Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C mmnUUbiÍ^ STOFNAÐ 1913 193.tbl.80.árg. FIMMTUDAGUR 27. AGUST 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Flugbann sett á íraka sunnan 32. breiddargráðu í dag Hóta að skjóta á íraskar vélar sem fara á bannsvæðið Washington, Sameinuðu þjóðunum, liagilad. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að bandarískum herþotum yrði beitt til að framfylgja banni við flugi íraskra flug- véla yfir suðurhluta íraks. Bannið tekur gildi kl. 14.15 að ísl. tíma í dag og írakar voru í gær varaðir við því að skotið yrði á flugvél- ar þeirra ef þær færu suður fyrir 32. breiddargráðu. „Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra hafa í dag greint stjórn íraks frá því að flugvélar okkar hefja, að sólarhring liðnum, eftir- litsflug í suðurhluta íraks, sunnan 32. gráðu norðlægrar breiddar, til að fylgjast með ástandinu þar," sagði Bush og bætti við að öllum íröskum flugvélum og þyrlum yrði bannað að fljúga yfír svæðið. For- setinn sagði að gripið hefði verið til þessara aðgerða vegna „grimmdarverka" íraka gegn shít- um í suðurhluta íraks, þar á meðal loftárása á saklausa borgara. Fyrr um daginn afhentu fulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakk- lands og Rússlands sendiherra ír- áks hjá Sameinuðu þjóðunum við- vörun um að skotið yrði á flugvélar sem færu á bannsvæðið. Breska stjórnin tilkynnti að hún væri að senda herþotur af gerðinni Tornado til Persaflóa. Stjórnin í Bagdad hótaði að vísa starfsmönnum Sameinuðu þjóð- anna frá írak ef skotið yrði á írask- ar flugvélar. Málgagn Ba'ath- flokksins í írak, a\ Thawra, sagði að „hinir hugprúðu hermenn íraks" væru „fullkomlega undir það búnir að mæta óvininum og hrinda árás- um þessara heimsvaldasinna og zíonista". Hreyfing íraskra shíta skýrði frá því að Saddam Hussein íraksforseti hefði sent hersveitir til suðurhluta landsins. Tékkóslóvakía: Sambands- ríkiðlagt niðurum áramótin Brno. Reuter. Tékkóslóvakia verður lögð niður sem riki um næstu ára- mót, að því er Vladimir Mec- iar, forsætisráðherra Slóvak- íu, sagði í gær. „Við göngum út frá því að sambandsríkið Tékkóslóvakía heyri sögunni til frá 1. janúar 1993," sagði Meciar þegar hlé var gert á samningaviðræðum hans og Vaclavs Klaus, forsæt- isráðherra tékkneska lýðveldis- ins. „Það er engin ástæða til að halda í núverandi skipan," bætti hann við. Norræn trygg- ingafélög í vanda UNIStore- brand fær greiðslu- stöðvun UNI Storebrand, stærsta trygg- ingafélag Noregs, hefur fengið greiðslustöðvun þar sem það getur ekki greitt afborganir og vexti af skammtímaskuldum sínum, að sögn danska dag- blaðsins Bersen. Reuter Heræfing í Persaflóa Æfingar fóru fram í bandaríska flugmóðurskipinu Independent í Persaflóa í gær er George Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti að íröskum flugvélum yrði bannað að fljúga yfir suðurhluta íraks frá kl. 14.15 í dag. Independ- ent mun gegna lykilhlutverki í því að framfylgja banninu. UNI Storebrand hafði ásamt Hafnia, öðru stærsta tryggingafé- lagi Danmerkur, keypt 42% hlut í sænska tryggingafélaginu Skand- ia, því stærsta á Norðurlöndum. Þannig átti að koma á fót samnor- rænni fjármálasamsteypu sem gæti keppt á frjálsum trygginga- markaði í Evrópu. Hlutabréf Skan- dia hafa hins vegar lækkað mjög í verði að undanförnu og kaupin reyndust báðum tryggingafélögun- um ofviða, því Hafnia sótti einnig um greiðslustöðvun nýlega. UNT Storebrand varð að fara' að dæmi Hafnia þar sem ljóst var að félag- ið hafði tapað öllu eiginfé sínu. Sjá „Stórveldisdraumarn- ir..." á bls. B7. Brasilía Þingnefnd sakar Collor um spillingu Brasiliu. Reuter. BRASILÍSK þingnefnd samþykkti í gær með miklum meirihluta at- kvæða skýrslu þar sem því er haldið fram