Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 192.tbl.80.árg. MIÐVIKUDAGUR 26. AGUST 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Skoðanakannanir í Frakklandi Maastricht-sam- komulagið í hættu París. Reuter. Skoðanakannanir, sem birtar voru í gær, benda til þess að mjög mjótt verði á munum í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Maastricht-sam- komulagið í Frakklandi 20. næsta mánaðar. í könnun, sem franska ríkissjón- varpið birti, kvaðst 51 af hundraði þeirra sem tóku afstöðu ætla að greiða atkvæði gegn Maastricht- samkomulaginu um aukinn samruna Evrópubandalagsríkjanna, en 49% með. Þetta er fyrsta skoðanakönnun- in sem bendir til þess að andstæðing- ar samkomulagsins . séu fleiri en stuðningsmenn þess. í þremur öðrum könnunum, sem birtar voru í gær, var hins vegar naumur meirihluti hlynntur samkomulaginu. I tveimur könnunum kvaðst 51 af hundraði ætla að styðja samkomulagið og 52% í fjórðu könnuninni. Francois Mitterrand Frakklands- forseti boðaði til atkvæðagreiðslunn- ar eftir að Danir höfnuðu samkomu- laginu í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní. Færi svo að Frakkar höfnuðu sam- komulaginu einnig væri það dauða- dæmt og líklegt þykir að Mitterrand myndi neyðast til að segja af sér. Talið er að margir franskir kjósendur vilji ekki greiða atkvæði með sam- komulaginu þar sem þeir líti á það sem stuðning við forsetann sjálfan. iveuu-T Gifurlegt eignatjón Þakið fauk í heilu lagi af þessu húsi þegar fellibylurinn Andrés gekk yfir Flórída-borg í fyrradag. ______________________________ Fellibylurinn Andrés stefndi að suðurríkjum Bandaríkjanna í nótt Hátt í tvær milljónir manna <na frá strönd Louisiana fiýj Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. The Daily Telegraph. UM 1,6 milljónir manna flúðu í gær frá strönd Louisiana á bifreið- um, rútum og jafnvel hestvögnum þegar fellibylurinn Andrés stefndi þangað eftir að hafa valdið gífurlegu eignatjóni á Florída. Áætlað er að tjónið nemi 20 milljörðum dollara, jafnvirði 1.060 milljarða ÍSK, og líklegt er talið að það verði meira en í nokkrum öðrum náttúruhamförum í sögu landsins, þar með töldum fellibylnum Húgó og jarðskjálftanum í Kaliforníu 1989. Að minnsta kosti 12 manns biðu bana í fellibylnum á Flórída og þrír á Bahama-eyjum. Búist var við að fellibylurinn færi inn yfir land í nótt sem leið og árdegis í dag á svæði sem nær frá Galvestone í Texas að ósum Mississippi-árinnar. Fellibylurinn var 270 km suðsuðaustur af borg- inni New Orleans klukkan 19 að íslenskum tíma í gær og nálgaðist ströndina með 27 km hraða á klukkustund. Vindhraðinn í byln- um var 225 km/klst. og er styrkur hans því svipaður og þegar hann gekk yfir strönd Flórída. New Orleans var orðin að hálf- gerðri draugaborg í gær. Eigendur verslana og annarra húsa sem lægst liggja höfðu neglt fyrir glugga og dyr. Óttast er að í borg- inni geti orðið enn meira tjón en á Suður-Flórída því hluti hennar er byggður á landi sem er undir sjávarmáli. Til varnar borginni o? mikið stálþil en verði flóðaldan hærri en ÍVi irfetri fer hún yfir þilið og flæðir hvert sem vatn getur leitað. Svæðið umhverfis borgina og ströndin öll sem Andrés stefnir á er nánast fenjasvæði. Þar eru Mikill viðbúnaður Sandpokum raðað umhverfis höf- uðstöðvar símafyrirtækis í mið- borg New Orleans vegna fellibyls- ins sem stefndi að borginni. ýmis þurr svæði afmörkuð af síkj- um og votlendi og eru hús og mannvirki þar ekki byggð til að standast fellibyl. Má því búast við miklu eigna- og manntjóni hafi íbúar þessara svæða ekki hlýtt skipunum