Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1992 ARSALIR hf. Fasteignasala Borgartúni 33 -105 Reykjavik C 62 43 33 Björgvin Björgvinsson, fasteignasali, Sigurður Ingi Halldórsson, hdl., Björn Jónsson, hdl. AKRASEL. 240 fm einb. Stofa, borðst., 4 svefnherb., JP-eldhúsinnr. o.fl. 32 fm innb. bílsk. GARÐABÆR Mjög vandað 154 fm einbýli með 44 fm bílsk. LAUGARÁSVEGUR. Glæsil. 130 fm sérh. 35 fm bílsk. Verð 11,8 millj. ÁRTÚNSHOLT. 180 fm einb- hús á byggstigi. Verð 14,5 millj. LÆKJARÁS. Glæsil. 370 fm 2ja íb. hús meðáhv. hagst. langtímalánum. GRAFARVOGUR. Fallegt 185 fm parh. á frábærum útsýnisstað ásamt innb. bílsk. og vinnuaðstöðu innaf. Verö aðeins 12,8 millj. HOLTASEL. Glæsil. 234 fm par- hús með innb. bílsk. Mögul. á séríb. í kj. VIÐ MENNTASKÓLANN í KÓP. 110 fm sérh. - vilja gjarnan skipta á 3ja herb. íb. í Kóp. eða Rvík. LAXAKVÍSL. 140 fm íb. á 2. hæð. Áhv. 5,8 millj. langtímal. íb. er laus strax. Verð 10,5 millj. FÍFUSEL. 150 fm raðhús með séríb. í kj. Verð 14,5 millj. BIRKIGRUND. 240 fm raðh. með séreinstaklíb. í kj. Verð 12,4 millj. LEIFSGATA. 4ra herb. 90 fm íb. ásamt 30 fm einstklíb. Verð 8,8 millj. MELABRAUT. 100 fm efri sér- hæð í tvíb. Laus stax. Verð 7,9 millj. ÆSUFELL - MEÐ BÍLSK. Falleg 138 fm íb. á 5. hæð í lyftuh. Stórar suðvestursv. 3-5 svefnherb., stofa, borðstofa, nýtt ALNO eldh., óvenju stórt baðherb. Húsvörður og fl. ÁLFHÓLSVEGUR. Mikið end- urn. 3ja herb. 85 fm íb. með sérinng. Til afh. strax. Verð 6,6 millj. HJALLAVEGUR. 3 herb. íb. á 1. hæð í rólegu hverfi. Ræktaður garð- ur. Verð 6,4 millj. FANNAFOLD. 78 fm parhús ásamt 25 fm bflsk. Ca 130 fm óinnr. rými í kj. fylgir. HVERAFOLD. 3ja herb. rúmg. íb. ásamt stæði í bílskýli. Verð 6,2 millj. Áhv. veðdeild 2,8 millj. íb. er laus strax. VIÐ HÁSKÓLANN. 80 fm 3ja herb. íb. á 1. hæð ásamt sérherb. í risi. Verð 5,9 millj. Laus strax. LÆKJARHJALLI. 2ja herb. 80 fm ný íb. í tvíb. Verð 5,7 millj. RAUÐARÁRSTÍGU R. Glæsil. 2ja herb. ný íb. Til afh. strax. Tilboð óskast. Nýjar íbúðir FJÖLDI NÝRRA ÍBÚÐA Á SÖLUSKRÁ. ÓSKUM EFTIR ÖLLUM STÆRÐUM ÍBÚÐA. SKOÐUM OG VERÐMET- UM SAMDÆGURS. 624333 HS. SÖLUMANNS 671292. FÆST í BLAÐASÖLUNNl ÁJÁRNBRAUTA- STÖDJNNI, KASTRUPFLUQVELLJ OG A RÁDHÚSTORGI Elías B. Halldórsson Myndlist Eiríkur Þorláksson Það er misjafnt hvernig ferill manna í listinni reynist. Sumir birtast á listasviðinu með miklum hvelli, slá í gegn, eins og sagt er, en eiga síðan erfitt með að fylgja því sterka upphafi eftir og lenda í hringiðu, þar sem þeir endurtaka sig í sífellu allt þar til fjarar undan, og þeir hverfa af sviðinu. Aðrir fara hægt af stað, en sækja síðan í sig veðrið, sýna oftar með árunum og eflast í verkum sínum eftir því sem lengra líður á ævina. Elías B. Halldórsson hefur