Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 20
r r-20 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR 6UNNUÐAGUR 23. ÁGÚST 1992 Minning Hólmfríður Siguijóns- dóttír frá Siglufirði Mánudaginn 24. ágúst fer fram frá Fossvogskirkju útför Hólmfríðar Siguijónsdóttur, ekkju Gunnlaugs Guðjónssonar, útgerðarmanns frá Siglufirði, f. 11. mars 1894, d. 17. febrúar 1975. Foreldrar Hólmfríðar voru hjónin Kristjana Bessadóttir, Þorlákssonar frá Stór-Holti í Fljótum og Siguijón Benediktsson, jámsmiður, frá Bráð- ræði á Skagaströnd. Þau hjón bjuggu fyrst á Blönduósi. Böm þeirra vora Páll, Eyþóra, Jóhann, Hólmfríður og Siguijón og era þau nú öll látin. Fjölskyldan flytur 1907 til Siglu- fjarðar og era íbúar þar þá 363 talsins. Á Blönduósi vann Siguijón hjá kaupmönnum sem beykir og eldsmiður og eftir að hann flutti til Siglufjarðar kom hann sér upp eig- in smiðju, er hann starfrækti til hárrar elli, f. 1869, d. 1945. Hann var brautryðjandi í þessari iðn í byggðarlaginu, enda var mikil þörf fyrir fagmann á þessu sviði þar sem byggðin var í örum vexti. Norð- menn höfðu reist þar síldarverk- smiðjur og síldarsöltun hafin. Árið 1903 hafði norskt skip kom- ið til Sigluijarðar með timbur og tunnur í fyrstu söltunarstöðina. Vora konur þá í fyrsta sinn ræstar BIOJIA SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. til söltunar á Siglufírði að verka síld og salta við mjög framstæðar og erfíðar aðstæður. Fríða, en svo var hún jafnan nefnd, hafði gaman af að rifja upp gamla tíma, en hún var sex ára er foreldrar hennar fluttu til bæjarins. Hún minntist oft á bæjarbraginn, hversu uppbyggingin var hörð, en fólk streymdi til Siglufjarðar víða aðí Greindi hún frá erfiðleikum fólks átímum fyrri heimsstyijaldar, 1914-1918, og vöntun og skorti á flestum lífsnauðsynjum. Hafís var fyriröllu Norðurlandi 1918 er Siglu- fjörður öðlaðist kaupstaðarréttindi, hinn sjötti kaupstaður er öðlaðist slík réttindi. Þá var frostaveturinn mikli og aflabrestur. Vel mundi hún snjóflóðin miklu aðfaranótt 12. apríl 1919, er snjó- flóð hljóp úr fjallinu ofan Staðar- hóls og flóðbylgja æddi yfír fjörð- inn, laskaði skip og eyðilagði hafn- armannvirki. Sópaði snjóflóðið í burt síldarbræðslu Evangerbræðra og fímm öðram húsum á haf út. Stórhríð var á og fannfergi mikið. Snjóflóð féllu einnig í Úlfsdölum og í Héðinsfírði og fórast alls 18 manns. Atburður þessi fékk mjög á Sigl- fírðinga og Fríða sagði að í mörg ár hafí fólk rætt þessa voveiflegu atburði og beygur sótti að er stór- hríðar æddu yfír, sem oft er á vetr- um og fannfergi mikið. í þessu umhverfí ólst Fríða upp. Eftir að bamaskólanámi lauk komu foreldrar hennar henni í nám í hann- yrðum og fatasaumi, svo og fékk hún góða tilsögn í dönsku, en þá var lögð áhersla á að unglingar lærðu það mál, ef þeir skyldu eiga þess kost síðar að fara til Danmerk- ur til að framast. Sem aðrar ungar stúlkur á Siglu- firði fór hún í síld, að kverka og salta við erfíð skilyrði. Þó vinnan væri erfíð var hún skemmtileg og Fríða var fljót til verka en vandaði þó vinnu sína. Hún segist hafa átt ánægjulega æsku með foreldram sínum og systkinum og hún heilsu- góð. Systir hennar, Eyþóra, hafði eftir fyrri heimsstyijöld farið til náms til Kaupmannahafnar og þar kynntist hún ungum menntamanni, er hún síðar gekk að eiga, Magn- úsi