Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1992 Kristín L. Sigurð- ardóttír - Minning Fædd 30. apríl 1942 Dáin 14. ágúst 1992 Hinn 14. ágúst sl. bárust mér þær fréttir að hún Stína væri látin, langt fyrir aldur fram. Ég hugsa til baka og þá rifjast upp hinar mörgu gleðistundir sem ég átti á heimili hennar. Um 4ra ára aldur gerðist ég leik- félagi dætra hennar sem síðar þró- aðist upp í góða vináttu hjá okkur öllum, og má segja að heimili henn- ar hafi verið mitt annað heimili um árabil, því alltaf tók hún mér opnum örmum og hún sagði svo oft sjálf að ég væri fjórða dóttirin hennar. Ég mun minnast hennar sem góðrar vinkonu sem ávallt átti tíma og hjartarúm fyrir aðra þó hún ætti oft erfítt sjálf og rita ég þessi fáu orð í þakklætisskyni fyrir þá vináttu og ástúð sem hún sýndi mér. anna. Þar var góðmennskan í fyrir- rúmi. Ég átti því láni að fagna að ferð- ast með henni og Lindu dóttur henn- ar bæði utanlands og innan, síðast fyrir rúmu ári austur á land. Þó veikindin væru farin að segja til sín var hún samt kát og hló sínum smitandi hlátri. Nú er hún laus frá þrautum hún Stína mín, hún var svo dugleg að aðdáun vakti. Elsku Anna, Linda og Perla, miss- ir ykkar er mikill, en minningin um góða móður mun lifa. Ég sendi ykk- ur og bræðrum hennar og skyldfólki samúðarkveðjur mínar. Guð blessi ykkur öll. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Br.) Gunnhildur A. Gunnarsdóttir. Þá er jarðnesk bresta böndin, blítt við hjörtu sorgum þjáð vonin segir: Heilög höndin hnýtir aftur slitinn þráð. (Sálmur 404, 5. vers. H. Hálfd. þ.) Elsku Anna María, Linda og Perla. Ég sendi ykkur mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Elisabet J. Þórisdóttir. En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri með hverju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri (Magnús Ásgeirsson) Það er með söknuði og trega að ég sest niður og skrifa nokkrar línur um Stínu vinkonu mína. Ég kynntist henni fyrir mörgum árum. Hún var sönn vinkona og vildi öllum vel enda hjálpaði hún mörgum með góðvild sinni. Stína var létt og kát. Það var gott að koma í Unufellið til hennar og dætranna og litlu barnabam- Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Þegar ég nú horfi á eftir elsku- legu, sönnu og bestu vinkonu minni, hverfa yfir móðuna miklu, hrannast minningarnar upp. Við vorum nábú- ar í fjölbýli er við hittumst fyrst. Þá var mjög erfitt tímabil í lífi okk- ar beggja. Eg sá fljótt hversu hetju- lega hún tók mótlætinu og þarna myndaðist milli okkar ævilöng vin- átta sem aldrei féll skuggi á. Hún helgaði síðar líf sitt þeim er urðu undir í lífsbaráttunni. Þótt hún væri störfum hlaðin við líknarstarf, átti hún alltaf tíma aflögu, til að vera góð móðir þriggja dætra, sem sárt sakna hennar. Þeir sem eftir lifa hugga sig við það að hetjulegri baráttu við ólækn- andi sjúkdóm er lokið. Nú er hún komin til fyrirheitna landsins og laus við allar þjáningar. Dætrunum, börnum þeirra, svo og ættingjum og öðrum vinum, votta ég mína dýpstu samúð. Hrafnhildur. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA GUÐBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, Þorfinnsgötu 2, lést þriðjudaginn 25. ágúst. Synir, tengdadætur og barnabörn. t Faðir okkar, INGiBERGUR STEFÁNSSON, Reyðarfiröi, lést í Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 25. ágúst. Guðríður Ingibergsdóttir, María Ingibergsdóttir, Elmar Ingibergsson. t Faðir okkar, GARÐAR SIGMUNDSSON, Bláhömrum 2, lést á heimili sínu sl. föstudag. Jarðarförin fer fram í Bústaðakirkju 28. ágúst kl. 13.30. Sigmundur Viðar Garðarsson, Anna Baldrún Garðarsdóttir, Garðar Hörður Garðarsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HILDIGUNNUR HALLDÓRSDÓTTIR, Sörlaskjóli 4, verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn 27. ágúst kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afbeðin. