Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1992 Nokkur orð um löggjafann og millirí kj asamninga Síðari hluti eftir Lúðvík Ingvarsson A. Alþingismenn, stjórn- arskráin og milli- r íkj asamningar Nú liggnr fyrir Alþingi frumvarp til laga um aðild íslands að svonefnd- um EES-samningi ásamt fleiri frum- vörpum, sem tengjast þeirri aðild. Háværar deilur hafa risið um, hvort sum ákvæði þessara frumvarpa séu andstæð stjórnarskrá íslendinga. Ef svo væri, þyrfti að breyta stjómar- skránni, áður en þau yrðu samþykkt á Alþingi. Breytingin kallar á þin- grof og nýjar kosningar. Ríkisstjórnin hafnar því, að EES- samningurinn og væntanleg lög tengd honum fari í bága við stjórn- arskrána. Utanríkisráðherrann, sem er ákafur formælandi þess, að sam- þykkt verði aðild að EES-samningi, skipaði nefnd fjögurra sérfræðinga, sem hann nefnir svo, til að meta, hvort ástæða sé til stjómarskrár- breytingar vegna samningsgerðar- innar. Alit sérfræðinganna fjögurra hefir verið birt. Þeir telja ekki ástæðu til breytinga á stjórnar- skránni. Án þess að hafa verið til þess kvaddir af nokkrum opinberum aðilja, hafa að minnsta kosti tveir nafnkenndir fræðimenn birt álit sín, sem bæði ganga í þveröfuga átt við álit sérfræðinganna fjögurra. í þann farveg hníga umsagnir annarra lög- fróðra manna, sem vel mættu bera lærdómsheitið sérfræðingar, ef ein- hver teldi heppilegt að sæma þá því. En örlög lagafrumvarpa liggja eftir Guðmund J. Guðmundsson Áður en ég sný mér að aðaltil- efni þessarar greinar vil ég taka fram að fáir aðilar hafa í sumar bmgðist jafnvel við gagnvart at- vinnuleysi og Reykjavíkurborg. Hún hefur ráðið mun fleiri unglinga en áður í vinnu við alls konar rækt- unarframkvæmdir og fegrunarátak í borginni, sem ella hefðu verið at- vinnulausir í allt sumar. Jafnframt ber að geta þess að ýmsar fram- kvæmdir hafa verið keyrðar áfram í sumar til þess að spoma við at- vinnuleysi. Þetta ber afdráttarlaust að viðurkenna og þakka. Auk þess finnst mér einnig athyglisvert félag sem nýlega hefur verið stofnað til eflingar atvinnulífí í Reykjavík. Það hefur verið skýrt hér í blaðinu að þetta er hlutaijárframlag Reykja- víkurborgar til rannsókna á at- vinnulífí borgarinnar og hvaða verkefni borgin þarf að takast á við til þess að tryggja öflugt reyk- vískt atvinnulíf. Skal ekki standa á Dagsbrún að veita þessari starfsemi alla þá aðstoð sem hún má. Kaþólskari en páfinn Ég vil taka fram að ég er enginn bókstafstrúarmaður í því að öll at- vinnustarfsemi sé best komin í höndum ríkis eða sveitarfélaga. Heldur tel ég að blandað hagkerfi sé að ýmsu leyti eðlilegt og æski- legt til að veita aðhald og sam- keppni. Þetta vil ég taka skýrt fram. Hins vegar virðist mér að ýmsir aðilar hér á landi séu kaþólskari en páfínn. Þar er Verslunarráðið fremst í flokki. Það virðist halda nokkuð reglulega fundi sem „betri ekki í höndum þeirra, sem semja álitsgerðir. Þau ráðast af vilja lög- gjafans, alþingismanna og forseta Islands. Þegar alþingismenn leita raka fyrir því og móta afstöðu sína til þess, hvort EES-samningurinn og lagafrumvörp, sem honum fyigja, geti falið í sér brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar, er einkum ástæða til að þeir hafí í huga þijár greinar hennar, 2. gr., 47. gr. og 48. gr. 1. mgr. Um aðra greinina verður ekki rætt hér. í fyrri mgr. 48. gr. segir: „Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sín- um.