Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992 31 21.00 Vinsældalisti götunnar. Hlustendur velja og kynna uppáhaldslögin sín. 22.10 Landið og miðin. Umsjón: Gyða Dröfn Tryggvadóttir. (Úrvali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt.) 0.10 l háttinn. Gyða Dröfn Tryggvadóttir leikur Ijúfa kvöldtónlist. 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morg- uns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. (Endurtekinn þáttur.) 2.00 Fréttir. Páttur Svavars heldur áfram. 3.00 Næturtónar. 3.30 Glefsur. Úr dægurmálaúwarpi mánudagsins. 4.00 Næturlög. 4.30 Veðuriregnir. Næturlögin halda áfram. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 5.05 Landið og miðin. Umsjón: Gyða Dröfn Tryggvadóttir. (Endurtekið úrval frá kvöldinu áð- ur-l 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Morguntónar. Ljúf lög I morgunsárið. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 8.10-8.30 og 18.35-19.00. Útvarp Norðurland. AÐALSTOÐIN FM 90,9 / 103,2 7.00 Morgunútvarpið. Guðmundur Benediktsson. 9.05 Maddama, kerling, fröken, frú. Katrin Snæ- hólm Baldursdóttir. Heimilið og fjármálaráðgjöf. 10.03 Morgunútvarpið, frh. Kl. 11.30 Radíus. 12.09 Með hádegismatnum. 12.30 Aðalportið. Flóamarkaður. 13.05 Hjólin snúast. Umsjón Jón Atli Jónasson og SigmarGuðmundsson. Radiuskl. 14.30 og 18. 18.05 Maddama, kerling, fröken, frú. Endurtekinn. 19.05 Islandsdeildin. 20.00 i sæluvimu. Umsjón Sigurgeir Guðlaugsson. 22.00 Blármánudagur. Blúsþáttur. PéturTyrfingss. 24.00 Útvarp frá Radio Luxemborg til morguns. Fréttir kl. 8, 10, 11,13,14, 15, 16 og á ensku kl. 9, 12, 17 og 19. BYLGJAN FM 98,9 7.05 Morgunútvarp. Sigursteinn Másson. 9.05 Tveir með öllu. Jón Axel Ólafsson og Gunn- laugur Helgason. 12.15 Rokk og rólegheit. Anna Björk Birgisdóttir. Iþróttafréttir kl. 13.00. 14.00 Rokk og rólegheit. Sigurður Hlöðversson. 16.05 Reykjavík síðdegis. HallgrimurThorsteinsson og Steingrímur Ólafsson. 18.00 Það er komið sumar. Bjarni DagurJónsson. 19.00 Flóamarkaður Bylgjunnar. 19.19 Fréttir frá'Stöð 2. 20.00 Kristófer Helgason leikur óskalög. 23.00 Bjartar nætur. Eria Friðgeirsdóttir. 3.00 Næturvaktin. Tónlist til kl. 7. Fréttir á heila tímanum frá kl. 7 til kl. 18. j BROS FM 96,7 7.00 Ellert Grétarsson og Halldór Levi Bjömsson. 9.00 Hegla Sigrún Harðardóttir. 12.00 Hádegistónar. Kl. 13. Fréttir. 13.05 Kristján Jóhannsson. 16.00 Siðdegis á Suðurnesjum. Ragnar Örn Péturs- son. Fréftayfiriit og iþróttafréttir frá kl. 16.30. 18.00 Svanhildur Eiriksdóttir. 20.00 Sigurþór Þórarinsson. 23.00 Rúnar Róbertsson. 01.00 Næturtónar. FM957 FM 95,7 7.00 í morgunsárið. Sverrir Hreiðarsson. 9.00 Morgunþáttur. Jóhann Jóhannsson. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Valdis Gunnarsdóttir. Tónlist og getr’aunir. 15.00 ívar Guðmundsson. Stafaruglið. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Gullsafnið. Ragnar Bjarnason. 19.00 Halldór Backman. Kvöldmatartónlistin. 22.00 Ragnar Már Vilhjálmsson. 1.05 Haraldur Jóhannsson. 5.00 Náttfari. I HUÓÐBYLGJAN Akureyri FM 101,8 17.00-18.00 Pálmi Guðmundsson. Fréttirfrá frétta- stofu Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 18.00. STJARNAN FM 102,2 7.00 Morgunútvarp. Guðmundur Jónsson. 9.00 Guðrún Gísladóttir. 13.00 Óli Haukur. 17.00 Kristinn Alfreðsson. 19.00 Kvölddagskrá í umsjón Rikka E. 19.05 Ævintýraferð í Ódyssey. 20.00 B.R. Hicks prédikar. 20.45 Richard Perinchief prédikar. 22.00 Fræðsluþáttur. Umsjón: Dr. James Dobson. 24.00 Dagskrárlok. Bænastund kl. 9.30,13.30,17.30,22.45 og 23.50. Bænalínan er opin kl. 7-24. SÓLIN FM 100,6 7.00 Morgunþáttur. Jóhannes Ágúst Stefánsson. 10.00 Jóhannes Birgir Skúlason. 13.00 Hulda Tómasíná Skjaldardóttir. 