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, Rúnar Einarsson, Áslaug Björg Ólafsdóttir, Halldór Vilhelmsson, Hjördís Inga Ólafsdóttir, Jón Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. í dag kveð ég mína bestu vinkonu sem síðastliðið ár háði harða og hetjuleg baráttu vil illvígan sjúkdóm sem sigraði að lokum. Ég var svo lánsöm að fá tækifæri til að ganga þessa leið með henni frá upphafi til enda og ég er þakklát fýrir það, þó að oft hafi það verið erfitt, en nú bý ég að reynslu sem enginn hefði getað miðlað mér nema Stína. Að fá að vera þátttakandi í sorg og gleði sem upp komu hjá henni er mér ómetanleg reynsla. Sorginni við að vita um sjúkdóminn, vonina um að hafa betur, gleðina við að byija í sínu starfí aftur, en Stína vann á deild 33A á Landspítalanum við að- hlynningu og veit ég fyrir víst að þar var hennar staður. Að hjálpa fólki var hennar köllun í lífínu. Og ég veit að hún glæddi vonir í bijósti margra sem misst höfðu allt og eng- inn fór frá Stínu með sömu vanda- málin og komið var með, því þau voru nánast engin þegar búið var að ræða þau. Ég á Stínu mikið að þakka og þó mest fyrir að fá að kynnast henni og vera vinur hennar, því vinátta okkar Stínu var djúp, og að geta deilt sorg og gleði með henni var mér ómetanlegt. í þau 11 ár sem vinátta okkar stóð brá aldrei skugga á. En nú er Stína tekin til starfa á öðru sviði. En hjá mér skildi hún eftir margt sem ég get nýtt mér í lífínu og er ég henni að eilífu þakk- lát fyrir allt sem hún gaf mér. Ég á góðar minningar um vinkonu sem barðist svo lengi og hetjulega og kenndi mér svo margt, alltaf bjartsýn og vonaði að allt færi vel. Elsku Anna, Linda og Perla. Þið MIMIfl! Minningarkort Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna Seld í Garðsapóteki, sími 680990. Upplýsingar einnig veittar í síma 676020. Erfidrykkjur híaðborð löllegir salír og mjög góð þjónusra. LJpplýsingar í síma 2.2.i 22 FLUOLEIDIR UÍTEL LIFTLEIIIt eigið um sárt að binda. En gleymið ekki því sem hún skildi eftir í huga ykkar. Bræðrum hennar og barnabörn- um votta ég samúð mína. Ég fei mína bestu vinkonu Guði og veit að henni líður vel. Hulda Sigurðardóttir. Það er alltaf erfítt þegar við miss- um ættingja okkar eða vini, en það hefur aldrei verið eins sárt og að missa hana elsku mömmu mína. Mömmu sem var alltaf til staðar og hjálpaði okkur í gegnum alla erf- iðleika og varaði okkur við öllum hættum og sagði okkur til og hún lifði fyrir okkur systurnar og litlu barnabörnin sín sem hún sá ekki sólina fyrir, hún Lísa Kristín að verða 5 ára og hann Hilmar Kristó- fer 3 ára og hún amma Stína gerði allt fyrir þau og sátu þau oft tímun- um saman og voru að horfa á Tinna- spólur og þá sérstaklega Mánaflaug og var mikið hlegið af kaffisopa- klúðrinu hans Kolbeins kafteins, og amma Stína var alltaf jafn róleg og fékk aldrei leið á að horfa á Tinna- spólurnar með litlu barnabörnunum sínum. Og litlu börnin voru alveg heilluð af peysunum sem amma Stína pijónaði handa þeim og þau voru alltaf að sýna öllum fallegu peysurnar og voru aldrei leið á því, og hvað amma Stina væri flínk að búa til alla skapaða hluti. Mamma mín fæddist í Syðri-Gróf og ólst þar upp ásamt mömmu sinni og ömmu og afa. Sex ára flutti hún með mömmu sinni til Eyrarbakka og bjó þar um tíma og fluttu þær svo til Reykjavíkur. Hún giftist pabba mínum, Hilmari Kristjánssyni, og áttu þau saman þijár dætur, Önnu Maríu, Lindu og Perlu Svandísi. Pabbi minn lést mjög ungur og varð mikil breyting hjá okkur og urðum við að byggja upp frá grunni og trúa á það sem við vorum að gera og hjálpast allar að við að komast áfram í lífínu og gekk okkur mjög vel, urðum við allar mjög góðar vinkonur og komum okkur vel fyrir. Mamma mín var mjög gefandi kona, hún vann við að hjálpa fólki og koma því vel áfram í lífinu og þangað til að það sá ljósið í lífínu og að lífið væri mikils virði, og þeg- ar hún var ekki að vinna þá hringdu ættingjar og vinir í hana og báðu hana að hjálpa sér og alltaf leysti hún vandamálið styrkri hendi og eyddi allri sinni orku í aðra en sjálfa sig og stundum eyddi hún allri sinni orku í að bjarga einum vini sínum frá bröttu falli þó svo að hún félli sjálf, þá var það hann sem skipti máli. Ég og mamma mín fórum orðið mjög oft á sumrin út á land og þá norður til Akureyrar og svo austur á Vopnafjörð og fannst okkur alltaf jafn gaman og var mikið talað sam- an og mikið hlegið á leiðinni og sakna ég þess að hafa enga mömnmu til að hlæja eða gráta með og öll fallegu orðin hennar mömmu sem var svo gott að heyra. Þegar ég var lítil sagði ég öllum að ég ætti fallegustu og bestu mömmu í öllum heiminum og í dag er ég alveg á sömu skoðun, að mamma mín var og er og verður fallegust og besta mamma í allri veröldinni. Ég mun ávallt elska mömmu mína. Linda Hilmarsdóttir. . „Er Amma-Stína veik hjá Guði?