Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 14
L 14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. AGUST 1992 Nokkur orð um löggjafarvald- ið og gerð milliríkj asamninga BOSCH Sértilboð GBH 2/20 RLW Höggborvél „SDS Plus" með ryksugu. Þreplaus hraðastllling afturábak og áfram. 500 W. Aukahlutir: Vinkildrif, meitil- stykki, meitlar. Höggborvél „SDS Plus". Þreplaus hraðastilling afturábak og áfram. 500 W. G\ Gunnar Ásgeirsson hf. Borgartún 24 Sími: 626080 Fax: 629980 Umboðsm9nn um land allt Fyrri hluti eftirLúðvík Ingvarsson Um gerð eins milliríkjasamnings Á þessu ári hefir verið linnulaus upinber umræða um gerð milliríkja- samninga, meðal annars um þá þrö- skulda, sem e.t.v. þarf að stíga yfir, ef gera á slíka samninga í samræmi við íslensku stjórnarskrána. Tilefni þessarar umræðu er auðvitað fyrir- hugaður EES-samningur. Samtímis þessari umræðu og litlu fyrr en hún hófst hafa skoilið á ís- lendingum afleiðingar millirílija- samnings, sem þeir gerðust aðilar að fyrir tæpum fjörutíu árum. Til þessa samnings er ýmis vitnað sem Evrópuráðssamnings eða Evrópu- samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, en venjulega mun hann kallaður Mannréttindasáttmáli Evrópu. Sáttmálinn var saminn á vegum Evrópuráðsins og munu ís- lensk stjórnvöld hafa haft harla lítil áhrif á gerð hans, efni eða orðfæri. Hann var fyrst undirritaður í Róm fyrir íslands hönd hinn 4. nóvember 1950 en fullgildingarskjal af hálfu íslands var afhent 29. júní 1953. Sumt af því, sem gerðist á íslandi varðandi þennan samning á milli fyrrgreindra tveggja dagsetninga, má ráða af útdrætti úr dómi Hæsta- réttar íslands í málinu nr. 120/1989, sem hér fer á eftir: „III. (kafli úr hæstaréttardóminum). Á árinu 1953 var fullgiltur fyrir ísland Evrópuráðssamningur um verndun mannréttinda og mann- frelsis'sbr. auglýsingu nr. 11/1954. Er hann oftast nefndur Mannrétt- indasáttmáli Evrópu. Segir meðal annars í 6. gr. 1. mgr. sáttmálans: „Nú leikur vafi á um réttindi þegna og skyldur eða hann er borinn sökum um glæpsamlegt athæfi, og skal hann þá njóta réttlátrar og opinberrar rannsóknar innan hæfi- legs tíma yfir óháðum, óhlutdræg- um, lögmæltum dómstóli...“ Ríkis- stjórnin leitaði fyrst eftir samþykki T annlæknastofa mín er opin aftur á Linnetsstíg 3, Hafnarfirði, sími 50470. Ólafur P. Stephensen, tannlæknir. Nýjar fatasendingar Silkifatnaöur og ýAj ullarfatnaður, nýir fataprýði litir, góðar stœrðir. BORGARKRINGLUNNI, 1. HÆÐ, SÍMI 32347 Alþingis til að gerast fyrir íslands hönd aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu haustið 1951, en málið varð ekki útrætt á því þingi. Það var þó tekið til umræðu og var ræðumaður aðeins einn, þáverandi dómsmála- ráðherra, Bjarni Benediktsson. i ræðu sinni sagði hann meðal annars: „Um þau réttindi, sem hér eru talin, er það í stuttu máli að segja, að í öllu þvi, sem nokkru máli skipt- ir, þá eru þau réttindi nú þegar bein- línis veitt borgurunum berum orðum í íslenskri löggjöf og að nokkru leyti í sjálfri stj.skr. eða þá, að það eru slík grundvallarréttindi, að þau eru talin felast í meginreglum íslenskra laga, jafnvel þó að ekki sé berum orðum fram tekið. Þess vegna má segja, að 1. kafli þessa samnings sé hér á landi engin nýjung, því að þar eru talin upp þau réttindi, sem borg- ararnir hafa þegar notið og talin eru sjáifsagður þáttur í verndun ís- lenskra borgara gegn ofurvaldi ríkis- valdsins eða ásælni af annarra hálfu." (Alþingistíðindi 1951, D 239-240.) Af þessu verður ráðið, að ríkis- stjórnin taldi, þegar Mannréttinda- sáttmálinn var fullgiltur, að íslensk- ar réttarreglur væru í samræmi við hann, eins og sáttmálinn þá var skýrður. Eftir þetta hafa mörg ákvæði hans verið nánar skýrð við meðferð kærumála hjá Mannrétt- indanefnd og Mannréttindadómstóli Evópu ...