Konráðssyni, verkfræðingi. Fríða hafði mikinn áhuga á að sigla til systur sinnar og menntast. Hún lét verða af þessu og er til Kaupmannahafnar kom fékk hún vinnu í tískuhúsi á „Strauinu" við sauma. Þar lærði hún að teikna kjóla, kápur og annan kvenfatnað, það sem nú er kallað tískuhönnun, en hún var listfeng, smekkleg í litavali og með afburðum vandvirk. í Höfn vann hún ein fjögur ár hjá sama tískuhúsi við góð kjör og laun og undi hag sínum vel. Eignaðist þar góða vini er héldu tryggð við hana og síðast fyrir tveim áram fékk hún kveðju frá danskri vinkonu sinni frá þessum árum. Eftir langa vist í Danmörku Iang- aði hana að skreppa heim til Is- lands, enda hvöttu foreldrar hennar hana til að koma, fannst útivistin orðin nógu löng. Fékk hún tveggja mánaða leyfi hjá vinnuveitanda sín- um til að fara til íslands. En það átti ekki eftir að liggja fyrir henni að snúa aftur til Danmerkur. í heimferðinni kynntist hún föður- bróður mínum, Gunnlaugi Guðjóns- syni, og þau gengu í hjónaband á Akureyri 21. maí 1927 og reistu sér hús í Oddeyrargötu. Systkini Gunnlaugs vora þá öll búsett á Akureyri svo og faðir þeirra, Guðjón Helgason, fískmatsmaður, en kona hans, Kristín Árnadóttir, var þá látin. Á Akureyri var Fríða í verslun, en nokkra áður en þau hjónin eign- uðust sitt fyrsta og eina barn, stúlku er heitin var Hólmfríður, f. 29. apríl 1929, hafði hún hætt úti- vinnu. Gunnlaugur vann við verk- stjóm og á sumram í síld á Siglu- firði og þá vora þau hjón þar bæði með dótturina og oft langt fram á haust. Til Siglufjarðar fluttu þau 1932. Þar var lífsstarf þeirra og bæði undu þau hag sínum þar vel. Er aldur færðist yfír og síldveiðar höfðu bragðist sumar eftir sumar fluttu þau sem margir Siglfírðingar suður og settust að í Reykjavík. Einkadóttir þeirra, Hólmfríður, nefnd Lúlú, var þar búsett og var yfirflugfreyja hjá Flugfélagi ís- lands. Hún giftist Magnúsi Jó- hannssyni, kaupmanni, en þau slitu síðar samvistir. Böm þeirra eru tvíburamir Gunnlaugur og Jóhann, f. 14. apríl 1966 og Hólmfríður, f. 22. júlí 1967. Eftir lát eiginmanns síns átti Fríða heimili hjá dóttur sinni, en er hún féll frá 17. ágúst 1987 eftir langa og stranga sjúk- dómslegu hafði hún vistast á Hrafn- istu í Hafnarfírði. Á skólaáram mínum í MA og í háskóla var ég í síldarvinnu á sumr- um á Siglufirði og var í fæði hjá þeim hjónum Fríðu og Gunnlaugi og kynntist heimilinu vel. Oft á þessum tíma var gestkvæmt á heimili þeirra af síldarsaltendum og útgerðarmönnum og einnig erlend- um síldarkaupendum. Þau hjónin tóku vel á móti gestum og vinum, veittu vel. Fríða var hlý í viðmóti, ræðin og talaði við Danina á sinni góðu dönsku. Framkoma hennar var fáguð, svo tekið var eftir. Hún var vel að sér í sögu lands og þjóð- ar og þó sérstaklega um þróun Siglufjarðar. Enda fræddi hún út- lendingana um slíkt er eftir var leit- að. Heimili þeirra hjóna var snyrti- legt og vel búið. Fríða var reglusöm og fyrirmyndarhúsmóðir, laus við arg og þras og hugsaði af mikilli nærfærni um eiginmann sinn, sem ekki var hraustur, fatlaður með staurfót. Er hún kom á Hrafnistu í Hafnar- fírði var hún í fyrstu nokkuð hress og sjálfbjarga, en hún lærbrotnaði og eftir það var hún bundin að mestu við hjólastól og þurfti að flytjast á sjúkradeild. Hún gerði allt til að halda sér við, fór í þjálfun svo lengi sem hún hafði þrek til. í