Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1992 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1992 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías lohannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, simi 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Kerfissteinar í stað brauðs Félagsleg aðlögun situr í höf- uðsæti, ekki menntunin í beinhörðum skilningi þess orðs,“ segir Sigrún Davíðsdóttir í Kaupmannahafnarbréfi hér í blaðinu þar sem hún fjallar um danska grunnskólakerfið. „Sem liður í þessu þroskastarfi hafa próf og einkunnir verið aflögð nema í tveimur síðustu bekkjun- um, upp að því er aðeins vitnis- burður án talna. Nú leggja jafn- aðarmenn til, en flokkur þeirra er helsti kerfíssmiður hins danska samfélags, að prófin verði með öllu aflögð og í stað þeirra komi verkefnavinna, gjarnan hópvinna, sem verði metin án talna og undir þetta taka kennarasamtökin.“ Bertel Haarder, kennslumála- ráðherra Dana, sem kemur frá Vinstri flokknum, er á annarri skoðun. Hún boðar endurskoðun danska grunnskólakerfisins. Hún vill halda í prófin, meðal annars sem hvata til náms- árangurs. Hún mælir gegn því, að rýra faglegar menntunar- kröfur með það að yfirvarpi að þann veg megi jafna út hugsan- legan aðstöðumun nemenda til náms. Sigrún Davíðsdóttir segir í Kaupmannahafnarbréfí sínu, að í dönsku samfélagi, þar sem tíu af hveijum hundrað einstakling- um á vinnualdri gangi atvinnu- lausir, gildi það að vera fljótur „að tileinka sér hlutina, læra, kunna og sýna frumkvæði. Þeg- ar nemendur streyma út úr grunnskólanum með létta lær- dómsbagga hefur hluti þeirra stuðning heiman að. Frá foreldr- um sem af veikum mætti hafa reynt að halda að þeim bókum, sem ekki sjást í skólanum, og reynt að innblása bömunum metnað í kerfí, sem álítur metn- að af hinu illa. Hinn hlutinn hefur engan stuðning heiman að og lítinn skilning á að mennt- un skipti máli. Það skyldi þó ekki vera að kerfið hafí svikið þá sem standa höllum fæti í samfélaginu og gefið þeim steina í nestið í staðinn fyrir brauð,“ spyr bréfritari. Ekki er hægt að setja sama- semmerki milli dansks og ís- lensks skólakerfís. Samt sem áður liggur ljóst fyrir, að við höfum gjarnan haft hliðsjón af norrænni skólaþróun, ekki síst skólaskipan í Danmörku og Sví- þjóð, í eigin stefnumörkun í þessum efnum. Það er því ekki út í hött að ætla, að við eigum við sömu eða svipuð vandamál að stríða og vikið er að í tilvitn- uðu Kaupmannahafnarbréfi. Við höfum og getum sitt hvað lært af fræðslukerfum Dan- merkur, Noregs og Svíþjóðar. Við eigum ekki síður að draga lærdóm af þeim mistökum sem grannþjóðir okkar hafa gengið í gegn um í þessum efnum. Við eigum þann veg að forðast að apa eftir úreltar kerfishugmynd- ir í skólamálum sem „svikið hafa þá sem standa höllum fæti í samfélaginu og gefið þeim steina í nestið í staðinn fyrir brauð“, eins og Sigrún Davíðs- dóttir kemst að orði í bréfí sínu. Við eigum, samhliða því að nýta það besta úr reynslu annarra þjóða, að feta okkar eigin leiðir í fræðslumálum, varðveita það „baðstofuandrúm“ sem fylgt hefur þjóðinni á langri leið. Við þurfum til dæmis, í kjölfar stór- aukinna samskipta við umheim- inn, bæði efnahagslegra og menningarlegra, að leggja vax- andi áherslu á kennslu móður- málsins, íslenskra bókmennta og íslandssögu, bæði í grunn- skólum og framhaldsskólum. Það skiptir og miklu máli hvern veg er staðið að vali kennsluefnis. Þann veg eiga fag- leg, sagnfræðileg sjónarmið