“ (Hér endar tilvitnun.) Þess er ekki getið í hæstaréttar- dóminum, með hveijum hætti var leitað samþykkis Alþings á Mann- réttindasáttmálanum. I 21. gr. stjórnarskrár íslendinga er sagt, að suma samninga við önnur ríki geti forseti íslands ekki gert nema sam- þykki Alþingis komi til. í greininni er þess ekki getið, á hvern hátt Al- þingi skuli tjá samþykki sitt. Hugs- anlegt er, að stundum nægi þingsá- lyktun. í öðrum tilfellum kann að þurfa að samþykkja samninginn sem lög. Ef í milliríkjasamningi felast skuldbindingar eða fyrirmæli, sem stríða gegn ákvæðum stjórnarskrár- innar, þarf að samþykkja samning- inn á Alþingi eins og breytingu á stjórnarskránni eða viðauka við hana. Samþykki Alþingis á því, að ís- land gerðist aðili að Mannréttinda- sáttmála Evrópu, var gefið í formi þingsályktunar. Nú er komið á dag- inn og verður ekki um það villst, að með samningsgerðinni var á tvennan hátt brotið gegn ákvæðum stjórnar- skrárinnar. í sáttmálanum er erlendum dóm- stóli veitt æðsta dómsvald um ís- lensk málefni-á tijteknu sviði, þar sem Hæstiréttur íslands var áður æðsta dómstig. Að nokkru leyti sannaðist þetta, þegar Mannréttindanefndin, sem starfar samkvæmt þessum sáttmála, ákvað 9. sept. 1989 að leggja mál Jóns Kristinssonar fyrir Mannrétt- indadómstólinn. Síðar sannaðist það í dómi Mannréttindadómstólsins í máli Þorgeirs Þorgeirssonar gegn ríkisstjórn íslands, sem gekk fyrr á þessu ári. Nú hafa fjórir sérfræðingar sagt í álitsgerð dagsettri 6. júlí 1992, að ísland hafi um langt skeið viður- kennt lögsögu Mannréttindadóm- stóls Evrópu í Strassborg og þarf þá væntanlega ekki lengur vitnanna við um, hvaða vald Mannréttinda- Lúðvík Ingvarsson „Samþykki Alþingis á því, að ísland gerðist aðili að Mannréttinda- sáttmála Evrópu, var gefið í formi þings- ályktunar. Nó er komið á daginn og verður ekki um það villst, að með samningsgerðinni var á tvennan hátt brotið gegn ákvæðum stjórn- arskrárinnar.“ sáttfnálinn áskilur Mannréttinda- dómstólnum. Að framan var sagt, að Alþingi hefði samþykkt gildistöku Mannrétt- indasáttmálans með þingsályktun. í 59. gr. stjórnarskrárinnar segir: „Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögurn." Eins og að framan var lýst, liggur { augum uppi, að Mannréttindasátt- málinn felur í sér skipun dómsvalds yfir íslenskum málefnum á tilteknu réttarsviði. Ef á annað borð hefði verið leyfilegt að sámþykkja hann þrátt fyrir ákvæði 2. gr. stjórnar- skrárinnar, hefði átt að gera það með lögum en ekki þingsályktun. Það var ekki gert. Því var samþykki Alþingis ófullnægjandi aðferð við fullgildingu sáttmálans, sem stríddi gegn 59. gr. stjórnarskrárinnar. Þess sjást merki, að þeim, sem mikið hampa þessum samningi og starfa samkvæmt honum, er þetta ljóst, þó að þá skorti einurð til að viðurkenna það. Má sýna fram á þetta, ef því verður mótmælt. Eins og víða hefir verið bent á að undanförnu, segir í 2. gr. stjórn- arskrárinnar m.a.: „Dómendur fara með dómsvald- ið.