Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1992 ',Jfc*nn er ooóur uiélcomu- Hvemia Hvor bað um skrælþurran martíni? BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Framlög í Kirkj ubyggingasj óð Frá Asbirni Björnssyni: VEGNA fréttar í Ríkisútvarpinu sunnudaginn 16. ágúst um framlög Kirkjugarða Reykjavíkur í Kirkju- byggingasjóð óskar framkvæmda- stjórn Kirkjugarðanna að taka fram eftirfarandi: Það hefír tíðkast í fjölda ára að Kirkjugarðar Reykjavíkur hafi lagt fram fé til kirkjubygginga í Reykja- vík og ekki verið átalið. Það hefir verið ákvörðun kirkju- garðsstjórnar hvetju sinni hvaða upphæð hefir verið varið í þessu skyni. Á síðasta aðalfundi Kirkju- garðanna var samþykkt samhljóða að veija 10 milljónum króna til kirkjubygginga 1992. Prófastar beggja Reykjavíkurprófastsdæ- manna sátu aðalfundinn, eins og lög gera ráð fyrir og studdu eindregið þessa ákvörðun. Reynt hefir verið að gera ráðstöf- un fjár úr sjóðum Kirkjugarðanna tortryggilega á þeirri forsendu að lagalega heimild skorti. Það er ekki nýtt að menn hafi ekki verið á eitt sáttir um hvort veij- anlegt sé að leggja fé Kirkjugarð- anna í Kirkjubyggingasjóð Reykja- víkur, en slíkt hefir engu að síður verið látið óátalið um langt skeið og margar kirkjur notið góðs af. Gildar ástæður liggja til þess að kirkjugarðar leggi nokkurt fé til útf- ararkirkna, svo sem gert hefir verið í Reykjavík og víðar. í skipulagsskrá Kirkjubygginga- sjóðs Reykjavíkur frá 22. október 1954, staðfestri af forseta Islands og útgefinni af dómsmálaráðuneyt- inu, segir í 3. grein: „Tekjur sjóðsins verði: Framlag Reykjavíkurbæjar á komandi árum til kirkjubygginga, framlög til kirkju- bygginga frá Kirkjugörðum Reykja- víkur, gjafír, arfar og aðrir slíkir styrkir og framlög er ánafnaðar verða sjóðnum.“ Þama kemur glöggt fram að ráðu- neytið beinlínis reiknar með framlög- um frá Kirkjugörðum Reykjavíkur í Kirkjubyggingasjóðinn. í þessi tæp fjörutíu ár sem liðin eru síðan, hefír það verið álit flestra sem um málið hafa fjallað að full- komlega eðlilegt væri að Kirkjugarð- arnir létu nokkuð fé af hendi rakna til Kirkjubyggingasjóðs þegar af- koman leyfði það. Framlögin hveiju sinni hafa runn- ið til sjóðsins og stjóm hans alfarið séð um úthlutun fjárins til kirkna, sem sótt hafa um styrki. Stjóm Kirkjugarðanna hefír engin afskipti haft af úthlutuninni. Svo sem flestum mun vera kunn- ugt er biskup íslands á hveijum tíma æðsti yfirmaður Kirkjugarðanna. Vegna þeirra efasemda sem fyrr var getið um lögmæti þess að kirkjugarð- ar leggi fram fé til kirkjubygginga hafa forsvarsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur fyrr og síðar leitað álits biskupa á málinu. Það hefír að sjálfsögðu vegið þungt, þegar stjórnarmenn hafa tek- ið ákvörðun um framlög, að fyrir liggja afdráttarlaus meðmæli þriggja núverandi biskupa, biskupsins yfír íslandi, herra Ólafs Skúlasonar, og biskupanna Sigurbjöms Einarssonar og Péturs Sigurgeirssonar. Allir þessir mikilsmetnu biskupar hafa óhikað stutt stjóm Kirkjugarða Reykjavíkur og fært sterk rök fyrir því að eðlilegt og sjálfsagt sé að kirkjugarðarnir Ieggi fram fé til kirkjubygginga eftir getu sinni hveiju sinni. I fmmvarpi því til nýrra laga um kirkjugarða, sem nú liggur fyrir alþingi, er í 21. grein gert ráð fyrir heimild kirkjugarða til styrktar kirkjubyggingum. Á síðustu árum hefír mjög færst í vöxt að fólk óski eftir