Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992 Bikarúrslitaleikurinn verður á Laugardalsvelli eins og vana- lega og hefst klukkan þrjú eftir hádegi að staðartíma. Íngi Björn Albertsson þjálfari Vals hefur náð mjög góðum árangri með Val, og þá sérstak- lega í bikarkeppninni. Hann stýrir nú liði sínu þriðja árið í röð í bikar- úrslitaleik, en í fyrri skiptin tvö hafa Valsmenn gengið af velli með bikarinn. Knattspyrnufélag Akureyrar var stofnað 8. janúar 1928. Besti árangur liðsins er eflaust sigur í íslandsmótinu 1989. Liðið hefur aldrei leikið til úrslita um bikarinn, en sameiginlegt lið KA og Þórs, ÍBA, vann frækinn sigur á liði ÍA í bikarkeppni KSÍ árið 1969. Anthony Karl Gregory á án efa eftir að reynast varnarmönn- um KA óþægur ljár í þúfu. Hann hefur þegar skorað eitt mark á móti KA í sumar, en hann varð eins og kunnugt er íslandsmeist- ari með KA árið 1989. Reykjavíkurliðið Valur er nú- verandi bikarmeistari og hefur alls tíu sinnum leikið til úrslita í bikarkeppninni og sigrað sjö sinn- um. Valur hefur sigrað í keppn- inni tvö síðastliðin ár og þetta er fjórði úrslitaleikur félagsins í bik- árkeppninni á síðustu fimm árum. I Jtlit er fyrir austlæga átt og mögulega einhveija vætu á Laugardalsvelli í dag. Ráðamenn þjóðarinnar ætla á völlinn í dag og heiðursgestur á leiknum er Davíð Oddsson for- sætisráðherra. Sérstakir gestir fé- laganna eru Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjómar og Halldór Jónsson bæjarstjóri á Akureyri. Svo gæti farið að met yrði sleg- ið í dag. Reykjavíkurliðin Fram, KR og Valur hafa hvert um cig orðið sjö sinnum bikarmeist- ari, og sigri Valur í dag verður það í áttunda sinn sem liðið hamp- ar bikarmeistaratitli. Leikurinn í dag er þrítugasti og þriðji úrslitaleikurinn í bikar- keppninni. Um Mjólkurbikarinn, sem keppt er um nú og Félag ís- lenskra gullsmiða gaf 1986, hefur verið leikið sjö sinnum. Vert er að taka fram að bikarinn er ekki hægt að vinna til eignar. Izudin Dervic lék í úrslitum bikar- keppninnar í fyrra og var þá eini erlendi leikmaðurinn á vellin- um. Nú eru þeir þrír, því auk hans leikur nú Salih Porca með Val og Pavel Vandas með KA. Tveir leikmenn KA hafa náð að verða bikarmeistarar áður, þeir Ormarr Örlygsson með Fram og Gunnar Már Másson með Val. KNATTSPYRNA / MJOLKURBIKARKEPPNI KSI Gunnar Már og Dervic: Mótheijjar í fyrra og mætast aftur nú! Til í slaginn! Gunnar Már Másson sóknarmaðúr úr KA er alveg tilbúinn í bikarslaginn í dag. Hér er hann við vatnsbyssuna á KA-vellinum á Akureyri. Izudin Dervic úr Val lék á móti Gunnari Má í bikar- úrslitum í fyrra og gerir það einnig nú. ÞAÐ er athyglisverð tilviljun að í bikarúrslitaleiknum í dag verða tveir menn í eldlínunni hjá sitt hvoru liðinu, sem einn- ig voru andstæðingar í bik- arúrslitaleikjunum tveimur fyrir um ári síðan. Báðir skiptu þessir leikmenn um félög eftir síðasta tímabil og eru nú ann- að árið í röð komnir í úrslit. Leikmennirnir sem hér um ræðir eru Gunnar Már Másson, sem á síðasta ári lék með Val og varð bikarmeistari með félaginu en skipti yfir í KA, og Izudin Dervic, sem lék tvo bikarúrslitaleiki með FH gegn Val í fyrra en beið ásamt liði sínu lægri hlut og skipti síðan yfir í Val fyrir þetta