Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992 Great Icelandic Water * Islenskt vatn sett á markað 1 Kaliforníu Gengi bréfa 1,90-2,10 Kanadadollarar GREAT Icelandic Water Corgoration, sem er í meirihlutaeign Smjörlíkis-Sólar hf. og Vestur-íslendingsins Gunnars J. Helgason- ar, hefur hafíð sölu á vatni í Kaliforniu, sem er stærsti einstaki markaðurinn innan Bandaríkjanna. Einnig er hafinn útflutningur á vatni til Bermúda-eyja á vegum fyrirtækisins. Er hlutabréf í Great Icelandic Water voru fyrst seld á almennum hlutaQ'ármarkaði 20. maí sl. var gengi þeirra 1,15 Kanadadollar. Að sögn Gunnars H. Helgasonar, sem er framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, er gengi þeirra nú á bil- inu 1,90-2,10 Kanadadollarar. „Við erum rétt að byija á Kali- fomíumarkaði, en líklega munum við selja þangað einn gám á viku til að byija með, en síðan 2-3 gáma á viku. Kalifomía er líklega stærsti markaðurinn innan Bandaríkj- anna. Við höfum fram að þessu forðast þann markað vegna þess að íslenskir aðilar gátu ekki annað Jóhann Magnús Eiríksson. Fórstí Markarfljóti MAÐURINN sem fórst í Markarfljóti síðdegis sl. föstudag hét Jóhann Magnús Eiríksson. Hann var fæddur 2. júlí árið 1920 og var til heimilis að Hlíðarhvammi 12 I Kópavogi. Jóhann var ógift- ur en lætur eftir sig einn uppkominn son. eftirspuminni. Það er verið að leysa þann vanda með nýrri átöpp- unarstöð og aukatækjum. Það eru vatnaskil í sögu Great Icelandic Water að geta annað eftirspurn á Kalifomíumarkað," sagði Gunnar Helgason. Hann sagði að vatnið væri selt í 0,75 lítra flöskum í Kalifomíu, en ástæða þess er einkum sú að fyrirtækið getur ekki framleitt nægilega margar dósir fyrir þenn- an markað. Fyrir flöskuna fást 1,59 Bandaríkjadollarar, eða rúm- ar 82 íslenskar krónur. „Þegar markaður fyrir stórar flöskur er tryggður í Kalifomíu höfum við í hyggju að setja 0,35 lítra flöskur á markaðinn, líklega snemma á næsta ári,“ sagði Gunnar. Reiknað er með að að 1-2 gám- ar af vatni seljist á Bermúda á mánuði. Gunnar sagði að markaðir Great Icelandic Water lofuðu allir góðu og stefna fyrirtækisins væri að þróa þá hægt svo það yrði ekki háð einum markaði öðrum fremur. „Við teljum að vörar frá íslandi eigi skilið þá viðurkenningu að vera af hæsta gæðaflokki," sagði Gunnar. Davíð Scheving Thorsteinsson, forstjóri Smjörlíkis-Sólar hf. og stjómarmaður í Great Icelandic Water Corporation, segir að geng- islækkun dollarans leiði til þess að auka verði framleiðslu á Banda- ríkjamarkað um 6% til þess að rekstur fyrirtækisins á þeim mark- aði standi í stað, þar sem ekki væri hægt að hækka verð á vör- unni. Davíð sagði að fyrirtæki hans væri alltaf að auka vöramagnið á Bandaríkjamarkaði og svigrúm væri til að auka það enn frekar. Það góða við gengislækkun dollar- ans væri að langtímaskuldir fyrir- tækisins væra einnig í dolluram. Einnig lækkaði sá hluti hráefnis- kostnaðarins sem væri í dolluram. „Það sem skiptir alltaf höfuðmáli hins vegar er reksturinn, en ekki efnahagsreikningurinn," sagði Davíð. Valt og hafnaði Maður slasaðist eftir að bíll sem hann ók valt á Mosfellsheiði og hafnaði á hvolfi í Leirvogsá á sunnu- dag. Meiðsli mannsins voru ekki talin lífshættuleg en hann mun hafa misst vald beygju með fyrrgreindum stórskemmdur. Morgunblaðið/Ingvar í bílnum í krappri afleiðingum. Bíllinn er Stj órnarandstaðan gagnrýnir EES-samninginn á þingi Stj órnar skráin hindrar samþykkt samningsins - segir Steingrímur Hermannsson FULLTRÚAR stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi gagnrýndu samn- inginn um EES og málsmeðferð íslenskra stjórnvalda á Alþingi í gær. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins sagði ekki hægft að samþykkja samninginn eins og hann stæði gagnvart stjórnar- skránni jafnvel þótt menn kynnu að vera efnislega sammála honum. Steingrímur sagði ljóst, að margt varpað skýrara ljósi á stjórnarskrár- þátt málsins. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins sagði að ut- anríkisráðherra og ráðherrar ríkis- stjómar treystu sér ekki til að tryggja að stjómarskráin væri haldin og treystu ekki heldur þjóðinni til að segja hug sinn í þessu máli. í áliti svonefndrar ijórmenninga- nefndar, sem skilað var í júní um stöðu samningsins gagnvart stjórn- arskránni, væri stórlega vafasamt. Hins vegar hefðu lögfræðiálit Björns Þ. Guðmundssonar prófessors í stjómlagarétti og dr. Guðmundar Alfreðssonar stjómlagafræðings Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þing- maður Kvennalista sagði að hvorki EES né EB væru nauðsynleg for- senda þess að hingað leiti erlendir íjárfestar og íslendingar gætu sem best laðað þá hingað ef fyrir hendi væri stöðugleiki í efnahagslífi og arðvænlegir fjárfestingarmöguleik- ar. Sjá frásögn á bls. 32. ♦ ♦ Ólympíumótið í brids ísland í fjórða sæti ÍSLENSKA liðið vann alla þrjá leiki sína á Ólympíumótinu í bríds í gær og er í 4. sæti í sínum riðli eftir 6. umferðir af 29 í undan- keppni mótsins. Fjórar efstu þjóð- Sauðfjárbændur ræða viðbrögð við samdrætti í sölu Raddir uppi um að leggja núverandi kerfi niður irnar i riðlinum komast áfram í úrslitakeppnina. ísland vann Barbados 18-12 í 4. umferð mótsins. Liðið bætti síðan um betur í 5. og 6. umferð og fékk fullt hús stiga úr báðum leikjunum. Vann fyrst Tyrkland, 25-5, og síðan Nýja Sjáland, 25-3, en Nýsjálending- ar eru í hópi sterkari bridsþjóða. í riðli íslands eru Hollendingar efstir með 128 stig, Svíar hafa 125 stig, Bandaríkjamenn 123 stig og íslendingar 120 stig. í hinum riðlinum hafa Bretar for- ustuna með 123 stig. Sjá brídsþátt bls. 10. Skákþing íslands Helgi hefur náð forustu HELGI Ólafsson er einn efstur á skákþingi íslands eftir sigur á Þresti Ámasyni í 7. umferð í gær- kvöldi. Helgi er með 6 vinninga en Margeir Pétursson er í 2. sæti með 5V2 vinning eftir jafntefli við Björn Frey Björasson. 1 þriðja sæti er Haukur Angantýsson með 5 vinninga en hann gerði jafntefli við Árna Ármann Áraason í gær. Öðrum skákum 7. umferðar lauk þannig að Þröstur Þórhallsson vann Jón Áma Jónsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Sævar Bjamason gerðu jafntefli og sömuleiðis Róbert Harðarson og Jón G. Viðarsson. Áttunda umferð í landsliðsflokki á skákþingi íslands verður tefld í dag í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfírði og hefst klukkan 17. SAUÐFJÁRBÆNDUR horfa fram á aukinn niðurskurð og samdrátt ef þróuninni verður ekki snúið við. Arnór Karlsson, formaður Lands- samtaka sauðfjárbænda, segir að aðalfundur