Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992 Tækifæri sem við verðum að grípa - segir Guillermo Jimenez-Morales SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Mexíkó, Guillermo Jimenez-Morales, lauk opinberri heimsókn sinni hér á landi á laugardag. Frá því heim sókn hans hófst á miðvikudag hefur ráðherrann hitt að máli ís- lenska ráðamenn og forystumenn i sjávarútvegi með það fyrir aug- um að leita leiða til samvinnu þjóðanna tveggja á sviði sjávarút- vegs. Þá hefur hann skoðað fyrirtæki í sjávarútvegi og fiskeldi, auk þess sem hann kom því við að heimsækja Þingvelli á annars þéttset- inni dagskrá. í samtali við Morgunblaðið kvaðst ráðherrann bjart- sýnn á að samstarf náist milli landanna tveggja í sem flestum þátt- um verðmætasköpunar úr sjó, en miklir ónýttir möguieikar séu fyr- ir hendi í Mexíkó og ísland hafi þá tækniþekkingu og sölusambönd sem til þurfi. Næsta skref verður stigið er Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra heimsækir Mexíkó 2. nóvember ásamt fulltrúum sjáv- arútvegsins hér á landi. Þá er þess vænst að tillögur verði fullmótað- ar og grundvöllur fyrir ákvarðanatöku fyrir hendi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Guillermo Jimenez-Morales, sjávarútvegsráðherra Mexíkó. - Hver hafa verið meginefni við- ræðna þinna við íslensk stjómvöld? „í fyrsta lagi að efla sambönd íslands og Mexíkó á sviði viðskipta og iðnaðar, fjárfestinga og tækni. Hvað veiðarnar varðar hafa íslensk ráðgjafarfyrirtæki gert kannanir á möguleikum á samvinnu þar sem Eigendur frystihúsanna Odda og Straumness stofnuðu Útgerðarfé- lagið ásamt verkalýðsfélaginu eftir gjaldþrot Hraðfrystihúss Patreks- fjarðar til að halda skipi og kvóta á staðnum. Ekki hefur tekist að afia þess hlutafjár sem upphaflega var ætlað og eru skuldir útgerðarfélags- ins orðnar um 200 milljónir króna. Meirihluti hreppsnefndar, sem er myndaður af Alþýðufiokki og Fram- íslendingar legðu til tæknikunnáttu sína og reynslu við nýtingu og veið- ar á djúpmiðum Mexíkó. Einnig er um að ræða mikla möguleika á samstarfi á sviði hafbeitar og fisk- eldis,“ sagði ráðherra. Hann kvað það og mikilvægt að bæta síðari stig framleiðslunnar, svo sem kæli- sóknarflokki, bar fram tillöguna um hlutafjárkaup í félaginu á sérstökum aukafundi hreppsnefndar um vanda fyririrtækisins. Var tillagan sam- þykkt gegn atkvæðum minnihlutans, sem í eiga sæti fulitrúar Sjálfstæðis- flokks. Framkvæmdastjóri Útgerðarfé- lags Patreksfjarðar er Björn Gísla- son, oddviti Patrekshrepps. Ingveldur tækni, flutninga, framleiðsluhætti og sölukerfí. Þetta gæti gert vörur Mexíkana verðmeiri og auðseljan- legri á alþjóðamarkaði. - Hvernig geta íslendingar best orðið til aðstoðar við að ná þeim markmiðum? „Við hugsum fiskveiðidæmið frá upphafi til enda - veiðar, eldi, vinnsla, saia, dreifing og neysla. Hugmyndir hafa verið uppi um samfjárfestingar bæði í framleiðslu- þættinum og markaðssetningunni, en það verður að ráðast af aðstæð- um hveiju sinni hvort um fjárfest- ingar verður að ræða eða aðeins tæknilega aðstoð. Þar mætti til að mynda samnýta sölunet íslendinga í Norður-Ameríku, Evrópu og um allan heim. Það verður að beita nýjum aðferðum á nýjum mörkuð- um, þar sem við gætum nýtt reynslu og kunnáttu hvor annars.“ Nefndi hann þar sem dæmi Mið-Ameríku- ríkin við Kyrrahafsströndina. - Hvaða áhrif mun fríverslunar- samningur Ameríkuríkjanna hafa á samstarf Mexíkó og íslands? „Hann mun hafa jákvæð áhrif. Það er sögulegt tækifæri fyrir Mex- íkó að komast inn á þennan 360 milljóna manna markað. Uppruna- reglur setja hins vegar þær skorð- ur, að meira en 50% verðmætis vörunnar verður að vera upprunnið í bandalagsríki." Aðspurður kvað ráðherrann vissulega geta verið hagkvæmt fyrir ísland að gerast aðili að tollabandalagi eða ganga í fríverslunarsamtökin, en að íslend- ingar verði að leita eigin leiða. Einn- ig væri sá möguleiki fyrir hendi að komast óbeint inn í samninginn með því