Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 25
Enginn getur vanmetid KA - segir Ingi Björn Albertsson, þjálfari Vals INGI Björn Albertsson stjórnar Valsmönnum í úrslitum Mjólkur- bikarkeppninnar þriðja árið í röð. Fyrirtveimur árum sigraði Valur KR í vítakeppni í öðrum leik, en ífyrra máttu FH-ingar þola tap í annarri tilraun. „Undanfarin tvö ár höfum við farið erfiðari leiðina, lent í framlengingu og vítakeppni, en í ár höfum við unnið sannfærandi sigra. Erfiðasta hindrunin er samt eftir og enginn getur vanmetið KA. Það þarf meira en heppni til að sigra IA f tvígang og auk þess staðfestir árangur KA gegn Þór og Fram í bikarnum að um öflugt baráttulið er að ræða.“ Valsliðið hefur verið á góðri sigl- ingu að undanfömu og hæst ber 5:1 sigur gegn ÍA í deildinni fyrir mánuði. „Ef við náum aftur upp eins stemmningu óttast ég ekk- ert lið,“ sagði Ingi Björn. „Þá var hugarfarið eins og það á að vera og með slíkri einbeitingu opnast allar dyr. Um það hefur undirbún- ingurinn fyrir bikarúrslitaleikinn snúist — að innprenta rétt hugar- far. Við heyrum víða að við séum taldir sigurstranglegri, en ef það síast inní leikmennina er voðinn vís og það verðum við að fyrirbyggja." Ingi Bjöm hefur gengið út frá leikkerfinu 3-5-2 án þess þó að festa menn í ákveðnar stöður. „Við reyn- um að forðast að menn séu eins og jámbrautalest á ákveðnum tein- um með því að leyfa visst fijáls- ræði. Stundum hefur þetta gengið upp og stundum ekki, en nú fáum við ekki tækifæri til að leiðrétta hugsanleg mistök eins og í deild- inni. Þetta er úrslitaleikur og við þolum ekki tap.“ Valsmenn fóm til Hveragerðis eftir hádegi í gær, laugardag, og verða á Hótel Örk fram að leik, sem hefst klukkan þijú á Laugardals- velli í dag. „Um er að ræða hefð- bundinn undirbúning og það að fara í burtu er gert til að undirstrika mikilvægi leiksins," sagði Ingi Bjöm. Valsmenn hafa ekki tapað í Mjólkurbikarkeppninni undanfarin tvö ár. Myndin sýnir fögnuðinn eftir úrslitaleikinn í fyrra á táknrænan hátt — Ingi Bjöm Þjálfari hellir mjólk í bikarinn, en Sævar Jónsson og Bjami Sigurðsson brosa breitt. Leið KA og Vals í úrslitin 16 liða úrslit: Valur sigraði Breiðablik 3:0 - Anthony Karl Gregory, Arnljótur Davíðsson og Baldur Bragason gerðu mörkin. KA sigraði Þór 2:0, með mörkum Páls Gíslasonar og Gunnars Más Másson- ar. 8 liða úrslit: KA sigraði Fram 2:0 - Jó- hann Arnarson og Páll Gíslason skomðu. Valur sigraði FH 2:1, með mörkum Jóns Grétars og Porca. Undanúrslit: Valur sigraði Fylki 4:2 - Ágúst Gylfason gerði tvö mörk og Anth- ony og Arnljótur sitt markið hvor. KA lagði IA 2:0 - með mörkum Pavel Vandas og Árna Hermannssonar. Milljónir í pottinum fyrir bikarmeistara Irslitaleikurinn í mjólkurbikar- keppninni er hápunktur íþrótta á íslandi á hveiju ári. Mik- ill heiður fylgir því að komast í úrslit, en mesti ávinningurinn er fólginn í miklum tekjum og aukn- um tekjumöguleikum og getur hagnaður sigurvegarans numið milljónum ef ekki tugum milljóna króna. Laugardalsvöllur tekur 10% af sölu aðgöngumiða í vallarleigu og Iþróttabandalag Reykjavíkur fær 7%. Knattspymusambandið fær 15%, sem rennur í sameiginlegan sjóð vegna keppninnar, og á auk þess 40 metra auglýsingasvæði meðfram langhlið