tímabil. Verður erfitt að stöðva Gunnar Dervic sagði í samtali við Morg- unblaðið að auðvitað væri það nokkuð skrýtið að leika nú með liðinu sem hann lék á móti í úrslit- unum í fyrra, en svona væri knatt- spyrnan. Aðspurður um Gunnar Má sagði Dervic að hann væri mjög sterkur en jafnframt skemmtilegur leikmaður, sem gæf- ist aldrei upp. Það yrði eflaust mjög erfitt fyrir þá að halda honum niðri, en þeir myndu gera hvað þeir gætu. Dervic sagði að það væri mikill munur á því að leika með Val en FH, Valur væri sterk- ara lið þó FH-liðið væri ágætt. Dervic sagði að bikarúrslitaleik- urinn væri að sjálfsögðu frábrugð- in öðrum leikjum, sigur þýddi að þeir væru bikarmeistarar en ef þeir töpuðu fengju þeir ekki neitt. Dervic sagðist vera bjartsýnn um að úrslitin yrðu þeim hagstæð þó andstæðingarnir væru erfiðir. Þarf aðeins einn leik Gunnar Már Másson leikur gegn fyrrum félögum sínum í dag og sagði hann í samtali við Morgun- blaðið að það leggðist ákaflega vel í sig. „Þetta er auðvitað drauma úrslitaleikurinn fyrir mig, og það verður eflaust hart barist í honum. Liðin munu leggja sig fullkomlega fram um að sigra og ég er sann- færður um að það þurfí aðeins einn leik til að ákveða hvort liðið hamp- ar bikamum," sagði Gunnar. Gunnar Már viðurkenndi það fúslega að lið KA væri reynslulítið í bikarúrslitum, og það væri mikil lífsreynsla að ganga í gegnum svona leik, en jafnframt gríðarlega erfitt. Aðspurður um Dervic sem Morgunblaðið/Rúnar Þór einnig var andstæðingur hans í fyrra sagði Gunnar að hann væri mjög fijótur og hefði leikið vel með Val í sumar. „Hann verður okkur eflaust erf- iður en ekkert erfíðari en aðrir Valsmenn. Valsliðið er mjög gott og alls ekkert grín að leika á móti því, en fyrir mig var Valsliðið drau- maliðið í úrslitunum. En það getur allt gerst í bikarnum. Við völdum til dæmis ekki auðveldustu leiðina í úrslitaleikinn," sagði Gunnar Már. SPURT ER /Hverjir verða bikarmeistarar og hvers vegna? Atli Eðvaldsson Ég er viss um að Valur vinnur. Þeir hafa rosalega reýnslumikið lið og bikar- inn hefur undanfarin ár verið þeirra einkenni. Þeir þurfa hins vegar að hafa fyrir þessu og vinna ekki nema með eins eða tveggja marka mun. Kristján Kristjánss. Valur verður bikarmeist- ari, einfaldlega venga þess að þeir eru með betra lið. Þeir hafa sýnt það í sumar að þeir eru með eitt albesta liðið í deildinni, en það er hins vegar ekki alltaf nóg í bikarnum. En þetta verð- ur ströggl, endar 2:1 Davíð Oddsson Ég tel að þetta verði knappt, og vinnist ekki nema með einu marki. Eins og alltaf er ómögulegt um það að segja hvoru megin sigurinn lendir. Þarna eig- ast við tvö sterk lið og það gæti jafnvel þurft tvo leiki til. Birkir Kristinsson Ætli það sé ekki komið að KA-mönnum að stöðva sig- urgöngu Valsara í bikarn- um, en það verður vafa- laust erfitt verk. Þeir ná eflaust upp mikilli leikgleði og baráttu og taka þetta á henni. Ég tippa á hið óvænta, 2:1 sigurKA. Ólafur Adólfsson Valsarar eru með sterkari mannskap og hafa gengið í gegnum þetta áður, eru bikarmeistarar og ætla ekkert að breyta því. En þó allt geti gerst þá held ég að KA-menn séu ekki eins sterkir á útivelli og heima. Valur vinnur 2:0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.