Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992 Þingnefnd sakar de Mello um spillingu BRAZILÍSK þingnefnd sakar forseta Brazilíu, Femando Collor de Mello, um meinta spillingu og mútuþægni í skýrslu, sem birt. var í gær. Skýrslan er afrakstur þriggja mánaða rannsókna nefndar- innar og hafa fjölmargir verið yfirheyrðir vegna málsins. Nefndin segir að fýrrverandi gjaldkeri í kosningabaráttu Mellos, Paulo Cesar Farias, hafi skipulagt fjárdrátt og þjófnað á fé úr opinberum sjóðum til að ijármagna kosn- ingabaráttuna. Þá er Farias einnig sakaður um að hafa, í krafti stöðu sinnar, kúgað fé af fjölmörgum einkaaðilum, sem störfuðu í þágu ríkisins. Farias neitar sakargiftunum og de Mello hefur hvað eftir annað rieitað allri vitneskju um gerðir hins fyrrverandi gjaldkera en þeir tveir eru einnig persónulegir vinir. Stjómarandstæðingar segjast ætla að kæra forsetann fyrir valdníðslu á grundvelli skýrsl- unnar. Hingað til hefur Mello neitað að segja af sér vegna málsins. Kosningasvik í Líbanon FORSETI líbanska þingsins, Hussein Husseini, sagði af sér embætti í gær og bað stjóm landsins um að ógilda fyrri umferð þingkosninganna, sem var haldin á sunnudag, vegna víðtæks kosningasvindls. Hus- seini, sem fylgir Sýrlendingum að málum, sakaði Hizbollah- hreyfinguna, sem íranir styðja, um að falsa atkvæða- seðla. Slóvakar slíta viðræðum við Tékka VACLAV Klaus, forsætisráð- herra Tékka, sagði í gær að Slóvakar hefðu slitið viðræð- um á milli þjóðanna um fram- tíð Tékkóslóvakíu. Viðræðun- um var ætlað að skera úr um hvort Tékkar og Slóvakar yrðu í laustengdu ríkjasambandi í framtiðinni og hvaða mála- flokkar yrðu sameiginlegir en fimmti fundur þeirra átti að vera á fimmtudag. Klaus lýsti yfir vonbrigðum sínum með ákvörðun Slóvaka en tékknesk stjómvöld óttast að þeir hygg- ist skera á öll stjómmálaleg tengsl þjóðanna tveggja. Skóg*areldar í Kaliforníu 7.500 manns urðu að flýja heimili sín í norðurhluta Kali- fomíu um helgina vegna mestu skógarelda, sem hafa geisað í ríkinu í fimm ár. Eld- amir kviknuðu í síðustu viku og er talið að þeir hafí valdið eyðileggingu á tugþúsunda hektara svæði. Um 1.800 manns vinna við slökkvistarfið en þrátt fyrir það hefur enn ekki tekist að hefia útbreiðslu stærstu eldanna. Hvassviðri hefur verið í Kalifomíu undan- farna daga en við slíkar að- stæður breiðist eldurinn út með leifturhraða í skóglendi. Þýskaland Breytíng- ar í höfn LEIÐTOGAR þýskra jafnaðar- manna (SPD) og Frjálsra demó- krata (FDP) sögðu um helgina að þeir myndu styðja breytingar á þýsku stjómarskránni, sem stjórnvöld hafa lagt fyrir þingið, með ströngum skilyrðum. Samkvæmt stjórnarskrárbreyt- ingunum verður þýskum stjórnvöld- um í fyrsta sinn frá lokum Síðari heimsstyijaldar heimilað að senda þýskar hersveitir út fyrir vamar- svæði Atlantshafsbandalagsins, til að taka þátt í friðargæslu og hern- aðarverkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Með samþykki flokksleiðtoganna þykir sýnt að frumvarp stjórnarinnar um