Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1992 STJORNUSPA eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Dagurinn er happasæll fyrir einhleypa sem eiga stefnu- mót. Ástúð ríkir í samband- inu við einhvem náinn. Ferðalag í sjónmáli. Naut (20. apríl - 20. maí) Fjölskyldumálin eru í góðu lagi, en þú þarft að koma vel til móts við félaga þinn. Ráðið saman fram úr pen- ingamálunum. Tvtburar (21. maí - 20. júní) í» Öðmm finnst þú aðlaðandi, en sýndu þeim einnig hveiju þú færð afkastað. Sem stendur er eitthvað sem vefst fyrir þér í vinnunni. Krabbi (21. júní - 22. júlQ Þér vegnar vel í vinnunni svo þú verður að sýna hvað í þér býr. Vertu ekki of ráð- ríkur gagnvart fjöl- skyldunni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Fjölskyldumeðlimur getur verið eitthvað mislyndur. Vegir ástarinnar era greið- færir, og heimsókn í veit- ingahús hentar vel. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þér hentar vel að eiga ró- lega helgi með kertaljósum og kvöldverði fyrir tvo. Fjöl- skyldumálin era þér hug- leikin. Vog (23. sept. - 22. október) Ekki láta peningaáhyggjur spilla ánægjulegum vina- fundi. Nýtt ástarsamband gæti verið í uppsiglingu. Sþorddreki (23. okt. - 21. nóvember) Vertu ekki of einstreng- ingslegur og sýndu meiri samstarfsvilja í vinnunni. Fjárhagurinn ætti að batna með kvöldinu. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þú ættir að hafa gaman af heimsókn til vinar sem býr utanbæjar. Taktu aðstæð- um sem ekki verður breytt með skynsemi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) m Þú hefur meiri ánægju af hugðarefni á vinnustað en skemmtunum. Vinur gæti skapraunað þér í dag. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh. Farðu að óskum félaga um að ræða ekki viðskiptin í bili. Hafðu samstöðu og fé- lagslegar skyldur þínar í hávegum. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Láttu ekki eins og þú þurfir að ná þér niðri á einhverj- um. Haltu athyglinni við starfið þar sem þér verður vel ágengt í dag. Stj'ómuspána á aó lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI AH-TUMI tZOM/Mf) /qÁ> t/JElAt ÚR. ÚTtL£G,-y “ U U O, /E, SOer f>/SÍ Tess?^TOGeiicS57) MÍn! /=vrr ^_jJ/)t/£> aug i 'F/etBi-G NtJ do/l/s fá'Fl /r ( Fi/ONA,TO/ó1/ [ TV/H*U HEFO/5. l r .1 \ f í 1 IÓQK A FERDINAND Hvernig þætti þér að fá glas af góðu köldu vatni? Mér þætti það mjög gott, þakka þér fyrir. Sagði ég glas? Ég átti við fötu. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þeir spilarar era til sem líta á það sem helsta hlutverk sitt í spilinu að gefa makker talningu í tíma og ótíma. Austur er einn af þeim. Norður gefur; enginn á hættu. Vestur ♦ ÁDG6 VÁD82 ♦ DG ♦ D103 Norður ♦ K973 V 753 ♦ ÁK82 ♦ ÁG II Austur ♦ 104 V- ♦ 1097643 ♦ 97652 Suður ♦ 852 VKG10964 ♦ 5 ♦ K84 Vestur Norður Austur Suður — 1 grand Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Þrátt fyrir 18 punkta hefur vestur enga ástæðu til að ætla að fjögur hjörtu tapist, svo hann lætur doblið á móti sér og spilar út tíguldrottningu. Sagnhafi drepur á ásinn, tekur kónginn og hendir spaða. Spilar næsta laufi þrisvar og trompar í blind- um. Síðan hjarta á gosann. Talningameistarinn í austur hafði sýnt fimm lauf, svo spilið var upptalið frá bæjardyrum vesturs. Sagnhafi átti 3-6-1-3. Eina vonin var trompuppfærsla, en til að hún gengi yrði austur að komast inn á spaða til að spila láglit og upphefja hjarta- áttuna. Með þessa áætlun í huga spilaði vestur spaðadrottningu. Síðan hugðist hann spila undan ÁG og koma makker inn á tíuna, sem hann varð að eiga. Falleg vörn, en hún fór fyrir lítið. Trúr köllun sinni lét austur spaðatíuna undir kónginn til að sýan tvílit. AV spila ekki lengur saman. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Val Thorens í frönsku Ölpunum í sumar kom þessi staða upp í viðureign hins stigaháa úkraínska alþjóðameist- ara Rotstein (2.515) og Frakkans Aubert (2.270), sem hafði svart og átti Ieik. 22. - Rxe2+!, 23. Hxe2 - Df3 (Nú vinnur svartur því hvítur get- ur ekki bæði valdað mátið á g2 og hrókinn á e2) 24. Re3 - Dxe2, 25. De7 - Hxf2!, 26. Rxf2 - Dxe3, 27. Kh2 - Dxcl, 28. Kxh3 — Dfl+ og Úkraínumaðurinn varð að játa sig sigraðan. Fimm stór- meistara tóku þátt í mótinu í Val Thorens. Þrír þeirra náðu að deila efsta sætinu, Armenarnir A. Pet- rosjan og Minasjan og Ungveijinn J. Horvath, ásamt alþjóðlegu meisturunum Ungureanu og Grig- ore frá Rúmeníu. Þeir hlutu allir 7 v. af 9 mögulegum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.