Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1992 15 íslandi naut þannig óvenjulegra málahæfileika hans og verður skarðið vandfyllt. Jörundur hafði alla tíð brennandi áhuga á þjóðmálum og var víðlesinn og vel heima á flestum sviðum. Jörundur lagði stund á málvísindi við háskólann í Ósló í sjö ár, auk þess sem hann sótti sér fróðleik og þekkingu víða um heim. Mun hann hafa verið einn af lærðustu málvís- indamönnum á íslandi. Jörundur varði doktorsritgerð við háskólann í Leiden í Hollandi árið 1985 og fjallaði hún um rannsóknir hans á sviði tokkarískrar hljóðkerfisfræði, beygingarfræði og orðsifjafræði. Jörundur var ráðinn til stunda- kennslu við Háskóla íslands árið 1974 og kenndi þar síðan með hlé- um, en var ráðinn dósent árið 1989. Kynni okkar af Jörundi voru einkum til komin vegna sameigin- legs áhuga á knattspyrnu og skák. Það var glaðvær hópur ungra manna, sem hittist reglulega við knattspyrnu- og skákiðkun eða til þess eins að sjást og gleðjast sam- an. Á þeim árum voru menn fullir áhuga á þjóðfélagsmálum og þótti sjálfsagt að hafa skoðun á öllu mögulegu og liggja ekki á henni. Gátu umræður orðið mjög fjörugar og snarpar, því ekki voru menn ávallt á einu máli. í slíkum rökræð- um naut Jörundur sín vel, flug- mælskur og rökvís, og fljótur að greina kjarnann frá hisminu. Ávallt gengu menn ósárir frá þessum rimmum, enda gáskinn og kímnin skammt undan. Jörundur flíkaði ekki afburða málakunnáttu sinni. Þó fór ekki hjá því, að við yrðum hennar varir, er við heyrðum hann ræða við fólk af margvíslegu þjóðerni fyrirhafn- arlaust. Virtist þá einu gilda hvort töluð var enska, þýska, rússneska eða litháíska. Ef við gátum ekki orða bundist, og létum í ljos aðdáun okkar, brosti hann glettnislega og gaf í skyn, að þetta væri svo sem ekkert merkilegt. ' Með árunum hefur fundum hóps- ins fækkað, knattspyrnuiðkun að mestu lagst af og sjaldnar fengist tóm til skákæfinga. Einstaka tæki- færi hefur þó gefist í dagsins önn til að koma saman og endurnýja kynnin. Við minnumst ánægjulegs fundar fyrir um það bil tveimur árum. Þar var Jörundur hrókur alls fagnaðar sem fyrr, hafði þá ekki enn kennt þess sjúkdóms, sem nú hefur lagt hann að velli. Við kvödd- umst þá í þeirri vissu, að okkur væri ætlaður nægur tími til að hitt- ast og gleðjast saman aftur, en nú höfum við verið rækilega minntir á hve fallvölt slík vissa er. Það er sárt að sjá á bak góðum vini og erfitt að sætta sig við að slíkur efnismaður skuli horfinn á braut. Jörundur var þríkvæntur. Börn hans eru Þorgerður, fædd 24. júlí 1969, og Þorsteinn, fæddur 25. febrúar 1974. Eftirlifandi kona hans er Þuríður Elfa Jónsdóttir, sérkennari. Við vottum ástvinum Jörundar okkar dýpstu samúð. Megi minning- in um góðan dreng veita þeim styrk í þungbærri sorg. Bragi Krisljánsson, Egill Egils- son, Gunnar H. Antonsson. Vin sínum skal maður vinur vera og gjalda gjöf við gjöf. Hlátur við hlátri skyli höldar taka, en lausung við lygi. (Hávamál.) Menn eru sjaldan of oft minntir á mikilvægi góðra og kærleiksríkra samskipta þar sem virðing fyrir líf- inu er í hávegum höfð, því við vitum ekki betur en að eitt sinn skal hver deyja, þótt ýmis trúarbrögð boði upprisu og eilíft líf. Sumir fullyrða að