“ Þetta orðalag er ófullkomið. Með hliðsjón af allri umræðu um frelsi og fullveldi íslands, sem fór á undan setningu stjórnarskrárinnar 1920, hefir þessi setning verið skilin eins og þar stæði: „Islenskir dómstólar fara með dómsvaldið." Að því er virðist eru nú ekki born- ar brigður á þessa skýringu á grein- inni. Jafnvel sérfræðingarnir fjórir minnast ekki á í áliti sínu, að í ákvæði annarrar greinarinnar um dómsvaldið geti falist heimild til að fela erlendum dómstólum þetta vald. Hafa þeir þó velt því fyrir sér, hvort ekki mætti skilja orð þessarar sömu greinar um framkvæmdavaldið, svo að í þeim sé einnig átt við alþjóðlega stofnanir, þegar talað er um stjórn- völd. í því efni komast þeir þó að spaklegri niðurstöðu: „Við lögskýringar verður oft (sic!) að taka þann kost, sem öruggur er og af þeim sökum teljuni við ekki unnt að byggja niðurstöðu okkar varðandi framkvæmdavaldið og 2. gr. stjórnarskrárinnar á því, að á grundvelli hennar megi fela alþjóða- stofnun framkvæmdavald í ótil- teknum mæli.“ ’ Frá upphafi bar Mannréttinda- sáttmáli Evrópu það með sér, að í honum fólst afsal ríkisvalds, þ.e. dómsvalds á því réttarsviði, sem hann fjallar um. Má til dæmis um þetta benda á 49., 52. og 53. gr. sáttmálans. Hann geymir reyndar llka ákvæði, sem fela í sér, að erlent stjórnvald er að nokkru leyti sett yfir íslenska handhafa löggjaf- arvalds og framkvæmdavalds, sbr. 32. gr. f hæstaréttardóminum, sem vitn- að er til fyrr I þessari grein, segja dómendur, að af ræðu dómsmálaráð- herrans verði ráðið, að ríkisstjórnin hafi talið, að Mannréttindasáttmáli Evrópuráðsins hafi verið í samræmi við íslensk lög, þegar hann var gerð- ur, en eftir það hafi mörg ákvæði hans verið nánar skýrð við meðferð kærumála. Óþarfi er að bendla ríkisstjórnina við þetta álit. Ræða dómsmálaráð- herrans ber aðeins vott um álit hans sjálfs. Hann fór með þetta mál fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og algerlega er óvíst, að aðrir ráðherrar hafi kynnt sér ítarlega efni sáttmálans og jafnóvíst er, hvort þeir hafa tekið nokkra sjálfstæða afstöðu til þess, hvernig ákvæði sáttmálans kæmu við stjórnarskrána eða íslensk lög. Dómsmálaráðherrann hefir ekki veitt því athygli, að ákvæði sáttmál- ans gátu rekist á lögboðna meðferð opinberra mála I héraði, nefnilega, að sama yfirvald rannsakaði brota- mál og dæmdi I þeim. Ef honum hefði verið ljós þessi árekstur sátt- málans og laganna, hefði hann strax átt að beita sér fyrir aðskilnaði rann- sóknarskyldunnar og dómsvaldsins. Það gerði hann ekki. Það liðu meira en 35 ár, þangað til gerðar voru ráðstafanir til þessa aðskilnaðar og þá I ofboði, þegar til þess kom. Þegar rædd var á Alþingi þings- ályktunartillaga um aðild að Mann- réttindasáttmálanum, bar aldrei á góma, svo að séð verði, að mannrétt- indadómstólljnn væri settur yfír Hæstarétt íslands. Þetta gegnir nokkurri furðu, þar sem á Alþingi fjallaði um málið svo lærður og glöggskyggn maður, sem þáverandi dómsmálaráðherra var. En ýmsir munu hafa komið auga á þetta síðar en þó löngu áður en hófust mála- ferli Þorgeirs Þorgeirssonar gegn íslenska ríkinu, sem Mannréttinda- dómstóllinn dæmdi I á þessu ári. Mörgum rmln finnast, að aðild að Mannréttindasáttmála Evrópuráðs- ins, hafi hingað til aðeins leitt gott af sér fyrir íslendinga, þrátt fyrir það, að aðildin hefir aldrei verið sam- þykkt á Alþingi með. löglegum hætti. Af þessu mega þeir, sem þykir aðild- ÚTSALA 20-50% afsláttur >>5°?s?lív/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.