Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST .1992 + Eiginmaður minn, HJÖRTUR PÁLMI HJARTARSON, frá Reykjavík, til heimilis að Hliðarvegi 30, Ytri- Njarðvík, andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt 24. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda. Sigrún Pálsdóttir. t Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUTTORMUR GUÐNASON, Njálsgötu 82, lést í Landspítalanum 22. ágúst. Emilía Sigurðardóttir, Brynja Guttormsdóttir, Rúnar Hauksson, Björt Rúnarsdóttir. + Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR, Kirkjulundi 6, Garðabæ, andaðist í Vffilsstaðaspftala laugardaginn 22. ágúst sl. Sigurbjörn Kárason, Valur Sigurbjörnsson, Þór Sigurbjörnsson, Þuríður Björnsdóttir, Sigriður Hanna Sigurbjörnsdóttir, Ottó Schopka, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGIMUNDUR SIGURÐUR MAGNÚSSON, frá Bæ, Hofgörðum 2, Seltjarnarnesi, andaðist í Landspítalanum þann 21. ágúst sl. Sjöfn K. Smith, Magnús Ingimundarson, Brynja Magnúsdóttir, Sverrir Ingimundarson, Steinþóra Agústsdóttir, Laufey Anna Ingimundardóttir, Hjördis Ingimundardóttir og barnabörn. + - ÁSTA GUÐJÓNSDÓTTIR og MAGNUS HARALDSSON, létust af slysförum þann 23. ágúst. Díana Magnúsdóttir, Þyrí í. Magnúsar Warner, GuðmundurT. Magnússon. + Móðir okkar, AÐALBJÖRG HARALDSDÓTTIR, Laugarnesi, Laugarvatnl, lést 21. ágúst á Ljósheimum, Selfossi. Ásrún Magnúsdóttir, Böövar Magnússon. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, JÓNAALDA ILLUGADÓTTIR, Ásgarði 8, Reykjavík, lést í Landspítalanum 22 ágúst. Páll Guðmundsson, Sigrfður V. Clark, Ralph D. Clark, Guðný Alda Snorradóttir, Engilbert Adolfsson, Victoria M. Clark, Páll D. Clark. + Elskuleg móðir mín, DÍANA U. EINARSDÓTTIR, Leifsgötu 26, sem lést f Landspítalanum 18. ágúst, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 26. ágúst kl. 15.00. Ólafur Jóhannsson. Rósa Þorsteins- dóttir - Kveðja Fædd 16. júlí 1920 Dáin 8. ágúst 1992 Kveðja frá vinkonu Ég var stödd austur á Kirkjubæj- arklaustri í síðustu viku, þegar ég fretti lát Rósu vinkonu minnar. Mér brá ónotalega við, því þó Rósa væri búin að fá mörg og alvarleg áföll hvað eftir annað á seinustu árum reis hún alltaf upp aftur eins og kappamir í Valhöll forðum. Hún Rósa var sannkölluð hetja, því þrátt fyrir veikindi og ýmiskonar andstreymi kvartaði hún aldrei en reyndi alltaf að sjá bjartari hliðarnar á tilverunni. Ég hafði kannast við Rósu og Kristján frá því í gamla daga, því þau settu sannarlega svip á borgarlíf- ið, glæsileg og aðlaðandi. En ég kynntist ekki Rósu að ráði fyrr en ég hóf störf hjá Tryggingastofnun ríkisins árið 1979. Var ég hálf kvíða- full á fullorðinsárum að taka til starfa í stofnun, þar sem ég þekkti engan, en þá birtist Rósa sem frels- andi engill og tók mig upp á sína arma. Það varð upphafið að órjúfan- legri vináttu okkar Rósu. Rósa var í miklu áliti hjá yfírmönn- um Tryggingastofnuninnar og gagn- vart starfsfélögum var hún kát og létt í lund og gat hún verið mjög hnyttin í tilsvörum. Sem vinur var hún einstaklega trygglynd og skiln- ingsrík. Ég saknaði Rósu mikið, þegar hún hætti störfum, vegna heilsubrests, nokkrum árum á undan mér, en þrátt fyrir það héldum við góðum tengsl- um. Ég gladdist sérstaklega yfir að hún skyldi sjá sér fært að koma í afmælið mitt 19. júní sl. Seinast kom ég til Rósu rúmri viku áður en hún dó. Þá var hún nýkomin frá Reyðarfirði, þar sem hún hafði dvalið hjá Kristjáni syni sínum og fjölskyldu hans í góðu yfirlæti á af- mælisdaginn sinn 16. júlí. Ég hafði orð á því við hana hve hún væri ávallt dugleg að drífa sig. Þá sagði hún: „Margrét mín, oft langar mig að liggja áfram í rúminu og fara alls ekki á fætur, en þá veit ég að allt er búið, svo ég bít á jaxl- inn og fer fram úr.