Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 32
wgtmfrlafrft Hraðori póstsendingar milli landshluta PÓSTUR 06 SlMl MORGVNBLAÐW, AÐALSTRÆTl 0, 101 REYKJAVÍK SlMl 691100, SÍMBRÉF 69118/, PÓSTHÖLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Kranabíll fastur á brú yfír Jökulsá Jökuldalur. KRANABÍLL ók út á brúna yfir Jökulsá á Dal á föstudag með krana í vinnslustöðu. Við það rakst kranabóman upp í yfir- bygginguna á brúnni þannig að bíllinn festist. Sökum þessa lokaðist brúin og ekki var búið að opna hana aftur um hádegisbil á laugardag. Ekki er ljóst hvað skemmdirnar á brúnni eru miklar en þær verða metnar þegar búið er að losa bílinn. Eftir að bíllinn festist fór öku- maður hans á næsta bæ, Brú á Jökuldal, sem er í um 200 metra fjarlægð. Þar óskaði hann aðstoð- ar lögreglu. Er hann kom aftur að brúnni hafði hún sigið, en brú- in var byggð 1953 og endurbyggð og hækkuð fyrir tæplega 20 árum síðan. Sökum þess hve brúin var sigin þorði ökumaðurinn ekki að hreyfa við bílnum fyrr en lagt hefði verið mat á hvort brúin þyldi það eða ekki. Verkfræðingur frá Vegagerð- inni hélt austur á föstudagskvöld, en jafnvel var þá talið að það væri vörubíllinn sem héldi brúnni uppi* -Sig.Að. -------------- Stuðlafoss seldur til S-Ameríku SAMNINGAR um sölu á Stuðla- fossi, skipi Eimskipafélagsins, til Guyana í S-Ameríku eru á lokastigi. Söluverð skipsins er tæpar 70 milljónir króna og gert er ráð fyrir því að skipið verði afhent nýjum eigendum í lok september. Stuðlafoss hefur verið í strand- siglingum hér við land. Að sögn Þorkels Sigurlaugssonar, fram- kvæmdastjóra hjá Eimskipafélag- inu, er nú verið að endurskipu- leggja strandsiglingarnar og er sala Stuðlafoss liður í þeirlri endur- ►skipulagningu. Stuðlafoss getur flutt 50 gáma og auk þess 500 tonn af frystri vöru og lausavöru í lest, en í tillög- um að endurskipulagi strandsigl- inganna er gert ráð fyrir skipi sem flutt getur 150 gáma. Þorkell Sig- urlaugsson segir að í athugun sé að annað hvort taka á leigu eða kaupa skip til þessara flutninga. Það skip á að fara svokallaðar pendúlferðir eins og Stuðlafoss hefur gert að undanfömu, þannig að skipið fer annars vegar frá -Hafnarfirði á sunnudögum vestur um land og aðra ferð á miðviku- dögum austur um land. Reykjafoss sem flutt getur 300 gámaeiningar mun sigla áfram eftir óbreyttri áætlun vestur og norður um land. Með þessu fyrirkomulagi er hægt að anna strandflutningum með tveimur skipum í stað þriggja áð- ur. Auk þess áformar Eimskipafé- lagið að auka landflutninga. > ^ Morgunblaðið/Kristinn HALFNAÐ ER VERK ÞA HAFIÐ ER Fjölmennt í fangaklefum í Keflavík MIKIL ölvun var í Keflavík að- faranótt laugardagsins og þurfti lögreglan að hafa af- skipti af fjölda manna. Að sögn lögreglunnar voru fanga- geymslurnar í bænum nánast tvísetnar og þurfti að flylja fólk í fangageymslur bæði til Grindavíkur og á Keflavíkur- flugvöll. Alls voru fjórir teknir vegna ölvunar við akstur, töluverður fjöldi vegna ölvunar og óspekta á almannafæri og eitt fíkniefnamis- ferli er í rannsókn. Samkvæmt upplýsingum frá Karli Hermanns- syni aðstoðaryfirlögregluþjóni er þar um að ræða neyslu á hassi en hann vildi ekki tjá sig nánar um málið þar sem rannsókn þess er ekki lokið. Alls gistu 14 manns fanga- geymslurnar í Keflavík um nótt- ina, tveir voru fluttir til geymslu í Grindavík og einn á Keflavíkur- flugvöll. -----♦ ♦ ♦--- Listaháskól- inn fær Slát- urfélagshúsið ÓLAFUR