Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992 23 færði bömum Elsta ljósmyndastofan Pyrsta ljós- myndavélin sem Loftur notaði er enn til, útdregin belgvél. Nýlega kom Egill sonur Sveins Þorkelsson- ar vinar hans og Lofts vélina, sem hann hafði gefið föður hans á sínum tíma. Á þjóðhá- tíðarárinu 1930 var Loftur sæmdur titlinum konunglegur sænskur ljós- myndari fyrir framlag sitt þar. Lengi var hann með ljósmyndastof- una í húsi Nýja bíós, þar sem Reyk- víkingar stönsuðu gjaman við útstill- ingarkassana til að skoða ljósmyndir af samborgurum sinum. Lagði Loft- ur alltaf mikið upp úr þessum mynd- um og útstillingunum. Hafði m.a. öðru hveiju sýningu í glugga Málar- ans í Bankastræti. Árið 1935 var á rúðunni hjarta og hvatninginn: Leggðu hendina á hjartað! Þegar það var gert skipti um mynd fyrir inn- an. Þetta þótti besta skemmtun og hópaðist fólk að. Á árinu 1946 hefur Loftur Guð- mundsson flutt ljósmyndastofu sína í ný og glæsileg húsakynni á Báru- götu 5. Er þá haft eftir honum í blöðum þegar hann sýnir nýju bið- stofuna, að hann voni að enginn þurfi að bíða þar lengi. Á biðstof- unni verði músik allan daginn „og hér er rafmagnsvifta, sem sjá á um lofthreinsunina. Enginn getur lifað á Lofts.“ Ávallt hefur verið stutt í spaugsyrðin. Af sama tilefni segir í Alþýðublaðinu: „Hann Loftur er hættur að vera hann Loftur í Nýja Bíó og er orðinn hann Loftur í Nýju ljósmyndastofunni á Bárugötu 5. Nýja bíó er því „Loftlaust" þrátt fyrir alla sína ágætu lofthreinsun." Á stofunni þróaði Loftur aðferð og byrjaði að taka fjölmyndað á eina plötu, 15 mynda röð, sem varð ákaf- lega vinsælt á árunum 1935-55, enda ódýr aðferð til að fá af sér margar myndir. Eiga margir þannig 15 myndaseríur af börnum sínum. En Lofti var sérstaklega lagið að komast í samband við börn og ná af þeim myndum. Raunar við alla, enda létti hann gjarnan svipinn á fyrirsætunum með spaugi. Hann beitti sálfræðinni, ráðlagði fólki að segja börnunum ekki það að eigiað „taka af þeim mynd“, heldur að nú skuli þau koma með í bæinn til að sjá dótið hjá honum Lofti. Einnig bað hann konur um að koma ekki til myndatöku með nýlagt hárið. Það yrði allt of stíft á mynd. • Ljósmyndastofa Lofts er orðin 67 ára og elsta starfandi stofan í borginni. Eftir lát Lofts hefur dótt- ir hans Anna og tengdasonur, Ás- geir Kári Guðjónsson ljósmyndari Loftur var sérstaklega laginn við að ná til barna og margar góðar barna- myndir eru til eftir hann. Mynd frá Lofti, 1945, af Eddu Bjarnadóttur. rekið stofuna, sem nú er til húsa í Ingólfsstræti 6. Ljósmyndastofa Lofts á eitt stærsta ljósmyndaplötu- safn sem til er frá íslenskri stofu. Og það er vel geymt. Allar mynda- tökur eru skráðar með nöfnum. Segja þau Anna og Ásgeir að enn komi sömu góðu gömlu viðskipta- vinirnir, sem hafí fengið teknar af sér og fjölskyldum sínum myndir gegnum árin. Á heimilum þeirra eru myndir frá Lofti af eldra fólkinu, Síðustu sætin til Benidorm með Turavia á einstöku verði Einstakt tækifæri til að tryggja sér síðustu sætin með Turavia í sumar í 1 eða 2 vikur til Benidorm. Síðustu sætin sem við fengum seldust upp á einum degi. Benidorm - b eint leiguflug Verð frá kr. L/ Ám • J O O 1 M9208P * Verð m.v. hjón með 2 börn, Don Salva í viku. 1 vika: 2 vikun 2 í íbúð 38.900,- 49.900,- 3 í íbúð 36.900,- 45.900,- 4 í íbúð 35.900,- 39.700,- Brottför: 21. ágúst, uppselt 28. ágúst, 3 sæti laus 