Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 191. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 25. AGUST 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fellibylurinn Andrés skilur eftir sig slóð eyðileggingar í suðurhluta Flórida r~*rrr..."—’T— Reuter. Gífurlegur vindkraftur Einna mest tjón á Flórida af völdum fellibylsins Andrésar varð í syðri hverfum borgarinnar Miami. Þar fauk meðal annars þessi tíu metra langa vöruflutningabifreið upp á þak byggingar. Eignaljón talið •• nema morgum milljörðum dala Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. TAXJÐ er að fellibylurinn Andrés, sem gekk inn yfir strönd Flórída í gærmorgnn skammt frá borginni Homestead um 25 mílur suður af Miami hafi orðið fjórum mönnum að bana. Urðu tveir þeirra undir trjám sem féllu og einn varð undir húsþaki. Eignatjón á Flórida er gífurlegt vegna fellibylsins, þök fuku af fjölmörgum húsum, rafmagns- línur slitnuðu, bifreiðar þeyttust um í vindhviðunum, tré rifnuðu upp með rótum og loka varð flugvöllunum í Miami og Fort Lauderdale. Tjónið er talið nema mörgum milljörðum dollara. George Bush Banda- ríkjaforseti lýsti því yfir að þijú héruð Flórída væru náttúruhamfara- svæði og lofaði fjárhagslegri aðstoð frá Bandaríkjastjórn. Á tveimur til þremur tímum fór fellibylurinn yfir Flórídaskagann og út í Mexíkóflóa. Sérfræðingar telja líklegast að þar taki hann norðlæga stefnu, safni kröftum á ný og lendi á strönd Louisiana-ríkis árla mið- vikudags, líklega milli New Orleans og Lake Charles. Fellibylurinn skall á Flórídaströnd nokkru sunnar en búist var við. Því réði að mestu háþrýstisvæði út af Kanaveralhöfða, sem lokaði honum leið með ströndinni til norðurs. Mest tjón varð í syðstu hverfum Miami, borgunum Kendall, Home- Friðarviðræðurnar um Mið-Austurlönd hefjast á ný í Washington ísraelar boða tilslakan- ir varðandi Gólanhæðir Washington, Jerúsalcm. Reuter. FULLTRÚAR sendinefnda arabaríkjanna jafnt sem ísraels voru mjög jákvæðir að loknum fyrsta fundi er friðarviðræðurnar um Mið-Austur- lönd hófust á ný í Washington í gær. „Við urðum greinilega varir við breyttan stíl og breyttar áherslur," sagði Mouwafaq al-Allaf, for- maður sendinefndar Sýrlands, við blaðamenn. Þetta er fyrsti fundur aðilanna eftir að ný ríkisstjórn Yitzhaks Rabins tók við völdum í Isra- el og hafa ísraelar boðað að þeir hyggist leggja fram nýjar tillögur um sjálfstjórn Palestinumanna á hernumdu svæðunum og hvernig leysa megi deiluna við Sýrland um Gólanhæðir í þessari umferð við- ræðnánna. ísraelar lögðu fram skriflega yfir- lýsingu og tillögu að dagskrárliðum á fundinum í gær. Ekki hefur verið greint opinberlega frá því hvað felst í tillögum þeirra en samningamaður Jórdana sagði þær hafa verið ,já- kvæðari en fyrri tillögur“. Joseph Sneider, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði Bandaríkjastjóm telja að nú væri möguleiki á að ná fram „raunveru- legum friði“. Hann gat þess einnig sérstaklega að James Baker, sem fyrr í mánuðinum lét af störfum utanríkisráðherra til að stjórna kosningabaráttu George Bush for- seta, yrði áfram viðloðandi viðræð- urnar. Mest selda dagblað ísraels, Yedi- oth Ahronoth, hélt því í gær fram að yfirsamningamaður ísraela hefði fengið umboð til að tilkynna að ísra- elar féllust á samþykkt Sameinuðu þjóðanna númer 242 að öllu leyti, en hún kveður á um að þeir eigi að láta af hendi þau svæði sem hernumin voru í sexdagastríðinu árið 1967. Fyrri ríkisstjóm landsins, undir forsæti