Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992 17 ÞAÐ VAR •engin furða þótt darraðardansinn hæfíst kringum gull- kálfínn, þegar stríðs- gróðinn freistaði eftir kreppuna, einsog fá-’ tæktin hafði verið. Þá hófst stein- steypuöldin á íslandi og stendur enn, þótt peningar séu aftur orðnir dálítil verðmæti eins og í kreppunni. Verð- bréfaöldin er semsagt hafín. En í stríðinu hófst fólksflóttinn úr sveitun- um. Torfbæimir tæmdust að mestu, það var bættur skaðinn eins og þeir voru í Skagafírði þegar ég var þar í vegavinnu. En bændur sem áttu eitt- hvað undir sér héldu í eigur sínar og fóru hvergi. Stríðsgróðinn á mölinni var þeim engin freisting. Þeir húsuðu jarðir sínar og juku eignina. Sér- eignaþátturinn í eðli þeirra var sterk- ari en fjólubláu freistingamar fyrir sunnan, guðisélof. Aðrir fóm ásamt dreifbýlisöreigunum suður til að eign- ast eitthvað. Verða sjálfstæðir og fijálsir eins og sagt var. Mér er nær að halda þetta fólk hafí numið nýtt land á svipuðum for- sendum og norskír víkingar ísland. Þeir vom ekkert feimnir við eignar- réttinn. Þegar að honum var sótt í Noregi og þar með frelsi þeirra og olnbogarými kvöddu þeir kóng og prest og héldu út í ævintýrið. Á Is- landi eygðu þeir fyrirheit ónumins lands, frelsis og séreignar. Eignar- réttar- og frelsisástríða landnáms- manna vísaði þeim veginn út hingað þegar að þeim þrengdi í Noregi. Kóngur reyndi að hefta för þeirra. Greip meira að segja til þess óyndis- úrræðis að selja þeim utanfararleyfi og minnir þetta brambolt á sölu austur-þýzku stjórnarinnar á þegnum sínum til Vestur-Þýzkalands, en þangað mændu þeir vonaraugum ein- sog þegnar Haralds hárfagra út yfír hafíð. Svoað ekki sé nú talað um staðamál síðar þegar bændur þjöpp- uðu sér saman og reyndu að verja eigur sínar og frelsi gegn ásókn hins opinbera, þ.e. kirkjunnar, og vom þeir þó engir heiðingjar(I) MAÐURINN HEFUR •göfug markmið sem eru fremur í ætt við himnana en jarð- bundið eðli hans og dýrslega reynslu. Hann þráir hið fullkomna jafnvægi og líklega einnig í hjarta sínu sátt við umhverfi sitt. En þó einkum guð- iegt eðli sem gæti elsk- að óvini sína einsog sjálfan sig. Ég hef þó aldrei haft spumir af nokkrum manni sem hefur átt slíkan kær- leika, þótt mér sé full- kunnugt um þessi orð í Árna sögu byskups og viti mæta vel að sigur- sæll er góður vilji; eða eins og segir undir lok Áma sögu:.......og veitti Ámi byskup honum (Hrafni Odds- syni) fagurlega bæn móti mörgum meingerðum, eigi ólíkt þeim heilaga Ambrosio, er fyrir þeim mönnum bað eftir dauðann, sem hans mótstöðu- menn vom í lífínu." Nietzsche taldi kærleiksboðskap kristinnar trúar til einskonar veiklun- ar, lítilmennsku eða jafnvel siðleysis og kunni betur við heiðna afstöðu til náungans og hefur líklega þótt hún eðli mannsins samkvæmari. Hvað sem því líður er ekkert á móti því að setja sér göfugt takmark. Það hafa kristnir menn gert, hvaðsem Nietzsche segir um það, en þeir verða þá að gera sér grein fyrir því að maðurinn er grimm skepna og honum er flest annað betur gefíð en elska óvini sína. Það má samt reyna. Og ekkert fráleitt að biðja fyrir þeim einstaka sinnum. Það gæti deigt vopn þeirra og þykist ég hafa þónokkra reynslu fyrir því. En við skulum ekki binda of mikl- ar vonir við manninn; eða kærleika hans og óeigingjarna hégómalausa góðvild. Hún er að vísu fyrir hendi, en það er annað í eðli hans sem stjóm- ar ferðinni. Sjálfsfullnægingarhvöt. Og hún er ekki minni orka en tilað- mynda ást eða hatur. Flest sem við gerum á rætur í þessari