Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 4
ERLEIMT 4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992 INNLENT vikuna 16/8-22/8 Umræður um EES á Alþingi Á sunnudag í liðinni viku hóf- ust á Alþingi umræður um samn- inginn um evrópskt efnahags- svæði. Utanríkisráðherra kveðst telja að kröfur um stjórnarskrár- breytingar vegna EES séu frem- ur byggðar á pólitísku mati en lögfræðilegu, en stjórnarand- staðan hyggst leggja fram frum- varp til breytinga á stjórnar- skránni og þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu. Alls verða afgreidd um 60 frumvörp í tengslum við samninginn. Lögreglumaður slasaðist Rúmlega tvítugur maður, Steinn Ármann Stefánsson, var stöðvaður af lögreglu aðfaranótt þriðjudagsins 18. ágúst með 1,2 kíló af kókaíni í bifreið sinni. Við eltingaleikinn, sem upphófst þegar maðurinn neitaði að hlýða stöðvunarmerkjum lögreglu, ók hann utan í einn lögreglubíl og aftan á annan. Við aftanákeyrsl- una kviknaði í lögreglubflnum og ökumanni hans tókst naum- lega tókst að bjarga félaga sín- um út úr honum áður en bfllinn varð alelda. Hann liggur nú á gjörgæsludeild og óvíst er um líðan hans. Þetta er mesta magn af kókaíni sem lögreglan hefur komist yfír í einu, en kókaínmað- urinn lagði til lögreglumanns með skæhim er reynt var að handtaka hann. Atvinnuleysi eykst Atvinnuleysi um hábjarg- ræðistímann hefur ekki verið jafnmikið síðan í kreppunni miklu, að sögn Óskars Hall- grímssonar, forstöðumanns vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins. VSÍ gerir ráð fyr- ir að atvinnuleysið á næsta ári verði á bilinu 4-6%, en Þjóðhags- stofnun hafði gert ráð fyrir að það yrði 3%. Muni þar mestu um valda meiri samdráttur í mann- virkjagerð og veltufjársamdrátt- ur. Hallalaus fjárlög útilokuð Friðrik Sophusson, fjármála- ráðherra, segir að útilokað sé að ná hallalausum fjárlögum á næsta ári. Ekki sé unnt að mæta tekjutapi vegna þorskk- vótaskerðingar alfarið með sparnaði. Friðrik sagði að stærstu ráðuneytin yrðu látin spara mest. Staða ríkisins versnaði um 50 miiyarða 1987-1990 Peningaleg staða ríkissjóðs versnaði um rúma 50 milljarða króna frá árinu 1987 til loka 1990, er hún var neikvæð um 63 milljarða, samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar. Um 31 milljarð má rekja til hallarekst- urs ríkissjóðs en aðrar breyting- ar skýrast af endurmati og efna- hagsliðum. Borgin stofnar hlutafélag um þróunarfyrirtæki Aflvaki Reykjavíkur nefnist hlutafélag sem borgarráð hefur samþykkt að stofnað verði á vegum borgarinnar. Markús Öm Antonsson segir að fyrirtækinu sé ætlað að styrkja nýsköpun í atvinnulífí Reykjavíkur, en ekki hlutast til um gang frjálsrar samkeppni. Kostnaður við fyrir- tækið er áætlaður um 750 millj- ónir króna á 5 árum. Herjólfur hægi á í öldum Niðurstöður módelprófana á sjóhæfni Vestmannaeyjaferjunn- ar Heijólfs benda til þess, að draga þurfí úr hraða skipsins þegar ölduhæð er meiri en tveir metrar. Skipið gengur 17 mflur fýrir fullu vélarafli en þar sem það ristir aðeins fjóra metra verði að draga úr hraðanum þegar ölduhæð eykst til að koma í veg fyrir að það höggvi ölduna. ERLENT Bush vinnur á í skoðana- könnunum George Bush, forseti