Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 16
TÍ6 '■WhT^rftlé. ------------------- RÆSTIVAGNAR Dit rœstivagninn er iéttur og mebfœriiegur meb tveimur fötum. Alltaf er skúrab meb hreinu vatni þar sem sápuvatn og skolvatn er abskilib i tveimur 13 lítra fötum. MULTIPRESS SYSTEM ® pressan vindur moppuna 95% og ekki þarf ab taka hana af til ab vinda hana. Dit 226 %/Stœrb: 78x39x88 %/Þyngd: 10 kg. ✓ Rúllupressa %/2 fötu kerfi %/47 cm. moppa %/Moppa, moppugrind og alskaft, abeins 900 gr. á þyngd. DIT vagnarnir eru sérstaklega hannabir til ab draga úr atvinnu- sjúkdómum sem fylgja rœstingum, svo sem vöbvabólgum. Þeireru einnig sérstaklega húbabir til ab varna ofnœmi fyrir nikkel. SKIPTIMARKAÐUR Á RÆSTIVÖGNUM Þekking - Úrvol ■ Þjónusta REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2 - Sími: 91- 685554 Andmæli við óhróðri Alþýðublaðsins eftir Einar Laxness Undirritaður, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Bókaútgáfu Menning- arsjóðs, hefur kosið að láta allt það moldviðri, af ýmsum toga spunnið, sem þyrlað hefur verið upp um Menningarsjóð á liðnum mánuðum, lönd og leið. Ég hef ekki talið eðli- legt sem starfsmaður útgáfustjórn- arinnar, þ.e. Menntamálaráðs, að eiga í blaðadeilum vegna útgáfunn- ar, meðan átökin um Menntamála- ráð hafa staðið. Hef ég þó ailan fyrirvara á um það af minni hálfu, að ekki kunni að verða fjallað um bókaútgáfu ríkisins á málefnalegan hátt, ef svo sýndist. Hins vegar er ekki því að leyna, að ég hef verið að vænta þess, að eitthvað af því góða fólki, sem stýrt hefur þessari útgáfu á liðnum árum, kosið af Al- þingi, myndi á ritvelli rísa upp til varnar henni, þegar að henni er sótt. Ekki endilega til að beijast fyrir nauðsyn þess, að ríkið sjálft haldi áfram að gefa út bækur, heldur miklu fremur til að minna á það jákvæða menningarstarf, sem hefur verið unnið af þessari útgáfu um langa hríð, - þrátt fyrir allt skulum við segja því af nógu er að taka í þeim efnum, ef sanngimi er sýnd. Tilefni skrifa minna nú er eftirfar- andi: Fyrir nokkrum dögum, 14. ágúst, endurprentaði Morgunblaðið upp úr Alþýðublaðinu 12. ágúst leið- ara, undirritaðan IM, sem er uppfull- ur af óhróðri, vægast sagt, um Bóka- útgáfu Menningarsjóðs. Það er miklu alvarlegra mál, þegar út- breiddasta blað landsins endurprent- ar athugasemdalaust rakalausan óhróður um menn og stofnanir, en ef þau skrif hefðu aðeins birzt í litlu blaði, sem fáir líta augum. í Alþýðublaðinu 12. ágúst segir m.a.: „Útgáfufélag sem er í höndum ríkisins og pólitískra varðhunda flokkakerfísins er ekki beinlínis til þess fallið að gefa út veglegar bæk- ur. .. .Ef íslendingar eiga að telja sig menningarþjóð, bókaþjóð, verður hið opinbera að styðja slíka útgáfu þ.e. menningarverk ýmiss konar, slíkur styrkur er hluti af menningar- hefð okkar og siðmenningu. Menn- ingarsjóður hefur síður en svo staðið undir því nafni. Þessi bókaútgáfa ríkisins hefur verið háð duttlungum einstakra stjórnarmanna og forráða- manna þess. Nokkrar merkar bækur hafa vissulega séð dagsins ljós eins og íslenska orðabókin og íslenskir sjávarhættir og nokkur önnur verk en meginhluti útgáfunnar hlýtur að orka tvímælis sem ríkisútgefin menningar- og fræðiverk. A sama tíma hafa önnur bókaútgáfufyrir- tæki í landinu gefið út mun veglegri og merkilegri verk, alfræðiorðabæk- ur, vísindarit, menningarsöguleg verk, orðabækur og þar fram eftir götunum." Ég hef verið að bíða þess í nokkra daga, að a.m.k. ritstjóri Morgun- blaðsins, Matthías Johannessen, stjómarmaður í Menningarsjóði í 16 ár og formaður Menntamálaráðs í 4 ár (1983-87), svaraði einhveiju Einar Laxness „Það er dæmalaus ósvífni af leiðarahöf- undi Alþýðublaðsins að senda tóninn þeim mennta- og menningar- mönnum, sem á ýmsum tímum hafa stýrt Menn- ingarsjóði um meira en hálfrar aldar skeið, með svo dólgslegum hætti að stimpla þá „pólitíska varðhunda flokkakerfisins“, sem ekki hafa staðið að menningarlegri bóka- útgáfu.