sýnt á undanfömum árum að hann heyrir til síðari hópnum. Hann hefur stundað listina á kappi hin síðari ár, og jafnframt verið dijúgur við sýningahald. Nú stendur yfir í lista- og menning- armiðstöðinni Hafnarborg í Hafn- arfirði sýning á nær fimmtíu verkum listamannsins, en hann hélt síðast einkasýningu í apríl á siðasta- ári, svo segja má að skammt sé stórra högga á milli. En iyrir þann sem starfar ein- göngu að listinni og vill hafa hana að lifíbrauði er nauðsynlegt að halda sér við efnið, og það hefur Elías gert. Á sýningunni að þessu sinni eru stór olíumálverk, en einnig eru þar litlar myndir, sem lista- maðurinn hefur sett undir gler. Meðal smærri verkanna er að finna nokkrar landslagsstemmur, þar sem getur að líta þorp eða bændabýli við sjó eða vatn; þess- ar myndir njóta sín einkar vel í þeim dumbungi, sem ríkir yfír þeim. „Saltbragð“ (nr. 44) er gott dæmi þessa, en „Undir kvöld“ (nr. 48) sýnir hins vegar hversu ljósið getur orðið sterkt í fletinum. Málverk listamannsins eru að öðru leyti fyrst og fremst óhlut- bundin litaspil, þar sem ljóðræn úrvinnsla litbrigðanna ræður ríkj- um. Það er mikill kraftur í lita- samsetningu litlu myndanna, t.d. „Litríkur dagur“ (nr. 31), en í stærri málverkunum er Elías sem fyrr oftast að vinna út frá ákveðn- um lit í hverri mynd, þannig að flæði forma og litbrigða í yfir- borði og undir því eru stöðugt að kveðast á vítt og breytt um flötinn. Það er ekki algengt í óhlut- bundnum málverkum að titlar skipti máli, en í myndum Elíasar gera þeir það vissulega, og eru hluti þeirrar tilfínningar, sem málverkin fást við. Nöfn eins og „Gullhamar“ (nr. 3), „Sóleyj- arhlíð“ (nr. 11) og „Hrímnálahús" (nr. 21) tengjast þannig eðlilega þeim litbrigðum, sem hvert þess- ara málverka mótast af. Líkt og á síðustu sýningu listamannsins er blái liturinn áberandi, og í mörgum verkanna hér koma fjöl- breyttir möguleikar þessa grunn- Iitar skemmtilega á óvart, eins og í verkinu „Svigrúm" (nr. 13). Sem fyrr vitna málverk Elíasar fremur um samvinnu og samruna en átök og andstæður; litir vinna samari að flæði myndflatarins, en takast ekki á. Þannig ganga ein- stök verk ágætlega upp, en heild- arsvipur sýningarinnar verður fyrir vikið daufari en tilefni er til, þar sem vínnubrögð lista- mannsins bjóða vissulega upp á nokkra fjölbreytni. Þessi friður ér mörgum vel þeginn í stöðugum æsingum samfélagsins, en kann að gera myndlistina nokkuð flatn- eskjulega til lengdar, ef menn ugga ekki að sér. Sýningin á verkum Elíasar B. Halldórssonar í 'Hafnarborg í Hafnarfírði stendur til mánu- dagsins 31. ágúst. Elías B. Halldórsson: Svigrúm. Olía á striga. Síðbúin leiðrétting Þau slæmu mistök urðu í umfjöllun um sýningu Antons Einarssonar í Galleríi einn