óguðlegu fullnægingarhvöt sem svífst einskis og gengur fyrir sjálfsdýrkun af ýms- um toga. Tillitssemi við náungann getur jafnvel átt rætur í þessari sjálfsfullnægingarhvöt sem birtist í ýmsum myndum og sjaldnast geðs- legum; eigingimi, hégómi, mannjöfn- uður, tildur, athyglisfíkn, ofbeldi, grimmd, græðgi, tillitssleysi og valdafíkn á allt rætur í þessum sterk- asta eðlisþætti mannsins og honum hæfír því miklu betur heiðin eða hálf- heiðin afstaða til umhverfísins en það kröfuharða og nánast guðlega tak- mark sem kristnum mönnum er sett. Jafnvel ást getur átt rætur í sjálfsfull- nægingarhvöt, jafnvel góðverk. Sjálfsfullnægingarhvöt ríkir ekki- skuldir. Ríkissjóðir skulda mikið fé, fyrirtæki skulda mikið og heimilin skulda mikið. Þessar miklu skuldir urðu til á síðasta áratugi fyrst og fremst. Ein helzta ástæða þess, að 23 vaxta- lækkanir í Bandaríkjunum á síð- ustu þremur árum hafa ekki náð að koma efnahagslífinu á skrið, er sú, að fyrirtæki og heimili vinna að því að lækka skuldir sín- ar og hyggja hvorki á fjárfesting- ar né eyðslu. Hér ríkir sama skuldakreppa og erlendis. Ríkissjóður og sveit- arsjóðir skulda mikla fjármuni. Fyrirtæki eru mjög skuldug, svo og heimili. Ein helzta forsenda efnahagslegrar uppsveiflu á síðari helmingi þessa áratugar er sú, að takast megi að lækka þessar skuldir. Um þetta snúast umræð- ur á Vesturlöndum að verulegu leyti. En jafnframt er á það bent, að háir raunvextir geri það nán- ast ókleift. Margföldunaráhrif hárra raunvaxta eru meiri en margan grunar. Þetta kom fram í grein eftir finnskan áhrifamann, sem birtist hér í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum og einnig í forystugrein Financial Times sl. fimmtudag. Raunvaxtastigið hér er með því hæsta, sem þekkist á Vesturlönd- um. Ein helzta forsenda þess, að það lækki, eru minni umsvif ríkis- sjóðs á lánamarkaði. Ríkisstjórnin vinnur nú að gerð fjárlaga fyrir næsta ár. Halli á ríkissjóði verður mun meiri á þessu ári en stefnt var að. Horfur á næsta ári eru ekki betri. Niðurstaða þeirrar vinnu, sem nú fer fram í ráðu- neytunum, mun ráða miklu um raunvaxtastigið á næstu misser- um. sízt í samkeppnisumhverfí hinna út- völdu og stendur nær grimmd og blóðidrifínni náttúru sem engu þyrm- ir en því himn'aríki sem Kristur boð- aði. Hún getur ekkisízt birzt í þjóð- rembu einsog við sjáum t.a.m. á Ólympíuleikum sem eru þó einhver bezta og hollasta skemmtun sem um getur. Og sjálfsfullnægingarhvötin getur jafnvel leitt til glötunar. Það getur verið stutt úr sjálfsfullnæging- arhvöt í sjálfsblekkingu eða sjálfseyð- ingu. Það er undir þroskamun komið, og svo auðvitað sjálfsögun. Maðurinn er þvíaðeins guðlegur að >hann er þáttur í sköpunarverkinu og því umhverfi sem Rousseau lagði áherzlu á í ritum sínum, en Jónas festir hugann við kjarnann í hug- myndum sínum um heiminn og guð- lega stjómun og segir í grein sinni, Náttúruvísindin: „Hið líkamlega líf mannsins hér á jörðu er að kalla má allt saman komið undir náttúrunni og réttri þekkingu á þeim hlutum er hún framleiðir. Alls konar afli og ádrættir á sjó og landi og allar vorar handiðnir og kaupverzlun manna á meðal þurfa slíkrar þekkingar við, eigi það ekki allt saman að mistak- ast. Náttúruvísindin forða oss fyrir margföldu tjóni, veita oss ærinn ávinning og auka þannig farsæld manna og velvegnun. Þar á ofan eru þau öflug stoð trúar og siðgæða. Hyggileg skoðun náttúrunnar veitir oss hina fegurstu gleði og anda vor- um sæluríka nautn, því þar er oss veitt að skoða drottins handaverk er öll saman bera vitni um gæsku hans og almætti. — Vér sjáum þar hvurt dásemdarverkið öðru meira, lífið sýn- ir sig hvarvetna í ótölulega marg- breyttum myndum og allri þessari margbreytni hlutanna er þó harla vísdómslega niður raðað eftir föstum og órjúfandi lögum er allur heimur verður að hlýða.