“ þeim óhróðri, sem í þessum Alþýðu- blaðsleiðara kemur fram í hans garð og okkar annarra samstarfsmanna hans í Menntamálaráði. Þar sem ekkert slíkt hefur enn gerzt, sé ég mig tilneyddan að benda á nokkur atriði, sem gefa allt aðra mynd af útgáfu Menningarsjóðs en rógskrif- ari Alþýðublaðsins dregur upp. Hann segir, að Menningarsjóður hafi „síð- ur en svo staðið undir nafni“ að vera „hluti af menningarhefð okkar og siðmenningu", - hvorki meira né minna; Enn fremur, að „megin- hluti útgáfunnar“ hljóti „að orka tvímælis sem ríkisútgefm menning- ar- og fræðiverk." Hvar hefur þessi skrifari alið manninn? Hvað segja staðreyndir málsins? Hann nefnir að vísu íslenska orðabók, en þess má geta, að hún hefur verið gefin út í tveimur útgáfum, fyrst 1963, síðan aukin og endurskoðuð 1983, sígild bók handa skólum og almenningi, 1200 bls. rit. íslenskir sjávarhættir eftir Lúðvík Kristjánsson, eru í 5 bindum, á þriðja þúsund bls., ein- stætt stórvirki um þjóðhætti í sjávar- útvegi í þúsund ár. Af öðrum merk- um ritum skal nefna: Kortasaga ís- lands, í tveimur stórum bindum, eft- ir Harald Sigurðsson, Alfræði Menn- ingarsjóðs, vísir að alfræðibók, með efnisþáttum skipt niður á 13 bindi: Hundrað ár í Þjóðminjasafni eftir Kristján Eldjárn, Þingvellir, staðir og leiðir, eftir Björn Th. Björnsson, Ferðabók Gaimards með hinum frægu íslandsmyndum frá 1836, í upphaflegri gerð, Passíusáimarnir, myndskreyttir af Barböru Árnason, Þjóðhátíðin 1974, í 2 bindum, eftir Indriða G. Þorsteinsson, Hafrann- sóknir við ísland, í 2 bindum, eftir Jón Jónsson, fyrrv. forstjóra Haf- annsóknastofnunar, undirstöðurit um hafið og fiskinn, Vatns er þörf eftir Siguijón Rist, undirstöðurit um ár og vötn á íslandi, Manngerðir hellar á íslandi eftir þijá unga fræði- menn, íslensk leiklist, I. bindi, eftir Svein Einarsson, brautryðjendaverk á sínu sviði, íslensk ritskýring, í 4 bindum, eftir Hermann Pálsson, fræðirit um okkar fornu bókmenntir (Njálu, Laxdælu, Hrafnkels sögu, Hávamál), Raftækniorðasafn, í 4 bindum, o.fl., o.fl. Þýdd öndvegisrit hafa sett svip sinn á útgáfuna, t.d. Hómerskviður, Forngrísku leikritin, Kalevala, sagn- fræðirit Durants: Grikkland hið forna, Rómarveldi, Siðaskiptin, í ljósi sögunnar, 7 bindi, Sonnettur Shakespeares, sögur eftir Frans Kafka, Stefan Zweig, Thorkild Han- sen, o.fl. Útgáfa ijóðabóka hefur alitaf ver- ið þáttur í útgáfu Menningarsjóðs: Má þar minna á íslenzk úrvalsrit í 16 heftum, ljóð samtals um 20 skálda, auk ljóða og ljóðaþýðinga ýmissa núlifandi skálda. Samvinna við Bókmenntafræði- stofnun Háskóla íslands hefur leitt til útgáfu fjölmargra öndvegisrita sígildra höfunda. Eru í þeim flokki komin út 10 bindi, nú síðast Sólar- ljóð. Ennfremur hefur fræðiritið Stu- dia Islandica komið árlega út um langan tíma í samvinnu við Bók- menntafræðistofnun (nú alls 49 bindi). í samvinnu við Sagnfræðistofnun Háskólans hefur verið gefín út rit- röðin Sagnfræðirannsóknir í 11 bindum, síðast íslensk togaraútgerð 1945-1970. Ónefndur er enn samstarfsaðili Menningarsjóðs frá árinu 1940, Hið íslenska þjóðvinaféiag, - hið gamla félag Jóns Sigurðssonar, - sem stað- ið hefur eitt að útgáfu ýmissa rita, á