Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1992 27 Ráðstefna um notkun vél- arrúmsherma NORRÆN ráðstefna um notkun vélarrúmsherma hefur staðið yfir í Verkmenntaskólanum á Akureyri frá því á sunnudag, en henni lýkur í dag, þriðjudag. Um 40 manns taka þátt í ráð- stefnunni, þar af 8 íslendingar. Brynjar Ingi Skaptason kennslu- stjóri tæknisviðs Verkmenntaskól- ans á Akureyri sagði að ráðstefnan væri nú í fyrsta sinn haldin á ís- landi, en þetta er í sjöunda sinn sem haldin er ráðstefna um notkun vélarrúmsherma með þátttöku vél- fræðinga og vélstjórnarmanna af öllum Norðurlöndunum. „Menn bera hér saman bækur sínar, við heyrum af reynslu annarra varð- andi notkun vélarrúmsherma í kennslu og af helstu nýjungum sem á döfinni eru,“ sagði Brynjar. Hann sagði tvær kenningar í gangi varðandi notkun vélarrúms- hérma, annars vegar að slíkir hermar muni í framtíðinni algjör- lega koma í stað véla við kennslu, en Svíar héldu þessari kenningu fram, og hins vegar sú að hvort tveggja þurfi til, vélar og vélar- rúmsherma, og væru Danir og ís- lendingar m.a. inni á þeirri skoðun. Ráðstefnan hófst á sunnudag og þá voru haldnir fyrirlestrar m.a. um reynslu af notkun vélar- rúmsherma og í gær, mánudag, voru tækninýjungar kynntar. Þá fóru ráðstefnugestir í skoðunarferð að Mývatni og einnig var á dag- skrá skoðunarferð um Akureyri, en ráðstefnunni lýkur í dag, þriðju- dag, með kvöldverði að Hótel KEA í boði Vélstjórafélags íslands og bæjarstjórnar Akureyrar. Svarfaðardalur Hátíðar- messa í Tjam- arkirkju Biskup Islands end- urvígir kirkjuna HÁTÍÐARMESSA verður í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal næstkomandi sunnudag, 30. ágúst, kl. 14, þar sem þess verður minnst að á þessu ári eru liðin 100 ár frá því kirkj- an var vígð. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, mun predika við messuna og end- urvígja kirkjuna, en mikil við- gerð hefur farið fram í sumar og m.a. var skipt um alla burðarbita í kirkjunni. í tilefni af aldarafmæli kirkj- unnar verður gefínn út myndar- legur bæklingur prýddur mynd- um, en í honum er m.a. ávarp biskups og greinar um sögu kirkju og staðar, um þá presta sem þjónað hafa kirkjunni síð- ustu aldir og um byggingu Tjarnarkirkju og þær endurbæt- ur sem gerðar voru á henni í sumar. Andvirði bæklingsins verður notað til að greiða niður þær miklu skuldir sem hvíla á söfnuðinum vegna framkvæmd- anna. Allir eru velkomnir að Tjörn í Svarfaðardal á sunnudaginn að taka þátt í hátíðarmessunni, en eftir messu verður boðið upp á hátíðarkaffi í Húsabakka- skóla. Þeir sem ekki komast inn í kirkjuna geta hlustað á mess- una utan við kirkjuna eða í rút- um sem komið verður fyrir hjá kirkjunni. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Rúnar Þór Börnin frædd um umferðina Undanfarið hefur staðið yfir umferðarfræðsla 5 og 6 ára barna í skólum á Akureyri og hafa umferðarná- mskeiðin verið vel sótt. Þessi mynd var tekin í Odd- eyrarskólanum í gær og ekki er annað að sjá en þessir nemendur verði til fyrirmyndar í umferðinni því áhuginn á námsefninu leynir sér ekki. JC ísland Námskeið og fundur í Þelamörk 2. framkvæmdasljórnarfund- ur Junior Chamber íslands verður haldinn á Hótel Eddu, Þelamörk, næstkomandi sunnu- dag, 30. ágúst, í umsjón JC Akureyrar. Á fundinum verða kynntar og ræddar þær miklu skipulagsbreyt- ingar er samþykktar voru á síðasta landsþingi JC-hreyfingarinnar sem haldið var í Keflavík í vor. Jafnframt verða haldin nám- skeið fyrir stjómarmenn aðildarfé- laga JC íslands. Þau hefjast kl. 9 á laugardagsmorgun, 29. ágúst. Sérstakir leiðbeinendur verða Gyða Haraldsdóttir sálfræðingur og Kristján Kristjánsson heimspek- ingur. Námskeiðin og fundurinn eru opin öllum fyrrverandi, núverandi og tilvonandi JC-félögum. (Fréttatilkynning) Útgerðarfélag Akureyringa Hagnaður var 106,7 millj- ónir á fyrri helmingi ársins GREIÐSLA á inneign Útgerðarfélags Akureyringa í Verðjöfnunar- sjóði sjávarútvegsins sem kom til útborgunar á árinu styrkti mjög stöðu félagsins og gerir að verkum að hagnaður þess á fyrri helm- ingi ársins nemur 106,7 milljónum króna, en var 47,4 milljónir króna árið á undan. Hagnaður af reglulegri starfsemi ÚA á fyrstu sex mánuðum ársins var um 24 milljónir króna samanborið við 74,8 milljónir króna fyrir sama tímabil liðins árs. Rekstrarafkoma fyrir- tækisins er lakari en árið á undan, enda eru aflaskerðingar síðustu ára að segja til sín. Afli hefur dregist mjög saman