“ Þessi grein hefír staðið í íslensku stjórnarskránni frá því að hún var gefin út 1874. Þangað var hún kom- in úr dönsku grundvallarlögunum sem urðu til um miðja 19. öld. Efni hennar er runnið frá heimspekileg- um umræðum og deilum um fram- kvæmd lýðræðisins, sem stóðu á 18. og 19. öld. Fulltrúalýðræðið skyldi eins og beina lýðræðið eiga uppruna sinn hjá ftjálsum og óháðum kjós- endum. En þegar kjósendur höfðu kosið fulltrúa til að fara með þetta frumvald sitt, álitu margir, að best færi á því, að fulltrúinn væri fijáls og óháður út kjörtímabilið og óbund- inn af vilja kjósenda sinna. Nú á tímum stafar ánauð á frelsi þingmanna til að fara eingöngu eft- ir sannfæringu sinni ekki fyrst og fremst frá kjósendum. Miklu hætt- ara er við, að stjórnmálaflokkur þingmannsins, stjórnmálaklíka eða hagsmunasamtök, sem þingmaður- inn er tengdur misbjóði sannfæringu borgarar" sækja; þeir mæta þar með sínar svínsleðursstresstöskur á Benzum sínum og montjeppum og snæða dýran morgunverð og boð- skapurinn hríslast um æðarnar þeg- ar stóri sannleikur er boðaður; borg- in og ríkið eiga að selja þeim fyrir- tæki sín og stofnanir og verðið skal vera hagstætt og greiðslutíminn langur. Opinber aðili má ekki reka fýrirtæki sem gefa arð. Þetta hlýtur að vera mjög lyst- aukandi boðskapur. Illu heilli hefur borgarstjóranum í Reykjavík skolað þarna inn nokkr- um sinnum síðla vetrar og fram eftir sumri. Eitthvað missti hann út úr sér um að bjóða út sorphreins- un í borginni og selja Pípugerð Reykjavíkur. Um þetta skrifaði ég grein í Morgunblaðið sem ekki verð- ur endurtekin hér að öðru leyti en því að ég sýndi fram á að sorp- hreinsun væri hvergi betur fram- kvæmd en í Reykjavík, auk þess að vera ódýrari en í flestum ef ekki öllum öðrum sveitarfélögum. Og jafnframt að samstarfsnefnd hefði starfað í rösk tuttugu ár milli sorp- hreinsunarinnar og Reykjavíkur- borgar, þar sem starfsmenn deildar- innar og yfírmenn borgarinnar unnu að sífelldri hagræðingu og breytingum sem höfðu i för með sér bætta sorphreinsun og lægri tilkostnað. Þeir yfirmenn borgarinnar sem stjórna þessari vinnu höfðu ekkert um þessar fyrirhuguðu sölur heyrt fyrr en þeir lásu um þær í Morgun- blaðinu. Þessir ágætu yfirmenn voru ekki viðstaddir fundi Verslun- arráðsins og gerðu sér ekki grein fyrir mikilvægi þess. Það skal fram tekið að ég átti ágætan fund um þessi mál með hans. En samkvæmt 48. gr. á þing- maðurinn að taka sannfæringu sína fram yfir flokksviljann eða önnur áhrifaöfl. í orðum 48. gr. felst meira en frelsi frá afskiptum annarra. Þau gera ráð fyrir, að alþingismaður skuli hafa sannfæringu, að hann sannfæri sig um af eigin athugun og íhugun, hvað sé rétt í hveiju máli, sem til hans kasta kemur á Alþingi. Þetta er skylda hans. Hann getur ekki sagt: Ég ber ekki skyn á þetta, ég greiði atkvæði í samræmi við álit sérfræðinganna, þeir hafa vit á þessu. Engu fremur getur hann vísað til vilja flokksins. Hver, sem tekst þann vanda á hendur að gegna störfum alþingismanns, verður að búast við því að þurfa að greiða atkvæði um mál, sem hann gerþekk- ir ekki fyrirfram. Hann verður að kafa í málsatvik, hlusta á umræður á Alþingi, kynna sér gögn, sem lögð eru fram, afla eigin gagna, leita fræðslu hjá þeim, sem hann telur betur vita, vinna og íhuga. En hann verður sjálfur að meta öll rök, öðl- ast þannig sannfæringu og greiða atkvæði í samræmi við hana. Augljósust