ► 1-16 Með stjörnur í augum ►Anna Erla Ross, bóndadóttir úr Borgarfirði, giftist barón í Argent- ínu og hefur lifað viðburðaríku lífi í fjarlægum löndum. Hér segir hún frá lífshlaupi sínu og hinu ljúfa lífi efnafólksins þar sem ekki þótti tiltökumál að fljúga frá Buenos Aires til Parísar til að fá sér kvöld- verð á veitingahúsinu Maxim./l Kúlugöt um allt skip ►Hálf öld er nú liðin frá því loft- árás var gerð á togarann Vörð./6 Fetað í fótspor for- móðurinnar ►Nýlega gengu Kristjana Guð- mundsdóttir og Jonathan Motzfeld í hjónaband í Hvalseyjarkirkju á Grænlandi. Þar hafa hjón ekki verið vígð saman síðan árið 1408, er formóðir Kristjönu, Sigríður Bjömsdóttir, gekk að eiga Þorstein Ólafsson./8 Atvinnumennskan freistar ►Golfmeistararnir Karen Sævars- dóttir og Úlfar Jónsson í sviðsljós- inu./ 12 Af spjöldum glæpa- sögunnar ►Margt getur gerst á sæ og stríðni getur verið lífshættuleg. Ungi sjómaðurinn hefndi sín á of- sækjendum sínum með sexföldu morði./14 ► FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Dægurtónlist lOc Leiðari 16 Kvikmyndir llc Helgispjall 16 Myndasögur 16c Reykjavíkurbréf 16 Brids 16c Minningar 20 Stjömuspá 16c íþróttir 24 Skák 16c Fðik í fréttum 26 Bíó/dans 17c Útvarp/sjónvarp 28 Bréf til blaðsins 20c Gárur 31 Velvakandi 20c Mannlífsstr. 4c Samsafnið 22c INNLENDAR FRETTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.