Morgunblaðið - 29.08.1992, Síða 23

Morgunblaðið - 29.08.1992, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992 23 Nemendur Listdansskóla Islands æfa fyrir skólasýningu á síðast- liðnum vetri. Listdansskóli íslands Fertugasta starfs- árið að hefjast FERTUGASTA starfsár Listdansskóla íslands hefst nú i byrjun september. Á hverju ári tekur skólinn inn nemendur í forskóla og verða inntðkupróf þann 2. og 3. september. Skráning verður dagana 31. ágúst og 1. september. Lágmarksaldur nemenda er 9 ár. Á síðasta vetri voru um 100 nemendur við nám í skólanum og er núverandi húsnæði, að Engjateig 1, að verða of lítið fyrir skólann. Fyrirhugað er að Listdansskólinn flytji inn í nýtt húsnæði við Laugarnesveg ásamt öðrum listaskólum áður en langt um líður. (Úr fréttatilkynning) Ólympíumótið íslenska liðið í andstreymi Brids Guðm. Sv. Hermannsson EFTIR að hafa haldið vel í horf- inu um miðbik Ólympíumótsins, fékk íslenska liðið slæman skell gegn Bandaríkjamönnum í 16. umferð og aftur gegn Argent- ínumönnum í 17. umferð. Við það datt ísland úr 3. sæti í það áttunda. í 15. umferð hafði ís- lenska liðið hins vegar unnið góðan sigur á Zia Mahmood og félögum hans í pakistanska lið- inu en þeir höfðu verið á mik- illi siglingu fram að því. Töfluröðin í riðli íslands réði því, að í upphafí undankeppninnar spilaði liðið við léttari andstæðing- ana en um miðbikið komu allar sterkari þjóðimar nánast allar í röð. Undir lokin ættu leikirnir að léttast aftur þótt raunar sé aldrei hægt að tala um létta leiki á al- þjóðlegum mótum sem þessu. Tak- markið hjá íslenska liðinu var að ná nokkum veginn meðalskori gegn sterkari þjóðunum en fram að tapinu gegn Bandaríkjamönn- unum var liðið vel yfir þessu marki. Ólafur Ragnar Grímsson Krefur utanríkisráðuneytið svara um skoðanakönnun ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, segir að upplýst hafi verið á fundi utanríkismálanefndar í gær að utanríkis- ráðuneytið hefði fengið Félagsvísindastofnun til að gera skoðana- könnun um afstöðu íslendinga til samningsins um Evrópskt efnahags- svæði í nóvember á síðasta ári en niðurstöður hennar voru birtar í desember. Ólafur boðaði til fréttamannafundar í gær þar sem hann gagnrýndi þátttöku utanríkisráðuneytisins í gerð skoðanakannana og sagði að aldrei hefði verið upplýst, hvorki af Félagsvísindastofn- un, á Alþingi, í utanríkismálanefnd eða í fjölmiðlum að utanríkisráðu- neytið hefði verið verkbeiðandi og borgað fyrir þessa skoðanakönn- un á síðasta ári. „Það er ekki mjög algengt að ráðuneyti séu hvað eftir annað að gera pólitískar kannanir. Égóskaði þess vegna eftir því við Þröst Ólafs- son, aðstoðarmann utanríkisráð- herra, að hann svaraði því form- lega, hvar það hefði komið fram af hálfu utamíkisráðuneytisins, að það hefði staðið að þessari könn- un,“ sagði Ólafur. „Nú blasir það við að utanríkis- ráðuneytið hefur látið fjármagna tvær svona ítarlegar pólitískar kannanir og notar þær síðan sem grunngögn í áróðursstarfsemi sinni,“ sagði Ólafur. Hann sagði einnig að frá því í nóvember í fyrra hefði utanríkisráðherra varið mikl- um fjármunum til kynningar á EES-samningnum en á sama tíma hefði andstaðan við samninginn aukist meðal þjóðarinnar ef litið væri á niðurstöður skoðanakönnun- ar sem utanríkisráðuneytið lét gera í júlí sl., en Morgunblaðið greindi frá niðurstöðum hennar í gær. Þrátt fyrir að ísland hafi leng- staf verið í efstu sætum riðilsins em liðsmennirnir ekki alveg ánægðir með frammistöðu sína og telja sig geta spilað mun betur. Aðstæðurnar á mótsstað, þá sér- staklega mikill hiti, hafa þar ör- ugglega einhver