síðustu árum m.a. úrvalið úr Bréf- um til Jóns Sigurðssonar og Step- hans G. Stephanssonar, en auk þess með Menningarsjóði útgáfu Alman- aks og tímaritsins Andvara, sem hvorttveggja eiga rætur að rekja til 19. aldar. Margt annarra merkra rita mætti tína til frá fyrri árum, en skal ekki gert hér að sinni. Af þessari upptaln- ingu má þó sjá, hvílíkt öfugmæli það er hjá leiðarahöfundi Alþýðublaðs- ins, þegar hann segir, að „megin- hluti útgáfunnar hlýtur að orka tví- mælis sem ríkisútgefin menningar- og fræðiverk. Á sama tíma hafa HOGCDEYFAR KUPLINGAR SACHS DISKAR Eigum fyrirliggjandi Sachs höggdeyfa, kúplingar og kúplingsdiska í allar helstu tegundir evrópskra og japanskra fólks- og vörubíla. Útvegum alla fáanlegar kúplingar og höggdeyfa með hraði. Það borgar sig að nota það besta. Þekkimg Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 814670 önnur bókaútgáfufyrirtæki í landinu gefið út mun veglegri og merkiiegri verk, alfræðiorðabækur, vísindarit, menningarsöguleg verk, orðabækur og þar fram eftir götunum". Menn- ingarsjóður hefur einmitt lagt sér- staka áherzlu á að gefa út verk af þeirri tegund, sem leiðarahöfundur- inn tilgreinir. Auðvitað er öll bókaútgáfa meira og minna háð „duttlungum" þeirra manna, sem stjórna henni, jafnt einkaútgáfa sem ríkisútgáfa. En það er dæmalaus ósvífni af leiðarahöf- undi Alþýðublaðsins að senda tóninn þeim mennta- og menningarmönn- um, sem á ýmsum tímum hafa stýrt Menningarsjóði um meira en hálfrar aldar skeið, með svo dólgslegum hætti að stimpla þá „pólitíska varð- hunda flokkakerfisins“, sem ekki hafi staðið að menningarlegri bóka- útgáfu. Þessari kveðju er beint til manna eins og Sigurðar Ijlordals, Barða Guðmundssonar, Jónasar Jónssonar, Valtýs Stefánssonar, Vil- hjálms Þ. Gíslasonar, Helga Sæ- mundssonar, Gils Guðmundssonar, Hannesar Péturssonar, Matthíasar Johannessen, Baldvins Tryggvason- ar, Björns Th. Björnssonar, - svo að nokkrir séu nefndir, að öllum öðrum ólöstuðum. Það er hægt að hafa langlundar- geð og sitja þegjandi undir ýmsu, sem skrifað er í dagblöðin, þ.á m. rógskrifum fáséðs blaðs eins og Al- þýðublaðsins, en þegar sjálft Morg- unblaðið fer að útbreiða bullið án nokkurra athugasemda frá mönnum, sem vita betur, þá fer ekki hjá því að manni geti ofboðið og reyni því að bera hönd fyrir höfuð merkrar menningarstofnunar, sem starfað hefur í meira en 60 ár í þágu ís- lenzkrar menningar. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdasljóri Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Aths. ritstj. Hér má taka það fram að með tilvitnunum í Staksteinum eru rit- stjórar Morgunblaðsins síður en svo alltaf að taka undir það sem í tilvitn- uninni segir, heldur á hún einungis að sýna málsmeðferð, enda var ekki tekið undir efnisatriði í fyrrnefndum Alþýðublaðsleiðara. Það er rétt hjá Einari Laxness að Menntamálaráð og Menningarsjóður hafa staðið að ágætum útgáfum og þótt Morgun- blaðið hafi barist gegn þjóðnýtingu og ríkisrekstri eru ritstjórar þess þeirrar skoðunar að þessi gamal- gróna og virðulega stofnun geti enn haft á hendi útgáfur á sérstökum ritum sem nauðsynlegt er að koma á framfæri en aðrir hafa ekki bol- magn til eða áhuga á, svo og efla margvíslegan stuðning við listir í landinu eins og verið hefur. En þá mætti vel hrista upp í stofnuninni og laga hana að breyttum aðstæð- um, svo starfssvið hennar sé skýrt afmarkað. Morgunblaðið hefur ávallt barist fyrir því að hið opin- bera styðji markvisst íslenska menn- ingu og listir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.