Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992 Enginn gat lifað Aldarafmæli Lofts Guðmundssonar Ijósmyndara hátíðin 1930, sem nýlega kom í leitirnar og hefur verið gerð upp með fjárveitingu frá alþingi, og Fiskkvikmynd sem gerð var 1937-38 og sýnd á heimssýning- unni í New York. Var hún gerð að beiðni útgerðarmanna og sýnir m.a. fiskvinnslu á Djúpavík og í Ingólfsfirði á Ströndum þegar at- vinnulíf var þar í blóma. Fleiri stutt- myndir gerði hann á þessum árum, svo sem konungskomuna þegar Kristján X heimsótti ísland og svo Hitaveit- una, heimildamynd fyrir erlend- an markað 1939, og mynd um Heklugosið 1947. Fyrstu litmynd- ina, sem var íslandsmynd, gerði hann 1947. Allar þessar síðasttöldu myndir eru til. Þegar Loftur Guðmundsson er að byija kvikmyndaferil sinn 1925 er Jóhannes Kjarval að gefa út fyrsta og eina heftið af blaði sem eftir Elínu Pólmadóttur HUNDRAÐ ár eru liðin frá fæðingu Lofts Guðmunds- sonar, eða Lofts ljósmyndara, eins og hann var oft- ast nefndur. Um langt árabil var enginn maður með mönnum eða ekkert barn með börnum sem ekki var búið að festa á ljósmynd frá Lofti. Um miðbik aldarinnar þótti sjálf- sagft að allar blómarósir bæjarins létu taka af sér uppstilltar litaðar myndir hjá Lofti, helst hallandi sér að súlu. En Loftur gerði fleira en að ljós- mynda. Hann er einn af frumkvöðl- um íslenskrar kvikmyndagerðar, gerði árið 1949 fyrstu leiknu tal- myndina í fullri lengd sem sýnd var í íslensku kvikmyndahúsi, Milli fjalls og fjöru. Hafði þá allt frá 1923 gert heimildarmyndir, m.a. af AI- þingishátíðinni 1930. Sá íslendingur var ekki til sem ekki þekkti Loft, enda kom hann víða við þar sem nýjungar voru á döfinni. Þegar hann lést 1952 hafði hann nýlokið annarri leikinni kvikmynd í fullri lengd, Niðursetningnum eftir sögu Jóns Mýrdals með Brynj- ólf Jóhannesson í aðalhlutverki. * , Loftur Guðmundsson ljósmyndari við kvikmyndun á árinu 1949. Loftur var maður athafna og kom víða við. Fríðu Guð- mundsdóttur systur hans varð að orði í blaðaviðtali fyrir fáum árum, þegar kvartað var undan því að lítið fynd- ist af plöggum og heimildum um Sanitas sem Gísli bróðir hans stofn- aði og Loftur tók svo við: „Það kemur mér ekki á óvart, með Gísla á kafi í gerlafræðinni og Loft í tón- list, ljósmyndun, siglingum og flugi; þeir máttu bara ekkert vera að svo- leiðis leiðinlegum hlutum eins og alls konar skráningum. Þú þekktir ekki Loft, hann var ekki að hengja sig í svoleiðis." Lofti er svo lýst að hann hafi verið kátur og hugmynda- ríkur, alltaf verið önnum kafínn við sín margvíslegu áhugamál. Við ljós- myndun fór hann hreint um allt, ekki síst í flugferðir, og hann átti mótorbát. Loftur var fæddur 18. ágúst 1892, sonur hjónanna Jakobínu Jakobsdóttur og Guðmundar Guð- mundssonar í Hvammsvík í Kjós, en fluttist um aldamótin til Reykja- víkur, þar sem hann ólst upp. Hjón- in bjuggu með 7 börn sín á Bræðra- borgarstíg 31. Skammt frá, á Mels- húsatúninu á Seltjamamesi, var gosdrykkjaverksmiðjan Sanitas, sem Gísli bróðir hans setti á stofn 1905. Var Loftur þá 13 ára gamall og mikill aðdáandi bróður síns og stöðugur fylgifískur hans, alltaf með annan fótinn í verksmiðjunni. Sama ár og verksmiðjan var flutt á Smiðjustíg 11 seldi Gísli, Lofti bróður sínum, sem þá var 24 ára gamail, fyrirtækið. Áður hafði Loft- ur unnið í kjötverslun Tómasar Jónssonar og stofnað, ásamt öðram manni, eigin verslun í Aðalstræti, þar sem nú er Morgunblaðshúsið. Loftur seldi þó fljótt sinn