samtakanna, sem hófst á Flúðum í gær, muni fjalla um ákaflega vítt svið, allt frá verði á aðföngum tO sauðfjárbúskaparins til markaðssetningar afurðanna. Með nýjum búvörasamningi hafa útflutningsbætur á dilkakjöt verið afnumdar og sala á lambakjöti á innanlandsmarkaði hefur enn dreg- ist saman. Meðal þess sem sauðfjár- bændur ræða á fundinum á Flúðum eru viðbrögð við þessu. Raddir eru uppi meðal bænda um að taka kjöt- söluna í eigin hendur, en það kom greinilega fram í máli margra fund- armanna að þeim þykja milliliðir og söluaðilar fá of mikið í sinn vasa við dreifingu sauðíjárafurðanna. Að sögn Amórs Karlssonar liggja ekki fyrir neinar útfærðar hug- myndir um hvaða hátt bændur myndu hafa á sölu kjötsins ef þeir önnuðust hana sjálfír. Hvað útflutninginn varðar er verið að undirbúa samstarf yið af- urðastöðvar um útflutning á dilka- kjöti sem er umfram greiðslumark. Amór Karlsson segir að ekki sé fyrirsjáanlegt að bændur fái fullt framleiðslukostnaðarverð fyrir út- flutt kjöt, en nú kostar í kringum 400 krónur að framleiða hvert kíló af lambakjöti. Fundinn á Flúðum situr 31 full- trúi auk 5 manna stjómar Lands- samtakanna, en í þeim era í kring- um 1.400 bændur í 22 félögum. Arnór Karlsson segir að fundar- menn séu einhuga um að ná betri kjöram með áherslu á hagræðingu í sauðfjárbúskapnum og betri mark- aðssetningu. Hitt geti verið að menn greini nokkuð á um leiðir til þess að ná þessu marki. Meðal þeirra leiða sem nefndar eru er að leggja allt núverandi kerfi í sauðíj árbúskapnum niður og er Gunnar Einarsson bóndi á Daða- stöðum á Melrakkasléttu helsti boð- beri þeirrar stefnu, en hann segir að það hafí sýnt sig að það sé mjög hæpið fyrir bændur að treysta á opinbera styrki í starfsgrein sinni. Auk umræðna um stefnu í sauð- fjárræktinni og markaðsmál vora í gær flutt fjögur erindi á fundinum á Flúðum. Jón Viðar Jónmundsson sagði frá fyrirhugaðri fjárhúsbygg- ingu á Hesti, fjallað var um sam- starf bænda og sláturleyfíshafa, Katrín Olga Jóhannesdóttir, fram- kvæmdastjóri samstarfshóps um sölu á lambakjöti fjallaði um sölu- og markaðsmál og Valdimar Ein- arsson ráðunautur talaði ’um verð á gæram. Fundinum verður fram haldið í dag. Nýsjálenskir fjár- hundar fluttir inn GUNNAR Einarsson, fjárbóndi á Daðastöðum á Melrakkasléttu, hefur flutt til landsins hund og tík af nýsjálensku fjárhunda- kyni. Hundarnir eru nú í sóttkví í Hrísey en þegar þeir losna þaðan eftir um það bil tvo mánuði hyggst Gunnar hefja ræktun á þessu hundakyni. Gunnar segir að hann hafi flutt hundana inn öðrum þræði til gam- ans. „Mig langaði til að prófa þá við smalamennsku hér áður en al- gerlega verður gengið af sauðfjár- búskapnum dauðum," bætir hann við. Að sögn Gunnars er jafnsjálf- sagt fyrir fjárbónda að hafa góðan hund og smið að hafa hamar. Gunnar hefur áður ræktað hér fjárhunda af landamæracollie- kyni, en að sögn hans hefur nýsj lenska kynið það fram yfír colli hundana að þeir nýsjálensku geli Auk þess liggur það í eðli nýsj lensku hundanna að þeir líta kindur sem hóp sem þeir legg sig fram við að halda saman í st þess að kljúfa. Gunnar segir æskilegt sé fyrir stóran fjárbón að hafa einn nýsjálenskan hu: og tvo Iandamæracollie-hunda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.