að eignast 49% í mexík- önskum útgerðarfyrirtækjum, sem er hið leyfilega hámark þótt 100% eignarhluti sé leyfður í vinnslunni. „Fríverslunarsamningur sá við Bandaríkin og Kanada, er Mexíkó mun gerast aðili að, mun einnig auka möguleika okkaj á sölusvið- inu,“ sagði ráðherra. „í dag fer fisk- framleiðsla Mexíkana fyrst og fremst á heimamarkað. Hvað út- flutning varðar er til að mynda út- flutningsverðmæti rækju um 20 milljarðar króna á ári. Ymsár aðrar verðmætar tegundir eru fluttar út, svo sem fiskur af vartaraætt. Með aðstoð nýrrar tækni frá ís- landi getum við aukið möguleika okkar á sókn í nýjar tegundir og nýtt betur það sem fyrir er veitt. Þannig er í raun hægt að þróa nýj- ar mexíkanskar vörur í samvinnu við íslenska aðila.“ - Á hvaða hátt geta íslendingar aðstoðað við nýtingu tegunda sem þeir þekkja litt eða ekki af eigin raun? „Sjávarútvegsráðherra íslands mun leiða sendinefnd ráðuneytis og íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja til Mexíkó dagana 2.-7. nóvember næstkomandi með það fyrir augum að kynnast af eigin raun fiskveiðum í Mexíkó. Fyrir þessa mikilvægu heimsókn mun verða lokið við at- huganir og viðræður milli sérfræð- inga, fulltrúa fyrirtækja og stjórn- valda í löndunum tveimur á ákveðn- um verkefnum. Áætlað er að grund- völlur fyrir ákvörðunum í kjölfar þeirra muni liggja fyrir er ráðherra og fylgdarlið hans kemur til Mex- íkó. Það er heldur ekki minna mikil- vægt að ná persónulegu sambandi og kynnum milli aðilanna, svo sam- skiptin gangi vel. Mexíkanar veiða Vh milljón tonna af fiski árlega. Fyrir tilviljun er það um það bil jafnmikið og ís- lendingar veiða. Það mætti auka þetta magn verulega með betri bát- um til úthafsveiða og sóknar á djúpmið," sagði ráðherra. Hann nefndi sem dæmi þorsk og djúp- hafsrækju, sem vart væri nýtt nú. Með betrumbótum á flotanum, framleiðniaukningu og fiskirækt væri hægt að ímynda sér um 50% aukningu á nýtanlegu magni úr sjó á skömmum tíma. „Til dæmis eru miklir möguleikar á laxeldi í Kali- forníuflóa við Kyrrahafsströnd Mexíkó, samkvæmt áliti sérfræð- inga. Einnig er hægt að auka rækju- og sæsniglaeldi með bættum aðferðum." - En hvernig hefur þér iíkað á íslandi, sem við fyrstu sýn hlýtur að virðast ansi ólíkt Mexíkó? „Mexíkó og ísland eiga reyndar margt sameiginlegt. Þótt veðrið sé mismunandi er fólkið eins. Við hugsum á svipaðan hátt, gildi okkar og viðmið eru lík. Með því að eiga vinsamleg samskipti, ræða málin um það, hvernig samnýta megi þser auðlindir og þá hæfileika sem við búum yfir, getum við þróast og dafnað sem þjóðir. Þetta er tæki- færi sem við verðum að grípa,“ sagði Guillermo Jimenez-Morales, sjávarútvegsráðherra Mexíkó, að lokum. Patreksfj örður Hreppurinn setur 42 millj. króna í útgerð Patreksfírði. HREPPSNEFND Patrekshrepps hefur samþykkt að Ieggja 42,5 millj- ónir króna í Útgerðarfélag Patreksfjarðar hf., sem rekur togskipið Látravík. Mest dulúð í krmgum ísland - segir Jorge Chaminé baritónsöngvari „Góðan daginn,“ segir Jorge Chaminé, baritónsöngvari, á tærri íslensku þegar hann heilsar blaðamanni aðeins degi eftir komuna til landsins um síðustu helgi. Hann er hýr á svipinn og segist afar ánægður með að hafa fengið tækifæri til að koma fram á Islandi. Jorge syngur suður-amerísk, portúgölsk og spænsk ljóð við undirleik Marie-Franeoise Bucquet, píanóleikara, og Olivier Manoury, bandóneonleikara, á tónleikum Styrktarfélags íslensku Óperunnar fimmtudaginn 27. ágúst kl. 20.30. Jorge, sem er portúgalskur, var snemma hneigður fyrir tónlist, lærði á píanó, selló, og söng í kór á barnsaldri. Sem ungur maður söðlaði hann hins vegar um og lærði lögfræði. „Ég fór í lögfræð- ina þar sem foreldrum mínum var það mikið í mun. Tónlistin átti hins vegar hug minn allan og eft- ir lokaprófið í lögfræðinni afhenti ég pabba og mömmu skírteinið og fór til Parísar, að syngja," seg- ir Jorge og bætir kankvís við að raunverulega sé ekki svo mikill munur á