Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.08.1992, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAÖUR 25. ÁGÚST 1992 51 Ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna Umfangsmikil tengsl sósíalista við Kommúnistaflokk Sovétríkjanna Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kopavogi, sími 671800 ÞAU skjöl sem hafa verið að koma í ljós í skjalasöfnum Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna í Moskvu „sanna umfangs- mikil og langvarandi tengsl for- ystumanna íslenskra sósíalista við Kommúnistaflokk Sovétríkj- anna allt fram á síðasta áratug,“ að því er fram kemur í ályktun Sambands ungra sjálfstæðis- manna. Ennfremur segir í ályktuninni: „Tengslin hefjast nokkru_ fyrir stofnun Kommúnistaflokks íslands 1930 og vara allt að heimsókn Svavars Gestssonar til Sovétríkj- anna 1980. Enn eru ýmsir þeir aðil- ar sem áttu þátt í þessum samskipt- um í áhrifastöðum innan Alþýðu-. bandalagsins. Það er grátlegt til þess að hugsa að um hálfrar aldar skeið og hugsanlega lengur, skuli íslenskir stjórnmálamenn með þjóð- frelsi á vörum, ganga erinda er- lends alræðisríkis. Samband ungra sjálfstæðis- manna fagnar þeirri umræðu sem nú á sér stað í þjóðfélaginu í kjöl- far þessara uppljóstrana. Það er löngu orðið tímabært að Alþýðu- bandalagið geri ærlega upp við sína fortíð. Flokkurinn er viðurkenndur og augljós arftaki Sósíalistaflokks- ins — sameiningarflokks alþýðu og markaði sína sósíalísku og marx- ísku stefnuskrá árið 1974. Var hún í fullu gildi allt til ársins 1989 en þá var hún var aftengd en þó í raun ekki hafnað fyrr en tveimur árum síðar þegar tekist hafði að bræða saman nýja stefnuskrá. Þannig er ekki nema rétt rúm- lega ár síðan Alþýðubandalagið breyttist úr sósíalistaflokki í ,jafn- aðarmannaflokk" með sömu sjón- hverfíngum og kommúnistaflokkar Austur-Evrópu. Við gjaldþrot hug- myndanna þurftu flokkarnir að skapa sér nýjan tilverugrundvöll hvort sem var á íslandi eða Rúmen- íu og keppa nú að því hlið við hlið að öðlast inngöngu í Alþjóðasam- band jafnaðarmanna. Grundvallaratriði í þeirri umræðu sem á sér stað í dag liggur í munin- um á tengslum við vinveittar lýð- ræðisþjóðir og alræðisríki en það síðarnefnda getur aldrei verið ann- að en ógnun við lýðræðið. Allar alræðishugmyndir grafa undan því sem okkur Vestur- landabúum er kærast — frelsinu og lýðræðinu. Ákvörðun miðstjóm- ar Alþýðubandalagsins um að gera opinberar fundargerðir flokksins hefur þann eina tilgang að slá ryki í augu fólki og forðast hið nauðsyn- lega uppgjör. Hvaða óþverri þarf að koma úr skúmaskotum skjala- safna í Moskvu til þess að sósíalist- ar á íslandi geri hreint fyrir sínum dyrum? Alþýðubandalagið getur ekki lengur skotið þessari nauðsynlegu umræðu á frest með þeirri ára- tugagömlu lygi að tengslin hafí engin verið.“ BSRB varar við skyndilausn- um í öryggismálum lögreglu Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi samþykkt stjórnar BSRB: „Hið hörmulega bílslys er lög- reglumaður varð fyrir í viðureign við meintan eiturlyfjasala á dögun- um er enn eitt dæmið um vaxandi hörku í þjóðfélaginu. Meðal fyrstu viðbragða var krafa um aukna hörku af hálfu lögreglunnar, og meðal annars lagt til að henni verði gert að bera vopn. í þessu sam- bandi vill BSRB eindregið vara við öllum skyndilausnum, en leggur til að stjómvöld taki þegar í stað upp viðræður við samtök lögreglumanna um öryggismál. BSRB hafnar því sjónarmiði að kröfur um úrbætur í öryggismálum lögreglunnar sé kröfugerð þessarar tilteknu starfsstéttar. Öryggi lög- reglu og almennings helst í hendur, og því er það í allra þágu að þessi mál séu í góðu