er þessi skylda alþing- ismannsins, þegar fyrir liggur mál, sem e.t.v. felur í sér stjórnarskrár- brot. Allir alþingismenn vinna eið eða drengskaparheit að stjórnar- skránni. Með því lofa þeir og leggja við drengskap sinn, að haga störfum sínum í samræmi við ákvæði stjórn- arskrárinnar, en einkum lofa þeir, að reyna ekki að breyta fyrirmælum stjórnarskrárinnar á annan hátt en þann, sem hún sjálf mælir fyrir um. I heiti þeirra felst einnig, að stuðla ekki að því, að farið sé á svig við borgarstjóra og aðaltrúnaðarmanni Dagsbrúnar. Borgarstjóri sýndi þar góðan skilning á málefnum verka- fólks hjá borginni og var öll fram- koma hans á fundinum honum til sóma. Snotur tillaga Ég hélt satt að segja að málið myndi verða svæft í nefnd. En nú kemur hins vegar í ljós að á borgar- ráðsfundi í júlí er samþykkt tillaga um að Reykjavíkurborg stofni „hlutafélag sem yfirtaki rekstur og eignir Pípugerðarinnar og núver- andi starfsfólk Pípugerðarinnar verði endurráðið af félaginu. Reykjavíkurborg taki ákvörðun um sölu hlutabréfa síðar. Við sölu verði tekið mið af því að íjárhagslegur ávinningur borgarinnar verði sem mestur, hagsmunir starfsfólks verði sem best tryggðir og eðlileg sam- keppnisstaða verði á markaðinum". Þetta er ansi snoturlega orðuð til- laga. Orðalagið er svo hnitmiðað að tillagan hefur á sér yfírbragð göfuglyndis. En skoðum málið að- eins dýpra. Hagnaður Pípugerðar Reykjavík- ur var árið 1991 um þijátíu milljón- ir króna og var þá búið að greiða allan stjórnunarkostnað. Þannig að hagnaðurinn var hreinn og óskert- ur. Neitar nokkur maður sem hefur aðgang að peningum að kaupa slíkt fyrirtæki þegar það býðst með morgunkaffinu ljúfa hjá Verslunar- ráði? Þá er sagt: Pípugerðin borgar ekki útsvar til Reykjavíkur. En þá svara saklausir múgamenn úti í bæ: Það er aðeins eitt annað fyrirtæki sem framleiðir pípur (eða rör) í samkeppni við Pípugerð Reykjavík- ur; það hét Ós en heitir nú Ós ákvæði stjórnarskrárinnar með und- anbrögðum t.d. með því að sam- þykkja með þingsályktunartillögu milliríkjasamning, sem hætta er á að í geti falist skuldbinding, sem stríðir gegn stjórnarskránni. Sjálfur verður þingmaðurinn að gera upp við samvisku sína, hvort hætta sé á, að hann ijúfí eið sinn eða dreng- skaparheit. Ef minnsta hætta er á því, á hann að vetja stjórnarskrána með atkvæði sínu. Þingmaður getur ekki sagt sem svo: Þetta er allt í lagi, ég greiði atkvæði eins og ég hefí verið beð- inn. Ef síðar kemur í ljós, að stjórn- arskráin hefir verið brotin, þá bara breytum við henni. Góður og greind- ur maður sér í gegn um þessa villu. Þingmaður á það ekki víst að fá nokkurt tækifæri síðar. Hann getur fallið í kosningu, fylginautar hans geta misst meirihluta á Alþingi. Og hvernig á að bæta tjónið, sem þjóðin og þegnarnir hafa beðið af því að stjórnarskráin var brotin? Hugsanlegt er, að þingmaður finni svo til vanmáttar síns, að hann gefíst upp á að skapa sér fasta skoð- un á máli, sem hann á atkvæðisrétt um. Slíkt hygg ég þó að sé sjald- gæft. En sá, sem upp gefst, kýs ef til vill að sitja hjá við atkvæða- greiðslu, sem heimilt er. Ef til vill kann þingmanni að hijósa hugur við að ganga gegn áliti lærðra manna í sannfæringu sinni. Það verður hann þó að gera, þegar drengskaparheit hans er í veði. Hann má minnast þess, að lærða menn greinir oft á, jafnvel á marga vegu. Ekki geta þeir þá allir haft rétt fyr- ir sér. Lærðir menn eru sem sé ekki óskeikulir. Guðmundur J. Guðmundsson „Persónulega hef ég aldrei á slíkan fund komið, en eitt fullyrði ég; að Verslunarráðið mun ekki krefjast einkavæðingar á þeirri starfsemi borgarinnar sem sýnir tap á reikn- ingum sínum, nema hafa tryggingu fyrir stórhækkun þjónustu- gjalda.