Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992 t'þaé tr i efdhúsinú dns Oý i/&ýultgct ¥ © 1992 Jim Unger/Distributed by Universal Press Syndicate Með morgunkaffínu Hann sagðist vilja gifta sig og eiga börn en gat þess ekki hvort ég væri væntan- leg móðir þeirra. HOGNI HREKKVISI BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sírai 691100 - Símbréf 691222 Landið er allt í óreiðu Frá EIsu Georgsdóttur: Hér er enginn maður sem stjórnar og einhveiju ræður með íslenskt blóð í æðum - sofandi aumingjar. Konumar búnar að troða sér inná Alþingi og beijast aðeins fyrir því að aðrir ali börnin þeirra upp. Þær ættu að halda sig heima og hugsa um böm og mann og láta áhrifa sinna gæta á heimilinu. Þannig verða bömin að nýtum þjóðfélags- þegnum en ekki æpandi skríll á götum borgarinnar. Þetta á einnig við um aðrar konur sem vinna úti til að keppa að veraldlegum munaði og láta aðra ala bömin sín upp eða þau ganga um göturnar með lykil um hálsinn. Ef þessi jafnréttishroki lækkar ekki, þá ráðlegg ég ykkur körlum að fara að sauma út dúka og aðra fína hadavinnu í tómstund- um ykkar. Svo er ein óreiðan að hér vilja allir ráða. Enginn kann að lúta stjórn neins. Ég man að þegar ég var á Hjúkrunarskólanum vildu nemarnir hreint og beint taka stjóm skólans í sínar hendur, óánægðir með allar reglur. í 3 ár gátu þær ekki lotið reglum skólans nema skipta sér af þeim og fara fram á breytingar. Og skólastjórinn hreint og beint óvinsæll. Það gleymist sú staðreynd að enginn getur orðið góður stjórnandi nema sá sem kann að lúta stjóm með glöðu geði. Þetta gleymist og útkoman verður hræði- leg óstjóm. Nú horfí ég upp á þjóðfé- lagið í þessari hræðilegu aðstöðu. Ef þessir menn sem munu fara með völdin víða um land hafa aldrei kunnað að lúta stjóm er ekki nema von að þeir séu ekki hæfir til að stjórna og enginn vill lúta stjóm þeirra. Ég man ekki eftir neinni vinsællri ríkisstjóm. Skömmu eftir að hún er kosin er hún orðin óvin- sæl og meiri hluti þjóðarinnar á móti henni. Hér ræður enginn neittK við neitt. Útvarpið og Sjónvarpið er eitt logandi víti. Ameríkaninn, sem drepur aila forsetana sína, glymur eins og sjálfur skrattinn á öllum útvarpsstöðvum. Okkar lög heyrast ekki. Ef það á að sýna þessari þjóð virðingu má spila eitt og eitt lag. Ég veit ekki hvernig gamla folkinu líður sem hlustar á útvarpið að Frá Jóni Jónssyni: ÉG GET nú ekki látið hjá líða að leggja nokkur orð í belg um hina svo kölluðu gróðurvernd og upp- græðslu hálendisins sem tröllríður öllu um þessar mundir. íslendingar upp til hópa hafa látið heilaþvo sig í þessum málum sem svo mörgum öðrum, eða hver er ekki búinn að gleyma ökuljósalögum, tali um að ekki séu til neinir peningar við gerð kjarasamninga o.s.frv. í mínum aug- um getur uppgræðsla lands og nátt- úruvernd verið tveir ólíkir hlutir. Fyrir stuttu sá ég í fréttaþætti í sjónvarpi dráttarvél með sáningavél í eftirdragi sem plægði upp sand og sáði grasfræi eða einhveiju þess háttar í sandinn. Það voru fleiri fer- kflómetrar þaktir í hjólförum. Þarna var að mínu mati verið að skemma náttúru íslands. Gleymið því ekki að náttúrufegurð felst ekki eingöngu í grasi og tijám heldur líka í hrika- legum fjöllum, ám, jöklum og sönd- um, já söndum. Sjáið hvernig er farið fyrir Þjórsárdal. Á tímum smíði Búrfellsvirkjunar var sáð með flugvélum yfír sanda mestu leyti án þess að heyra fallegu íslensku lögin okkar eða öll fallegu ljóðin. Ég held að það hljóti að vera aðframkomið á sálinni. Nóg er byggt af ísköldum steinkumböldum fyrir það. Þar á það að húka í ein- semd sinni íjarri börnum og barna- bömum. Ekkert á betur saman en gamalt fólk og börn. Nei, íslenska þjóð: hér þarf að taka til ef ekki á illa að fara. Andlega sofandi þjóð. Með öll gullkorn sín undir eðju og leir. Hér ríkir hræðileg ómennning og óreiða á hæsta stigi. Það er varla hægt að draga andann hér lengur. Sofandi þjóð. ELSA GEORGSDÓTTIR, Lindargötu 36 dalsins og hann eyðilagður. Breyting sanda í grasflæmi getur líka haft veðurfræðileg áhrif. í sólskini hitar sandurinn gífurlega vindinn sem blæs yfír hann og áburðardreifíng á hálendi mengar líka vatnsból og læki. Ég hvet fólk til að hugleiða þessi orð mín hér og skora á