að ráða kennsluefni íslandssögu og mannkynssögu fremur en fé- lagsfræðileg eða hugmynda- fræðileg, sem geta verið skálka- skjól innrætingar. Þannig eiga bókmenntaleg og fagurfræðileg sjónarmið að ráða vali ljóða og skáldverka fremur en þjóðfé- lagsfræðilegt umfjöllunarefni skáldskaparins. Öll menntun á að ganga út á að gera einstakl- inginn færan um að móta eigin afstöðu til manna og málefna fremur en að innræta honum einhveijar kerfísmótaðar skoð- anir. Bertel Haarder, kennslumála- ráðherra Dana, hefur boðað end- urskoðun danska grunnskóla- kerfísins. Það verður fróðlegt að sjá, segir Sigrún Davíðsdóttir í Kaupmannahafnarbréfi sínu, hvern veg henni verður ágengt í samskiptum sínum við „skóla- pólitíkusana“. Það er full ástæða til að fylgjast grannt með þeim málalyktum. En meginmálið er að móta íslenska skólastefnu sem leggur höfuðáherslu á, að hver einstaklingur megi ná þeim þroska og þeirri þekkingu, sem hæfíleikar hans standa til. Al- menn og alhliða menntun er besti vegvísir einstaklings og þjóðar til betri framtíðar. Ályktun aðalfundar Landsamtaka sauðfjárbænda á Fluðiim Möguleikar á stofnun búvöru- markaðar verði grandskoðaðir MARKAÐSMÁL og umræður um þau settu mikinn svip á aðalfund Landsamtaka sauðfjárbænda á Flúðum í gær. Gunnar Einarsson, bóndi á Daðastöðum á Melrakka- sléttu, mæiti fyrir því að gefa kjöt- markaðinn alfarið fijálsan. Bragi Gunnlaugsson, bóndi á Setbergi í Kjötiðnaðar- stöðvum heimilt að verðmerkja með leiðbein- andi smá- söluverði Á FUNDI Verðlagsstofnunar í gær var samþykkt bókun um verðmerkingar á kjötvörum, þar sem segir að kjötiðnaðar- stöðvum sé heimilt að verð- merkja afurðir með leiðbein- andi smásöluverði, en á umbúð- um þurfi hins vegar að koma skýrt fram að um leiðbeinandi verð sé að ræða. Ennfremur skuli verðmerkingarnar vera þannig úr garði gerðar að mögnlegt sé að merkja annað smásöluverð en hið leiðbein- andi verð. Að sögn Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra hefur smásöluá- lagning á unnum kjötvörum hækkað mikið undanfarin ár, en Verðlagsráð hafí ekki þótt ástæða til að banna leiðbeinandi verð- merkingar kjötiðnaðarstöðvanna. Ráðið telji að sá háttur sem tíðk- ast hefur við verðmerkingar kjöt- iðnaðarstöðva á afurðunum hafi dregið úr verðsamkeppni á milli smásöluverslana, en hins vegar dragi það úr kostnaði smásölu- verslunarinnar ef unnar kjötvörur eru þyngdar- og verðmerktar hjá kjötiðnaðarstöðvunum. Til að örva samkeppni í sölu unnina kjötvara án þess að auka kostnað smásölu- verslana vegna verðmerkinga hef- ur Verðlagsráð nú samþykkt að heimila kjötiðnaðarstöðvum að verðmerkja afurðir með leiðbein- andi verði. Fellum, telur að bændur eigi að koma á búvörumarkaði sem þeir stjórni sjálfir. Fundurinn samþykkti að skora á stjórnir Landsambands- ins og stéttarsambands bænda að grandskoða möguleika á að stofna og reka slíkan alhliða íslenskan búvörumarkað á höfuðborgarsvæð- inu. Valdimar Einarsson, ráðunaut- ur hjá Búnaðarsambandi Vestur- lands, reifaði hugmyndir um að sauðfjárbændur mynduðu sölusam- tök. Fundurinn samþykkti að beina því til sljórnar að taka þær hug- myndir til rækilegrar skoðunar. Kristinn Guðnason, bóndi á Skarði í Landsveit, segir að bændur þekki það kerfi sem þeir boði nú og séu ragir við að stíga nokkur skref til breytinga á því. Bragi á Setbergi segir að með nýjum búvörusamningi sem tekur gildi 1. september næstkomandi sé alveg ljóst að bændur og sláturleyfishafar beri alfarið ábyrgð á