Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992 Fjórir laumufarþegar um borð í Laxfossi Vildu komast áfram vestur til Kanada LAUMUFARÞEGARNIR fjórir sem gáfu sig fram un. borð í Lax- fossi sl. sunnudag höfðu hafst við á millidekki skipsins á fimm daga siglingu þess milli Belgíu, Hollands, Englands og Islands. Þeir höfðu gert sér þar bæli ofan á kapalrúllum. Þeir komu um borð í skipið í Antwerpen í Belgíu og höfðu hug á að komast til Kanada. Þar sem ekkert kanadískt skip var í höfninni í Antwerpen ákváðu þeir að fara til íslands með von um að komast þaðan til Kanada. Mennimir kváðust hafa starfað í þýsku borgunum Niirnberg og Ehrlange í 2-3 ár. Emn þeirra hafði þó verið skemur í Þýskalandi. Þeim var vísað úr landi og fóm þá vegabréfslausir til Belgíu. Þar vora þeir handteknir við landamærin og sátu í fangelsi í 30 daga. Sex dög- um síðar, aðfaranótt sl. miðviku- dags, kváðust þeir hafa laumast um borð í Laxfoss. Eftir fimm daga vist við kapalrúllur á millidekki skipsins með litlar vistir, gáfu þeir sig síðan fram um kl. 16 sl. sunnu- dag. Tveir þeirra höfðu þjáðst af sjóveiki allan tímann. ' „Við voram hungraðir og kaldir. Við höfðum aðeins einn lítra hver af vatni og örlítið brauð. Það var kait og ekkert eftir af mat svo við gáfum okkur fram. Okkur var gefið að borða og við fengum að þvo okkur. Allir vora mjög vingjamlegir við okkur. íslendingar eru ekki kaldlyndir eins og Þjóðveijar,“ sagði Marton Zoltali, 27 ára, sem hafði orð fyrir þeim félögum. Dey frekar hér en að fara aftur til Evrópu „Það verður einhver að hjálpa okkur. Ég fleygi mér frekar í sjóinn og dey hér en að fara aftur til Evrópu, því þaðan verð ég sendur aftur til Rúmeníu. Þar eru vanda- málin svo geigvænleg. Ég var of- sóttur í Rúmeníu af pólitískum ástæðum og þjóðernisástæðum. Ég fæddist í Rúmeníu en foreldrar mínir era Ungveijar og ég tala ungversku," sagði Zoltali. Hann sagði að þeim félögum hefði verið tjáð að þeir gætu verið á íslandi án þess að hafa vegabréf. „Rúmenskur maður sagði mér að hér gætum við sett okkur í sam- band við kanadíska sendiráðið og að sendiherrann gæti aðstoðað okk- ur,“ sagði Zoltali. Þess má geta að Kanada hefur ekki sendiráð á ís- landi heldur ræðismann. Við erum ekki nógu góðir fyrir Evrópu „Ég skil ekki hvers vegna við getum ekki verið hér á íslandi. Við VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 25. JULI YFIRLIT: Um 500 km suður af landinu er víðáttumikil 989 mb lægð sem þokast austur en heldur vaxandi 1.025 mb hæð yfir Grænlandi. SPÁ: Norðan- og norðaustan kaldi eða stinningskaldi norðan og vestan- lands, en hægari vindur austanlands. Þokusúld við norðurströndina og rigning eða súld austanlands, en skýjað með köflum í Öðrum landshlut- um. Hiti 7-12 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Norðanátt og smám sam- an kólnandi veður. Súld með köflum norðan- og austanlands en bjart- víðri sunnan- og vestanlands. Svarsími Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjaö r r r * / * r r * r r r r r * r Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjaö v ^ y Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstetnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig Súld Þoka 4ig.| 4 FÆRÐA VEGUM: m. u.so.-gær) Allir helstu vegir um landið eru nú greiðfærir. Vegna skemmda verður brúin á Jökulsá á Dal, við Brú á Efri-Jökuldal, lokuð bílaumferð um ófyrir- sjáanlegan tíma. Brú yfir Norðfjárðará hefur nú verið opnuð fyrir umferð smærri bíla en stórum bílum er fært á vaði. Fjallabílum er fært um flest- ar leiðir á hálendinu. Athygli má þó vekja á því að vegur um sunnanverð- an Sprengisand er orðinn mjög grófur og seinlegur yfirferðar. Ferðalang- ar eru hvattir til þess að leita sér nánari upplýsinga um færð áður en lagt er af stað í langferð til þess að forðast tafir vegna framkvæmda. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilfnu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri 10 akýjað Reykjavik_______12 skýjað Bergen 14 skýjað Helsinki 13 rigníning Kaupmannahöfn 18 léttskýjað Narssarssuaq 8 léttskýjað Nuuk vantar Óaló 18 akýjað Stokkhólmur 17 skýjað Þórshöfn vantar Algarve 33 skýjað Amsterdam 18 skýjað Barcelona 28 lénskýjað Berlín 20 skúr Chicago 21 þokumóða Feneyjar 29 heiðskírt Frankfurt 18 skýjað Glasgow 16 skýjað Hamborg 6 aisícýjað London 17 skýjað LosAngeles 18 þokumóða Lúxemborg 17 súld Madrid 33 heiðskírt Malaga 31 léttskýjað léttskýjað Maliorca 32 Montreal 18 léttskýjað NewYork 22 mlstur Oriando vantar Parfs 23 skýjað