einn við Skólavörðustíg, sem birtist 19. ágúst, að lista- manninum var gefið rangt föð- urnafn. Er Ant- on beðinn vel- virðingar á þessum mistök- um, sem eru al- farið á ábyrgð undirritaðs. Sýningu Antons Einarssonar lauk 20. ágúst. Anton Einarsson: Án titils. FASTEIGNASALA Suðurlandsbraut 10 Ábyrgð - Reynsla - Öryggi Hilmar Valdimarsson. SÍMAR: 687828 OG 687808 LANGHOLTSVEGUR Til sölu einbhús á einní hæö 124 1m auk 36 <m bílsk. BREKKUBÆR Til sölu vel staösett raðhús á þremur hæðum, samtals 250 fm auk bílsk. íbúðaraðstaða í kj. BREKKUBYGGÐ Til sölu raðhús á tveimur hæðum, samt. 90 fm. Á efri hæð er stofa og eldh. Á neðri hæð eru 2 góð herb., sjónvhol, bað og þvottaherb. Bílsk. fylgir. Laust nú þegar. DALSEL Til sölu 4ra herb. 106 fm íb. á 1. hæð. Stæði í lokuðu bilahúsi fylgir. Hagst. lán áhv. Laus nú þegar. GRÆNAHLÍÐ Vorum Sð é i sölu 4ra herb. 110 fm Ib. á 3. hæð (efstu) m. 29 fm bílskúr. Arinn í stofu. Tvennar svallr. Fallegur garð- ur. STELKSHÓLAR Vorum að fá I sölu 4ra herb. 100 fm (b. á 1. hæð. Sérgarður. HRÍSATEIGUR Mjög góð 4ra herb. 80 fm ib. ó 1. hæö. RÁNARGATA 3ja herb. 60 fm íb. á 1. hæð. Sér- inng. Verð 5,0 millj. Góð lán áhv. ENGIHJALLI Til sölu mjög góð og vel umgengin 3ja herb. 80 fm íb. á 2. hæð. Parket á gólfum. Laus nú þegar. Gott verð. NÝ OG GLÆSILEG Til sölu við Grettisgötu ný stórgl. 3ja heib. 100 fm Ib. é 1. hæð. 2 einkabilastæði á bak- lóð hús3ins. Laus nú þegar. HLÍÐARHJALLI Glæsi. 3ja herb. 85 fm íb. á 3. hæð m/bílskúr. Áhv. 5 m. frá húsnæðisst. if Hilmar Valdimarsson, Sigmundur Böðvarsson hdl., Brynjar Fransson. Arkitekt með eftirtekt eftirMagnús Óskarsson Ekki fékk ég undirtekt og á því mína skoðun byggði, að arkitekt með eftirtekt sé afar sjaldgæft fyrirbrigði. Á þessa leið orti Egiil Jónasson á Húsavík þegar arkitekt tók ekki undir kveðju hans. Ekki þarf ég að kvarta undan því að enginn arki- tekt hafí tekið eftir örfáum orðum sem ég skrifaði í Morgunblaðið nýiega þar sem vikið var að arki- tektum. Það gerði a.m.k. einn þeirra, Jón Ólafur Ólafsson, og virðist hafa talið að nú væri runnin upp stundin til að sýna hvað hann gæti verið drepfyndinn. Það gerir hann í Morgunblaðinu sl. þriðjudag og minnir á manninn sem skildi aldrei brandara nema hann segði hann sjálfur en þá skildi hann held- ur enginn annar. Tvennt fer úrskeiðis hjá Jóni Ólafssyni arkitekt. Eftirtektin bregst honum er hann heldur að ég hafí verið að skrifa um sokka þegar ég var að hrekja það sem ég kallaði þjóðlygi um rétt arki- tekta til ráðskast með tittlingaskít innanhúss og margt fleira. Þeir hafa ekki slíkan rétt_ samkvæmt íslenskum lögum. Jón Ólafur á hins vegar rétt á því að vera fyndinn, ef hann getur, og þykir mér miður að það skyldi einnig fara úrskeiðis hjá honum. Er það afleit byrjun hjá Arkitektafélaginu, sem-nýbúið er með fundarsamþykkt að breyta í skemmtifélag, að fara svona út af í fyrstu beygju á þeirri braut að skemmta þjóðinni. Höfundur er borgarlögmaður. Fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um notkun jarðgufu í iðnaði ALÞJÓÐLEG ráðstefna um notkun jarðgufu í iðnaði verður haldin dagana 2.