fyrstu átti hún erfítt með að sætta sig við hvernig komið var, en síðar breyttist viðhorf hennar og hún varð sátt við vistina og sagði oft að margur væri verr settur en hún. Hún hafði misst sjón á öðra auga og heymin dauf. Þakklát var hún hjúkrunarfólki fyrir góða umönnun og forstöðukonu Hrafnistu, frú Sig- ríði Jónsdóttur, lofaði hún mjög fyrir hlýja og ljúfa framkomu og hjálpsemi við sig. Hún reyndi eftir bestu getu að styrkja dótturbörn sín. Þau höfðu ætíð samband við ömmu sína, heim- sóttu hana og hringdu til hennar. Sem dæmi má nefna að Jóhann dóttursonur hennar, sem er fatlað- ur, að nokkru lamaður eftir að hafa orðið fyrir bifreið sem bam, talaði svo til hvert kvöld við ömmu sína í síma eða hún við hann. Grannt fylgdist hún með öllu er gerðist á Siglufirði og leitaði oft eftir fréttum þaðan. Safn átti hún af gömlum myndum frá Siglufirði og af fólki og vildi að það færi norður. Gengin er merk kona er lifði sem margur gleði og mikla sorg, en var sátt við lífíð og þráði hvíld. Við hjónin vottum dótturbörnum hennar dýpstu samúð. Björn Ingvarsson. „Þó ég sé látin harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann meðharmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látin mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hugsál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látin sé, tek þátt í gleði ykkar yfír lífínu. (Höf. óþekktur) Þessar línur koma mér í huga þegar mér verður hugsað til minnar ástfólgnu ömmu, sem lést á Hrafn- istu í Hafnarfírði, 93 ára að aldri þann 13. þessa mánaðar og verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 24. ágúst. Hún amma mín, Hólmfríður Sig- uijónsdóttir, var komin af því sæmdarfólki Kristjönu Bessadóttur, Þorlákssonar frá Stóra-Holti í Fljót- um, og Siguijóns Benediktssonar, járnsmiðs frá Bráðræði á Skaga- strönd. Það er alltaf sárt að horfa á eft- ir ástvinum sínum hverfa á braut, hversu gamalt sem fólk er þegar það kveður. Og við hin sem eftir sitjum eigum alltaf erfítt með að sætta okkur við orðinn hlut, við hugsum yfirleitt um dauðann sem svo endanlegan hlut á allri okkar tilveru, en fyrir aðra getur hann verið líkn. Ég á erfítt með að hugsa til þess að það er engin amma leng- ur til staðar, svo lengi sem ég man eftir mér hefur hún alltaf verið þama fyrir mig og bræður mína. Það er svo margs að minnast, svo ljúfsár er söknuðurinn. Ég man eft- t Móðir okkar og tengdamóðir, frú GUÐBJÖRG PÁLSDÓTTIR, Hraunbæ 114, lést laugardaginn 15. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aiúðarþakkir færum við starfsfólki deildar 21 a á kvennadeild Landspítalans. T ryggvi Árnason, Erla Gunnardóttir, Arndís Sigríður Arnadóttir, Jón E. Böðvarsson, Björg Friðriksdóttir, Haukur Ólafsson. Maðurinn minn, er látinn. t MATTHlAS pálsson, Bólstaðarhlíð 41, áður Haðarsstíg 16, Kristín Gísladóttir. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — slmi 681960 Opið alla daga frá kl. 9 22. ir okkur íjölskyldunni að koma í heimsókn á Hofsvallagötuna til afa og ömmu þegar við voram börn, hvernig við fengum alltaf að her- taka gestaherbergið og setja allt á annan endann með því að byggja „indíánatjald eða læknaherbergi", og svo mátti amma helst ekki hreyfa við neinu þama fyrr en við skæraliðarnir kæmum aftur í heim- sókn. Svo þegar við krakkarnir urð- um eldri urðum við þeirrar gæfu aðnjótandi þegar við fluttum á Laugarásveginn, að amma flutti á jarðhæðina til okkar, og þær voru nú ófáar stundinar sem maður eyddi þarna niðri hjá henni, eða hún uppi hjá okkur á efri hæð. Amma var alltaf sem klettur í hafinu fyrir okkur öll, traust, áreiðanleg, góð og alltaf tilbúin að hlusta á okkur krakkana. Hún var yndisleg móðir og frábær amma. Eftir að amma þurfti að flytjast yfir að Hrafnistu, eftir að móðir mín Lúlú, dóttir henn- ar, lést þann 17. ágúst 1987 eftir löng og erfíð veikindi, fór gífurlega erfíður tími í hönd, ekki sist fyrir hana þar sem hún þurfti að sjá á eftir einkadóttur sinni langt fyrir aldur fram. En það var ekki ömmu stíll að gefast upp, að koma til ömmu á Hrafnistu var alltaf gaman og róandi í senn, ævinlega vel tekið á móti manni og mikið spjállað. Maður heimsótti aldrei ömmu eða talaði við hana í síma af því að manni fyndist að til þess væri ætl- ast, maður gerði það af því mann langaði til þess. Hún var ekki ein- göngu heimsins besta amma, hún var einnig minn besti vinur og því er söknuðurinn svo sár. Að hafa fengið tækifæri til að kynnast þess- ari mikilfenglegu og góðu konu og hafa átt hana fyrir ömmu í öll þessi ár mun ég ætíð vera þakklát fyrir. Um leið og ég kveð hana ömmu mína í hinsta sinn með þakklæti fyrir allt í gegnum tíðina, langar mig að nota tækifærið og koma á framfæri þakklæti til alls starfs- fólks á fjórðu hæðinni á Hrafnistu í Hafnarfírði með kærri þökk fyrir þá góðu umönnun sem hún naut. Einnig langar mig að þakka Birni Ingvarssyni, Helgu Ingvarsdóttur, Hönnu og Jóni og öllum þeim sem reyndust henni vel á síðari áram og í gegnum tíðina. Gengin er góð og glæsileg kona er vildi öllum vel og mun verða sárt saknað af öllum hana þekktu. Hvíli þú í friði. Systa. Á morgun verður gerð útför frú Hólmfríðar Siguijónsdóttur. Það eru nú liðin rösk 50 ár. síðan ég fyrst kynntist frú Fríðu, en því nafni gegndi hún venjulega, en það var á heimili hennar og húsbónd- ans, Gunnlaugs Guðjónssonar, sem þá var verkstjóri við síldarsöltun bróður síns, Ingvars Guðjónssonar á Siglufirði, sem þá rak síldarsöltun hér á landi, aðallega á Siglufirði um það leyti. Fríða sá þá um heim- ili þeirra hjóna af frábærri gestrisni og myndarskap. Það var ávallt tilhlökkunarefni að fara norður og gista hjá þeim hjónum sakir snyrtimennsku þeirra, en heimilishald var þar til fyrir- myndar eins og mörgum er kunn- ugt. Leið min lá tíðar norður eftir að við Gunnlaugur stofnuðum hlutafélagið Hafliða og rákum síld- arsöltun á áranum 1944-1962, en þá fluttu þau hjónin til Reykjavíkur og bjuggu við Hofsvallagötu. Mann sinn missti Fríða í maí 1975 en þá áttu þau saman eina dóttur, Hólmfríði (Lúlú), sem var um tíma yfirflugfreyja hjá Flugfé- lagi Islands hf., en hún andaðist í ágúst 1987. Síðustu árin dvaldi Fríða á Hrafnistu DAS í Hafnarfírði. Þar hitti ég hana síðast á afmælisdegi Gunnlaugs heitins í mars sl. og merkti ég þá að hún var orðin lúin aldurs vegna, þótt hún kvartaði ekki né lét neinn bilbug á sér fínna. Nú að leiðarlokum þakka ég fyr- ir að hafa kynnst Fríðu og þakka þann hlýhug sem hún ávallt bar til mín og minnar fjölskyldu. Megi Guð gefa að nú sé hún komin í faðm eiginmanns og einkadóttur. Friður veri með sálu hennar og friðhelg veri minning hennar. Sveinn Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.