um að hafa sig á brott. Þetta svæði er jafnvel enn veikara fyrir en oddi Flórídaskagans sem Andrés fór yfir í fyrradag. Tveimur milljónum manna, sem búa á þeim svæðum sem talin voru í mestri hættu, var skipað að yfirgefa heimili sín og koma sér til öruggari svæða. Hluti þeirra hlýddi ekki fyrirmælunum og eru um kyrrt á eigin ábyrgð, njóta engrar opinberrar þjónustu, hvorki lögreglu né slökkviliðs og eru ótryggðir með öllu. Eyðileggingin af völdum felli- bylsins á Flórída er með ólíkindum og verður ekki lýst með orðum. Opinberlega hefur verið staðfest að 12 manns hafi týnt þar lífi af völdum fellibylsins en sú tala á án efa eftir að hækka. Áætlað var að eignatjón næmi 20 milljörðum dollara, jafnvirði 1.060 milljarða ÍSK. Að minnsta kosti 50.000 íbúðarhús eyðilögðust og tvær miltjónir manna voru án raf- magns. Sums staðar stóð ekki eitt einasta mannvirki uppi er óveðrið var um garð gengið. „Það var sem loftárás hefði verið gerð," sagði Lawton Chiles, ríkisstjóri Flórída, eftir að hafa kannað svæðið úr flugvél. Mikið var um gripdeildir í versl- unum sem skemmdust og lögregl- an gat lítið aðhafst. Bætir fisk- ur greind? Tókýó. Reuter. ÞVÍ HEFUR verið haldið fram, að mikil fiskneysla bæti greindina og japanskir vís: indamenn eru á sama máli. í framhaldi af því ætla yfirvöld í Japan að reka aukinn áróður fyrir fiskáti meðal lands- manna og verður aðaláhersl- an á túnfisk, rákung og aðrar eftirsóttar tegundir. Hiramitsu Suzuki, vísinda- maður við japönsku matvæla- rannsóknastofnunina, telur sig hafa fundið skýringuna á góðum áhrifum fisksins á greindina og segir hana felast i ákveðinni sýru, sem kallast DHA (Docosa Hezaeonic Acid). Hana er að fínna í heilafrumum manna og einnig í fiskfitu, sérstaklega í augnbotninum eða fyrir aftan augun. Segir Suzuki, að fískát stuðli af þessum sökum að betri greind og hann bendir einnig á, að dauði af völdum Alzheimer- sjúkdóms sé 30-40% fátíðari hjá þeim, sem borða fisk daglega, en hinum, sem ekki gera það. Fiskveiðaráðuneytið í Japan hefur ákveðið að gangast fyrir þriggja ára rannsóknaáætlun í þeim tilgangi að vinna DHA úr fiski. Mikið líf í Barentshafinu Kemst þorskkvót- inn í 800.000 tonn? Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKIR sjómenn kunna sér ekki læti þessa dagana vegna nýjustu frétta af ástandi fiskstofna í Barentshafi. „Þorskkvótann má auka úr 300.000 tonnum nú og allt upp í 800.000 tonn undir lok þessa áratugar sé þess gætt að nýta hann skynsamlega," segir Johannes Hamre hjá hafrannsóknastofnuninni í Björgvin um niðurstöður nýlegs rannsóknar- leiðangurs í Barentshafi. Það var dagblaðið Harstad Tid- ende sem skýrði frá þessu og hafði eftir Hamre að líklega væri Barents- hafíð eina hafsvæðið þar sem lífríkið væri í örum vexti. Kom það raunar fram í leiðangrinum að fæðufram- boðið þar væri nú meira en þorskur- inn gæti nýtt sér. Hamre leggur hins vegar mikla áherslu á að farið verði varlega. Ná verði fram skynsamlegum samning- um um nýtingu fískstofna i Barents- hafi og stórauka eftirlit með raun- verulegum afla skipanna. Torstein Myhre, yfírmaður strandgæslunnar í Norður-Noregi, segir að með réttri nýtingu geti Barentshafið orðið gullnáma fyrir norskt efnahagslíf og segist viss um að á næstu árum muni verulega draga úr fiskframboði eða flutningum á físki til Bvrópu frá öðrum heimshlutum. Þá muni verða borgað vel fyrir fiskinn úr Barents- hafi. Um þessar mundir eru 40-50 rússnesk skip að rótfiska fyrir austan Hopen og þorskurinn er feitur og stór, 60-110 cm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.