stjómarskrárbreytingarnar sé í höfn en til að þær öðlist samþykki þarf samþykki 2/3 hluta þingheims. Reuter Óveður í aðsigi Gervihnattamynd af fellibylnum Andrési. Óveðrið kemur utan af Atlantshafi og stefnir á Flórldaskagann (t.v.) Neðst á myndinni er Kúba en fellibylurinn hafði lítil sem engin áhrif þar. Fellibylurinn Andrés veldur miklum usla á Flórída og stefnir á Louisiana íslendingarnir ómeiddir en margir urðu fyrir eignatjóni Plórida. Frá Atla Steinarssyni, fréttarit- ara Morgunblaðsins. ALLMARGIR íslendingár búa í Suður-FIórída, þar sem fellibyl- urinn Andrés merkti sér slóð eyði- leggingar þvert yfír Flórídaskag- ann sl. nótt. Ekki er vitað til þess að nokkur þeirra hafi hlotið lík- amsmeiðsli, en nokkrir urðu fyrir eignatjóni. Fellibylurinn olli millj- arðatjóni og er aðeins lítið brot af eyðileggingunni komið í Ijós, því enn er ófært um ýmis svæði vegna sandhrúga á götum eða fallinna trjáa. Sjónvarpsmenn og fleiri voru að kynna sér ástandið úr þyrlum síðdegis í gær. Þá var enn rafmagnslaust á rifínu sem er næst Atlantshafsströndinni og í byggð í grennd við siglingaleið- ina innan skeija. Rafmagns- skömmtun var komin á. Ef Iitið er til íslensku nýlendunnar í Suður-Flórída varð tjónið líklega mest hjá Nönnu Roberts og fjöl- skyldu hennar. Þar fuku plötur af þaki og fleiri skemmdir urðu á íbúð- arhúsinu, girðingu tók upp og tré féllu á bíla Qölskyldunnar og fleiri skemmdir urðu. Hjá Jónu Ferrante, sem býr í sama hverfí, sem Kendall heitir, varð einn- ig eignatjón er girðing og fleira eyði- lagðist. Báðar máttu þær hrósa happi því fellibylurinn gerði mestan usla í þessu íbúðarhverfi. Þar er nú meira Leið fellibylsins Andnésar TEXAS Houston Galveston en helmingur húsa þaklaus, sum hús eru hálffokin og ónýt og heildarsvip- ur hverfísins eins og sprengja hafí þar fallið. Tvær konur aðrar íslenskar búa á svipuðum slóðum. Ekki hafði náðst til þeirra um sexleytið í gær en talið er víst að þær hafí leitað skjóls hjá vinum eða í neyðarskýlum. Þórir Gröndal, ræðismaður íslands í S-Flórída, taldi ekki ástæðu til að óttast um þær. Hann sagði að um tíma hefði enginn vitað um ferðir íslenzks námsmanns á þessum slóð- um, Magnúsar Helgasonar, en síðar kom í ljós að hann hlýddi fyrirskipun- um, yfirgaf svæðið og gisti í Orlando í nótt. New York. Reuter. „Mia hefur beitt mig ofbeldi og ég hef óvéfengjan- legar . sannanir fyrir því. Ég gæti sagt margt, sem kæmi henni rnjög illa, en ég mun aðeins gera það ef ég neyðist til að bera vitni fyrir Hjá Ingibjörgu Ragnarsdóttur Mohamed og fjölskyldu hennar, sem býr norðar, eða á mótum Dade-sýslu og Broward-sýslu, varð mikið tjón í húsagarði. 