G. Einarsson, mennta- málaráðherra, hefur ákveðið að hús Sláturfélags Suðurlands á Laugarnesi í Reykjavík, verði tekið undir starfsemi Listahá- skóla íslands. Um tíma var uppi sú hugmynd að Þjóðminjasafn íslands fengi húsið til afnota og Listaháskólinn fengi í staðinn hús safnsins við Suðurgötu. Að sögn Knúts Halls- sonar, ráðuneytisstjóra, hefur nú endanlega verið ákveðið að Lista- háskólinn fái inni í Sláturfélags- húsinu. Hugmyndir ræddar í atvinnumálanefnd um tillögur Byggðastofnunar Heimalöndun og kvótakaup skilyrði fyrir styrkveitingu ÁSMUNDUR Stefánsson forseti ASÍ segir að ef tillögur Byggðastofnun- ar um styrki til útgerðarfyrirtækja vegna kvótaskerðingar eigi að koma að gagni til að styrkja atvinnulíf í byggðarlögum sem verst verða úti verði að setja tvö skilyrði fyrir útgjöldunum. Annars vegar að eng- in útgerð geti sótt um styrk nema hún landi til vinnslu a.m.k. sama hlutfalli af afla á komandi kvótaári og hún gerði á því kvótaári sem nú er að ljúka og í öðru lagi verði styrkur því aðeins veittur að hann sé notaður til að afla viðbótarkvóta sem gangi allur til vinnslu í landi. Ásmundur segir að þetta sé meðal þeirra hugmynda sem rætt sé um í atvinnumálanefndinni sem komið var á fót í kjölfar síðustu kjarasamn- inga. Þó endanlegar tiliögur liggi ekki fyrir hafi verið fjallað um hvern- ig taka megi á fyrirsjáanlegum atvinnuvanda og hins vegar hvað megi gera til að treysta atvinnuuppbyggingu til lengri tima. Ásm'undur sagði að einnig væru uppi feikn um aukið atvinnuleysi í þjónustugreinum, iðnaði og ekki síst við framkvæmdir. Gera verði ráðstaf- anir til að auka framkvæmdir og megi þá bæði auka vegaframkvæmd- ir og viðhaldsframkvæmdir á vegum hins opinbera, sem standist miklar arðsemiskröfur, og geti þess vegna réttlætt erlendar lántökur. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir að ríkisstjómin háfi fjall- að um atvinnumálin í tengsíum við gerð fjárlaga og í viðræðum við aðila vinnumarkaðarins í atvinnumála- nefndinni. „Ríkisstjóminni er ljóst hver þáttur hennar er í þessu máli en hins vegar viljum við varast að gripið sé til óraunsærra skammtíma- aðgerða sem geta fest óarðbæran atvinnurekstur í sessi og viljum frek- ar beina sjónum okkar að stuðningi sem getur tryggt atvinnu og skapað ný atvinnutækifæri til lengri tíma Iitið,“ sagði hann. Friðrik segir spár um aukið at- vinnuleysi hljóta að beina athyglinni að reglum um Atvinnuleysistrygg- ingasjóð, um fjármögnun hans, út- hlutunarreglur, sem þurfi að nýtast þeim best sem á þurfa að halda, og loks að hugmyndum um hvort nota eigi sjóðinn til atvinnusköpunar. Hann segir stjómvöld og aðila vinnu- markaðarins þurfa að ræða þetta mál ofan í kjölinn og að heilbrigðis- ráðherra, sem fer með málefni sjóðs- ins, hafi þegar látið hefja slíka athug- un á hlutverki hans. Sighvatur Björg- vinsson heilbrigðisráðherra staðfesti að Atvinnuleysistryggingasjóður væri til skoðunar en vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um málið. Friðrik sagði að spá Þjóðhags- stofnunar um atvinnuleysi á næsta ári væri nokkuð lægri en spá VSÍ eða innan við 4% og sagði að við fjár- lagagerð ríkisstjórnarinnar væri nú miðað við að atvinnuleysi á næsta ári geti orðið um 3,5%. Sú tala kynni þó að breytast þar til ijárlög verða samþykkt í desember. Ásmundur sagði að staðið hefði til að endurskoða reglur Atvinnuleys- istryggingasjóðs en sú vinna væri ekki hafin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.