áhrif. En ef til vill gera íslensku spilararnir of miklar kröfur til sín, því eins og lesendur Morgunblaðsins hafa get- að séð undanfarna daga, er spila- mennska þeirra oft á tíðum eins og best gerist í heiminum. íslendingar unnu Liechtenstein 17-13 í 12. umferð mótsins og voru nokkuð ánægðir með þann sigur. Það er ekki langt síðan Liec- htensteinbúar fóm að taka þátt í alþjóðlegum bridsmótum en þeir eiga þó nokkra góða bridsspilara, til dæmis A. Jezioro, sem varð Evrópumeistari með pólska landsl- iðinu 1981 en hefur nú flust bú- ferlum. Þetta spil stuðlaði að ís- lenska sigrinum. Norður ♦ 4 ¥ ÁD9863 ♦ 9 ♦ K10864 Vestur Austur ♦ 53 4Á97 ¥ KG1072 ¥ 5 ♦ Á76 ♦ KD8532 ♦ D95 ♦ G73 Suður ♦ KDG10862 ¥4 ♦ G104 ♦ Á2 Vestur Norður Austur Suður GPA Polyetilo ÞJ Jezioro 1 2 tíglar 2 spaðar 3 tíglar pass pass 4 spaðar/ +100 Gegn 4 spöðum spilaði Guð- mundur Páll út tígulás og Þorlák- ur lét tíguláttuna í slaginn. Þetta var hæsti tígulhundurinn sem sást, og samkvæmt merkjakerfí Guð- mundar og Þorláks bað hann um hæsta litinn, eða spaða! Hefði Þor- lákur fylgt lit með fímmunni var það beiðni um hjarta en tígultvist- urinn hefði beðið um lauf. Guðmundur hlýddi kallinu og spilaði spaða á ás Þorláks sem tók tígulhjónin. Einn niður. Við hitt borðið misstigu AV sig í vörninni og. Örn Arnþórsson og Guðlaugur R. Jóhannsson fengu að vinna 4 spaða, svo ísland græddi 12 stig. 113. umferð spiluðu íslendingar við Þjóðveija. Þjóðveijamir tefldu fram sama liði og vann Ros- enblumheimsbikarinn fyrir tveim- ur árum en þeir urðu samt að lúta í lægra haldi fyrir íslenska liðinu. í þessu spili fékk Rohowski þunga refsingu fyrir að koma inn á sagn- ir með lítil spil. Norður ♦ G52 ¥ Á54 ♦ 8753 ♦ 1052 Vestur Austur ♦ D96 ♦ Á1087 ¥ 10832 ¥K9 ♦ ÁD42 ♦ G96 ♦ D6 ♦ KG83 Suður ♦ K43 ¥ DG76 ♦ K10 ♦ Á974 Vestur Norður Austur Suður ÞJ Nippgen GPA Rohowski - - 1 lauf dobl redobl pass pass 1 hjarta dobl dobl/ pass pass 1 grand +800 Redobl Þorláks sýndi áhuga á refsingu og þegar Guðmundur passaði redoblið var hann að lýsa jafnskiptri hönd með 12-14 punkta. Þorlákur refsidoblaði síð- an bæði 1 hjarta og 1 grand. Þorlákur spilaði út spaðasexu. Guðmundur tók ásinn og spilaði meiri spaða sem Þorlákur fékk á drottningu og spilaði 3. spaðanum á kónginn. Rohowski spilaði litlu laufí sem Guðmundur fékk á gosa. Hann tók spaðaslaginn sinn og Rohowski taldi sig geta misst tíg- ul í borði. Guðmundur spilaði þá tígulníu og þegar Rohowski stakk upp kóng tók Þorlákur á ás og spilaði hjarta í gegn um blindan. Guðmundur fékk á kóng, tók tígul- gosa og spilaði tígli á drottningu Þorláks sem tók 9. slag varnarinn- ar á tígultvistinn. Þrír niður og 800 til íslendinga, en við hitt borð- ið spiluðu Ludevig og Bittschené 1 grand í AV og fengu 8 slagi, 120. Skákþing Islands Spennandi keppni Helga og Margeirs Skák Bragi Kristjánsson Tíunda og næstsíðasta um- ferð I landsliðsflokki á Skák- þingi íslands var tefld á fimmtudagskvöld í íþróttahús- inu við Strandgötu í Hafnar- firði. Helgi Ólafsson, meistar- inn 1991, og Margeir Pétursson heyja spennandi baráttu um tit- ilinn. Helgi gerði stutt jafntefli við Hannes Hlífar Stefánsson og fannst mörgum, að sá síðar- nefndi hefði haft ástæðu til að tefla skákina áfram til vinn- ings. Margeir átti í þungri bar- áttu við Jón Garðar Viðarsson. Skákin fór í bið eftir miklar sviptingar, en jafntefli var sam- ið án frekari taflmennsku. 10. umferð: Haukur Angantýsson - Jón Á. Jónsson 1-0 Helgi Ólafsson - Hannes H. Stefánsson 1/2 Sævar Árnason - Bjöm F. Bjömsson 1-0 Þröstur Ámason - Þröstur Þórhallsson 0-1 ÁmiÁ.