Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1992 NORRÆNT GIGTARAR 1992 Gigt og axlarskurðlækningar eftir Eggert Jónsson Axlarmein eru tvenns konar, annaðhvort vegna slysa eða sjúk- dóma. Til eru margir sjúkdómar sem leggjast á axlirnar og eyði- leggja þær, en til einföldunar má skipta þeim í tvo flokka, slitgigt og liðagigt. Hér er litið á liðagigt sem safnheiti margra sjúkdóma en iktsýki (rheumatoid arthritis) er þekktastur. Einkenni axlarmeina Slitgigt í öxlum bytjar með hrörnunarbreytingum í sinum sem umlykja axlarliðinn og hafa rann- sóknir sýnt að flestir fá slíkar breytingar með aldrinum. Stund- um sjást einungis kalkskellur á röntgenmyndum. Þær eru afleið- ing, en ekki orsök sjúkdómsins. Vöðvamir rýrna vegna minni notkunar, sinar geta brostið og liðurinn opnast við óhöpp eða átök. Sjúkdómurinn getur verið á mis- munandi stigum þegar sjúklingur leita til læknis. Liðagigt í öxlum getur byijað hvar sem er og gangur hennar er breytilegur. Ef sjúklingurinn er með verki í axl- arliðnum er lík- legt að liðvökvi hafi aukist, sem smyr þá liðinn illa, en hann veldur jafnframt þrýstingi í liðn- um, aukinni nún- ingsmótstöðu og stamara brjóski. Bólguvefur myndast þá gjarna í liðhimnunni og orsakar þrýsting í fellingum undir sinafest- um, fyrst ofan og aftan til á upp- handleggskollinum. Axlarverkur- inn er minnstur í hvíldarstöðu. Beinbreytingar sjást ekki á röntgenmyndum fyrr en seint og mörg sársaukafull ár geta liðið meðan beðið er eftir þeim. Það er rétt að muna að sársauki sést ekki á röntgenmyndum. Greining og meðferð Til að greina axlarmein er tekin sjúkrasaga og er mikilvægt að skrá fjölskyldusögu vel. Vert er að taka röntgenmyndir sparlega því enginn veit fyrirfram hversu margar þær geta orðið. Meðferðin „Helsti ávinningur axl- arskurðaðgerða er sá að sjúklingurinn verður vinnufær og sjálfbjarga á nýjan leik. Frá því sjónarmiði séð er að- gerðin góð fjárfesting.“ er yfirleitt í umsjón heimilis- og gigtlækna og eru þessi mein með- höndluð með lyfjum, þjálfun, bylgjum og sprautum. Þegar þessi meðferð dugar ekki lengur ráð- færa þeir sig oft við bæklunar- lækni. Axlarskurðaðgerðir Ef um slitgigt er að ræða bein- ist aðgerðin að því að bjarga hreyfibúnaði axlarliðsins. Ef liður- inn er hins vegar ónýtur er um tvennt að velja, gervilið eða staurl- ið. Ef liðagigt er í öxl koma þrenns konar aðgerðir til greina. í fyrsta lagi er mögulegt að hreinsa liðinn Eggert Jónsson og létta á þrýstingi og hverfa verk- ir þá oft í u.þ.b. hálft ár. Árangur- inn er því óftast skammvinnur. í öðru lagi kemur til greina að setja gervilið, en þá er stál eða plast sett í stað annars eða beggja liðfl- ata og gengur þá stálið á móti beini/bandvef eða plastklæddri skál. Hlutarnir eru ýmist Iausir eða festir með plastefnum. Sá hluti sem festur er á upphandlegg er annað hvort stálhetta sem fest er á kollinn eða hálfkúla á skafti sem gengur niður í mergholið. í þriðja og síðasta lagi er hægt að gera liðinn stífan en það er sjaldan gert en er örugg lausn ef vel tekst til. Árangur Árangur axlarskurðaðgerða fer eftir ýmsu, m.a. ástandi sjúklings- ins fyrir aðgerðina, skilningi skurðlæknisins á eiginleikum axl- arsvæðisins, handverki læknisins og reynslu. Þessi atrið skipta meira máli en hvaða aðferð er valin. Vandamál eru sjaldgæf, en þau helstu sem upp geta komið eru blæðingar við aðgerðina, sýk- ing, liðhlaup og los á gerviliðnum. Til að uppræta sýkingu verður að fjarlægja gerviliðinn. Helsti ávinningur axlarskurðað- gerða er sá að sjúklingurinn verð- ur vinnufær og sjálfbjarga á nýjan leik. Frá því sjónarmiði séð er aðgerðin góð fjárfesting. Höfundur er bæklunarskurð- læknir Skyndimóttökunnar í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.