Madeira vantar Rém 28 heiðskírt Vín 26 skýjað Washington 19 þokumóða Winnipeg 9 súld IDAG kl. 12.00 Helmlld: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.16 í gœr) Laumufarþeg- arnir um borð í Laxfossi, frá hægri: Craciun Marin, 39 ára, Marton Zoltali, 27 ára, Isfali Nicolae, 25 ára og Lomotó Adrioin, 24ára. Morgunblaðið/Kristinn Þarna höfðust laumufarþegarnir við á fimm daga siglingu frá Belgíu til íslands. eram heiðvirðir menn. Við viljum aðeins vinna og vera fijálsir." Zoltali sagði að þeir félagar hefðu allir, að einum undanskildum, haft vegabréf í Þýskalandi en þau hefðu verið í vörslu þýsku lögreglunnar. Hann sagði að lögreglan hefði neit- að að afhenda það og skipað honum að fara úr landi. Isfali Nicolae, 25 ára, kvaðst hafa týnt sínu vega- bréfi á landamærum Rúmeníu og Ungveijalands. Craciun Marin, 39 ára, á eiginkonu og fjölskyldu í Rúmeníu sem hann hefur ekki séð í þijú ár. Hann kvaðst þó síst af öllu vilja snúa aftur til föðurlands- ins. Zoltali sagði að venjulega öðluð- ust menn réttindi til að dvelja áfram í löndum Evrópu eftir svo langa veru, en í Þýskalandi hafi þeim verið tjáð að nú yrðu þeir að snúa aftur til Rúmeníu. „Svo margt ungt fólk í Þýskalandi, Frakklandi og Belgíu vill' ekki vinna og stundar drykkju og svall. Þetta fólk er nógu gott fyrir Evrópu en það eram við ekki.“ Laumufarþegarnir áftur ta Antwerpen Allar hafnir Evrópu fullar af flóttamönnum ALLT bendir til þess að Rúmenarnir fjórir, sem gerðust laumufarþeg- ar um borð í Laxfossi, verði fluttir aftur til Antwerpen. Þó verður þeim gefinn kostur á að afla sér upplýsinga hjá kanadíska konsúlat- inu hér á landi, en þeir hugðust sækja um landvistarleyfi í Kanada. Engilbert Engilbertsson skipsljóri á Laxfossi segir að allar hafnir í Evrópu séu fullar af flóttamönnum. Jóhann Jóhannssori hjá Útlend- ingaeftirlitinu sagði að laumufar- þegamir yrðu væntanlega fluttir aftur til Antwerpen með Laxfossi. „Það er venjan allstaðar að laumu- farþegum er synjað um landgöngu. Við ætlum að gefa þeim tækifæri til að nálgast einhveijar upplýs- ingar og verðum þeim innan handar með það, því það vakti fyrir þeim,“ sagði Jóhann. Hann sagði að mennimir hefðu verið vegabréfslausir, en með gögn sem sýndu dvöl þeirra í Belgíu. Hann kvaðst því ekki telja að belg- ísk stjórnvöld myndu neita að taka við mönnunum. „Þeir era ekki komnir inn í neitt annað land og þar með er viðtökuskylda ennþá á Belgum," sagði Jóhann. Mennirnir fóra ólöglega inn í Belgíu frá Þýska- landi og kvaðst Jóhann ekki telja það breyta neinu gagnvart íslensk- um stjómvöldum. Belgísk stjórn- völd gætu hins vegar átt kröfu gagnvart einhveijum öðrum aðila. Engilbert Engilbertsson, skip- stjóri á Laxfossi, sagði að Éimskip væri ábyrgt fyrir því að flytja menn- ina aftur til þess staðar þar sem þeir komu um borð í Laxfoss, þ.e. Antwerpen. „Við fóram í gegnum tvö lönd önnur, Holland og Eng- land, í millitíðinni. Hvað ef Belgar segja að þeir hafi ekki komið um borð í skipið í Antwerpen? Þeir geta háldið því fram. Við vitum ekkert hvemig framhaldið verður. Þeir vora þó með einhveija pappíra sem sanna að þeir vora í Belgíu,“ sagði Engilbert. „Þeir sögðu mér í gær [fyrradag] að þeir hefðu ætlað með kanadísku skipi. Rúmenarnir lásu skipaskrá sem segir til um komur skipa til hafna. Þeir höfðu misst af kana- dísku skipi, en vita það þó að ísland er nær Kanada en Belgía. Mennirn- ir vildu komast áleiðis og hafa þá trú að þeir komist til Kanada,“ sagði Engilbert. Hann sagði að mennirnir væru í gæslu um borð í skipinu og hann væri ábyrgur fyrir þeim. Hann hef- ur verið skipstjóri á Laxfossi í eitt ár, en starfað hjá Eimskip í 35 ár. Harm hefur ekki áður lent í því að hafa laumufarþega um borð í sínu skipi. „Allar hafnir í Evrópu, sér- staklega í Antwerpen, era fullar af svona fólki. Ef við tækjum á þessu máli með einhverri linkind og það spyrðist út þá myndi þetta fólk flæða yfir okkur,“ sagði Engilbert. -----» ♦ ♦---- Skagstrend- ingur á verð- bréfaþingið HLUTABRÉF Skagstrendings hf voru skráð á Verðbréfaþingi ís- lands a föstudag og hefur skráð- um hlutafélögum á þinginu því fjölgað úr 2 í 10 á þessu ári. Skagstrendingur er fyrsta sjáv- arútvegsfyrirtækið, sem skráð er á Verðbréfaþingi. Önnur hlutafélög sem skráð era á Verðbréfaþingi íslands eru: Auð- lind, Flugleiðir, Hlutabréfasjóður VIB, Islenski hlutabréfasjóðurinn, Olíuverslun íslands, Fjárfestingar- félag Islands, Eimskipafélag ís- lands, Hlutabréfasjóðurinn og Mar- el.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.