þeir viti að dauðinn sé aðeins umbreyting, sálir séu eilífar eins og orðstír þeim sem góðan sér get- ur eins og Hávamál minna á. Við íslendingar höfum nýlega misst mætan vísindamann og merkan hugsuð, Jörund Hilmarsson. Eg varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Jörundi Hilmarssyni og fjölskyldu hans haustið 1977 er ég var við nám í Háskóla íslands ásamt Önnu Maríu, systur Jörundar. Við Anna María bundumst þá sterkum vináttuböndum sem hafa haldist síðan. Haustið 1978 fékk ég náms- styrk í eitt ár við Christian Albrecht háskólann í Kiel í Þýskalandi en haustið 1979 hlaut Jörundur Humb- olt-styrk og stundaði nám við sama háskóla. Við vorum því um skeið samtíma í Kiel og Jörundur tók við leiguíbúð minni þar. Auk tengsla í gegnum árin við ýmis tækifæri og vegna vináttu okkar Önnu Maríu lágu leiðir okkar nýlega aftur sam- an í Háskóla íslands veturinn 1990 til 1991. Jörundur lauk magistersprófi í indóevrópskri samanburðarmál- fræði frá Ósló, var í sérnámi í Viln- ius, París og Kiel en lauk doktors- prófi frá háskólanum í Leiden í Hollandi. Doktorsritgerð hans bar heitið „Rannsóknir á tokharískri hljóðkerfafræði, beygingarfræði og orðsifjafræði". Jörundur var dósent í almennum málvísindum við Há- skóla íslands og vann m.a. að tokh- arískri orðsifjabók síðustu misseri. Að Jörundi stendur öndvegisfólk í báðar ættir en hann var sonur hjónanna Þorgerðar Jörundsdóttur og Hilmars Garðarssonar lögfræð- ings. Eftirlifandi börn þeirra eru Anna María, fædd 1948, og Þor- steinn, fæddur 1957. Anna María vinkona og Jörundur bróðir hennar voru einstaklega samrýnd systkini sem deildu hamingju og sorgum á fallegan og skilningsríkan máta og báru takmarkalaust traust og kær- leika hvort til annars. Þótt Jörundi væri ljóst fyrir ári að hann gengi með ólæknandi sjúkdóm bar hann sig svo vel að enginn bjóst við and- láti hans svo skjótt sem raun varð á. Hann fékk hægt andlát og hélt reisn sinni og virðingu til hinstu stundar. Jörundur hafði ótal mannkosti, var göfuglyndur, hógvær, Ijúflynd- ur og leiftrandi greindur. Hann hafði rika kímnigáfu og töfrandi persónuleika. Hann hafði góða mál- tilfinningu enda var þekking hans í málvísindum mikil og hann hafði vald á fjölda tungumála. Jörundur var eini Islendingurinn sem talaði litháísku og var fyrsti konsúll Lit- háa. Þegar Landsbergis forseti Lit- háens kom hingað til lands var Jör- undur túlkur hans. Jörundur þýddi þá einu bók eftir Litháa, sem kom- ið hefur út á íslensku. Hún nefnist „Myllan á Barði eða undarlegir at- burðir sem urðu hér um árið í Otra- vatnshéraði“. Mál og menning gaf bókina út árið 1976. Það er skáld- saga sem enginn bókmenntaunn- andi ætti að láta fram hjá sér fara. í þýðingunni fer Jörundur á kostum, svo næmur er hann á tungumálin bæði. Hann ritar eftirmála við þýð- inguna og eys þar úr brunni þekk- ingar sinnar á bókmenntahefð balt- neskra þjóða. Hann ritar þar m.a.: „En ef þessi bók er dæmigerð fyrir hið baltneska menningarsvæði, þá er hún ekki síður dæmigerð fyrir höfundinn Kazys Boruta ... Kjör- orð hans var: „Lifðu af öllu afli.“ Hann reit sjálfur einhvers staðar: „Að lifa, það finnst mér vera eins og stormur, að æða og bijóta sér braut til þess sem maður þarfn- ast.