4. sept., 14 sæti laus Barnaafsláttur: Börn 2- 15 ára: 6.000,-. Innifalið í verði er flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli á Benidorm TURAUIA og íslensk fararstjórn. HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17, 2. hæí • Slml 624600 Metsölubladá hverjum degi: fólk sem sat fyrir til að brosa um leið og hann smellti af myndunum. Hann gat hermt eftir öllum dýrum og var búktalari góður. Einhverju sinni var hann á Hótel Borg. Bjarni Sighvatsson bankastjóri heyrði að kallað var nafnið hans, eins og rödd- in kæmi langt að, og fór fram. Það var þá Loftur sem sat þama hjá honum með búktal. Þannig hrekki og glens átti hann oft til. Pétur Pétursson segir frá því að þegar hann var með barnatíma í út- varpinu þurfti engin aukahljóð. Ef hann fann tóman kassa gat hann framleitt öll þau hljóð sem þurfti og dýrahljóð sá hann um sjálfur. Var hreinasti töframað- ur. Dætur hans, Anna og Fríða, bættu því þá við hve þeim hefði sem telpum þótt leiðinlegt þegar faðir þeirra var að leika kúnstir og töfrabrögð á barnaböllunum hjá Oddfellowum. Hinir krakk- arnir hópuðust að honum og eltu hann á röndum, þótti hann alveg óborg- anlegur. Stefaníu konu sína missti Loftur 1940. Seinni kona hans er Guðríður Sveinsdóttir frá Fossi í Mýradal og er stjúpdóttir hans Hanna Frímanns- dóttir. Loftur Guðmundsson, kona hans Stefanía Elín Grímsdóttir og börnin fjögur: Gísli, Fríða Björg, Anna Sigríður og Hákon. Bryiýólfur Jóhannes- son í fyrstu íslensku talmynd- inni Milli fjalls og fjöru. Blómarós, Teodóra Breiðfjörð Stephen- sen, mynd- uð hjá Lofti 1929. ÓNSKÓLI SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR REYKJAVIK Innritun hefst mánudaginn 2£. ágúst Nemendur í hljóðýæra- og söngdeildum þurfa að stað- festa umsóknir sínar með greiðslu eða samningi um greiðslu námsgjalda. Nýjar umsóknir aðeins teknar á biðlista. Athugið að forskólanemar, sem sótt hafa um nám, verða boðaðir sérstaklega. Skrifstofa skólans verður opin serri hér segir: í Hellusundi 7: Mánudag 24. ágúst til miðvikudags 2. september kl. 13-17. í Hraunbergi 2: Laugardag 29. ágúst kl. 10-14. i Árbæjarskóla: Mánudag 31. ágúst kl. 17-19. Skólastjóri. Umsfiknir um framlðg úr Framkvæmdasjóði aidraðra 1993 Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir um- sóknum um framlög úr sjóðnum árið 1993. Eldri um- sóknir koma aðeins til greina séu þær endurnýjaðar. Nota skal sérstök umsóknareyðublöð, sem liggja frammi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, sem fylla ber samviskusamlega út. Einnig er ætlast til að umsækj- endur lýsi bréflega einingum húsnæðisins, byggingar- kostnaði, verkstöðu, fjármögnun, rekstraráætlun, þjón- ustu- og vistunarþörf ásamt mati þjónustuhóps aldr- aðra (matshóps) og þar með hvaða þjónustuþætti ætl- unin er að efla. Umsókn skal fylgja ársreikningur 1991 endurskoðaður af löggiltum endurskoðanda og kostnaðaryfirlit yfir fyrstu níu mánuði ársins 1992. Sé ofangreindum skilyrðum ekki fullnægt áskilur sjóð- stjórnin sér rétt til að vísa umsóknum frá. Umsóknir skulu hafa borist sjóðstjórninni fyrir 1. desem- ber 1992, Laugavegi 116, 105 Reykjavík. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. bömunum og barnabörnunum á ýmsum aldri. Og sumir spyija hvort súlan sem þeir hölluðu sér upp að á myndinni frá því þeir voru ungir, sé enn til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.