h'orfí. BSRB tekur undir það álti lögreglumanna sjálfra að menntun og þjálfun sé veigamik- ill Iiður í öryggi þeirra. Á þetta hafa samtök lögreglumanna ítrekað bent, en ekki náð eyrum stjómvalda sem skyldi. Þá er það spamaður á villigötum að tækjabúnaður sé skor- inn við nögl og að lögreglan skuli til að mynda ekki hafa yfír að ráða sérútbúnum bílum. Öryggisbúnað myndinni. „Eins og er höfum við einkaleyfí í Bandaríkjunum og Kanada til 2002 en fyrirhugað er að fá einkaleyfí í Evrópubandalag- inu áður en langt um líður. Aðilar á Spáni hafa meðal annars sýnt verkefninu áhuga.“ Að mati Kristjáns vegur einka- leyfið þó ekki þyngst. „Það er meira virði að vera fljótur að ná markaðn- um núna en að hafa einkaleyfí. Þessi staðreynd er viðurkennd í allri iðnaðarstarfsemi í dag.“ Kristján bætir ennfremur við: „Það er miklu betri vöm að þróa ákveðna fram- leiðslusérhæfni, þannig að enginn geti framleitt hlut á nákvæmlega sama hátt.“ Tækið verði sjálfsagður aukahlutur Kristján kveðst bjartsýnn á sölu tækisins. Eins og áður segir verður fýrst hugað að íslenska markaðnum en einnig segir Kristján fyrirhugað að gera samstarfssamninga við er- lenda gröfuframleiðendur. „í fram- tíðinni yrði boðið upp á tækið eins °g hvern annan aukabúnað og það því selt jafnóðum. Tækið verður blutfallslega ódýrt því gröfur eru dýr tæki.“ Ekki minnkar það sölu, að mati Kristjáns, að tækið eykur án nokk- urs vafa afköst skurðgröfu. „Það er mitt mat að tækið auki afköst að meðaltali um 5% en geti aukið þau um allt að tíu prósent." Krist- ján bendir á að í hvert skipti sem afköst em aukin í fískiðnaði um svo b'tið sem 1 prósent þá ríki bjartsýni meðal ráðamanna. „Þetta er að mínu mati einn helsti ávinningurinn er> einnig má benda á þætti eins °g aukið öryggi vegna færri slitinna bapla og lækkaðan kostnað vegna fserri starfsmanna." Kristján segir næsta verkefni blasa við; það sé að skapa markað fyrir tækið. Hann kvaðst eiga von á að þegar notagildi tækisins spyrð- ist út ykist salan til muna. Góð bynning verði að koma til og mikið fjárniagn. „Við verðum að minnsta kosti að ná góðri markaðsstöðu áður en einhveijir aðrir taka sig til og framleiða sams konar tæki,“ sagði verkfræðingurinn og hönnuð- urinn Kristján Ingvarsson að lokum. | Mælitækið sýnir dýpt miðað við útsetningarhæl (núllpunkt) l Hægt er að stilla inn dýpt. Tækið gerir notanda viðvart með I hljóðmerki þegar henni er náð. Ef halli á að vera á botni skurðsins er hann stilltur inn sem 1 prómill. - - - JuTSETNINGARHÆLL " ~ - -J __ __ Eiginleikar mælisins DÝPTARMÆLIRINN er hannað- ur í því skyni að auðvelda vinnu á skurðgröfum og samsetning hans er einföld. Með notkun hans verða vinnubrögð nákvæmari og minni líkur eru á að kaplar og línur verði eyðilagðar í upp- greftri. Einföld samsetning Mælirinn samanstendur af tölvuvæddum stjómkassa, terigi- kassa og tveimur hallanemum. Stjómkassa er komið fyrir í stjóm- klefa en nemar em annars vegar á bómunni og skófluarmi hins vegar. Hann sýnir jafnóðum og unnið er þá dýpt sem skóflan er í hveiju sinni. Frá nemunum flytjast upplýs- ingar um halla bómu og skófluarms til stjómkassa þar sem örgjörvi vinnur úr þeim. Dýptin birtist loks á skjá stjórnkassans. Getur unnið í halla Eins og sjá má á skýringarmynd sýnir tækið dýpt miðað við útsetn- ingarhæl sem myndar ímyndaða núllhæð. Einn af notkunarmögu- leikum tækisins felst í því að hægt er að stilla inn dýpt og tilgreina þannig viðvörunarplan. Þegar dýpt- inni er náð gefur tækið frá sér hljóð- merki og gerir notanda viðvart á þann hátt. Mælirinn nýtist ennfrem- ur þegar grafa á hallandi skurð. Þá getur stjómandi gröfunnar stillt