Ámason-RóbertHarðarson Vi JónG.Viðarsson-MargeirPétursson 1/2 Haukur vann Jón Áma nokkuð örugglega og sama má segja um sigur Sævars á Bimi Frey. Þrest- irnir tefldu mikla baráttuskák, þar sem Þórhallsson stóð allan tímann betur, en náði ekki afgerandi yfir- burðum fyrr en í æðisgengnu tímahraki beggja. Þröstur Þór- hallsson vann þar með fjórðu skákina í röð. Ámi Ármann stóð allan tímann betur gegn Róbert, en skorti herslumuninn til að ná vinningi. Um skákir efstu manna var fjallað að framan, en síðasta um- ferðin verður mjög spennandi, en þá tefla Margeir-Sævar, Róbert- Helgi, Jón Ámi-Jón Garðar, Björn Freyr-Þröstur Á., Þröstur Þ.-Arni Ármann, Hannes Hlífar-Haukur. Sérstök athygli skal vakin á þvi, að síðasta umferð, sem átti- að tefla í dag, laugardag, var færð fram, þannig að búið verður að tefla hana, þegar þessar línur birt- ast á prenti! Staða efstu manna fyrir síðustu umferð: 1. Helgi, 8'A v. 2. Margeir, 8 v. 3. Hannes Hlífar, 7 v. 4. Haukur, 6 v. 5. -6. Þröstur Þ., 5'/2 5.-6. Jón Garðar, S'A 7.-8. Sævar, 5 v. 7.-8. Róbert, 5 v. • Önnur umferð í kvennaflokki var tefld á sama tíma og urðu úrslitin þessi: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir vann Guðnýju Hrund Karlsdóttur, Áslaug Krist- insdóttir vann Svövu Bjarneyju Sigbergsdóttur, Eyrún Edda Hjör- leifsdóttir vann Sólveigu Snorra- dóttur, Ragnheiður Kristjánsdótt- ir van Berglind Aradóttur, en jafn- tefli gerðu Helga Guðrún Eiríks- dóttir og Sigrún Þorvarðardóttir og Guðfríður Lilja og Áslaug hafa unnið báðar skákir sína og tefla því saman í þriðju umferð. Sú skák verður mjög mikilvæg fyrir úrslit mótsins, því þar mætir Guð- fríður Lilja, sterkast skákkona íslands undanfarin ár, tvöföldum Íslandsmeistara fyrri ára. Að lokum skulum við sjá skák úr annarri umferð í kvennaflokki. Hvítt: Guðfríður Lilja Grétarsdótt- ir Svart: Guðný Hrund Karlsdóttir 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. d4 — exd4, 4. Rxd4 — Rxd4?! (Svartur flýtir sér of mikið í manhakaup og gefur með því hvíti mun meira svigrúm. Þekkt er 4. — Rf6, 5. Rxc6 — bxc6, 6. e5 - De7, 7. De2 - Rd5, 8. c4 — Ba6, 9. b3 — 0-0-0, með flók- inni stöðu, sem m.a. var tefld í 16. skákinni í heimsmeistaraein- vígi Kasparovs og Karpovs í Lyon 1990.) 5. Dxd4 - b6 (Annar möguleiki er 5. — Re7, 6. Bc4 — d6, 7. Rc3 — Be6, 8. Bb3 - Rc6, 9. Dd3 - Be7, 10. Be3 - með lítið eitt betra tafli fyrir hvít.) 6. Rc3 - Bb7, 7. Bc4 - Df6, 8. Dd3 - Bc5, 9. 0-0 - 0-0-0, 10. Be3 - d6, 11. a3 - De7?! (Eftir þennan leik vinnur hvítur mikinn tíma með því að ógna svörtu drottningunni. Betra var 11. — Dg6 ásamt — f5, — He8 og — Rf6 við tækifæri.) 12. Rd5 - Dd7, 13. Bg5! - f6 (Þvingað, því annars tapar svartur manni eftir 14. b4.) 14. Bd2 - c6, 15. Rf4! - d5 (Annars kemur 16. Be6 o.s.frv.) 16. exd5 - cxd5,17. Bb5 - Bv6 (Eða 17. Df7, 18. Hfel ásamt 19. Re6 með mjög góðri stöðu fyrir hvít.) 18. Ba6+ - Bb7, 19.,Bb5 - Bc6, 20. Bxc6 — Dxc6, 21. Hfel (Hvítur hefur náð yfírburðastöðu með markvissri taflmennsku. Svartur hefur misst tökin á e-lín- unni, kóngsstaðan er veik, riddar- inn á g8 og hrókurinn á h8 eru utangátta. 21. - Hd7? (Eftir 21. — Re7, 22. He6 ásamt 23. Hael verður svarta staðan ekki glæsileg, en leikurinn í skák- inni flýtir fyrir lokunum.) 22. He8+ - Kb7 (Ekki 22. - Hd8, 23. Da6+ - Db7, 24. Hxd8+ og vinnur.) 23. Re6 - Db6 (Eða 23. — Be7 (aðalhótunin er 24. Rd8+) 24. Bf4 - Bd6, 25. Rd4 - Dc4, 26. Df6 - He7, 27. Bxd6 — Hxe8, 28. Dd7+ með vinningsstöðu fyrir hvít.) 24. Bf4 og svartur gafst upp, því drottn- ingin fellur (24. — Dc6, 25. Hb8+ mát.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.