sölunni og þeir hljóti því að grípa til sinna ráða. Bragi kveðst vera hlynntur því að stofnaður verði samtengdur búvöru- markaður fyrir allt landið og segist ekki vera í vafa um að slíkur markað- ur líti dagsins ljós fyrr eða síðar. Bragi segir að milliliðakostnaður og álagning á landbúnaðarafurðir sé alltof há. „Milliliðirnir og verslunin hafa brugðist því sem þeim var til trúað,“ segir Bragi. „Búvörumarkaður hefur engan tilgang nema hann geti lækk- að milliliðakostnað en eins og staðan er nú er búvörumarkaður nánast eina vöm sem við höfum.“ Salvar Júlíusson, bóndi í Jórvík í Álftaveri, bendir á að allt verð á kindakjöti sé bundið í samningum upp að smásölustiginu, þar sem álagningin er frjáls. Hann segir að hvergi sé tryggt að sú 4% raunlækk- un á kjötverði til bænda sem samið hefur verið um skili sér til neytenda. Kristinn Guðnason á Skarði er þeirrar skoðunar að stefna eigi að sem mestu frjálsræði með verslun á kindakjöti. „Það er óskiljanlegt klúð- ur ef við getum ekki haldið áfram að framleiða lambakjöt hér,“ segir Kristinn. „Hér ætti ekki að vera auð- veldara að framleiða neitt annað kjöt. Samt sækja aðrar kjöttegundir á með stöðugt meiri þunga. Ef við spyrnum ekki við fótum nú spái ég því að við endum með 2.000 tonna ársfram- leiðslu á dilkakjöti." Kristinn kveðst ekki vera afhuga hugmyndinni um samtengdan kjöt- markað bænda en segir að slíkur markaður hafi engan tilgang nema verðið á lambakjötinu verði hreyfan- legt. Hugmyndir Valdimars Einarsson- ar, ráðunauts, um sölusamtök sauðfjárbænda fela í sér tvenns kon- ar skilaverð til bænda. Annars vegar verð upp að neðri mörkum greiðslu- marks, eða 6.400 t, það áætlar Valdi- mar í dag 410 kr. kílóið og af því væru 240 kr. í formi beinnar greiðslu úr ríkissjóði. Fyrir framleiðslu um- fram greiðslumark fengju bændur hins vegar 170 kr. fyrir kílóið sam- kvæmt hugmyndum Valdimars. „Með beinum greiðslum upp að greiðslumarki hafa sauðfjárbændur tryggt sér ákveðinn tekjustofn," seg- ir Valdimar. „Þessar beinu greiðslur á að nota til að stýra framleiðslunni og gefa verð á umframframleiðslunni fijálst." Kristinn á Skarði segir að sér lítist vel á þessar hugmyndir Valdimars. „Ef bændur treysta sér til þess að framleiða lambakjöt fyrir minna verð er sjálfsagt að þeir fái að gera það,“ segir Kristinn. Hann bætir því við að núverandi kerfi í sauðfjárbúskað leiði beint til glötunar. „Ef nánast ekkert verður úr sölu á sauðfjárkvóta eins og allt bendir til sem stendur þýðir það 20% flatan niðurskurð á öll sauðfjárbú," segir Kristinn. „Ég reikna tæpast með því að nokkurt hreint sauðfjárbú standi slíka aðgerð af sér.“ Valdimar Einarsson bendir á að í núverandi kerfi séu það afurðastöðv- amar sem eigi birgðirnar af kinda- kjöti en bændur sitji uppi með vand- ann af birgðasöfnun. Hann telur að með stofnun sölusamtaka sem önnuð- ust sölu á heilum skrokkum til af- urðastöðvanna mætti draga úr vand- anum bæði hjá bændum og afurðar- stöðvum sem þá sætu ekki uppi með óunnar birgðir. Sláturkostnaður var einnig mjög til umræðu á aðalfundi Landsamtaka sauðfjárbænda. Menn voru almennt sammála um að hann væri óeðlilega hár og koma yrði á aukinni hagræð- ingu í slátrun. „Ef við ætlum að lifa af verðum við að koma á aukinni hagkvæmni í rekstri búanna, slátmn, vinnslu, og dreifingu afurðanna og skila þeirri hagkvæmni inn á borð neytendanna en ekki láta þetta allt drukkna í milliliðunum," segir Bragi á Setbergi. Kostnaður við kj ötsframleiðslu meíri