“ spurði þriggja ára gamall sonur minn þegar ég sagði honum að Amma-Stína væri komin til Guðs. Opið alla daga frá kl. 9 22. Það eru saklausar spurningar sem börn spyija, en sárt að svara þeim. í fyrra greindist móðir mín með lungnakrabbamein. Eftir mikla og erfiða spítalalegu og baráttu fyrir lífinu varð hún að játa sig sigraða. Þetta var og er erfitt. Söknuðurinn er mikill. Mamma sem gat allt. Þeg- ar eitthvað þungt lá á mér þá kom mamma alltaf með réttu svörin. Hún var meira en bara mamma, hún var líka mín besta vinkona sem ég gat treyst fullkomlega. Mér þqtti mikið gaman að vera ein heima með henni, pijóna og horfa á sjónvarp. Við ræddum mikið sam- an þegar önnur eyru heyrðu ekki til okkar. Við sátum oft saman og ákváðum hver ætti að fá hveija peysu í jólagjöf og fylgdu því oft miklar vangaveltur. En niðurstaðan kom alltaf frá mömmu. Það eru svo margar minningar sem renna upp hjá mér þegar ég sit ein við kertaljós og hugsa. Til dæmis hvernig framtíðin verð- ur, jólin og fleira. Ég verð vo sár og sorgbitin, en ég hugsa bara um að hafa allt eins og það var, breyta engu um jólavenjur og láta framtíð- ina koma, öðruvísi kemst ég ekki áfram. Ég bið fallega fyrir móður minni og bið hana að hjálpa mér þegar ég fæ erfið verkefni. Ég vyrit að hún gerir það. Hún var alltaf að hjálpa fólki sem bar þunga bagga, bæðiu í sinni atvinnu, vinafólki og sínu fólki. Ég vil því þakka öllu starfsfólki á A-6 Borgarspítala og mínu skyldfólki og vinum. Ég trúi því að hún fái sama verk- efni hjá Guði og sé farin að hjálpa fólki hjá honum. Að lokum fel ég Guði mína ást- kæru móður og veit að hún er farin að búa okkur stað sem á eftir henni komum. Perla Svandís Hilmarsdóttir. I dag kveðjum við kæran starfs- félaga okkar, Kristínu Linnet Sig- urðardóttur, sem lést fjórtánda þessa mánaðar á Borgarspítalanum aðeins fimmtug að aldri. Stína, eins og hún var kölluð, vann með okkur á Vímu- efnadeild Landspítalans, en á þeirri deild reynir oft á tíðum mikið á sam- starf og styrk starfsfólksins. Stína var góðum mannkostum gædd. Hún var hlý og átti gott með að gefa af sér, miðla málum og sjá það já- kvæða. Stína veiktist fyrir rúmu ári af krabbameini. Þrátt fyrir erfiðar aðgerðir og rannsóknir kom hún aftur til vinnu um stundarsakir og var það meira af vilja en mætti. Stína bar hag fjölskyldu sinnar ofar öllu. Við biðjum algóðan Guð, að gefa henni styrk. Far þú í friði Friður guðs þig blessi Hafðu þökk fýrir allt og allt. Starfsfólk 33-A. Kynni okkar Stínu voru ekki ýkja löng, en þau voru lærdómsrík. Það var sumarið 1991 er ég vann á Land- spítalanum að við kynntumst sem samstarfsfélagar. Það sem ein- kenndi hana var gífurleg starfsorka og umhyggja gagnvart öðrum, hvort sem það voru starfsfélagar eða sjúkl- ingar. Hún átti það til að hrósa manni, hún laðaði það jákvæða fram í manni. Stína stundaði kvöldnám við FB og sóttist námið vel, enda hafði hún mjög gaman af skólaset- unni og báru einkunnirnar þess glöggt vitni. Hún var einnig góður bridsspilari og miðlaði mörgum af þekkingu sinni. Ekki gat hún haldið náminu áfram vegna alvarlegra veikinda sem knúðu dyra. I sumar hóf ég aftur vinnu á sömu deild. Stuttu seinna koma Stína aft- ur til vinnu, þrekminni eftir baráttu við erfíðan sjúkdóm. Mér fannst all- an tímann að hún ætlaði að sigra, svo jákvæð var hún, hlý og ennþá gefandi, eins og ekkert hefði komið fyrir. Svo fór þó ekki, en eftir lifir minning um hlýju og birtu. Ég óska aðstandendum innilegrar samúðar. Sveinn Ingi Sveinsson. ERFIDRYKKJUR P E R L A N Perlan á Öskjuhlíð sími 620200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.