Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1992 13 skyldur forseta íslands við milliríkja- samninga, þegar hann kemur fram sem handhafi framkvæmdavalds. Þess eins skal getið, að stjórnar- skrána hefir hann heitið að virða eins sem framkvæmdavaldshafi og löggjafi, þó að úrræði hans á sviði framkvæmdavaldsins séu þá tak- markaðri, ef höggvið er nærri stjórn- arskránni. Fyrir fáum vikum átti þjóðin kost á að fylgjast með, er nýkjörinn for- seti vann drengskaparheit að stjórn- arskránni, eins og fyrir er mælt í 10. grein hennar. í heiti forsetans felst, að hann lofar að fara að fyrir- mælum stjórnarskrárinnar í embætt- isfærslu sinni, þar á meðal lofar hann, að sem löggjafi skuli hann ekki breyta þeirri skipan ríkisvalds, sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir, með öðrum hætti en þeim, er sú skrá mælir fyrir um. Hann lofar að samþykkja ekki lög, sem stríða gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. Við því leggur hann drengskap sinn. Af þessu leiðir, að forsetinn verð- ur að hafa allan vara á, þegar lögð eru fyrir hann til staðfestingar lög, sem samþykkt kunna að hafa verið á Alþingi um gerð milliríkjasamn- ings, sem e.t.v. felur í sér brot á stjórnarskránni. Forsetinn er ekki undanþeginn því fremur en alþingismenn að gera sér sjálfur grein fyrir, hvort milliríkja- samningur eða lagafrumvarp beri í sér eitthvað sem er andstætt ákvæð- um stjórnarskrárinnar, hann hefir nóg tækifæri til að afla sér gagna og velja sér einkaráðgjafa. En end- anlega ákvörðun um staðfestingu laga eða synjun á henni, verður hann að taka sjálfur. Það leiðir af dreng- skaparheiti hans. Ef forsetanum þykir augljóst, að lög, samþykkt á Alþingi, stríði í ein- hveijum atriðum gegn stjórnar- skránni, á hann samkvæmt dreng- skaparheiti sínu að neita að stað- festa þau. En einnig, ef rökstuddur efi er um, að lög standist kröfur stjórnarskrárinnar, eða hann uggir, að þau geti síðar leitt til ástands, sem verður andstætt ákvæðum hennar, þá á hann að hafna þeim. eftir. Árið 1974 eða ’75 var sam- þykkt í borgarstjórn, til þess að ný hverfi yrðu aðgengilegri, að lána hellur og malbik þannig að það yrði greitt með fimmtán prósenta útborgun og eftirstöðvarnar síðan með tíu afborgunum á þriggja mán- aða fresti. Ástæðan var sú að ný hverfi voru ekki nógu aðgengileg vegna þess að húsbyggjendur áttu ekki peninga til að setja í garða, bflastæði og aðra umhverfissnyrt- ingu. Þessi lánafyrirgreiðsla var því til að leysa það vandamál sem áður ríkti í nýjum hverfum; þau voru gjarnan eins og forarvilpur fyrstu árin. Tæp fimm prósent af framleiðslu Pípugerðarinnar fóru í slík lán. Enda urðu ný hverfi fljótlega eftir þessa samþykkt mun fyrr snyrtileg og aðgengileg fyrir íbúa en verið hafði. Lokaorð Forráðamenn Pípugerðarinnar og verkamenn lásu um tillöguna göfugu í Morgunblaðinu. Ef það væri ekki til væri þetta enn „trúnað- armál". Verkfræðingum og verk- stjórum Reykjavíkurborgar myndi ég ráðleggja að sækja fundi Versl- unarráðs til að fá fréttir tímanlega af því sem borgin hyggst fyrir um framtíð þeirra borgarfyrirtækja sem þeir starfa hjá. Að vísu eiga þeir kannski engan Benz og engan asfaltjeppa, en strætisvagnaferðir eru mjög ódýrar og „fara lækk- andi“. Persónulega hef ég aldrei á slík- an fund komið, en eitt fullyrði ég; að Verslunarráðið mun ekki krefj- ast einkavæðingar á þeirri starf- semi borgarinnar sem sýnir tap á reikningum sínum, nema hafa tryggingu fyrir stórhækkun þjón- ustugjalda. Hver veit nema fleiri stofnanir verði á morgunverðaruppboði Verslunarráðs er sígur að hausti. Svo er bara að herða sig að steypa. Höfundur er formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Forsetinn getur enn síður en alþing- ismenn skotið til framtíðarinnar að greiða úr efa í slíku vandamáli. í 26. gr. stjórnarskrárinnar er gert ráð fyrir, að forseti geti synjað um staðfestingu laga, sem Alþingi hefir samþykkt. I þeim hluta grein- arinnar, sem þetta leyfir, segir: „Nú synjar forsti lagafrumvarpi staðfestingar og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt, sem kostur er, undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjun- ar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“ Þessi grein opnar forsetanum leið til að firra sig heitrofi. Hann leggur málið í dóm almennings, sem fær þar með tækifæri til þjóðaratkvæða- greiðslu, sem hefir stjórnskipulegt gildi. Nú má hugsa sér, að hvatvís ráð- herra vilji ekki una synjun á staðfest- ingu laga. Hann segir við forsetann: Þetta getur þú ekki. í 13. grein stjórnarskrárinnar er sagt, að for- seti láti ráðherra framkvæma vald sitt og í 14. gr., að ráðherra beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öll- um. Það er ekki unnt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu nema með samþykki mínu og ríkisstjórnarinn- ar. Ef þessi ræða ráðherrans stæðist, væri forsetinn ekki raunverulegur handhafi löggjafarvalds. Hann væri aðeins handbendi ráðherra og ríkis- stjórnar. Þá væri heimild forseta til synjunar á staðfestingu laga til- gangslaus og fyrstu orð 2. gr. stjórn- arskrárinnar gróflega villandi. Setjum svo, að forseti hafnaði röksemdum ráðherrans en ríkis- stjórn og ráðherra stæðu fast á af- stöðu sinni. Auðvitað er það ríkis- stjórnin og dómsmálaráðherra henn- ar, sem eiga að efna til almennrar atkvæðagreiðslu samkvæmt 26. gr. Ef það er ekki gert svo fljótt sem verða má, hefir ríkisstjórnin brotið stjórnarskrána, forseti getur veitt henni lausn samkvæmt 15. gr. og skipað nýjan forsætisráðherra, sem tekur ábyrgð á þeirri stjórnarathöfn og ný stjórn efnir til þjóðaratkvæða- greiðslu svo fljótt, sem verða má. Höfundur er fyrrverandi /irófessor við lagadeild Háskóla íslands. 0 BOSCH fyrir fagmannirm GUF 422A Kexvél/fúgufræsari. Blað 105x4 mm 620 W/10.000 sn./mín. Járnkassi fylgir. Slípirokkar 620,710 og 900 W. Skífustærð 115-150 mm SDS lyklalaust festikerfi á 900 W slípirokkunum. <£\ Gunnar Ásgeirsson hf. Borgartún 24 Sími: 626080 Fax: 629980 Umboðsmenn um land allt Weetabix $ Háir sem lágir, mjóir sem breiðir, ungir sem aldnir þurfa Weetabix til að halda athygli sinni og starfsgleði í erli dagsins. ÞÚ KEMST LANGT Á EINNI KÖKU. ( EINNIG Á SUNNUDÖGUM > ÖRKIN1012-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.