Náttúru- verndarráð að stuðla að því að vernda náttúruna (líka sandana). Því þeir eru vonandi líka hluti náttúru Islands og láta þá í friði eða ímynd- ið ykkur Sprengisand alsettan melgresi. Að vísu skal viðurkennt að til eru staðir sem eru að blása upp vegna ofbeitar sauðfjár. Á meðan Ríkið borgar bændum fyrir lambakjöt, sem ekið er á haugana, er Ríkið um leið að láta fé af hendi rakna til land- græðslu. Mótsagnakennt, ekki satt? Og að lokum þá vona ég að menn sjái að sér og hætti tilraunum til uppgræðslu hálendisins því það er vonlaust mál vegna veðurs og stað- setningar íslands á hnettinum. JÓN JÓNSSON, Hraunbæ 160, Reykjavík Uppgræðsla og náttúruvernd Víkveiji skrifar Yiðskiptahættir stórmarkaða eru forvitnilegt skoðunarefni. Þegar komið er í Hagkaup í Kringl- unni má sjá miklar birgðir af app- elsínusafa frá erlendu fyrirtæki, þar sem hver lítri kostar 99 krónur. Augljóst er, að þetta mikla magn af vörunni, sem staflað er upp á áberandi stað í búðinni dregur sjálf- krafa að sér kaupendur. Þetta er áreiðanlega mesti seldi appelsínu- safínn í verzluninni. Víkveiji dregur í efa, að það sé vegna þess, að gæðin séu meiri. Slíkt er að sjálf- sögðu m.a. smekksatriði og alla vega er ljóst, að það er ekki vegna þess, að þetta sé ódýrasti appelsínu- safínn, sem er á boðstólum í verzl- uninni. Allt bendir til, að þetta sé mesti seldi appelsínusafínn vegna þess, að staflinn er svo stór! Og hann er á bezta stað. Skammt frá þessum stóra stafla af appelsínusafa frá erlendum framleiðanda, sem kostar 99 krónur á lítra má fínna ódýrari appelsínus- afa. Þar er um að ræða vöru frá innlendum aðila, Sól hf. sem kostar 93 krónur lítrinn, eða 6 krónum lægra verð en á fyrrnefndu vör- unni. Fólk þarf að hafa fyrir því að taka eftir þessari vöru. Með sama hætti og augljóslega er lögð áherzla á að selja fyrrnefhdu vöruna er a.m.k. ekkert sérstakt gert til þess að vekja athygli viðskiptavin- arins á ódýrari vörunni. Hvað veld- ur? Er verzlunin að stýra kaupum viðskiptavinanna með úthugsuðum sálfræðilegum aðferðum? Hvað mundi gerast, ef appelsínusafi frá Sól hf. væri í stóra staflanum á horninu en sá frá hinu erlenda fyrir- tæki í því litla hilluplássi, sem nú er fyrir íslenzku framleiðsluna? Er ekki líklegt, að hin innlenda fram- leiðsla mundi ijúka út? Það er um- hugsunarefni fyrir neytendur, hvort þeir eigi að láta stjórna sér með þessum hætti. Og hvaða mark er takandi á áróðursherferðum um að kaupa íslenzkt, sem stöku sinnum fara í gang m.a. í Hagkaupsverzl- unum, þegar hinir daglegu við- skiptahættir eru á þennan veg? xxx höfuðborginni eru rekin allmörg veitingahús, sem leggja mikinn metnað í matargerð sína og leitast við að koma með nýja matseðla og gamla rétti í nýrri mynd. Það er hins vegar umhugsunarefni fyrir þessi veitingahús og matreiðslu- meistara þeirra, á hvaða leið þau eru. í of mörgum tilvikum er mat- ur, sem er beztur, þegar hann er matreiddur með hefðbundnum, ein- földum aðferðum, borinn fram með alls kyns útfærslu, sem gerir hann ekki betri heldur verri. Þetta á t.d. við um ýmis konar meðferð á laxi og humri, í sumum tilvikum á ijúp- um og lambakjöti og jafnvel algeng- um físktegundum. xxx ú um helgina var skýrt frá því hér í blaðinu, að verð á flugfr- akt hefði lækkað mjög mikið að undanförnu. Þegar Flugleiðamenn voru spurðir um áhrif þessa hér kom fram, að þessi mikla verðlækkun hefði engin áhrif hér. Þetta svar er umhugsunarefni af* ýmsum ástæðum. Við kvörtum undan því, að verðlag sé hærra á íslandi en í öðrum löndum. Við hveiju er að búast, þegar lækkandi flutnings- kostnaður á milli annarra landa hefur engin áhrif hér? Við erum í samkeppni við aðrar þjóðir á fisk- mörkuðum. Við hveiju er að búast, ef það kostar fiskútflytjanda hér margfallt meira að flytja ferskan fisk til Bandaríkjanna en fískútflytj- endur í samkeppnislöndum? Auðvitað mundi sambærileg lækkun á kostnaði við flugfrakt skila sér í hærra verði til útgerðar eða fiskvinnslustöðvar og þar af leiðandi betri afkomu. Með sama hætti mundi lækkun á flutnings- kostnaði leiða til verðlækkunar í verzlunum hér innanlands. Hér skortir augljóslega samkeppni. Er ekki svo?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.