“ Svo kvað Jónas. ÞAÐ ÞARF AÐ BREYTA • eðli mannsins í grundvallar- atriðum áðuren hann fellur að því guðlega umhverfi náttúrunnar sem Jónas túlkar með sinni alkunnu skáld- legu tilfinningu fyrir fegurð og sam- ræmi. Umhverfi mannsins er náttúr- an sjálf einsog Rousseau lagði áherzlu á. En nú hefur verið reynt að svipta manninn þessu umhverfi sínu og það hefnir sín. M. (meira næsta sunnudag) Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen,. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Langvarandi kreppa - skuldakreppa Aþessu sumri eru fjögur ár lið- in frá því að sjá mátti fyrstu merki um samdrátt í efnahagslíf- inu. Á þessum fjórum árum hefur stöðugt harðnað á dalnum. Fyrir skömmu voru teknar ákvarðanir um umtalsverðan niðurskurð á þorskafla á næsta fiskveiðiári. Þjóðhagsstofnun, Félag ísl. iðn- rekenda og Vinnuveitendasam- band íslands hafa sent frá sér spár um efnahagsþróun, sem benda til þess, að atvinnuleysi geti stóraukizt á næsta ári. Engin batamerki eru framundan nema síður sé. Þess vegna má ganga út frá því sem vísu að sú kreppa, sem nú ríkir í efnahags- og at- vinnumálum, verði langvarandi og breytist lítið næstu árin. Allt annað væri sjálfsblekking. Kreppan hér er lítill angi af samdráttarskeiði, sem gengur yf- ir öll helztu iðnríki heims og á m.a. verulegan þátt í erfiðleikum Bush Bandaríkjaforseta við að ná endurkjöri. í Finnlandi er atvinnu- leysi um 13% og í Danmörku er það um 11%. Gangi spár Vinnu- veitendasambandsins eftir verður atvinnuleysi hér á næsta ári hið mesta, sem verið hefur áratugum saman, sennilega frá því fyrir stríð. Eitt helzta einkenni kreppunn- ar um öll Vesturlönd eru miklar HELGI spjall ISIÐUSTU VIKU VAR FJALL- að um mótun nýrrar atvinnu- málastefnu hér í Reykjavíkur- bréfi og hugleiðingar settar fram um nánara samstarf fyr-. irtækja, banka og stjórnvalda. Þar var ennfremur vísað til árangursríkrar efnahags- og atvinnu- málastefnu í Þýzkalandi, Frakklandi og Japan, en efnahagslegur styrkur þessara ríkja hefur vakið vaxandi eftirtekt. Sjálfsagt eru fjölmargar skýringar á efnahagslegum uppgangi Þýzkalands frá stríðslokum. Vinsælasta kenningin er sú, að Þjóðverjar hafi náð forskoti á sigur- vegara heimsstyrjaldarinnar síðari vegna þess að Þýzkaland hafi verið lagt í rúst, nauðsynlegt hafi verið að byggja allt upp frá grunni, þýzkur iðnaður hafi verið byggður upp með nýjasta vél- og tækni- búnaði en bandarísk og brezk iðnfyrir- tæki hafi notast áfram við gamlan búnað frá því fyrir stríð. Enginn vafi leikur á því, að afstaða verkalýðshreyfingarinnar í Þýzkalandi átti mikinn þátt í skjótri uppbyggingu þýzks atvinnulífs. Verkalýðsfélögin eru að vísu ekki eins öflug og í ýmsum nálæg- um ríkjum. Þannig er talið, að aðeins um 30% af þýzkum launþegum hafi verið félagsmenn í verkalýðsfélögum. Mikið framboð af vinnuafli vegna flóttamanna- straums frá austurhluta landsins fram að byggingu Berlínarmúrsins átti einnig þátt í að draga úr styrk verkalýðsfélag- anna. Engu að síður er ljóst, að þýzku verkalýðsfélögin fóru sér hægt í kjara- baráttunni a.m.k. fyrstu áratugina eftir stríð. Að hluta til vegna þess, að hagvöxt- ur í Þýzkalandi var mikill eða um 6% á ári í einn og hálfan til tvo áratugi eftir