““ Og Jörundur lýkur tilvitnun- inni og heldur áfram með þeim orð- um: „Það er einmitt þessi órói hjart- ans og stormur sem eru aðalstefið í „Myllunni á Barði“, en auk þess krossgöturnar, valið milli alls og einskis. Þar koma ljóslega fram persónueinkenni höfundar sjálfs. Þrátt fyrir hörmuleg endalok er að finna í „Myllunni á Barði“ trú á einfaldleika manneskjunnar, á góða eiginleika hennar, ástir og frelsi og sigur hennar yfir hinu illa að lokum. Trú á manneskjuna og trú á mátt vanalegs fólks eykur á fegurð frá- sagnarinnar sérstaklega þegar haft er í huga að bókin er samin á herná- msárum Þjóðveija. Heildaryfir- bragð bókarinnar einkennist af lif- andi ljóðrænu og þjóðlegri kímni sem koma fram í bæði efni og stíl og í báðum heimum frásagnarinn- ar, þeim raunverulega og í ævintýr- inu . . . Ýmsir siðir voru bundnir við hinar svokölluðu hátíðir lífsins svo sem fæðingu, nafngjöf, giftingu, dauða og fleira . . .“ (275.) Ástæða þess að ég vitna hér í eftirmálann er m.a. sú að Jörundur færði þjóð sinni dýrgrip með þýð- ingu bókarinnar. Mig grunar að hann hafi valið að þýða söguna vegna þess að persónueinkenni höf- undarins komu þar skýrt fram og ég tel Jörund hafa og fundið í kjör- orði höfundarins „Lifðu af öllu afli“ nokkra samsömun við sína eigin lífsskoðun, því hann lifði sjálfur „af öllu afli“ í ýmsum skilningi þeirra orða. Jörundur var heilsteyptur og rökfastur í skoðunum og trúr sann- færingu sinni og ígrundaði málefni vel áður en hann tók afstöðu til þeirra. Hann var vandlátur á ást- vini og lét engan sem kynntist hon- um ósnortinn. Hann bar mikla virð- ingu fýrir börnum, hvort sem það voru hans eigin börn eða annarra. Jörundur var þríkvæirtur og eign- aðist dóttur sína Þorgerði, 23 ára, í fyrsta hjónabandinu, son sinn, Þorstein, 18 ára, í öðru. Hann var kvæntur Þuríði Elvu Jónsdóttur er hann lést. Stutt en hamingjusamt hjónaband þeirra er huggun í þeim harmi sem andlát Jörundar er þeim sem standa honum næst. Elsku Anna María, Þorgerður eldri og yngri, Hilmar eldri og yngri, Sóley, Þorsteinn eldri og yngri, Jó- hanna, Steinunn, Þuríður og Árni Bjöm. Ykkur votta ég mína dýpstu samúð í þeirri þungu sorg sem and- lát Jörundar hefur í för með sér. Látum vísur úr litháísku ljóði sem Jörundur þýddi og birti í eftirmála „Myllunnar" hafa síðustu orðin, ásamt þeim fróðleik sem nauðsyn- legur er til að skýra val hans á ljóð- inu. Þar segir m.a.: „... í Lit- haugalandi var kristin trú ekki lög- leidd fyrr en á seinni hluta 14. ald- ar sem málamiðlun líkt og á íslandi en heiðni hélst lifandi meðal þjóðar- innar. En þó svo að ritöld hæfist ekki fyrr en með kristni áttu þessar þjóðir samt að sjálfsögðu munnleg- ar „bókmenntir“ sagnir og þó sér- staklega ljóð. Ljóðið (á litháísku daina) hefur löngum og allt frá ómunatíð verið líf og sál íbúa þess- ara landa. Líf og siðir, sorgir og gleði eru óþijótandi yrkisefni hverri kynslóð, enda má rekja þróun og uppbyggingu hins baltneska bændasamfélags allt frá steinöld fram til okkar daga í þessum daina- ljóðum. Jafnvel svo stuttur og lítil- vægur kapítuli í litháískri sögu sem strandhögg norræhna víkinga er sunginn í eftirfarandi daina í dæmi- gerðum tregablöndnum stíl: Systir