atvinnu, lögfræðinga, presta og söngvara. Þeir eigi allir við orð. Heimssýningin í Sevilla Eftir að Jorge ákvað að gerast atvinnusöngvari lærði hann meðal annars af Lolu Rodriguez Aragon, Teresu Berganza, Hans Hotter og Daniel Ferro, og stundaði nám í Juilliard-tónlistarháskólanum í New York. Hann er eftirsóttur baritónsöngvari og hefur ferðast og haldið tónleika víða um heim, m.a. í Moskvu, Istanbúl og Was- hington, og fyrr í sumar söng hann eitt aðalhlutverkið í Carmen við opnun heimssýningarinnar í Sevilla. Með honum í þeirri upp- færslu voru ekki minni söngvarar en Teresa Berganza, Jose Carre- ras og Placido Domingo. Síðasta verkefni Jorge áður en hann hélt til íslands var að syngja á tónleik- um í Washington í tilefni af Kól- umbusar-árinu svokallaða í Bandaríkjunum. Efnisskráin var sú sama og á Islandi nú. Flestir Suður-Evrópubúar eru hrifnir af Skandinavíu að sögn Jorge. „Fyrir okkur er hún hin hliðin á Evrópu og mesta dulúðin er í kringum eitt land, ísland,“ segir hann. „Því varð ég, eins og nærri má geta, yfir mig hrifinn að fá tækifæri til að koma hingað og kynnast landi íslendingasagn- anna. Rithöfundurinn Borges sagði einhvern tíma að þær væru móðir evrópskra bókmennta," segir hann og játar því að hafa gluggað í Islendingasögurnar. „Ég get reyndar ekki munað hvað þær heita. Aftur á móti er mér Morgunblaðið/Árni Sæberg Marie-Francoise, Jorge Chaminé og Olivier Manoury. ein persóna, konungur með mikið hár, í fersku rninni." Fyrsti íslenskutíminn Það var ekki síst að þakka vin- áttu Jorge við hjónin Eddu Er- lendsdóttur og Olivier Manoury að íslendingum gefst kostur á að hlýða á Jorge. „Ég varð mikill aðdáandi Eddu sem píanóleikara og upp á síðkastið hef ég töluvert starfað með Olivier. Nú síðast tókum við saman upp geisladisk,“ segir hann og bætir við að þeir félagar tali spænsku saman, eða frönsku, eða ensku. „Já, eða ís- lensku,“ skýtur Olivier inn í. „Nú síðast í morgun. Þá fór fram fyrsti íslenskutíminn. Við lásum saman á mjóikurfemuna og komumst að því að það er norrænt gigtarár," segir hann með bros á vör, en þess má geta að þremenningamir hafa einungis einu sinni áður komið saman fram á tónleikum. „Það var í París. Við gerðum það svo gott að við urðum að halda áfram,“ segir Jorge, léttur á brún. Hann er greinilega lítið fyrir að taka hlutina of alvarlega. Tangótexti Á tónleikunum verða flutt verk eftir höfunda eins og Artur Sant- os, Claudio Cameyro, Joaquin Turina, Heitor Villa-Lobos, Carlos Gustavino, og hafa fæst þeirra verið flutt hér á landi áður. Jorge segist flytja tangótónlist óháð því að hún sé danstónlist, fremur eins og ljóð. Hann talar um tónlistina af mikilli innlifun en segir að efn- isskráin hvetju sinni sé sú tónlist sem mest sé í uppáhaldi hans. „Mér finnst texti tangóljóðanna alveg yndislegur, djúpur og falleg- ur. Það er yndi söngvara að fara með slíkan texta,“ segir Jorge, en eins og áður var getið verður leikið undir tangóljóðin á píanó og bandóneon. Bandóneon er ekki þekkt hljóð- færi. Olivier segir að það sé upp- runnið í Þýskalandi undir lok síð- ustu aldar, en hafi síðar fluttst til Argentínu. „Menn halda að hljóðfærið hafi verið selt í gegnum vörulista þar,“ segir Olivier, „og fljótlega var það þekkt í landinu, en gleymdist aftur á móti í Þýska- landi. Ég kynntist hljóðfærinu í gegnum bandóneonleikara, sem ég þekkti, og fannst hljómurinn fallegur. Þegar ég sá hljóðfærið í forngripaverslun ákvað ég síðan að festa kaup á því og fór að fikra mig áfram með að leika á það,“ segir hann. Annar undirleikarinn Marie- Francoise Bucquet, píanóleikari, er prófessor við tónlistarháskól- ann í París og hefur leiðbeint píanóleikurum víða um heim. Hún segist gjarnan vilja kenna á ís- landi en tekur fram að hún vilji ekki líta á sig sem kennara. Frem- ur sem Ieiðbeinanda í samvinnu við nemendur. Þess má geta að tónleikagestir fá upplýsingar um verkin á ís- lensku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.