stríð. Tekjur manna í Þýzkalandi voru um 63% af tekjum í Bretlandi árið 1951 en á árinu 1990 voru þær orðnar 155% af tekjum í Bretlandi. Þá hefur sú skylda, sem hvíldi á stjórnendum fyrirtækja að hafa samráð við starfsmenn um málefni fyrirtækjanna vafalaust haft sín áhrif einnig. Þegar horft er til átaka á vinnu- markaði hér framan af árum segir sig sjálft, að friður á þeim vettvangi hefur mikil áhrif á uppbyggingu atvinnulífsins. Viðskiptabankar gegna augljóslega mikilvægu hlutverki í þýzku atvinnulífi. Þeir hafa mikil afskipti af rekstri fyrir- tækja, eiga stóra hluti í þeim og fulltrúa í stjórnum fyrirtækjanna. Deutsche Bank átti t.d. 25% í Mercedes Benz-bílasmiðj- unum fram til ársins 1975 en þá jók bankinn hlut sinn í fyrirtækinu í 56%. Almennt skipa fulltrúar banka þriðjung sæta í stjómum 300 stærstu fyrirtækja í Þýzkalandi. Stærstu fyrirtæki landsins eiga einnig sína fulltrúa í stjórnum bank- anna. Þetta nána samstarf banka og fyr- irtækja og eignaraðild bankanna að fyrir- tækjunum veldur því, að bankarnir eru mjög sterkir bakhjarlar fyrirtækjanna, þegar á þarf að halda. Eignaraðild bank- anna er líka skýring á því, að lítið er um yfirtökur erlendra fyrirtækja á þýzkum fyrirtækjum. Auðvitað hafa bankar og sparisjóðir miklu hlutverki að gegna í rekstri ís- lenzkra atvinnufyrirtækja. Raunar hafa fyrirtækin verið alltof háð bönkunum vegna erfiðrar skuldastöðu. Á seinni árum hafa bankar og sparisjóðir tekið upp ný vinnubrögð og falið sérfræðingum að fara rækilega yfir rekstur og stöðu einstakra fyrirtækja, sem eru í viðskipt- um við bankana. Með þessum hætti hafa bankarnir átt þátt í að leiða fyrirtæki út úr erfiðleikum, sem hefur verið báðum aðilum til hagsbóta. í íslenzkum lána- stofnunum hefur af þessum sökum safn- azt saman mikil þekking á atvinnulífinu og vandamálum fyrirtækjanna. Það er umhugsunarefni, hvort ein leið til þess að efla atvinnulífið á nýjan leik sé sú að efla þessi tengsl m.a. með beinni eignar- aðild banka að fyrirtækjum og styrkja með þeim hætti grundvöll fyrirtækjanna og skapa þeim meiri framtíðarmöguleika. Þessi nánu tengsl eru til staðar í dag en aðallega á þann hátt að fyrirtækin eru upp á bankana komin. Meira jafnræði og eðlilegri tengsl gætu átt þátt í að efla atvinnulífið. Tengsl þýzks atvinnulífs við stjórnvöld hafa verið mikil og ekki sízt í gegnum flokk Kristilegra demókrata, sem svipar að því leyti til Sjálfstæðisflokksins, að Kristilegir demókratar hafa byggt fylgi sitt annars vegar á atvinnulífinu og hins vegar á launþegum og þá ekki sízt kaþ- ólskum launþegum. Þessi tengsl hafa verið mjög náin og hafa leitt til þess, að sameiginlegt átak stjórnvalda, fyrirtækj- anna og bankanna hefur legið að baki þýzka efnahagsundrinu. Þegar litið er á aðstæður hér á íslandi í þessu Ijósi má hugleiða, hvort stjórn- völd, bankar og fyrirtæki stefni hvert í sína átt. Stjórnvöld hugsi um sig og ríkis- kassann, bankarnir um afkomu sína og fyrirtækin verði á milli. Sameigjnlegt átak þessara þriggja aðila gæti vafalaust breytt miklu. Franska efnahags- undrið SENNILEGA HEF- ur uppgangur Þýzkalands eftir stríð valdið því, að minna var tekið eftir því sem var að gerast í Frakklandi. En þar var hag- vöxtur meiri _en 6% að meðaltali á ári í þijá áratugi. Á þessu tlmabili fóru Frakk- ar fram úr Bretum í þjóðartekjum á mann. Hudson-stofnunin bandaríska spáði því fyrir tveimur áratugum að Frakkar ættu eftir að verða ein ríkasta þjóð í Evrópu. Atvinnulíf Frakka hefur verið skipu- lagt á töluvert annan veg en í Bretlandi