mín, syngdu! Hví syngur þú ekki? Þú styðst fram á hendurnar og starir í gaupnir þér, Hvi skyldi ég syngja? Hví skyldi ég gleðjast? í túninu er skelfingin, skelfing í túninu. Skeggjaðir menn, menn frá hafinu, lðgðu að ströndinni, réðust inn í túnið. Guðbjörg Guðmundsdóttir. Jörundur Hilmarsson lést, langt um aldur fram, að morgni 13. ágúst sl. Fyrir sjónum mínum birtist hann yfirlætislaus, svipsterkur með ógleymanleg blá augu og ástúð undir alvarlegu yfirbragði. Það var bjart yfir heimili mínu þegar Jörundur kom í sína fyrstu heimsókn, hraustur og fallegur maður við hlið dóttur minnar. Með sína heillandi og fáguðu framkomu átti hann auðvelt með að vinna hug og hjörtu fjölskyldunnar. Gleðin ríkti og hamingjusólin hækkaði á lofti. Fyrir u.þ.b. einu ári dró bliku fyrir sól, Jörundur greindist með illvígan sjúkdóm. Tíminn sem í hönd fór var ekki auðveldur. Þrátt fyrir það var aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig þeim Þuríði og Jörundi tókst að bægja frá bitrasta kvíðanum og njóta hamingju sinnar og samveru hveija stund. Minnis- stæður var brúðkaupsdagur þeirra 25. maí sl. er sólin hellti geislum sínum yfir þau eftir langvarandi votviðri vorsins. Heillaóskir fylgdu þeim til dvalar og starfa á erlendri grund. Heim komu þau og með samstilltu átaki auðnaðist þeim að gera heimili sitt að þeim unaðsreit sem þau óskuðu fyrir sig og börn sín. Tíminn rann út — Jörundur kvaddi þetta líf með reisn eftir skamma sjúkrahúsdvöl. Helsár treginn nístir hjörtu þeirra sem áttu ást hans og umhyggju. Eftir stend- ur máttug minning um einstæðan mann, óbrotgjarn minnisvarði um lífsstarf hans á sviði málvísinda. Um leið og ég þakka fyrir þann tíma sem ég fékk notið nærveru Jörundar votta ég dóttur minni, börnum hans og stjúpbörnum, for- eldrum og systkinum, vinum pg frændgarði mína dýpstu samúð. Ég bið honum fararheilla á ljóssins braut. — Blessuð sé minning hans. Guðbjörg Lilja Maríusdóttir. Æskuvinur minn Jörundur er látinn langt um aldur fram. Hvílíkt reiðarslag fyrir eiginkonu, ijöl- skyldu og vini. Á Vesturgötu 19 bjuggu undir sama þaki foreldrar Jörundar, Þor- gerður Jörundsdóttir og Hilmar Garðarsson, systkinin Anna María og Þorsteinn, Anna Pálsdóttir amma Jörundar og langafi Þor- steinn. Þarna var yndislegt að vera og naut ég gestrisni og höfðing- skapar þessa góða fólks í mörg ár og verður það seint þakkað. Æsku- minningar ryðjast fram í hugann. Æska okkar Jörundar á Vesturgöt- unni, hann á nr. 19, ég 18, sam- tvinnuð í minningunni. Við urðum vinir snemma, vorum saman í flestu, sem ungir drengir taka sér fyrir hendur, í leikjum og íþróttum, veiðum af bátabryggjum o.fl. Jör- undur kenndi mér að safna frí- merkjum og tefla. Við gerðum okk- ar prakkarastrik og nutum nærveru hvor annars. Við sátum jafnvel tím- unum saman hvor í sínu horni, hvor með sína bók og lásum. Við vorum „alætur" á bækur. Við lásum jafn- vel allar stelpubækur, sem við náð- um í. Svona leið lífið í gleði og leik allt fram á unglingsárin, en þá flutti fjölskylda Jörundar inn í Sólheima, en við héldum alltaf sambandi, sem styrktist síðan aftur er við urðum sessunautar í máladeild MR og sam- stúdentar 1966. Jörundur var sér- lega greindur og frábær málamaður og kom