hér á landi en í Skotlandi Sláturkostnaður margfalt hæm og áburður nær tvöfalt dýrari SLÁTURKOSTNAÐUR lamba er margfalt hærri hér á landi en í Skot- landi og einnig sölukostnaður á niðurhlutuðu dilkakjöti. Þá eru áburður og ýmis lyf allt að tvöfalt dýrari hér á landi en í Skotlandi. Þetta kom fram í erindi Gunnar Einarssonar bónda á Daðastöðum á Melrakkasléttu á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í gær. Hann sagði að ef flytja ætti kjöt hingað til lands yrðu bændur hér að gera þær kröfur að þeir búi við sömu ytri aðstæður og bændur í nágrannalöndunum, t.d. Skotlandi. Gunnar Einarsson tók sér ferð á hendur til Skotlands í sumar til að kynna sér aðstæður skoskra íjár- bænda í sumar, og var kveikjan að því upplýsingar um að áburðarverð þar í landi væri mun lægra en hér. Hertar reglur vegna heimaslátrunar Oskað verður aðstoðar lögreglu ef ástæða þykir BREYTINGAR hafa verið gerðar á reglum er snerta slátrun búfjár þar sem á undanförnum árum virðist svo sem slátrun utan sláturhúsa hafi færst í aukana. í þessum nýju reglum er kveðið á um að eftirlits- aðila beri að farga kjöti af ólöglega slátruðum gripum, og óskað verði eftir því við dómsmálaráðuneytið að lögreglan aðstoði eftirlitsaðila við að framfylgja breyttum ákvæðum um slátrun ef sérstakt tilefni gefst til. í fréttatilkynningu frá yfirdýra- lækni og Hollustuvernd ríkisins kem- ur fram að margvíslegar ástæður séu fyrir ströngum ákvæðum um slátrun búfjár. Slátrun sé eitt af frumstigum matvælaframleiðslu og nauðsynlegt að hún fari fram við aðstæður sem tryggi að afurðirnar séu af heilbrigð- um skepnum og hafí ekki orðið fyrir mengun eða skemmdum vegna rangrar meðhöndlunar. Kjötstimpill sé trygging neytenda fyrir því að kjötið sé af grip sem hafi yerið slátr- að samkvæmt ströngum heilbrigð- iskröfum, og þá sé eftirlit með aflíf- unaraðferðum mikilvægt út frá dýra- verndunarsjónarmiðum. Slátrun skuli fara fram á löggiltu sláturhúsi ef selja á afurðir eða dreifa þeim á annan hátt, og þeim einum sem eru ábúendur á lögbýlum utan kaupstaða og kauptúna sé heimilt að slátra hæfilegum fíölda til eigin neyslu. Óheimilt sé að selja þessar afurðir eða dreifa þeim á annan hátt frá lögbýlinu, t.d. til gjafa. Bent er á að neytendur skuli hafa í huga að sérhæft eftirlit sé ekki með heilnæmi afurða né hreinlæti við slátrun búíjár utan sláturhúsa, og sú hætta því alltaf fyrir hendi að slíkar afurðir geti verið hættulegar heilsu manna. Með hliðsjón af þessu beri að tryggja með öllum ráðum að neytendum sé ekki boðið heimaslátrað kjöt í versl- unum, á veitingastöðum eða öðrum sölustöðum, en neytendur eigi kröfu á að þær afurðir sem í boði eru séu heilbrigðisskoðaðar. Þá segir í fréttatilkynningunni að sláturhúsin séu veigamikill hlekkur í vömum gegn búfíársjúkdómum, en við lögbundna kjötskoðun í slátur- húsi sé mögulegt að fylgjast með útbreiðslu búfjársjúkdóma og bregð- ast fyrr við ef sjúkdómar koma upp. Þá sé ógjörlegt að fylgjast með förg- un úrgangs ef slátmn fer fram ann- ars staðar en í löggiltum sláturhús- um, en mikil mengun geti hlotist af ef ekki sé rétt að henni staðið. Gunnar sagði að í Skotlandi kostaði tonnið af 20-10-10 áburði sem svar- aði 12.688 krónum en hér á landi væri verðið á sama áburði u.