og Bandaríkjunum. Frakkar hafa ekki haft sömu trú á óskeikulleika markaðar- ins og engilsaxnésku ríkin tvö. Franska ríkið hefur verið umsvifamikið í atvinnu- lífinu. Töluverður áætlunarbúskapur hef- ur verið rekinn í Frakklandi, þótt deildar meiningar séu um mikilvægi hans. Þó er ljóst, að frönsk stjómvöld hafa verið töluverður drifkraftur í atvinnulífínu og átt þátt í að leggja helztu línur um þróun þess. Þannig hefur eitt helzta markmið franskra stjórnvalda í atvinnumálum ver- ið að tryggja aðild Frakka að helztu iðn- greinum framtíðarinnar, svo sem iðnaði sem tengist geimrannsóknum og geim- ferðum, flugvélaiðnaði og bílaiðnaði. Jafnframt hefur verið lögð áherzla á, að a.m.k. tvö frönsk fyrirtæki væru mikil- virk í hverri þessara atvinnugreina. Á sama tíma og brezkur bílaiðnaður hrundi til grunna tókst Frökkum að tryggja framtíð tveggja stórra bílaverk- smiðja í Frakklandi. Þetta hafa þeir m.a. gert með því að láta allt frjálsræðistal sem vind um eyru þjóta en tryggja í þess stað hagsmuni hinna frönsku fyrir- tækja með kjafti og klóm og notað alls konar aðferðir til þess að hefta innflutn- ing keppinauta. Þannig hafa japanskir bílar og japönsk myndbandstæki, svo að dæmi séu nefnd, ekki átt greiða leið inn á franskan markað. Frönsk stjórnvöld hafa einnig verið reiðubúin til að veita verulegum fjármun- um til fyrirtækja sem þau höfðu velþókn- un á með hagstæðum vaxtakjörum og þannig stuðlað að því, að franskt atvinnu- líf þróaðist í þá átt, sem þau töldu skyn- samlegt. En hvað veldur þessum hugsunarhætti franskra stjórnvalda og hvers vegna hef- ur þeim tekizt svo vel upp sem raun ber vitni? Ein helzta skýringin er sú, að í franska embættismannastétt hafa valizt hinir hæfustu menn, sem franska þjóðin á völ á, sem hlotið hafa menntun í sér- stökum úrvalsskólum I Frakklandi. Menntun þeirra hefur verið með þeim REYKJAYÍKURBRÉF Laugardagur 22. ágúst Dyrfjöll, tunglið í dyrunum. Myndin er tekin af Héraði. hætti, að þeir eru opnari fyrir því en embættismenn ýmissa annarra þjóða að taka þátt í uppbyggingu atvinnulífsins með beinum afskiptum. Til viðbótar kem- ur, að margir þessara manna hverfa frá störfum í þágu hins opinbera og til starfa í þjónustu þeirra fyrirtækja sem þeir hafa áður, sem embættismenn, átt þátt í að byggja upp. Það hefur auðveldað frönskum emb- ættismönnum þessa aðild að uppbygg- ingu atvinnulífs þar í landi, að með ýms- um hætti hefur tekizt að veita þeim skjól gegn pólitískum þrýstingi. Opinber af- skipti af atvinnumálum geta oft leitt til þess, að íjarmunum er beint í vonlausar atvinnugreinar, sem hafa hins vegar póli- tíska aðstöðu til að knýja fram fjárveit- ingar. Ymsar pólitískar og sögulegar ástæður liggja til þess, að tekizt hefur að halda pólitískum áhrifum frá atvinnu- lífinu í Frakklandi. Þegar horft er á aðstæður hér í ljósi reynslu Frakka fer ekki á milli mála, að íslenzk stjórnvöld hafa mikil afskipti af atvinnumálum. Þau hafa hins vegar lík- lega verið mest á þann veg, sem Frökkum hefur tekizt að sneiða hjá, þ.e. að veita fjármunum í vonlaus fyrirtæki vegna pólitísks þrýstings. Vegna þeirrar hefðar sem hér ríkir þrátt fyrir allt um afskipti stjórnvalda af atvinnumálum má hins vegar spyija, hvort hægt væri að beina þeim afskiptum í jákvæðari farveg, eins og bersýnilega hefur tekizt í Frakklandi. MENNING JAP- ana er auðvitað gjörólík okkar og sú menning á vafa- laust mikinn þátt í ótrúlegri sókn Japana Japan í atvinnumálum á undanförnum áratug- um, sókn, sem er svo öflug og víðtæk, að margir