Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. AGUST 1992 ...---- '/ CI(.■ fclk f fréttum Morgunblaðið/Árni Sæberg AFMÆLI Jón S. Steinþórsson 100 ára Fjöldi gesta heiðraði Jón S. Steinþórsson, fyrrum skipstjóra, á 100 ára afmælisdegi hans laugar- daginn 22. ágúst. Jón er fæddur í Dalshúsum í Önundarfirði og stundaði lengi sjóinn, sem háseti og skipstjóri. Myndin er tekin í kaffisamsæti í Hall- grímskirkju til heiðurs afmælisbarninu. Jón sést taka á móti einum gestanna fyrir miðju. ASTIN Hyllir undir brúðkaup í furstadæminu? Gula pressan í Evrópu telur sig hafa fyrir því heimildir að Karólína Mónakóprinsessa og franski leikarinn Vincent Lindon ráðgeri að ganga í J/að heilaga í næsta mánuði. Oumdeilanelgt þykir að mikllir kærleikar séu þar NYJAR HAUSTVÖRUR Frá GARDEUR Stakir jakkar, stretch-buxur, síðbuxur, hnébuxur. Pils bein, 60 cm og 72 cm síð. Pils felld, stutt og síð. Frá GEISSLER Dragtir. Kápu-jakkar. DIVINA - samstæðufatnaður. JÁGRO - dömupeysur. Uduntv HF verzlun v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Opið daglega 9-18, laugardaga 10-14. fyrir hendi, t.d. hafa athugulir áhugamenn um fræga fólkið ytra tekið eftir því að í seinni tíð má næstum bóka að ef Karólína er ekki íklædd bláu og hvítu skyrt- unni þeirra, þá sé Vincent íklædd- ur henni! Eftir því hefur sérstak- lega verið tekið hversu oft Karó- lína og Vlncent eru á ferð með börnum Karólínu sem eru þrjú talsins frá hjónabandi hennar og Stefano Cashiragi sem lést af slys- förum fyrir tæplega hálfu öðru ári síðan. Talsmenn furstadæmisins í Mónakó neita að staðfesta orðróm um yfírvofandi brúðkaup, en því er fleygt að það verði íburðar- laust, því ekki sé nóg með að Karólína sé lítt fyrir sviðsljósið eftir vofeiflegan dauðdaga Cas- hiragis heldur hefur Vincent litla þolinmæði innan um fyrirfólk og stórmenni. Þá hefur hann óbeit á því að draga á sig smókíngföt og getur ekki setið kyrr þannig klæddur. Þá er þaé einnig fullyrt að heimili þeirra verði ekki í Món- akó, e.t.v. skammt undan, en ekki í miðjum sollinum. Veldur því hið sama, fíkn beggja í ró og næði. Karólína hefur mikið haldið til í smábænum St. Remy og er búist við því að strax að athöfn lokinni muni brúðhjónin flýta sér þangað og loka sig af frá árvökulum fréttahaukum. Þær fregnir berast einnig frá furstadæminu Mónakó að í kjöl- farið á hinum óvænta sveigjan- leika páfa að ógilda gamalt og löngu útrunnið hjónaband Karól- COSPER 7 1 ii ©PIB «11« COSPER, - Heyrðu, krútt, það er komin hér gömul jússa, sem segist vera konan þín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.