að Fernando Collor de Mello, forseti Brasiliu, hafi gerst sekur um valdníðslu og mútu- þægni. Samkvæmt stiórnarskrá landsins verður skýrslan nú send til rikissaksóknara, er tekur ákvörðun um hvort sækja beri forsetann og fleiri sem eru viðriðnir málið til saka. Þingið þarf ekki að greiða atkvæði um skýrsluna. Ráðstefnan um fríð í fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu Hóta Serbum harð- ari refsiaðgerðum I .nnHiiniim SnrAÍpvn. líeiiti'i- ^¦^' Lundúnum, Sarajevo. Reuter, LEIÐTOGAR Evrópuríkja hótuðu Serbum harðari refsiaðgerðum og aukinni einangrun á ráðstefnu um frið í fyrrverandi lýðveldum Júgó- slavíu sem hófst í Lundúnum í gær. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sem stjórnar ráðstefnunni ásamt Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, hótaði hinum stríðandi fylkingum í Bosníu-Herzegovínu „vægðarlaus- um" refsiaðgerðum ef þær stæðu í vegi fyrir friðarsamkomulagi. „Engin viðskipti. Engin aðstoð. Engin alþjóð- leg viðurkenning. Efnahagsleg, menningarleg og pólitísk einangr- un," sagði Major að biði þeirra sem ekki yrðu samvinnuþýðir og gaf til kynna að hann beindi orðum sínum Búist hafði verið við að þing- nefndin samþykkti skýrsluna en það kom mjög á óvart hversu mikinn stuðninghún fékk. 16 nefndarmenn greiddu atkvæði með skýrslunni og aðeins fimm á móti. Nokkrir stjórn- arþingmenn ákváðu á síðustu stundu að gjalda jákvæði við henni eftir stormasamar umræður. Hundruð ungra stjórnarandstæð- inga efndu til mótmæla við þinghús- ið í höfuðborginni, Brasilíu, og kröfðust afsagnar forsetans. Nokkrir stjórnarþingmenn lögðu hins vegar fram greinargerð í þing- inu þar sem reynt er að færa sönn- ur á sakleysi Collors. í skýrslu þingnefndarinnar segir að fyrrverandi gjaldkeri kosninga- baráttu Collors hafi skipulagt fjár- drátt úr opinberum sjóðum og þeg- ið mútur af einstaklingum og fyrir- tækjum. Hann hafi þannig komist yfir milljónir dala, sem forsetinn hafi notað ásamt skyldmennum sín- um og samstarfsmönnum. Ráðherrar í stjórn Brasilíu undir- rituðu að eigin frumkvæði í fyrra- kvöld yfirlýsingu þar sem þeir lofa að segja ekki af sér og halda stjórn- inni gangandi um sinn. Celio Borja dómsmálaráðherra lagði þó áherslu á að ekki bæri að líta á yfirlýsing- una sem stuðning við forsetann. Reuter Fórnarlömbunum fjölgar Aldraður Bosníumaður, sem varð fyrir skoti leyniskyttu, er hér borinn inn í sjúkrahús í Sarajevo. 28 manns biðu bana og 127 særðust í árásum Serba á bosnísku höfuðborgina í fyrradag og ekkert lát var á stríðshörmungun- um í g^er. einkum að Serbíu og Svartfjallalandi. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, fór hörðum orðum um stjórnvöld í Serbíu og sagði að bar- átta þeirra fyrir Stór-Serbíu væri undirrót stríðshörmunganna í Bosn- íu. „Hér er um þjóðarmorð að ræða," sagði hann. Major sagði að Vesturlönd myndu ekki ljá máls á því að landsvæði í Bosníu yrðu innlimuð í Serbíu og Króatíu og Douglas Hurd, utanríkis- ráðherra Bretlands, lagði áherslu á að Serbar fengju ekki að halda svæð- um sem þeir hafa náð á sitt vald. Breskir embættismenn sögðu að Evrópubandalagið vildi að stofnaðar yrðu kantónur í Bosníu, líkt og í Sviss, þar sem múslimum, Serbum og Króötum yrðu tryggð full lýðrétt- indi. Embættismenn Evrópubandalags- ins sögðu að Boutros-Ghali myndi kynna áætlun um aukna hernaðarað- stoð til að tryggja að hægt yrði að koma matvælum til nauðstaddra Bosníumanna. Gert væri ráð fyrir að senda þyrfti nokkur þúsund her- manna til landsins. Á meðan stjórnmálamennirnir réðu ráðum sínum í Lundúnum héldu Serbar áfram árásum sínum á Sarajevo. Að minnsta kosti 28 manns biðu bana í borginni í fyrradag og ekkert lát var á blóðsúthellingunum í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.