17.00 Steinn Kári Ragnarsson. 19.00 Elsa Jensdóttir. 21.00 Vigfús Magnússon. 1.00 Næturdagskrá. Art Malik í hlutverki Charles Sobhraj Það var hið illa sem heillaði mig í KVIKMYNDINNI I skugga höggormsins, sem sýnd var í Sjón- varpinu fyrir stuttu fór breski leikarinn Art Malik með hlutverk fjöldamorðingjans Charles Sobhraj. Hann segist hafa þegið hlut- verkið vegna þess að það hafi þýtt alveg nýja leiktúlkun, m.a. algjöra andstöðu við hlutverkin sem hann lék í kvikmyndinni Passage to India og sjónvarpsþáttunum Jewel In The Crown, en þar leikur hann yfirleitt geðfelldar persónur. Það sem heillaði Art einna mest við hlutverk- ið, að hans sögn, var til- raunin til að tæla áhof- rendur með hinu illa. í viðtali nefndi hann einnig, hversu heill- andi væri að gæla við þá hugmynd, hvað hefði getað orðið úr Charles Sobhraj hefði hann notað hæfileika sina til góðs í stað ills. Art Malik eyddi nokkr- um vikum í að kynna sér allt sem hann fann um Charles Sobhraj til að hafi alls ekki haft áhyggjur af vera fær um að túlka hann á sem að verða of tengdur persónunni mest sannfærandi hátt. í kjölfarið eða hinu illa. „Eg held ekki að fór hann meðal annars á nám- eiginkona mín hafi haft áhyggjur skeið í karate og frönsku. „Það af því að ég gengi frá börnunum var aldrei um að ræða að ég mínum,“ er haft eftir honum. gæti orðið nákvæm eftirlíking af Art Malik hefur oft leikið á Charles Sobhraj,“ sagði Art Malik sviði, m.a. í Rómó og Júlíu, Equus í viðtali. „Þess vegna vildi ég fá og Aliens, en helst er að íslend- innsýn í karate. Með því móti gat ingar hafi séð hann í sakamála- ég gert eitthvað á nákvæmlega þáttunum um rannsóknarlög- sama hátt og hann, eins og hvem- reglumanninn Bergerac. ig hann stendur og notar hendurn- Art fæddist í Pakistan, en flutti ar þegar hann er að byggja sig til Englands þriggja ára gamall, upp. Það eru þannig áherslur sem þar sem faðir hans starfaði sem geta gert reginmuninn á túlkun augnskurðlæknir. Art er kvæntur persónunnar." leikkonunni Ginu Rowe og eiga Art heldur því fram að hann þau tvær ungar dætur. Art Malik fæddist í Pakistan, en fluttist til Eng- lands þriggja ára gamall. FRÖNSKU LAMPARNIR 5 «2 i o. FALLEG HÖNNUN MARGAR GERÐIR leOauphin HEKLA FRANCE LAUGAVEG1174 S 695500/695550 Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Börnin fara í friði Kennari var að ljúka sumar- skóla fyrir útlendinga um ísland og íslenska tungu: Nokkrar spumingar að lokum? Tvennt reyndist enn illskiljanlegt: 1. Hvað em öll þessi drukknu börn að gera í miðbæ Reykjavíkur? 2. Hvað em allir þessir rosalegu fjallabílar að gera á götum borg- arinnar? Ekki auðsvarað. Þeirri síðari þó eflaust með því að íslendingar séu svo ríkir að þeir geti átt svona leikföng og látið þau svelgja bens- ínið í daglegri innan- bæjarkeyrslu. Spum- ingin um dmkknu börnin líklega erfiðari. Kannski dugar að segja að i augum heimafólks sé slíkt ástand stálpaðra krakka bara svona. Sjáum viðteknar úti- skemmtanir um versl- unarmannahelgi, þar sem ein stærsta hátíð- in byrjar á „Húkkara- balli“, sem forráða- maður útskýrði í út- varpi í fyrra þannig að borgi sig að para allt liðið saman strax. Það verði þá viðráðan- legra. Er ekki orð dágsins hagræðing? Minnir á þjóðlega sveitasiði þegar komið er að fengitíma og hleypt til. Nú mannfólkinu. Samkvæmt nýjum reglum átti að fylgja aug- lýsingum að bömum væri bann- aður aðgangur að þessu, en því var ekki ansað. Semsagt, þessi hagræðing var líka ætluð stálp- uðum börnum. Útlendingum þykir þetta viðhorf æði merki- legt. Botna ekkert í hvað svona mörg stálpuð böm em að gera drukkin í miðbænum? Ætli svar- ið sé ekki í raun: Af því að þau eru látin í friði. í nýrri staðfestri könnun kem- ur