inn hallann sem mældur er sem promill. Loks má nota tækið í tengslum við leysitæki til að gefa enn nákvæmari viðmiðunardýpt. Aðstoðarmaður til að mæla dýpt- ina jafnóðum og grafíð er verður í mörgum tilvikum óþarfur þegar tækið er notað. Tími vegna mælinga minnkar einnig verulega vegna minni nauðsynjar á mælistikum. Notkun tækisins eykur öryggi. Vinnumenn I djúpum holum eru jafnan í einhverri hættu en sé mælirinn notaður er ekki lengur þörf á starfsmönnum utan gröfunn- ar. Einn augljósasti ávinningur dýptarmælisins er þó sá að minni hætta er á að skemmdir verði unn- ar á köplum og línum hvers konar. Sú upptalning sem sett hefur verið fram er byggð á fenginni reynslu við prófun tækisins hér á landi en einum dýptarmæli hefur þegar verið komið fyrir í skurð- gröfu hérlendis. hins almenna lögreglumanns þarf að endurmeta og í því sambandi er ekki hægt að horfa fram hjá þeirri stórkostlegu hættu sem fækkun lög- reglumanna á vöktum á landsvísu og stöðnun í því sem lýtur að tækja- búnaði leiðir til. Nýleg ofbeldisdæmi sanna að úrbætur í þessum efnum þola enga bið.“ -------» » » Bók um tengsl íslenskra fyrirtækja FÉLAGS-og hagvísindastofnun íslands hefur gefið út bókina „Innri hringurinn og íslensk fyr- irtæki“ eftir Fannar Jónsson og dr. ívar Jónsson. í bókinni birta höfundar niðurstöður sínar af rannsókn á tengslum íslenskra fyrirtækja gegnum stjórnarmenn þeirra. í bókinni eru stjórnartengsl banka, sjávarútvegs-og hátæknifyr- irtækja rannsökuð sérstaklega og skoðuð með tilliti til nýsköpunar í íslensku atvinnulífí. Jafnframt eru tengsl fyrirtækja við embættis- menn, háskólaakennara og hags- munasamtök rannsökuð. Fiat X1/9 Bertone Spider ’80, rauður, 5 g., ek. 55 þ. km. Óvenju gott eintak. Skoð- aður ’93. V. tilboð sk. á ód. Toyota Corolla XL ’92, 5 dyra, blásans, 5 g., ek. 11 þ., vökvast., central o.fl. Sem nýr. V. 920 þús. stgr. Buick Electra LTD '83, blár m/vinyltopp, sjálfsk., 8 cyl. (350), ný uppt. vél, rafm. í öllu. V. 690 þús. stgr., sk. á ód. Toyota Landcrulser ’86, bensín, rauður, 5 g., ek. 88 þ., 33“ dekk, álfelgur o.fl. Fallegur jeppi. V. 1080 þús. stgr., sk. á ód. Honda Civic Schuttle 4x4 ’88, hvítur, 5 g., ek. 74 þ. Toppeintak. V. 780 þús. stgr. Nissan Primera SLX 2000 ’91, 5 dyra, beinsk., ek. 19 þ., rafm. í rúðum o.fl. Gott eintak. V. 1270 þús. stgr., sk. á ód. Ford Bronco Customa '78, 8 cyl. (351), sjálfsk., 40“ dekk, No Spinn aftan og fram- an, lækkuð hlutföll o.fl., skoðaður '93. V. 790 þús. sk. á ód. Honda Prelude EX '87, hvítur, sjálfsk., ek. 68 þ., sóllúga, rafm. í öllu. Fallegur bíll. V. 890 þús. sk. á ód. Plymouth Laser RS Twin Cam 16v '90, grásans, 5 g., ek. 32 þ. mílur, rafm. í öllu o.fl. Glæsilegur bíll. V. 1490 þús. stgr., sk. á ód. MMC Lancer GLXi Hlaðbakur '91, brún- sans, sjálfsk., m/overdr., ek. 25 þ., hiti sætum, rafm. í öllu. V. 930 þús. stgr. BMW 325i M-týpa ’87, steingrár, 5 g.L ek.. 70 þ, ABS, sóllúga, álfelgur, rafrúður o.fl. Fallegur bfll. V. 1490 þús. stgr., skipti. Renault 19 GTS ’90, 5 dyra, 5 g., ek. 17 þ. V. 830 þús. stgr. Vantar á skrá og á staðinn árg. '90-'92 UUHVÞIN FJÖLSKVLDA? Heildarvinningsupphæðin : 156.791.165 kr. Röðin: 111-XX2-112-1XXX 13 réttir: 12 réttir: 11 réttir: 10 réttir: 4 raðir á 181 raðir á 2.349 raðir á 19.035 raöir á Það voru fjórir Svíar sem fengu rúmar 20 milljónir. Með smá heppni heföi ein eða fleiri vinningsröö með 13 réttum getað lent hérlendis. Máliö er bara aö vera meö því annars vinnst ekkert. 1X2 • ef þú spilar til aö vlnna II 20.034.910 - kr. 98.620 - kr. 8.040 - kr. 2.090 - kr. —fyrir þfg og þina fjólskyldu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.