Banda- ríkjanna, hlaut formlega til- nefningu sem forsetaefni Repúblikana- flokksins í kosn- ingunum í nóv- ember á flokk- þingi þess í Ho- uston í vikunni. Repúblikanar notfærðu sér út í ystu æsar þá fjölmiðlaathygli, sem þingið naut, til þess að bæta ímynd forsetans en klekkja á keppinauti hans, demókratanum Bill Clinton. Þetta virðist hafa borið árangur því að samkvæmt úrslitum skoðanakannana, sem voru gerðar eftir þingið, hafði Clinton aðeins 5% forskot á Bush. Fyrir flokksþingið hafði Clinton hins vegar um og yfír 20% for- skot samkvæmt skoðanakönnun- um. Serbar halda áfram þjóðemishreinsunum í Bosníu Stríðandi fylkingar í Bosníu- Herzegóvínu héldu bardögum áfram í vikunni og gerðu Serbar harkalegar sprengjuárásir á Sarajevo. Á þriðjudag var skotið á breska flugvél, sem flutti hjálp- argögn, við flugvöll borgarinnar og var frekara neyðarflugi frest- að af þeim sökum. Yfirmenn frið- argæsluliðs Sameinuðu þjóðanna sökuðu sveitir Serba um árásina. Fregnir bárust af því að Serbar hefðu hafið nýja herferð þjóðern- ishreinsunar í norðurhluta Bosníu og er óttast að flóttamanna- straumur frá landinu aukist í kjölfar hennar. Víðtæk einkavæðing í Rússlandi Rússar minntust þess í vikunni að ár er liðið frá valdaránstilraurf harðlínukommúnista. Boris Jeltsín Rússlandsforseti notaði tækifærið til að hvetja landa sína til að styðja umbótastefnu stjórn- valda og tilkynnti að á næstunni yrði öllum Rússum, 150 milljón- um, að tölu send „einkavæðing arávísun“ upp á 10.000 rúblur. Fyrir hveija ávísun er síðan hægt að eignast hlut í ríkisfyrirtækjum en markmið stjórnvalda er að reisa við efnahagslíf þjóðarinnar og koma sönnum kapítalisma á í Rússlandi á fimm árum. Bandamenn reiðubúnir að beita hervaldi í írak George Bush Bandaríkjaforseti og John Major, forsætisráðherra Bretlands, sögðu í vikunni að hervaldi yrði beitt gegn írökum ef þeir hlíttu ekki vopnahlés- skilmálum úr Persaflóastríðinu þegar í stað. íraski stjómarherinn stendur nú í ströngu við að beija niður mótspyrnu uppreisn- armanna shíta í suðurhluta landsins og áforma bandamenn meðal annars að beita flugheijum sínum til að hindra loftárásir íraka á byggðir þeirra. George Bush. Ár liðið frá misheppnuðu valdaráni í Moskvu Komast „þjóðernis- sósíalistar“ til valda? Það er erfitt að lifa í Rússlandi; kaupmátturinn hefur minnkað um helming á árinu. Á FÖSTUDAG, 21. ágúst, var þess minnst að ár er liðið frá því valdarán harðlínukommún- ista í Moskvu fór út um þúfur. Tólf mánuðum eftir hrun sov- éska kommúnismans einkennast ef nahagsumbætur rússneskra stjórnvalda af glundroða. Iðn- framleiðslan heldur áfram að minnka, verðbólga vex óðum og kaupmáttur launa hefur minnk- að um helming. Á sama tíma er ekkert lát á þjóðaólgunni og upplausninni í Rússlandi og öðr- um fyrrverandi lýðveldum Sov- étrílqanna. Það er því engin furða að menn eins og Jelena Bonner, ekkja Andrejs Sak- harovs, skuli vara við því að einræði vofi yfir Sovétríkjunum fyrrverandi; að ofstækisfullir þjóðernissinnar og ný-stalínist- ar kunni að komast þar til valda. ótt augu heimsins beinist nú einkum að Baikan-skaga er ekkert lát á átökunum í Sovétríkj- unum fyrrverandi. Armenar og