Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 7
MORGÚNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1992 -------------------------------------1 7 Bensínlækkun olíufélaganna Munar 10-20 aurum á lítra MUNURINN á verði bensínlítr- ans hjá olíufélögnnum er á bil- inu 10-20 aurar eftir bensín- lækkunina í gær. Verðið á hveijum lítra af 98 oktana bens- íni lækkaði mest bjá Skeljungi, um 1,20 kr. Verð á hveijum lítra af 92 okt- ana bensíni lækkaði um eina krónu hjá öllum félögunum og er nú lægst hjá Esso, eða 56,70 kr. Verð á hveijum lítra af 95 oktana bensíni lækkaði mest hjá Olís um 1,60 kr., en um 1,50 hjá hinum félögunum. Hvað kostar dropinn? Bensinverð oliufélaganna frá og með 25. ágúst, kr. hver lítri Skeljungur ESSO Olíufélagiðhf VAR ER NÚ VAR ER NÚ olis VAR ER NÚ 92 oktan 57,90 56,90 57,70 56,70 57,80 56,80 95 oktan 61,00 59,50 61,20 59,70 61,20 59,60 98 oktan 64,80 63,60 64,60 63,50 64,80 63,80 Aðalfundur Skógræktar- félags Islands á Akranesi AÐALFUNDUR Skógræktarfé- lags Islands verður haldinn í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Rúmensku laumufarþeg- arnir komn- ir til Brussel RÚMENSKU laumufarþegarn- ir, sem komu með Laxfossi til landsins á mánudag, voru send- ir til Briissel snemma í gær- morgun. Rúmenarnir laumuðust um borð í Laxfoss á miðvikudag og komu til landsins á mánudag. Jóhann Jóhannsson, hjá Útlendingaeftir- litinu, segir að fljótlega hefði verið ákveðið að senda fjórmenningana til baka og þeir hefðu ekki sýnt neina mótspyrnu við brottförina snemma í gærmorgun. Aðspurður kvaðst Jóhann ekki búast við því að mennirnir yrðu sendir beint til heimalands síns, Rúmeníu, enda hefðu þeir dvalist nokkuð lengi í Vestur-Evrópu. -----♦ ♦ ♦---- I Enn tap hjá Sigurði Daða Sigurður Daði Sigfússon tap- aði fyrir Hollendingnum Bro- uwer í 9. umferð Evrópumóts unglinga í skák, sem fram fer í Hollandi. Sigurður fékk góða byijun sem hefði átt að duga til sigurs en í 25. leik lék Sigurður herfilegan afleik og varð að gefast upp þegar mát blasti við í 38. leik. Aieksandrov frá Hvíta_ Rúss- landi og Boruvikov frá Úkraínu eru efstir á mótinu með 7 vinn- inga. Sigurður Daði hefur 3 vinn- inga. Ákranesi dagana 28.-30. ágúst nk. Fundinn sitja um eitt hundr- að og fimmtíu manns. Skógræktarfélögum, aðildarfé- lögum Skógræktarfélags íslands, hefur fjölgað á síðustu árum og eru þau í dag alls fimmtíu. Á fund- inum verður boðið upp á faglega fyrirlestra er varða skógræktar- mál. Rætt er um innra starf félag- anna, s.s. félagsstörf, fram- kvæmdir og undirbúning stærra verkefnis. Af stærri verkefnum má nefna Landgræðsluskóga, en þetta er þriðja árið sem skógrækt- arfélögin ásamt öðrum samstarfs- aðilum taka höndum saman í um- fangsmesta skógræktar- og upp- Um er að ræða þijár bygging- ar, safnaðarheimili sem er 428 fermetrar að stærð, safnaðarsalir, sem einnig eiga að nýtast sem tónleikasalir og eru þeir samtals 681 fermetri að stærð ásamt 1.358 fermetra tónlistarskóla. Þar er gert ráð fyrir 14 einkakennslustof- um og fimm samspilastofum. Mið- að er við að húsið verði fokhelt um áramót 1993 til 1994. Aðrir sem buðu í verkið voru Ármannsfell hf., sem átti næst lægsta boð eða 141.402.855 millj., þá bauð Sveinbjörn Sigurðsson hf., 152.545.010 millj., SH-verk- græðsluverkefni, sem unnið er að á Islandi. Þá má nefna samstarfs- verkefni um Yrkju, sjóð íslenskrar æsku, sem hófst sl. vor. Boðið verður upp á skoðunar- ferð um Hvalfjörð, þar sem víða má sjá stórkostlegan árangur í skógrækt, m.a. sjálfgræðslu birkis eftir friðun og einn fallegasta sitka-grenisreit á landinu í botni Hvalfjarðar. Jafnframt aðalfundinum verður haldin sýning í húsnæði Fjöl- brautaskólans, þar sem ýmis fyrir- tæki, félög og stofnanir kynna framleiðslu og vöru, nýjungar í skógrækt o.fl. Sýningin er opin öllum almenningi. (Fréttatilkynning) takar hf., buðu 154.775.496 millj., Byggðaverk hf., bauð 157.258.973 millj., Fjarðarmót hf., bauð 157.952.219 millj., Dröfn hf., bauð 157.998.444 millj., ístak hf., bauð 177.013.771 millj. og Örn Úlfar Andrésson bauð 180.744.973 millj. Efnt var til samkeppni meðal arkitekta árið 1990 um tillögu að byggingunni og bárust 30 tillögur. Fyrstu verðlaun hlutu arkitektarn- ir Sigríður Magnúsdóttir og Hans Olav Andersen og er það tillaga þeirra sem byggt er eftir. Hafnarfiörður Hagvirki- Klettur hf. byggir tónlistarskóla og safnaðarheimili BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt, að taka 137.696.740 milljón króna tilboði lægstbjóðanda, Hagvirkis-Kletts hf., í bygg- ingu tónlistarskóla og safnaðarheimilis við Strandgötu sunnan við Þjóðkirkjuna í Hafnarfirði. Kostnaðaráætlun er 178.456.840 miiy- ónir króna. Níu tilboð bárust í verkið. Nýr yfirmaður varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli NÝR YFIRMAÐUR varnarliðsins tekur við embætti næstkomandi föstudag. Michael D. Haskins flotaforingi leysir af hólmi Thomas F. Hall flotaforingja sem hefur verið- yfirmaður varnar- liðsins síðastliðin þijú ár. Michael D. Haskins hefur áður starfað á Keflavíkurflugvelli, í eftir- litsflugsveit flotans snemma á átt- unda áratugnum. Tveimur árum eftir að Haskins lauk námi í Há- skóla Bandaríkjaflota 1966 og framhaldsnámi með Fulbright- styrk í Argentínu var hann útnefnd- ur flugliðsforingi. Ferill hans hefur að mestu verið á vettvangi eftirlits- flugsveita flotans og hefur hann stjórnað nokkrum þeirra auk þess að starfa meðal annars fyrir yfir- mann Bandaríkjaflota í Washington og við Háskóla Bandaríkjaflota. Haskins hefur meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum og hagfræði frá Oxford-háskóla í Englandi. Hann er kvæntur Joanne Nesline frá Silver Spring í Maryland og eiga þau tvær dætur. Thomas F. Hall, sem lætur af störfum yfirmanns varnarliðsins, hefur verið lengur við störf á vegum þess en nokkur annar yfírmaður. Forseti íslands sæmdi hann stór- riddarakrossi með stjörnu hinnar íslensku fálkaorðu í júní sl. Hall tekur nú við stjórn alls varaliðsafla bandaríska flotans. NÚ ER TVÖFALDUR 1. VINNINGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.