Yitzhaks Shamirs, krafðist þess að Gólanhæðir yrðu undanskildar. Skömmu áður en fundir hófust í Washington í gær greindi Rabin frá því að stjórn hans hygðist leysa um átta hundruð arabíska fanga úr haldi og að einhveijum hömlum yrði létt af þeim Palestínumönnum sem búa á hernumdu svæðunum. Þá var tilkynnt að ákvörðun fyrri ríkis- stjómar ixm að vísa ellefu Palestínu- mönnum úr landi hefði verið aftur- kölluð. „ísraelar em að reyna að bæta andrúmsloftið. Þetta em hins vegar ekki eftirgjafir. Þetta eru mjög tak- markaðar aðgerðir og því verða við- brögð araba einnig mjög takmörk- uð,“ sagði Elias Freij, einn fulltrúa Palestínumanna og borgarstjóri Betlehems. Shítar með Saddam Reuter Bandaríkjamenn eru að sögn embættismanna reiðubúnir að láta bann við að stjórn Saddams Husseins íraksforseta noti flugvélar í baráttu sinni gegn uppreisnarmönnum af trúflokki Shíta í suðurhluta landsins taka gildi í vikunni. Er líklegt að tillögur um hvernig framfylgja megi banninu verði kynntar í dag eða á morgun. Það eina sem stjórnarerind- rekar segja tefja fyrir að flugbanninu verði komið á er hik nokkurra ríkisstjórna arabaríkja við Persaflóa. Á myndinni má sjá hóp íraskra shíta koma saman í borginni al-Huweizah til að lýsa yfir stuðningi við Saddam. Vestrænum blaðamönnum var sérstaklega leyft að koma til borgarinnar til geta fylgst með þeim viðburði. stead og nyrst á Keys-eyjunum. Á margra ferkílómetra svæði í syðri úthverfum Miami var"nánast hvert einasta hús meira og minna skemmt. í Cutler Ridge, skammt fyrir norðan Homestead eyðilagðist mikil versl- unarmiðstöð að mestu. Fór þakið af og hluti veggja og allar rúður. íbúða- hverfið í kring er sem ijúkandi rúst, hús hrunin eða að hruni komin, flest þaklaus, rúðulaus o.s.frv. Um milljón manns var látin yfir- gefa heimili sín í Miami af öryggis- ástæðum. Nokkuð bar á því að hópar fólks legðu leið sína í mannlausar verslanir og kæmu út með fangið fullt af illa fengnum vamingi. í borginni Homestead er tjónið gífurlegt. Borgarstjórinn þar sagði sjónvarpsmönnum með tárin í aug- unum, að það hefði tekið 12 ár að byggja upp þessa borg og nú hefði hún að mestu leyti verið lögð í rúst. Víða í Miami, Miami Beach, og ekki síst Coral Gables var eignartjón mjög mikið. Rúður í verslunum brotnuðu eða sviptust í fölsum. Bátar vora víða á götum uppi eða bryggj- um, húsvagnar höfðu fokið um eins og hráviði og allt það fólk sem þar bjó er nú heimilislaust. Fellibylurinn gerði minni usla á vesturströnd Flórídaskaga, en hann gekk yfir Neaples og var síðdegis kominn langt út á Mexíkóflóa. Vindhraðinn í fellibylnum varð mestur um 270 kílómetrar á klukku- stund. Lán í óláninu var hversu sunn- arlega hann bar að landi og hversu hratt hann gekk yfir. Sjá nánar bls. 24 ♦ ♦ ♦ Dollarinn lækkarenn Lundúnum. Reuter. GENGI dollarsins gagnvart þýska markinu hélt áfram að lækka í gær þrátt fyrir að vestrænir seðla- bankar keyptu dollar til að hækka gengi hans. I fyrstu höfðu kaupin engin áhrif á gengið og í gær komst það í fyrsta skipti niður fyrir 1,40 mörk, eða 1,3985. Þegar evrópskum mörkuðum var lokað í gær var dollarinn skráður á 1,4060 mörk. ” Sterlingspundið lækkaði einnig og gengi þess gagnvart markinu hefur aldrei verið jafnlágt frá því Bretar gengu í Evrópska gengissamstarfið (ERM) fyrir tæpum tveimur árum. Hækki pundið ekki aftur næstu daga er talið að breska stjórnin neyðist til að hækka vexti, sem yrði pólitískt áfall fyrir hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.