sérfræðingar halda því fram, að Japanir muni taka við forystuhlut- verki Bandaríkjanna í efnahagsmálum heimsbyggðarinnar snemma á næstu öld. Ástæða er til að vekja athygli á tveim- ur þáttum í japönsku efnahags- og at- vinnulífí. Hlutverk viðskiptaráðuneytisins í Japan hefur verið rætt mjög hin síðari ár á Vesturlöndum. Sumir telja, að fram- sókn og markaðssókn Japana hafí verið stjórnað þaðan í smáatriðum. Aðrir telja, að þótt ráðuneytið hafí hugsanlega haft vald til þess í upphafi sé því ekki lengur til að dreifa. Fyrir nokkrum áratugum hafði þetta ráðuneyti (MITI) vald til þess að leyfa eða banna innflutning á tækni- þekkingu, leyfa eða banna erlend fyrir- tæki í landinu og vald til þess að úthluta leyfum til innflutnings á hráefni til ein- stakra fyrirtækja. Ráðuneytið kom t.d. í veg fyrir, að bandarískar bílasmiðjur settu upp verksmiðjur í Japan á meðan japanskur bílaiðnaður var að ná sér á strik. Á seinni árum hefur hlutverk þessa ráðuneytis líklega verið það að leiðbeina japönskum fyrirtækjum með ýmsum hætti, kanna hvernig straumarnir í við- skiptalífí heimsins liggja og gefa fyrir- tækjum góð ráð. Japönsk fyrirtæki eru að því leyti lík íslenzkum fyrirtækjum, að þau hafa notað lánsfjármagn til þess að byggja sig upp en ekki hlutafjársölu, eins og tíðkazt hefur í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þetta hefur hins vegar leitt til mikilla afskipta banka af rekstri fyrir- tækjanna. Bankarnir hafa séð til þess, að fyrirtækin hafa ekki orðið gjaldþrota en þeir hafa beitt sér fyrir endurskipu- lagningu þeirra ef þörf krafði. Þótt hér sé stiklað á stóru er þó ljóst, að á bak við japanska ævintýrið liggja mikil afskipti bæði stjórnvalda og banka og að því leyti er margt líkt með því, sem gerzt hefur í Þýzkalandi og Japan. Raun- ar er ótrúlega margt líkt með Þýzka- landi, Japan og Frakklandi í þessum efn- um, þótt þýzkir bankar taki sennilega að sér í ríkari mæli það hlutverk, sem franskir embættismenn hafa haft með höndum. Til umhugs- unar REYNSLA ÞESS- ara þriggja ríkja og þær aðferðir, sem þar hafa verið notaðar eru um- hugsunarefni fyrir okkur íslendinga. Við sækjum hugmyndir okkar mjög til Bandaríkjanna og Bretlands, en það er ekki endilega víst, að þær hugmyndir hæfi bezt íslenzkum aðstæðum, hefðum og venjum. Eins og vikið var að hér að framan hafa bankar alltaf haft miklu hlutverki að gegna í íslenzku atvinnulífi og stjórn- völd sömuleiðis. En hafa þessi afskipti verið nægilega jákvæð? Er hægt að virkja krafta atvinnulífsins, bankanna og stjórnvalda betur að einu sameiginlegu marki en gert hefur verið? Það skal tekið fram, að I þessari um- fjöllun er byggt á bók eftir bandarískan prófessor, Graham K. Wilson að nafni, sem er kennari í stjórnmálafræði við háskólann í Wisconsin. Bókin fjallar um samskipti stjórnvalda og atvinnulífs og er kennd í viðskiptaháskólum víða um lönd. Ljósmynd/Snorri Snorrason „í íslenzkum lána- stofnunum hefur af þessum sökum safn- azt saman mikil þekking á atvinnu- lífinu og vandamál- um fyrirtækjanna. Það er umhugsun- arefni, hvort ein leið til þess að efla atvinnulífið á nýjan leik sé sú að efla þessi tengsl m.a. með beinni eignar- aðild banka að fyr- irtækjum og styrkja með þeim hætti grundvöll fyrir- tækjanna og skapa þeim meiri framtíð- armöguleika. Þessi nánu tengsl eru til staðar í dag en aðal- lega á þann hátt að fyrirtækin eru upp á bankana komin. Meira jafnræði og eðlilegri tengsl gætu átt þátt í að efla atvinnulífið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.