því að útfar- ir fari fram frá sóknarkirkju hins látna. Undantekningalítið er orðið við þeim óskum. Það er liðin tíð er jarðarfarir fóm fram frá Dómkirkju, Fríkirkju og Fossvogskirkju. Því má telja allar kirkjur í Reykjavík, Kópa- vogi og á Seltjamamesi útfararkirkj- ur og þar af leiðandi eðlilegt að þær njóti þess, ef Kirkjugarðamir em aflögufærir um einhveija fjárhæð þegar þannig árar. Framhaldsaðalfundur Kirkjugarða Reykjavíkur hefír verið ákveðinn 22. september næstkomandi. ÁSBJÖRN BJÖRNSSON, forstjóri Kirkjugarða Reykja- víkurprófastsdæma. HEILRÆÐI ERT ÞÚ MEÐ HLÍF YFIR DRIFSKAFTIÐ Á DRÁTTA RVÉLINNI? SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS RAUÐI KROSS ÍSLANDS HOGNI HREKKVISI Víkveqi skrifar Lukkupakkar í Kolaportinu vom til umræðu í þessum dálkum síðastliðinn laugardag. Gerð var at- hugasemd við að einhveijir pakk- anna, sem mjög höfðuðu til barn- anna, en þau em stór hluti viðskipta- vina í Kolaportinu, skyldu innihalda stafla af klámblöðum eins og það var orðað. í pistlinum sagði m.a.: „Þeir Kolaportsmenn hljóta að sjá sóma sinn í að aðgæta hvað á boðstólum er á marðkaðinum því Kolaportið er að stærstum hluta markaður sem sóttur er af Ijölskyldufólki, einatt til að stytta ungviðinu stundir." xxx Víkveija barst á mánudag eftir- farandi bréf frá framkvæmda- stjóra Kolaportsins, en það er skrifað síðastliðinn laugardag: „Okkur Kolaportsfólki var illa bragðið þegar við lásum dálk þinn í morgun, því hingað til höfum við verið blessunarlega laus við ófögnuð af því tagi sem þú getur um. Við brugðumst fljótt við og dreifðum meðfylgjandi bréfí til seljenda. Þá þegar gaf kona sig fram sem taldi lýsinguna eiga við sig og sýndi okk- ur þessi „klámblöð" sem vom nánar tiltekið tímaritin Eros og Sannar sögur. Seljandinn vildi meina að hér væri um saklaust lesefni að ræða sem fengist í hverri sjoppu, en áttaði sig þó á því að ekki væri heppilegt að hafa þetta innihald í lukkupökkum sem börnum era ætlaðir. Þetta tiltekna mál er því úr sög- unni, en ábending þín er vel þegin því okkur er annt um orðstír Kola- portsins og munum í framtíðinni láta starfsmenn okkar hafa augun vel opin fyrir því sem á boðstólum er á markaðstorginu í framtíðinni." í bréfínu til seljenda í Kolaportinu, sem vitnað er til hér að ofan, segir meðal annars: „Þetta er vægast sagt mjög leiðinlegt mál, sem snertir okk- ur öll - og við teljum sjálfsagt að við tökum sameiginlega á þessu máli sem vonandi er algjört undan- tekningartilfelli. Ef þið verðið vör við eitthvað svona athæfi sem telja má siðlaust eða rýrir orðstír Kolapiortsins á einhvem hátt, viljum við biðja ykk- ur um að láta starfsmenn vita um- svifalaust svo hægt verði að grípa til viðeigandi aðgerða." xxx Víkveiji þakkar bréf þeirra Kolaportsmanna og skjót við- brögð. Tekið skal fram að vinkona Víkveija, sem vitnað var til í fyrri pistlinum, er ekki sérstök kveif, en henni krossbrá er við henni og fímm ára dóttur hennar blöstu berbijósta konur. Svo reið varð konan að hún henti blöðunum, sem hún mat sann- arlega sem klámblöð. Hvort þarna var um Eros og Sannar sögur að ræða veit konan ekki og getur ekki kannað, því blöðin fóm beinustu leið í mslafötuna án þess að þau væm skoðuð frekar. í huga konunnar er ekki vafí á að klámblöð - hvaða nafni sem þau nefnast - voru í pakk- anum sem ekkert erindi áttu til bama.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.