-4. september í Háskólabíói í Reykjavík. Þetta er fyrsta ráð- stefnan sem fjallar eingöngu um þetta efni og líklegt að hún hvetji til frekari uraræðu um notkun jarðgufu í iðnaði erlendis og hér á landi, segir í frettatilkynningu um ráðstefnuna. Það er við hæfi að halda slíka ráðstefnu a Islandi þar sem íslendingar hafa staðið mjög framarlega í notkun jarðhita og búa yfir mikilli reynslu á því sviði segir ennfremur. Að ráðstefnunni standa innlendir og erlendis aðilar. Innlendu aðilamir eru: Félag íslenskra iðnrekenda, Orkustofnun, Landsvirkjun, iðnaðar- ráðuneytið, Markaðsskrifstofa iðn- aðarráðuneytisins og Landsvirkjun- ar, Hitaveita Reykjavíkur, Iðntækni- stofnun íslands og Háskóli íslands. Erlendu aðilamir eru: Intemational Geothermal Assoeiation (IGA) og framkvæmdastjórn Evrópubanda- lagsins (Commission of the Europ- ean Communities). Tilgangur ráðstefnunnai- er að hvetja til aukinnar notkunar jarð- gufu í iðnaði. Á ráðstefnunni verða flutt um 60 íslensk og erlend erindi auk 20-30 veggspjaldakynninga. Fyrirlesarar og þátttakendur, sem búa yfir margvíslegri sérþekkingu og reynslu, koma frá öllum heims- hlutum, svo sem frá Evrópu, Banda- ríkjunum, Suður-Ameríku, Filipps- eyjum, Rússlandi, Kína og Nýja Sjá- landi. Á undanförnum árum hafa íslenskir aðilar leitað fyrir sér og fengið verkefni sem tengjast jarð- hitanotkun í Austur-Evrópu og Rússlandi. Efnahagsleg uppbygging þessara svæða ýtir undir frekari nýtingu jarðhitans á komandi árum, segir í fréttatilkynningu. Á ráðstefnunni verður gefið yfirlit yfir núverandi notkun jarðhita í iðn- aði á einstökum svæðum og í ýmsum löndum. Auk þess verður fjallað um einstök verkefni. Rætt verður um núverandi nýtingu jarðvarma, bæði í stórum stíl og smáum, svo og fram- tíðarhugleiðingar. Einnig verður gerð grein fyrir notkun jarðgufu við þurrkun í fiskiðnaði og landbúnaði. Flutt verða erindi um hagkvæmni þess að nota jarðgufu og ennfremur atriði er varða umhverfið og tengj- ast vinnslu hennar. Nýting jarðhita- svæða og rekstur þeirra verða einn- ig ofarlega á baugi. { haust verða valin erindi sem koma fram á ráðstefnunni gefin út í sérútgáfu af „Geothermics", en það íjallar eingöngu um jarðhitamál. Upplýsingar eru veittar hjá Félagi íslenskra iðnrekenda. Skráning á ráðstefnuna fer fram hjá Ferðaskrif- stofu íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.