“ Svona var Rósa. Hún var sérstak- lega einbeitt og vildi ekki láta vor- kenna sér, en samt var hún svo ein- staklega umhyggjusöm við aðra og hlustaði á þeirra vandamál. Ég sakna Rósu mikið, en ég veit að nú líður henni vel og er laus við allar þjáningar. Fyrir það viljum við þakka. Ég votta fjölskyldu Rósu innilega samúð okkar Einars. Blessuð sé minning hennar.' Margrét Thoroddsen. Sigurður Magnús- son - Kveðjuorð Hinn 16. ágúst lést á Landspítal- anum afi okkar, Sigurður Magnús- son, á 77. afmælisdegi sínum. Það kemur margt upp í huga okk- ar á þessari stundu er við horfum á eftir afa okkar. Afi var ættaður frá Tungu í Tálknafirði og var kominn úr stórum systkinahópi. Hann var mikill Vestfirðingur í sér þó að hann hafi flust ungur suður og þegar hann talaði um Vestfirðina var allt stráð dýrðarljóma, þannig að t.d. að lóan var mikið stærri og bláberin voru bæði stærri og safaríkari fyrir vest- an. Afi kenndi okkur börnunum margt þótt hann væri mikið til sjós, þar á meðal kenndi hann okkur að meta góðan hákarl, þó að okkur þætti HELLUHRAUNI 14 • 220 HAFNARFIRÐI • SlMI 652707 ca r A js » L. A G R V T. G A B B R Ó T m I M N « , L I P A R I T M A R M A R I G R A N í T .HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMIIVEGI 48 KÓPAVOGI SÍMI; 91 76677 t Maðurinn minn. MATTHÍAS PÁLSSON, Bólstaðarhlfð 41, áður Haðarstíg 16, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. ágúst kl 15 00 Kristín Gfsladóttir. t Eiginmaður minn, VALDIMAR TÓMASSON, fyrrverandi bifreiðastjóri, Krfuhólum 2, Reykjavík, verðurjarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 26. ágúst kl. 13.30. Fyrir mína hönd og barna okkar, . . ’ Eva Andersen. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, dr. JÖRUNDUR HILMARSSON, dósent, Vesturgötu 19, Reykjavfk, sem lést í Landspítalanum fimmtudaginn 13. ágúst, verður jarðs- unginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 26. ágúst kl. 15.00. Þurfður Elfa Jónsdóttir, Þorgerður Jörundsdóttir, Þorsteinn Jörundsson, Þorgerður Jörundsdóttir, Hilmar Garðarsson, Anna Marfa Hilmarsdóttir, Þorsteinn Hilmarsson. hann ekki góður fyrst, þá beitti hann sinni hógværu kænsku til að fá okk- ur til að prófa og brást honum ekki í því verki frekar en öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Afi elskaði sjó, græna jörðu og falleg blóm, og þegar hann og amma keyptu sumarbústað í Þrastarskógi fyrir mörgum árum byijaði hann að rækta rófur og kartöflur og fór ekki troðnar slóðir í þeim efnum. Hann setti þær niður hér og þar í skóginum eða þar sem hann taldi bestan jarð- veg og ekki var uppskeran af verri endanum, þrátt fyrir það. Síðasta árið sem hann lifði fékk hann sér gróðurhús í garðinn hjá sér, þar sem hann ræktaði dalíur og rósir og íleiri falleg blóm og það má segja að þá hafi komið fram hvað blómarækt lá vel fyrir honum, því að allt í kringum hann sprungu út rósir og blóm. Afí hafði mikla ánægju og yndi af því að spila og var alltaf spiluð vist heima hjá honum og ömmu á jóladag og vildu menn oft halda því fram að hann byggi til nýjar reglur fyrir hvert ár, en allir nutu þess og höfðu gaman af öllu saman. Við gætum setið hér endalaust og rifjað upp þær stundir sem við áttum með afa okkar, en ætli við látum ekki þessi fátæklegu orð um þennan merka og okkur kæra mann duga, en minningarnar sitja eftir í hjörtum okkar og megum við vona að börn okkar hafí erft eitthvað af dug hans og þor. Elsku amma, Óli, mamma, Guð- jón, Sóley og Hrafnhildur. Við vitum að góður maður og faðir er kvaddur burt og biðjum við Guð að taka vel á móti honum. Við kveðjum hann með litlu bæninni okkar. Láttu nú Ijósið þitt, loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. Sóley, Bjarney og Þórey. ERFIDRYKKJUR Perlan á Öskjuhlíð p e r l a n sími 620200 Blómastofa Friðfinns Suðuriandsbraut 10 . 108 Fteykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. við öll tllefni. ir. ■. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.