Azerar halda áfram að beijast vegna héraðsins Nagorno-Karabak og bardagar hafa einnig geisað í lýðveldunum Moldovu, Georgíu og Tadzhíkístan. Fjórtán fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna hafa öðlast sjálfstæði frá Rússlandi.að nafninu til og íbúar nítján héraða eða svæða innan rússneska sam- bandsríkisins hafa hafíð bar- áttu fyrir að- skilnaði. í reynd ríkja þar þó víð- ast hvar gamlar og nýjar stofnanir hlið við hlið og valdsvið þeirra ska- rast svo að stjórnarfarið einkennist af algjörum glundroða. 25 milljón- ir Rússa búa nú utan landamæra Rússlands og „rússnesku minni- hlutahóparnir“ óttast skiljanlega um sinn hag. Verðlag tífaldast Verðbólga setur svip sinn á líf almennings. Verð á nauðsynjum hefur tífaldast frá síðustu áramót- um er Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, ákvað að afnema verðstýr- inguna og ef svo fer fram sem horfir gætu Rússar þurft hjólbörur undir peningana í verslunarferðum sínum. Þá blasir atvinnuleysi við 12 milljónum manna, sem starfa beint eða óbeint í hergagnaiðnað- inum. Á sama tíma heldur iðnfram- leiðslan áfram að minnka. Þjóðar- framleiðslan dróst saman um 13% í fyrra og iðnframleiðslan minnk- aði einnig um 13% á fyrsta fjórð- ungi þessa árs, einkum vegna hruns í olíuvinnslunni. Veikt lýðræði Lýðræðið stendur ennfremur höllum fæti og frá valdaránstil- rauninni fyrir ári hefur lítt miðað í þá átt að styrkja það í sessi. Borís Jeltsín var að vísu kjörinn forseti í fyrstu lýðræðislegu for- setakosningunum í sögu Rússlands í júní í fyrra en þingið er skemmra á veg komið. Það var kjörið í mars 1990, aðeins sex vikum eftir að kommúnistaflokkurinn afsalaði sér alræðisvöldum og staða hans var þá enn sterk. Margir þingmann- anna eru fyrrverandi kommúnist- ar, verksmiðjustjórar og stjórnend- ur ríkisbúgarða. Á þinginu er enginn sterkur flokkur, þess í stað úir þar og grú- ir af smáflokkum, stundum nefnd- um „leigubílaflokkum" - því félag- arnir stíga út og inn á meðai) flokk- arnir fara í hringi. Þeir sem kom- ast næst því að hafa stofnað raun- verulegan flokk á þinginu eru Alexander Rútskoj varafórseti og fleiri í umbótaarminum úr gamla kommúnistaflokknum. Rútskoj var í fylkingarbijósti þeirra sem veittu valdaræningjunum mótspyrnu í fyrra og er lík- legastur til að taka við af Jeltsín sem for- seti. Hann nýt- ur vinsælda innan hersins, enda talinn hetja í stríðinu í Afgan- istan, og fékk meira fylgi en Jelts- ín í nýlegri skoðanakönnun. Talið er að Jeltsín vilji ekki boða til þingkosninga þar sem hann ótt- ist að andstæðingar umbótastefnu stjórnarinnar fái meirihluta á þing- inu. Þess í stað stefni hann að því að semja nýja stjórnarskrá í sam- vinnu við núverandi þing og gert er ráð fyrir að hún öðlist gildi á næsta ári. Stjórn Jegors Gajdars forsætis- ráðherra hefur sætt vaxandi gagn- rýni að undanfömu og andstæð- ingum hans innan þingsins vex ásmégin. Á meðan siglir Jeltsín milli skers og báru í von um að geta sætt sjónarmið umbótasinna og afturhaldsaflanna. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að gera sér um of dælt við afturhald- söflin líkt og Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, gerði undir lok ársins 1990 með afdrifaríkum afleiðingum. Sæta Rússar hörðum friðarkostum? Breska dagblaðið The Daily Telegraph birti í vikunni grein þar sem ýmis rök eru færð fyrir því að ástandið í Sovétríkjunum fyrr- verandi sé á margan hátt likt því sem var í Weimarlýðveldinu eftir Versalasamninginn 1919. Upp- lausnin í þjóðfélaginu og efna- hagsóreiðan séu svipuð, svo og óánægja almennings með stjórn- málamennina og lífskjörin. Höf- undurinn telur hættu á að Vestur- landabúar vanmeti kreppuna í Sov- étríkjunum fyrrverandi eins og þeir vanmátu afleiðingar Versala- samningsins eftir fyrri heimsstyij- öldina. Almenningur í Rússlandi hafi litla trú á lýðræðinu og æ meira beri á rússneskum þjóðernis- rembingi og ný-stalínískri alræðis- hyggju. Þeir sem gagnrýni Jeltsín séu ekki að ýkja þegar þeir vari við hættunni á rússneskum fas- isma. Höfundurinn telur ennfremur að Rússar hafi í reynd sætt hörðum friðarkostum eftir endalok kalda stríðsins líkt og Þjóðverjar eftir fyrri heimsstyijöldina. „Vestræn stjórnvöid gera reyndar mikið úr því að þau hafí boðið Rússum 24 milljarða dala aðstoð fyrir milli- göngu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að skapa efnahagslegan stöðug- leika. Samt er það svo að með því að ætlast til að Rússar greiði af- borganir og vexti af 80 milljarða dala erlendum skuldum sínum eru Vesturlönd í vissum skilningi að krefja þá um skaðabætur. Auk þess er hægt að færa rök fyrir því að markmið aðstoðarinnar, og þau skilyrði sem Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn setur fyrir henni, séu óraunsæ. Bandarískir hagfræðing- ar, sem veita Gajdar ráðgjöf, telja að vandamál Rússa séu eins og þau sem Pólveijar eiga við að stríða; og það eina sem þurfi að gera sé að blása til leiftursóknar með afnámi verðstýringar, ströngu aðhaldi í ríkisfjármálum og einka- væðingu. Þeir ætla því Rússum að draga tafarlaust úr fjárlagahallan- um og stemma stigu við verðbólg- unni... Óðaverðbólgan er hins vegar allt að því óstöðvanleg og ekki jafn brýnt úrlausnarefni og síminnkandi viðskipti milli sovét- lýðveldanna fyrrverandi. Sovétríkin fyrrverandi voru ein efnahagseining og afar háð við- skiptum sín á milli en þessi efna- hagstengsl eru að rofna vegna pólitískrar upplausnar. Sú krafa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að dreg- ið verði úr opinberri lánastarfsemi stuðlar að enn örari efnahagslegri sundrungu lýðveldanna þar sem komið er í veg fyrir lánveitingar til að stuðla að viðskiptum milli þeirra. Þetta hefur aðeins slæmar afleiðingar: Úkraínumenn fá ekki sinn skammt af rússneskri olíu og neita því að sjá rússneskum borg- um fyrir korni. Þessi efnahagslega innsprenging er varla Vesturlönd- um í hag.“ Höfundur leggur meðal annars til að erlendar skuldir Rússa verði afskrifaðar, Vesturlönd veiji meira fjármagni til að stuðla að auknum viðskiptum milli Sovétríkjanna fyrrverandi og fjárfesti þar meira í mikilvægum framleiðslugreinum. Ella sé hætta á að „þjóðernissósíal- istar“ komist til valda í Moskvu og sparki bandarísku hagfræðing- unum út. Heimild: The Daily Telegraph og The Economist. BAIiSVIÐ Eftir Boga Þ. Arason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.