þ.b. 23.000 krónur. Gunnar sagði að bændur á íslandi notuðu 50 þúsund tonn af áburði á ári svo þarna væri um mörg hundmð milljónir króna að ræða og mörg hundruð þúsund krónur hjá hvetjum bónda. Þá kom fram hjá Gunnari að skammtur af algengu ormalyfi kostaði 15 krónur í Skotlandi en 32 krónur á Islandi. Hins vegar væri verð á ýmsum tækjum og öðrum aðföngum til land- búnaðar svipað í löndunum tveimur og til dæmis væru dráttarvélar og bindivélar ódýrari hér á landi. Tók Gunnar dæmi af Deutz-Fahr dráttar- vél sem kostaði um 2,5 milljónir í Skotlandi en 2 milljónir hér á landi. Gunnar kannaði sláturkostnað sem er nokkuð mismunandi milli árstíma og ára. Fyrstu vikuna í júlí sagði Gunnar að sláturkostnaður og heild- sölukostnaður í Skotlandi hefði verið 32 krónur á kíló, uppboðsgjald af sölu- verði 6 krónur og sjóðagjöld 4,35 kr. Til samanburðar sagði Gunnar, að sláturkostnaður lamba hér á landi væri 146,59 krónur á kíló auk 16 króna í sjóðagjald. Þá bar Gunnar m.a. sarnan smá- söluálagningu og sagði að heildar sölukostnaður í heilum og hálfum skrokkum væri 34 krónur eða 476 krónur á meðalskrokk. í Skotlandi væri þessi kostnaður 66 krónur á kíló eða 926 krónur á skrokk. Ef hins vegar væri reiknuð heildarálagning miðað við að selja skrokkinn í súpu- kjöt, læri, hrygg og slög, sé sölukostn- aður á íslandi 2.122 krónur án virðis- aukaskatts, en 2.653 með skatti sem þýddi 190 krónur á kíló. í Skotlandi sé heildarálagning 1.298 krónur og enginn skattur leggist á, eða 93 krón- ur á kíló. Atta leikverk frumsýnd á 96. leikári Leikfélag Reykjavíkur Starfshópur Leikfélags Reykjavíkur leikárið 1992-1993 Nýtt leikrit eftir Björn Th. Björns- son um Dunganon fyrsta verkefnið ÁTTA leikrit verða tekin til sýninga á tveimur sviðum Borgarleik- hússins á komandi vetri. Um er að ræða fjölbreytt verkefni, gömul og ný, íslensk og erlend. Fyrsta frumsýning verður hinn 18. septem- ber en það er nýtt íslenskt leikrit eftir Björn Th. Björnsson og nefn- ist það Dunganon. Þá verða einnig frumsýnd tvö verk eftir Anton Tsjekov og gamanleikur eftir bandaríska leikritahöfundinn Neil Sim- on. Tveir söngleikir verða frumsýndir, sinn hvoru megin við ára- mót. Barnasöngleikurinn Ronja ræningjadóttir og Blóðbræður eftir Willy Russel. Síðla vetrar verða loks tvö verk tekin fyrir; Dauðinn og stúlkan eftir Chile-búann Ariel Dorfman og Tartuffe eftir gaman- Leikarar og aðrir starfsmenn leik- hússins komu í upphafi vikunnar aftur til vinnu eftir sumarfrí. Við blasir 96. leikár leikfélagsins. Á síð- asta ári komu um 80 þúsund gestir í leikhúsið og metsókn var á leikrit Kjartans Ragnarssonar Þrúgur reið- innar. í samtali við Morgunblaðið kvað Sigurður Hróarsson leikhús- stjóri fjölbreytni verða í hávegum hafða í vetur enda komi verkin frá öllum heimshornum. „Við munum bjóða upp á allar tegundir leikrita, hvort sem um er að ræða gaman- leiki, söngleiki, barnaleikrit eða sí- gild verk gamalla meistara. Það er staðföst trú okkar að áhorfendur taki okkur vel eins og þeir hafa gert í allri sögu leikfélagsins." Fyrsta frumsýning leikhússins er á nýju íslensku verki Björns Th. Björnssonar, sem hlotið hefur nafnið Dunganon. Sigurður segir það mjög athyglisvert leikrit sérstaklega sé tillit tekið til þess að sagan er sönn. Verkið er að hans mati kómískt og það bregður birtu á brot af ævi Karls Einarssonar sem jafnan var kallaður Dunganon eða hertoginn af St. Kilda og talinn ein sérkenni- legasta persóna þessarar aldar. Hjalti Rögnvaldsson mun túlka þessa persónu á Stóra sviðinu en hann hefur um langa hríð dvalist í Noregi. Brynja Benediktsdóttir mun leikstýra verkinu en þetta er í fyrsta skipti sem hún leikstýrir í Borgar- leikhúsinu. Frumsýningardagur