16 af 18 pálmattjám sem þar eru rifnuðu upp með rótum. Þar fauk einnig netskýli yfír sundlaug og fleiri skemmdir urðu. Þeir sem norðar bjuggu, t.d. allir í Fort Lauderdale og Pompano Beach, sluppu án tjóns. Á því svæði býr m.a. Björn I. Gunnlaugsson fyrrv. skipstjóri, formaður íslend- ingafélagsins á þessum slóðum. Hús hans er við siglingaleiðina innan skerja. Þar varð ekkert tjón. Þarna býr einnig Þorkell Valdimarsson og fleiri og sluppu þeir án tjóns. Sumir hafa enn ekki fengið að fara heim til sín, því leiðin út á rifíð er enn lokuð, a.m.k. milli Hollywood og suður til Miami Beach. Þar er vegurinn AIA ófær vegna sand- skafla sem sjór hefur skolað yfír rif- ið og skilið eftir á götunni. Ræðismannsskrifstofa íslands er við þessa götu í Hollywood. Þar var yfirvofandi flóðahætta, en flóðbylgj- an varð minni en búist var við. Hús- ið slapp en er umflotið sandi. Margir Íslendingar leituðu öruggs hælis norðar á skaganum. Gistu t.d. sex slíkir hjá undirrituðum í nótt. Soon-Yi, fósturdóttír Miu Farrow Seffir ásakanir móð- ur sinnar fáránlegar SOON-YI Farrow Previn, fósturdóttir leikkonunnar Miu Farrow og ástmær Woody Allen, segir að ofsafengið skap Miu hafí bitnað á upp- eldi barna hennar og að ásakanir á hendur Allen, um kynferðislega misnotkun barna, séu fáránlegar. Reuter. Soon-Yi rétti. Mia hefur ætíð verið örgeðja og átt það til að taka æðisköst, sem hafa skelft okkur bömin," sagði So- on-Yi, hin 21 árs gamla fósturdóttir, sem fæddist í Kóreu, í viðtali við Newsweek. Farrow hefur neitað að tjá sig um ummæli dóttur sinnar að öðru leyti en því, að segja að hún elski Soon-Yi mjög mikið og að hjarta hennar hefði brostið við að heyra þau. Afar kröpp og mjög djúp lægð FELLIBYLUR er afar kröpp og mjög djúp lægð, að sögn Markúsar Á. Einarssonar á Veðurstofu Islands. Loftþrýstingsmunur verður þá gífurlega mikill á stuttu svæði og vindhraði verður því nyög mikill. Á Atlantshafi myndast lægðir af þessu tagi 1.100 til 1.600 km norður af miðbaug en skilyrði fyrir myndun þeirra er að sjávarhiti sé mjög hár eða allt upp í 27° C. Af þeim sökum myndast fellibyljir oft- ast á tímabilinu júní-október. Þegar lægðin snardýpkar og vindur fer að aukast hreyfist lægð- in oftast til vesturs sem þýðir að fellibyljir sem myndast á Átlants- hafi lenda oftast á svæði milli Norð- ur- og Suður-Ameríku; fara inn á Karíbahaf, Mexíkóflóa og lenda oft á Flórída og syðstu hlutum Banda- ríkjanna. Fari Atlantshafsfellibylur til vesturs er það nánast regla að krafturinn byijar að fara úr honum þegar hann fer inn yfír land. Oft- ast breytir hann þá líka um stefnu, fer fyrst til norðurs og síðan norð- austurs og endar þá venjulegast aftur úti á hafi sem lægð. Að sögn Markúsar er ákaflega erfítt að spá hversu djúpar lægðir geta orðið en samkvæmt fréttum var meðal vindhraðinn í fellibylnum Andrési 225 km/klst. en í hviðum mældist hann 265 km/klst. Þver- mál fellibyls getur verið 200-500 km en í miðju hans er svokallað auga þar sem veður er tiltölulega saklaust. Er augað 20-40 km í þvermál. Fellibyljir geta orðið víða um heim þar sem skilyrði eru fýrir hendi, þ.e. hár sjávarhiti. Þeir eru algengir á Atjantshafi næst Vest- ur-Indíum og við vesturströnd Mexíkó. Einnig á austan- og sunn: anverðu Kyrrahafi, á Bengalflóa, Arabíuhafí og sunnanverðu Ind- landshafí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.