og tilkostnaður við veiðarnar er mun meiri en var. Á síðustu fjórum árum hefur ÚA varið rúmum 900 milljónum króna til kaupa á skipum og afia- heimildum, en úthlutaður kvóti til félagsins nemur á næsta fiskveiði- ári um 20.200 tonnum sem er svipað og félagið hafði árið 1988. Morgunblaðið/Rúnar Þór Björgúlfur Jóhannesson fjármálastjóri, Gunnar Ragnars og Sverrir Leósson sljórnarformaður kynntu afkomu Útgerðarfélags Akur- eyringa fyrri hluta ársins á fundi í gær. Gunnar Ragnars, forstjóri Út- gerðarfélags Akureyringa, sagði er hann kynnti afkomu félagsins á fyrri hluta árs á blaðamannafundi í gær að hún endurspeglaði stöðu sjávarútvegsins um þessar mundir, samdrátt í veiðum og kvótaniður- skurð, en á sama tíma hefði kostn- aður aukist mjög. Til að mæta sam- drætti hefði félagið keypt skip og aflaheimildir sem aftur hefði leitt til þess að fjármagns- og afskriftar- kostnaður hefði stóraukist. Á síð- ustu fjórum árum hefur félagið íjár- fest fyrir rúmar 900 milljónir króna í kaup á skipum og varanlegum aflaheimildum. Úthlutaðar afla- heimildir félagsins fyrir næsta físk- veiðiár eru um 20.200 tonn, en árið 1988 hafði félagið til ráðstöfunar rúmlega 20.600 tonna kvóta. Gunnar sagði minnkun afla valda mönnum miklum áhyggjum, en hann hefði minnkað um 25% á síð- ustu fjórum árum og verðmæta- minnkunin væri jafnvel enn meiri. Gera mætti ráð fyrir að fiskimiðin væru nú um 25% verðminni en þau voru fyrir Qórum árum. Heildartekjur ÚA á fyrri helm- ingi ársins nema 1.187,7 milljónum króna á móti 1.214,8 á sama tíma- bili í fyrra. Rekstrargjöld námu 950,9 milljónum í ár en voru 983,9 milljónir í fyrra, þannig að rekstrar- tekjur hafa minnkað um 2,25, en rekstrargjöld um 3,4%. Afskriftir eru nú meiri en áður, hækka úr 110.6 milljónum króna á sl. ári 145,2 milljónir króna og fjármagns- kostnaður hækkar úr 44,5 milljón- um króna í 68 milljónir, sem stafar af miklum fjárfestingum í skipum og aflaheimildum. Hagnaður af reglulegri starfsemi félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins var um 24 milljónir króna samanborið við 74,8 milljónir á sama tíma í fyrra. Liðirnir aðrar tekjur og gjöld hafa breytst veru- lega milli ára, en þeir voru neikvæð- ir um 17,6 milljónir í fyrra en eru nú jákvæðir um 88,4 milljónir. Munar þar mestu að ákveðið var að greiða út inneignir í Verðjöfnun- arsjóði sjávarútvegsins og fékk ÚA þannig 92,8 milljónir króna upphæð sem færð var til tekna á þessu tíma- bili. Hagnaður tímabilsins var því 106.7 milljónir króna á móti 47,4 milljónum á sl. ár. Þrátt fyrir þetta er ljóst að rekstrarafkoman sjálf er lakari en árið áður, þar sem veru- legar fjárhæðir hefur þurft til að halda veiðiheimildum í horfínu, sem aftur hefur leitt til aukinna af- skrifta og fjármagnskostnaðar. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði Engar ákvarðanir teknar sem heimila bændum að geyma mjólk SAMTÖK afurðastöðva í mjólk- uriðnaði hafa ekki gefið út sér- stakar heimildir varðandi inn- lögn á mjólk nú við lok fram- leiðsluársins. í frétt blaðsins í gær sagði að SAM hefði heimilað mjólkurframleiðend- um að safna saman mjólk frá og með miðvikudegi og að sú mjólk yrði sótt til bænda á laugardag. Það er rangt eins og fram kemur í orðsendingu formanns SAM til mjólkurframleiðenda og biðst Morgunbláðið vélvirðingar á þessari rangfærslu. í tilkynningu frá Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins segir að á undanförnum árum hafi mjólkur- framleiðendum verið heimilað að færa allt að 5% af fullvirðisrétti sínum á milli verðlagsára, þ.e. geyma eða nýta fyrirfram. Með þessum hætti hafi verið unnt að jafna út sveiflur í mjólkurfram- leiðslu og nýta framleiðslugetu bænda í kringum verðlagsáramót. „Það er ekki unnt í ár sökum nýs samnings milli Stéttarsambands bænda og stjórnvalda um mjólkur- framleiðsluna, sem gengur í gildl 1. september nk. Samkvæmt samn- ingnum fellur verðábyrgð ríkissjóðs niður og framleiðsla og birgðir mjólkurvara verða frá 1. september á ábyrgð framleiðenda og afurða- stöðva. Þessar kerfisbreytingar hafa því miður haft það í för með sér að þeir mjólkutframleiðendur sem búnir eru með sinn fullvirðis- rétt (kvótann) verða um stundar- sakir í vandræðum með umfram- mjólkina og hinir sem ekki hafa fullnýtt sinn framleiðslurétt geta ekki geymt ónýttan framleiðslurétt til næsta árs,“ segir í tilkynningu frá Upplýsingaþjónustu iandbúnað- arins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.