vallarins og 30 metra til hvors enda. Leikaðilar skipta öðm auglýsingasvæði til helminga sem og því sem eftir er af sölu miða, en eiga einnig mögu- leika á að selja ýmiskonar varning tengdum leiknum og félaginu, sem getur gefíð mikið í aðra hönd. „Þumalputtareglan segir okkur að auglýsingatekjur em ámóta miklar og tekjur af leiknum," sagði Guðmundur Kjartansson, formað- ur knattspymudeildar Vals, og bætti við að ef áhorfendur fjöl- menntu á leikinn og annað gengi upp mætti gera ráð fyrir um tveim- ur milljónum króna í hagnað fyrir hvorn tekjulið. Sigurvegari leiksins tryggir sér sæti í Evrópukeppni bikarhafa að ári og fær örugga greiðslu frá Knattspyrnusambandi Evrópu, sem er á bilinu 100.000 til 140.000 svissneskir frankar (um 4,150 millj. ÍSK til 5,810 millj. ÍSK). Þar ofan á bætist hugsanleg sala sjón- varpsréttar, sem getur gefið nokkrar milljónir í aðra hönd hveiju sinni. Áður var draumur íslenskra liða að dragast gegn þekktari liðum í 1. umferð til að fá sem flesta áhorfendur, en nú skiptir árangur öllu — tekjumar aukast eftir því sem liðið kemst lengra áfram í keppni. Reynsluleys- iðerkostur - segirGunnarGíslason, þjálfari KA „ÉG lít á reynsluleysi okkar í bikarúrslitaleikjum sem plús,“ sagði Gunnar Gíslason þjálfari KA i samtali við Morgunblaðið. „Menn vita auðvitað um hvað málið snýst þó fæstir hafi upp- lifað þetta áður. Alla hefur dreymt um þetta og reynslu- leysið gerir það að verkum að við gefum meira í leikinn." Qunnar sagði að það segði sína sögu um styrkleika Valsliðs- ins að það væri að leika í fjórða skipti á fímm árum til úrslita í bik- arkeppninni. „Við erum minnimátt- ar í öllu tali í kringum þennan leik, og það er hið besta mál,“ sagði Gunnar. Hann sagði að Akureyringar væru mjög áhugasamir um leikinn og myndu eflaust fjölmenna á Laugardalsvöllinn. Hann sagði að þeir mjmdu leggja sig alla fram um að ná bikamum norður, ekki síst til þess að verða á undan Þórsurum til að sigra í bikarkeppninni. „Við vorum á undan Þórsuram að vinna íslandsbikarinn og ætlum að verða á undan þeim að krælqa í þennan. Þeim er velkomið að taka Islands- bikarinn núna, og þá Mjólkurbikar- inn næsta ár,“ sagði Gunnar. Bróðir Gunnars, Alfreð, þjálfar handknattleikslið félagsins, og sagði Gunnar að það væri sérstakt metnaðarmál hjá sér að „vera á undan Alla bróður að vinna titil fyrir KA.“ Gunnar sagði að þegar í leikinn væri komið væri það hungrið í sig- ur sem myndi ráða því hvert bikar- inn færi. „Það lið sem ætlar sér meira vinnur þennan leik,“ sagði Gunnar. Þjálfari: Liðstjóri: Varamenn: Árni Þór Freysteinsson Gunnar Gíslason Hinrik Þórhallsson Eggert Sigmundsson Gauti Laxdal Halldór Kristinsson ívar Bjarklind Birgir Arnarson Pavel Vandas Þjálfari: Liðstjóri: Varamenn: |8pr0i«uMfiðt& PállV. Gíslason Orn Viðar Ámason Árni Herm sson Baldur Bragason Antony Karl Gregory Ingi Bjöm Albertsson Ólafur Magnússon Sævar Þór Gylfason Gunnlaugur Einarsson Hörður Már Magnússon Sigurbjöm Hreiðarsson Jón S. Helgason Ágúst Gylfason EinarPáll Tómasson Steinar Adolfsson Gunnar Már Másson Salih Porca Ormarr Örlygsson Amljótur Davíðsson Izudin Dervic 'f> Sævar Jónsson Mjólkurbikarkeppnin- Urslit 1992

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.