hlut í versluninni og átti Sanitas til 1924. Hafði árið áður flutt fyrirtækið að Lindargötu 9 og byggt fyrsta áfanga þess húss. Loftur mátti tæpast vera að því að sinna gosdrykkja- og aldinsafa- gerðinní, enda önnum kafínn við sín mörgu áhugamál. M.a. fékkst hann við tónsmíðar og era eftir hann á prenti tónlagahefti, svo sem Freyjuspor og og Ljúflingar er kom út 1917. Eru mörg lög hans til á hljómplötum og leikin í útvarpi, m.a. í flutningi Guðrúnar Á. Símon- ardóttur og Guðmundu Elíasdóttur. Þegar Hákon elsti sonur hans tók kaþólska prestsvígslu 1947 var leik- ið Ave María eftir Loft Guðmunds- son. Þegar hann var í Danmörku stundaði Loftur nám í orgelleik við Musikonservatoríið í Kaupmanna- höfn og hélt síðan tónleika, m.a. í Dómkirkjunni. Mun hann hafa ætl- að að leggja tónlist fyrir sig. Hann kenndi um skeið píanóleik og spil- aði oft á skemmtunum hjá ýmsum félögum. Fyrsta íslenska talmyndin Árið 1921 hélt þáverandi verk- smiðjueigandi til Danmerkur, þeirra erinda að nema ljósmynda- og kvik- myndagerð. Og árið eftir að hann selur Sanitas setur Loftur á stofn ljósmyndagerð og helgar sig frá 1925 að mestu ljós- og kvikmynd- um. Jafnframt því sem hann setti á stofn ljósmyndastofu sína, sem við hann var kennd, Ljósmynda- stofa Lofts, hóf hann töku kvik- myndarinnar ísland í lifandi mynd- um, sem frumsýnd var á gamlárs- dag 1925. Þetta var heimildarmynd um land og þjóð í fullri sýningar- lengd, þögul mynd að sjálfsögðu. En tveimur árum áður hafði hann gert Ævintýri Jóns og Gvendar í tveimur þáttum og léku hinn annálaði gamanleikari Friðfinnur Guðjónsson og Tryggvi Magnússon, titilhl utverki n. Hefði verið ómetan- legt að eiga þessa fyrstu leiknu grínmynd Islendinga, en sagt er að hún hafi verið sýnd í Nýja bíói þar til ekkert var eftir af henni. í upp- flettibókinni Hver er maðurinn seg- ir að Loftur hafi ferðast um landið þvert og endilagt, á sjó og landi. • Þar era sérstaklega nefndar kvik- myndir_ hans ísland sem fyrr er nefnt, íslenskur iðnaður, Alþingis- nefnist Árdegisblað listamanna og gallar m.a. um kvikmynd Lofts um Island, sem hann hefur séð. Segir þar m.a.: „íslendingar hafa gott af að sjá sjálfa sig á mynd - ef til vill er ekkert eins menntandi í ný- tískulífi okkar þegar um skólalær- dóm er að ræða, eins og að sjá sjálf- an sig og verk sín - í litveldi kvik- myndanna.“ Líklega var þetta í fyrsta skipti sem íslendingum gafst kostur á að sjá sjálfa sig svona utan frá. Síðan segir Kjarval: „Loft- ur Guðmundsson hefir færst mikið í fang með fílmu sinni, og flytur blað þetta honum þakkir fyrir, um leið og það dæmir fílmu þessa eftir þjóðfræðilegum lögum listarinnar. En það hefir borið við á mörgum sviðum í þjóðlífí okkar, að oflof hefur skaðað góðan vísi - og annað það, að skilningsleysi og tómlæti hefir kyrkt eðlilegan þroska.“ Árið 1948 gerði Loftur fyrstu íslensku talmyndina, Milli fjalls og fjöru. Og er ekki lítið færst í fang. Þetta er leikin mynd í litum, tekin á æskuslóðum hans í Kjósinni. Loft- ur Guðmundsson „hefur samið sög- una og undirbúið hana sérstaklega fyrir kvikmynd". Með helstu hlut- verk fóru okkar helstu leikarar: Brynjólfur Jóhannesson, Gunnar Eyjólfsson, Alfreð Andrésson, Ingi- björg Steinsdóttir, Inga Þórðardótt- ir og Bryndís Pétursdóttir. Gunnar Eyjólfsson segir að það hafi verið ákaflega gaman að vera með í þess- ari kvikmyndun. Fullkomin sam- staða var með öllum sem að því unnu: „Það var svo góður andi í nærveru þeirra feðga, Lofts og Hákonar. Þeir unnu svo vel saman. Loftur var alltaf svo bjartsýnn, duglegur og jákvæður. Hann hafði stóra drauma. Ef hann hefði verið upp á sitt besta í dag, hefði hann gert stóra hluti. Að taka inn á fil- muna hljóðið var alveg nýtt þá og reyndist ekki vel, enda er það ekki gert lengur. En hann var með það nýjasta þá.