hef- ur verið ákveðinn 18. september. Seint í október verða tvö verk sett upp samtímis á Litla sviðinu. Bæði eru eftir hinn þekkta Anton Tsjekov en þau eru skrifuð annars vegar í upphafi ferils hans og hins vegar í lok hans. Leikritin, Platanov og Vanja frændi, verða sett upp í sömu umgjörð og leikin af sömu leikurunum. Þau eru keimlík og mun Kjartan Ragnarsson annast upp- setninguna. Sú er ætlun leikfélags- ins að bjóða upp á bæði verkin í einni kvöldsýningu og einnig aðskil- in sem tvö verk. Sigurður telur þessa nýbreytni munu án efa vekja mikla athygli enda lofar hann því að fram komi ný kómísk hlið á Tsjekov í þessari uppsetningu. Boðið verður upp á gamanleik á Stóra sviðinu frá og með október en hann er eftir bandaríska leikrita- höfundinn Neil Simon. Verkið, sem á íslensku nefnist Heima hjá ömmu, lýsir óvenjulegu heimilishaldi hjá aldraðri þýskri konu og tveimur son- arsonum hennar í New York, en hún neyðist til að taka þá i fóstur. Leik- ritið, sem Hallmar Sigurðsson leik- stýrir, hefur hlotið fjölda verðlauna þar á meðal Tony-verðlaunin og Pulitzer-verðlaunin. Leikfélagið mun bjóða upp á fjöl- skylduskemmtun í lok desember þegar það frumsýnir barnasöngleik- inn Ronju ræningjadóttur. Leikgerð- in, sem sýnd verður á Stóra sviðinu í leikstjórn Ásdísar Skúladóttur, er eftir Astrid Lindgren en bætt hefur verið við söngvum danska laga- smiðsins Sebastians. Þetta er að sögn Sigurðar í annað skipti sem barnaleikrit er sett upp á Stóra sviði leikfélagsins en börn hafa jafnan verið stór hluti gesta leikfélagsins. Annar söngleikur verður settur upp á Stóra sviðinu í janúarmánuði. Hann heitir Blóðbræður og er eftir Willy Russel, sem þekktur er fyrir að hafa skrifað leikrit á borð við Ríta gengur menntaveginn, „Educ- ating Rita“, og Sigrúnu Ástrósu. Söngleikurinn, sem gengið hefur í fimm ár í leikhúsum ytra, greinir frá örlögum tvíbura sem alast upp við ólík kjör. Leikstjóri er Halldór E. Laxness. Síðla vetrar eru fyrirhugaðar frumsýningar á tveimur verkum. Á Litla sviði verður boðið upp á verk, sem hlotið hefur góða dóma um heim allan, eftir Chile-búann Ariel Dorfman. Það nefnist Dauðinn og stúlkan í íslenskri þýðingu. Þetta verk er skilgreint sem spennandi sálfræðilegt og pólitískt leikrit og mun Páll Baldvin Baldvinsson leik- stýra því. Að lokum verður á Stóra sviði frumsýnd ný leikgerð Þórs Túliníusar á sígildum gamanleik Moliere sem ber nafnið Tartuffe. Verkið hefur nýlega verið þýtt en það gerði Pétur Gunnarsson. Borgarleikhúsið hyggst kynna starfsemi sína milli klukkan 14 og 18 næstkomandi sunnudag og býður að því tilefni alla velkomna. Þá verð- ur opið hús og munu leikarar og aðrir starfsmenn leiða gesti í allan sannleika um vetrarstarfið. Leikskólagjöld fyrir böm náms- nianna hækkuð um 6 til 51,5% Borgarráð Leikskólarýmum námsmanna fjölgar um 40 MEIRIHLUTI borgarráðs hefur samþykkt tillögu stjórnar Dagvistar barna um hækkun á leikskólagjöldum barna námsmanna á leikskólum borgarinnar. Hækkunin er minnst 6% fyrir fimm stunda gæslu á dag en nær 51,5% fyrir níu stundir. Gjald fyrir einstæða námsmenn verður óbreytt. I bókun meirihlutans kemur fram að hækkunin sé í samræmi við samkomulag milli Reykjavíkurborgar og Félagsstofnunar stúdenta. Á fundi borgarráðs kom fram til- laga frá minnihlutanum um að leik- skólagjöld námsmanna yrðu óbreytt frá því sem verið hefur og gert væri ráð fyrir í 7. gr. samningsins við Félagsstofnun stúdenta um dag- vistaruppbyggingu