ekki á óvart að framhalds- námið var tengt tungumálum. Sam- anburðarmálfræði stundaði hann fyrst um sinn í Noregi og síðan í Litháen og víðar. Hann vann ötull við að afla sér þekkingar á sínu sviði og skrifaði bækur og greinar til að miðla öðrum af rannsóknum sínum á sviði málvísindanna. Hann hafði fjölda tungumála á valdi sínu. Jörundur talaði við mig í apríl sl. og sagðist ætla að segja mér góðar fréttir og slæmar. Hann sagði mér, að hann ætlaði að kvænast unnustu sinni Þuríði Jónsdóttur hinn 25. maí og bað mig að taka myndir af þeim og fjölskyldunni þann dag. Síðan töluðum við um alla heima og geima og hann sagði mér fréttir af börnum sínum, þeim Þorgerði og Þorsteini, sem hann unni mjög, en þegar hann ætlaði að kveðja spurði ég: „Hveijar eru slæmu fréttirnar?" Þá sagði hann mér frá sjúkdómnum, sem nú hefur lagt hann af velli aðeins fjórum mánuðum síðar. Jörundur hafði góðar vonir um að hann kæmist yfír veikindin og miðaðist allt hans líf við það. Góður drengur, eiginmaður, fað- ir, bróðir, sonur og sannur vinur er horfinn af sjónarsviðinu. Söknuð- urinn er mikill. Af hveiju var hann tekinn frá okkur? Hann sem átti svo mikið eftir ógert. Því verður ekki svarað. Lífið er oft óréttlátt. Megi góður guð veita fjölskyldu Jörundar nægan styrk í sorginni. Blessuð sé minning hans. Jóhannes Long. Mjög góður vinur minn, Jörundur Hilmarsson, lézt hinn 13. ágúst í Landspítalanum. Hann háði baráttu við illvígan sjúkdóm, sem bar hann að lokum ofurliði. Jörundur var elztur þriggja systkina. Faðir hans er Hilmar Garðarsson, sem var lengi með- stjórnandi Gamla Bíós, en er nú skrifstofustjóri Gjaldheimtunnar í Reykjavík. Móðir hans er Þorgerður Jörundsdóttir ættuð frá Hrísey. Fyrstu kynni mín af Jörundi voru i KR, en við vorum miklir áhuga- menn um knattspyrnu á yngri árum. Einnig vorum við í hópi vina, sem tefldu skák og spiluðu brids. Minnist ég þess að amma hans, Anna Pálsdóttir, var ötul að kenna okkur að spila brids og komum við félagar oft til hennar á Vesturgöt- una. Það var svo síðar á skólaárum okkar að við byijuðum að stunda anda- og gæsaveiðar á Rangárvöll- um og bast þá náinn kunningskapur með okkur og Andrési Fjeldsted. Jörundur hafði einstakan hæfileika við veiðarnar, en það var að hann hafði óvenju skarpa sjón og gat greint bráðina úr órafjarlægð. Á menntaskólaárum hans komu fljótt í ljós sérstakir tungumála- hæfileikar. Hann var dyggilega studdur af foreldrum sínum og fór til Bretlands og Þýskalands í náms- ferðir. Eftir stúdentspróf fór hann til Ósló og stundaði nám i indóevr- ópskri samanburðarmálfræði og lauk magister-prófi frá háskólanum þar. Einnig nam hann eitt ár við háskólann í Vilnius í Litháen og talaði hann litháísku reiprennandi eins og fleiri tungumál, sem honum reyndist létt að læra. Jörundur var víðlesinn og hafði jafnt áhuga á tungurnálum og menningu margra landa. í gegnum málvísindanám sitt hafði hann lært SJÁBLS.27. -allt að 50% afsláttur ♦♦♦ á sjónvarpstækjum, hljómtækjum, myndbandstækjum, örbylgjuofnum, bíltækjum, myndböndum, kassettum, heyrnartólum, hátölurum, útvarpsvekjurum, gelslaspilurum, hljómtækjaskápum og mörgu, mörgu fleira ! SKIPHOLT119 SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.