“ Loftur var orðinn sjúkur á árinu 1951 þegar hann var að gera síð- ustu kvikmynd sína Niðursetning- inn og lést áður en draumar hans rættust um að taka þriðju leiknu kvikmyndina eftir Sverði og bagli Indriða Einarssonar í tilefni af 400 ára dánarminningu Jóns biskups Arasonar og sona hans, að því er Erlendur Sveinsson kvikmynda- gerðarmaður skrifaði í grein um myndir hans í Morgunblaðið fyrir fáum áram. Á fréttamannafundin- um þar sem hann kynnti Niðursetn- inginn sagði Loftur að þetta yrði síðasta kvikmyndin sem hann gerði. Allt þetta afrekaði Loftur Guð- mundsson án nokkurra styrkja. Kostaði allar sínar myndir sjálfur. Lagði allt í kvikmyndirnar og eign- aðist ekki íbúð fyrr en eftir 1940. Oft er haft á orði að íslenskir kvik- myndgerðarmenn þurfi nú að leggja eigur sínar undir til að fá að gera kvikmynd. Það er ekki nýtt, Loftur veðsetti allar sínar eigur sumarið sem hann tók Niðursetninginn. Hann var ákaflega rausnarlegur á greiðslur fyrir það sem unnið var fyrir hann og við leikarana, að því er Gunnar Eyjólfsson segir. Til dæmis var það Gunnar sem stakk upp á nafninu Milli íjalls og fjöru, sem var notað á myndina, og Loft- ur sendi honum óbeðinn sérstaka greiðslu fyrir það. Árið 1946 er Loftur nýkominn úr kynnisför til Kodak verksmiðj- anna í Bandaríkjunum, til að kynna sér það nýjasta í kvikmyndun og kaupa tæki. Þá hefur Alþýðublaðið eftir honum: „Blessaður vertu. Þetta er allt saman það nýjasta sem ég gat klófest í Ameríku, ja, það var nú ævintýraför, drengur minn. Eg held að ég hafi séð allt sem var þess virði að sjá þar vestra. Þeir hjá Kodak bókstaflega báru mig á höndum sér þann tíma sem ég var þar.“ Það voru orð að sönnu að ferðin var drjúg og upphaf nýs ævintýris. í þessari ferð kom upp að Kodak var farið að gera fílmur, sem tóku tal upp jafnóðum. Og heimkominn nýtti hann sér þessa nýju tækni í fyrstu talmyndinni sinni. Hákon Loftsson, sonur hans, var við nám í Bandaríkjunum, og sá hann um talið í Milli fjalls og fjöru. Mesti æringi Fyrri konu sinni, Stefaníu Elínu Grímsdóttur, kvæntist Loftur árið 1918. Hún var uppeldisdóttir Þórð- ar Thoroddsens læknis og Önnu konu hans, sem bjuggu í húsinu við Túngötu 12. Þar bjó einnig Loftur ásamt konu sinni og fjórum börn- um,-en þau vora Hákon, Anna Sig- ríður, Fríða Björg og Gísli. Pétur Pétursson hefur nýlega gert út- varpsþátt um þetta hús, þar sem segir frá heimilislífinu á þessu stóra heimili, þar sem stórfjölskyldan bjó saman frá 1932 til 1939. Þar voru þá líka í fæði 3-4 ljósmyndarar frá Þýskalandi og Danmörku af stofu hans og einn bjó þar alveg, frú Elísabet Sonnenfeld á Akureyri. Loftur var vinsæll ljósmyndari og vann mikið; við ljósmyndun á dag- inn og á kvöldin átti oft eftir að framkalla. Emil Thoroddsen, mágur hans, og kona hans bjuggu líka í húsinu. Hann var tónlistarmaður og samdi mörg skemmtileg lög og revíur og urðu þeir Loftur miklir mátar, eins og nærri má geta. Lofti er svo lýst að hann hafí verið síkátur, bæði heima og á mannamótum, iðandi af lífi og fjöri. Hann hafði uppi alls kyns tilburði, svo sem kattarvæl, til þess að fá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.