í Ijós að yngri bömin em líka í ríkum mæli látin í friði. Stærst- ur hluti 9 ára bama er einn heima tímunum saman undan og eftir skóla, hvað þá stærri börnin. Jafnvel litlu eldri að gæta og bera ábyrgð á enn yngri börnum. Þá er komið á daginn að íslendingar eru með einna hæsta slysatíðni á börnum. Börn í umferðarslysum á íslandi era óhugnanlega mörg. Þetta er að koma í ljós, eins og svo margt annað í íslensku þjóðlífi, fyrir samanburð við önnur lönd í könnunum. Fólk hrekkur við, spyr: Eru íslendingar ekki svo góðir við börnin sín og hugsa vel um þau? - án þess að velta nokkuð fyrir sér hvað í slíku felst. Þar til samanburðurinn blasir við. Þetta verður eins og sjokkmeðferð. Það góða við hana er að umræðan fer af stað í leit að meini og úrbótum. Lyklaböm hefur lengi verið viðurkennt heiti á íslandi án sérstakra viðbragða. Nú em Iíka komin plastpokabörn. Börnin sem koma að plastpoka með nesti á hurðarhúninum heima hjá sér. Ekki hleypt inn svo þau fari ekki inn með krakkaskar- ann. Þetta er til í okkar samfé- lagi. Engu síður en börnin sem er hleypt af stað i skólann án þess að borða vott né þurrt. Litlu börnin em látin í friði og verða að stóram börnum í friði. Málið er hið skrýtnasta. ís- lendingar vilja nefnilega endi- lega eiga fleiri börn en aðrar Evrópuþjóðir og fleiri en þeir hafa tíma til að sinna. Fæðingar- talan hér mun hærri en annars staðar í Evrópu. Nær fæðinga- tölum í þróunarlöndunum, þar sem við háan barnadauða þarf að eiga fyrir vanhöldum. Og fólk kann ekki eða hefur ekki efni á að segja stopp. Veit ekki að á pilluöld koma börn ekki bara í heiminn eins og hjá henni Steinu undir Steinahlíðum, án þess hún vissi nokkuð hvað var að gerast. Einhvem veginn virð- ist ákvörðun um að eiga börn ekki hafa tengst hér kröfunni um að þau þurfi tíma. Mannanna börn em það ófullkomari en flest önnur afkvæmi að þau verða mun seinna sjálfbjarga í lífinu. Ekki náttúmð til að setja fljót- lega á gras til að bjarga sér. Er svo voðalegt, ef fólk ákveð- ur og lætur verða af því að eign- ast bam, að gefa því forgangs- tíma í svona 15 ár af 80 ára líf- tíma kvenna og 76 ára líftíma karla - hvernig sem tæknilegri útfærslu á umhugsun og um- hyggju verður fyrir komið. Falin öðrum eða leyst af hendi með t.d. dálítið breyttum lífsháttum? í 50 ára afmælisriti Úrvals er úrvalsgrein „Hvernig vilja börn að pabbar séu?“ Þar segir m.a.: „Hann þarf að gefa sér. tíma fyrir barnið. Það dýrmæt- asta, sem faðir getur gefið börn- um sínum, er ást og tími... Skýr- ustu minningar barna um föður sinn eru einfaldlega þær þar sem hann er nálægur," segir sálfræð- ingurinn Guarendis í samræmi við víðtæka könnun. Sumt af því sem þeim er minnisstæðast tengist þannig daglegu lífi fjöl- skyldunnar. Einnig: Hann þarf að setja baminu takmörk. For- eldrar sem veigra sér við að beita aga, gleyma því að bömin hafa sinn ákveðna skilning á frelsi og aga. Krakkar fyrirlíta kennara sem geta ekki haldið uppi aga, hefur hann eftir ungri telpu. Bömum líði ekki vel nema einhverjar hömlur séu settar á hegðun þeirra. Þetta sé svipað og með barn sem situr á stól úti á miðju gólfi í dimmu, ókunnu herbergi. Það er ekki fyrr en barnið hefur fundið veggina, takmörk herbergisins, sem það áræðir að kanna umhverfið, óttalaust og fullt eftirvæntingar. Ps. En allir geta reiknað vit- laust. Það gerði Gámhöfundur sl. sunnudag. Sló af fyrirhyggju- leysi inn á tölvuna og fékk svar- ið 25. Það er hækkun á tékka- hefti úr 200 í 250 krónur á skömmum tíma í tveimur áföng- um. Hljóp svo á sig með því að setja 25 krónur á blaðið í heftinu í stað hækkunar um 25%. Það er víst betra að kenna heilræðin en halda þau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.