á Háskólalóð. Tillagan var felld með 4 atkvæðum gegn 1 en tillaga stjórnar Dagvistar barna samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins óskuðu eftir að bókað yrði að vegna sumarleyfa hafí ekki verið unnt að kynna endanlegan samning milli Félagsstofnunar stúdenta og Reykjavíkurborgar fyrir stjórn Dag- vistar barna áður en hann var stað- festur í borgarráði. „Það skal tekið fram að fullt samkomulag var um öll efnisatriði samningsins, milli samningsaðila. Samningur milli Reykjavíkurborgar og Félagsstofn- unar stúdenta felur í sér umtals- verða fjölgun leikskólarýma og jafn- framt nýja möguleika á dvalartíma barna stúdenta. Þannig gefst í reynd fleiri stúdentum en nú er kostur á leikskólarýmum fyrir lægra verð en í einkareknum leikskólum og hjá dagmæðrum, þrátt fyrir breytingar á gjaldskrá. Með nýrri gjaldskrá er það tryggt að stúdentar fái a.m.k. 6 klst. dvöl fyrir sama verð og þeir áður greiddu fyrir heilsdagsdvöl." Fyrir fimm stundir á leikskóla hækkar gjald námsmanna úr 6.600 krónum í 7.000 krónur eða um 6% en almennt gjald er 7.500 krónur. Sex stundir hækka úr 7.100 krónum í 8.600 krónur eða um 21% en al- mennt gjald er 8.800 krónur. Átta stundir hækka úr 8.600 krónum í 12.000 krónur eða um 39,5% en almennt gjald er 14.000 krónur. Níu stundir hækka úr 9.500 í 14.400 eða um 51,5% en almennt gjald er 16.000 krónur. í bókun meirihlutans er tekið fram að þessar hækkanir séu í samræmi við 7. gr. samkomulags milli Reykja- víkurborgar og Félagsstofnunar stúdenta. „Með þessum samningi er leikskólarýmum, sem sérstaklega eru ætluð námsmönnum, fjölgað um 140 í 180 og auk þess er stuðlað að betri nýtingu þeirra. Þetta mál var kynnt af fulltrúum Félagsstofn- unar stúdenta fyrir hagsmunanefnd stúdentaráðs." í bókun Elínar G. Ólafsdóttur, Kvennalista, er mótmælt harðlega allt að 53% hækkun á leikskólagjöld- um námsmanna og þeim vinnu- brögðum að farið var framhjá stjórn Dagvistar barna og hækkunin síðan afgreidd á aukafundi á afbrigðileg- um fundartíma á sumarleyfistíma. „Ég mótmæli Iíka sérstaklega þeirri hugsun meirihlutans að hækka gjöldin meira eftir því sem dvöl barna lengist á leikskóla. Þetta allt tekur af tvímæli um hversu skiln- ingsleysi meirihlutans er algjört varðandi þörf námsfólks fyrir þessa sjálfsögðu þjónustu.“ Sigrún Magnúsdóttir, Framsókn- arflokki, undraðist ósvífin vinnu- brögð meirihluta Dagvistar bama svo og borgarráðs á hvernig Félags- stofnun stúdenta væri meðhöndluð. „Fyrst er gert samkomulag í júlí við stúdenta sem bæði stúdentar og borgarráð samþykkir, mánuði síðar koma svo borgaryfirvöld í bakið á stúdentum með gífurlegri gjald- skrárhækkun.“ Ólína Þorvarðardóttir, Nýjum vettvangi, lagði fram bókun og harmaði hvemig borgaryfirvöld komi aftan að stúdentum, sem eigi undir högg að sækja hjá sjálfstæðis- mönnum um þessar mundir. „Allur aðdragandi málsins er borgaryfir- völdum til háborinnar skammar.“ Að öðru leyti vísaði hún til bókunar í stjórn Dagvistar bama. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins vísuðu í sinni bókun á bug þeirri fullyrðingu um að aukafundur í stjórn Dagvistar barna hafi verið haldinn á afbrigðilegum tíma og án samráðs við stúdenta. „Aukafundur- inn var boðaður með fullkomlega eðlilegum hætti og það ítrekað að fullt samráð var haft við fulltrúa stúdenta, enda hækkun á alm. gjald- inu liður í samkomulagi Félagsstofn- unar stúdenta og Reykjavíkurborg- ar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.