“ Húseiningar og er staðsett í Garðabæ og greiðir sín gjöld þang- að. Gæðaprófun á framleiðslu Pípu- gerðar Reykjavíkur fer reglulega fram, aðallega hjá Rannsóknastofn- un byggingariðnaðarins. Sjálfsagt er það trúnaðarmál hver niðurstað- an þar er, en eitt veit ég með vissu; Pípugerð Reykjavíkur stenst best allar gæðaprófanir. Enda beinir mikill meirihluti þeirra einstaklinga og verktaka sem nota þessa fram- Lúðvík Ingvarsson „Þarna vantar ekki lær- dóminn. En mun góður og gegn alþingismaður fallast á svona rök- semdafærslu og leggja drengskap sinn að veði?“ Hæstaréttardómari og tveir há- skólakennarar í lögum kunna að segja þingmanni: Stjórnarskráin var brotin, þegar æðsta dómsvald á ís- landi í tilteknum málaflokki var flutt til erlends dómstóls með þingsálykt- unartillögu um aðild Islands að Mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta er fordæmi, sem má fylgja og bijóta stjórnarskrána nú með laga- setningu án breytinga á henni sjálfri. Þarna vantar ekki lærdóminn. En mun góður og gegn alþingismaður fallast á svona röksemdafærslu og leggja drengskap sinn að veði? B. Forseti íslands, handhafi löggjafarvalds, og miili- ríkjasamningar Hér verður ekki rætt um störf og leiðslu viðskiptum sínum til Pípu- gerðar Reylrjavíkur. Bannað að bjóða í hellulagnir Annar þáttur í starfsemi Pípu- gerðarinnar er gangstéttarhellur. Þær eru framleiddar af að minnsta kosti tveimur öðrum fyrirtækjum í Reykjavík. Þegar Reykjavíkurborg stendur fyrir opinberum eða óopin- berum útboðum í gangstéttarhellur er Pípugerð Reykjavíkur ekki heim- ilt að taka þátt í útboðinu. Ef það væri hins vegar heimilt hefði gróð- inn á síðasta ári orðið meiri en þijá- tíu milljónir. Þessi tvö aðalsamkeppnisfyrir- tæki Pípugerðarinnar eru staðsett í Reykjavík og greiða skatta og skyldur hér. Ekkert væri óeðlilegt við að borgin heimtaði einhvern sérstakan skatt af Pípugerðinni, sem væri þá hliðstæður útsvars- greiðslum þeirra fyrirtækja. í kringum Ráðhús Reykjavíkur er mikil og vönduð hellulögn í ýms- um mynstrum. Pípugerð Reykjavík- ur var ekki gefinn kostur á að taka þátt í þeirri vinnu. Hellurnar eru frá BM Vallá og skal tekið fram, að verkið virðist vel af hendi leyst. Líkt má segja um framkvæmd- irnar í Aðalstræti. Þar er verið að helluleggja verulega stórt svæði, en Pípugerð Reykjavíkur fékk ekki að bjóða í það verk frekar en önnur á vegum borgarinnar. Þannig að í hellulögn sniðgengur Reykjavíkur- borg sitt eigið fyrirtæki. Hins vegar barst nokkuð góður reki á fjörur Pípugerðarinnar í sum- ar. Framkvæmdir á vegum borgar- innar með hellulögnum frá einka- fyrirtækjum stóðust ekki gæðakröf- ur, þannig að leita varð til Pípugerð- arinnar með að helluleggja nokkuð á annað þúsund fermetra. Til þess neyðarúrræðis var gripið að fá hell- ur frá Pípugerð Reykjavíkur, sem stóðust allar stífustu form- og styrkleikakröfur sem gerðar eru. Lánasjóður Nokkuð hefur borið á þeim áróðri að borgin láni hellur til einstaklinga sem einkafyrirtæki geti ekki leikið „Það má víst ekki bjóða yður pípugerð?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.