Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1992 --—---------.TT----------------------- .13 Heiðra minningu Guðlaugs Rósinkrans Við upphaf fundar Þjóðleikhúsráðs í gær færðu leikararnir Baldvin Halldórsson og Gunnar Eyjólfsson Þjóðleikhúsinu að gjöf mynd af aðalsal Þjóðleikhússins eins og hann leit út fyrir breytingar þær sem gerðar hafa verið af honum. Tilefni þessarar gjafar er löngun leikaranna til að heiðra minningu Guðlaugs Rósinkrans er var fyrsti Þjóðleikhússtjórinn frá opnun þess 1950 og allt til ársins 1972. Á þessu ári eru því liðin 20 ár frá því Guð- laugur lét af störfum en hann var ’ búsettur í Svíþjóð síðustu æviár sín. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri veitti gjöfínni viðtöku fyrir hönd leikhússins og er hún merk heimild um upprunalegt útlit aðalsalar leik- hússins sem tekið hefur allnokkrum breytingum frá því leikhúsið var opnað 1950. Norræna húsið Myndlistarsýning frá Alandseyjum Sýning á verkum ellefu álenskra listamanna verður opnuð í Nor- ræna húsinu, laugardaginn 3. október, klukkan 15. Á sýningunni verða vatnslitamyndir, grafík og röð Ijósmynda. Listamennirnir heita: Anita Hellström, Bror-Erik Elfsberg, Britta Gustafsson, Charles Hemm- ingson, Hildur Stenbáck, Johan Bergström, Juha Pykáláinen, Krist- er Sundbáck, Maret Ekner, Nanna Sjöström og Ruth Eggestad. Öll hafa þau tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar á Álands- eyjum, í Finnlandi, Svíþjóð og víðar um heim. Nokkrir listamannanna voru meðal þátttakenda í samsýn- ingu sem sett var upp í .Reykjavík fyrir nokkrum árum. Sýningin er liður í kynningu á Álandseyjum, sem var haldin í Nor- ræna húsinu um síðustu helgi. Nor- ræna stofnunin á Álandseyjum valdi listamennina og verkin sem sýnd eru. Sýningin verður opin daglega klukkan 14—19 og stendur til 25. október. í bókasafni Norræna hússins er sýning á bókum eftir álenska rithöf- unda og bækur um eyjamar. Þar er einnig sýning á frímerkjum frá Álandseyjum, en fyrsta frímerkið var gefið út 1984. (Fréttatilkynning) Nýr myndlista- skóli í Hafnarfirði Nýr myndlistaskóli tekur til starfa í Hafnarfirði á morgun, föstu- daginn 2. október. Skólinn er til húsa á Strandgötu 50, í 550 fin húsnæði, þar sem áður var starfrækt Vélsmiðja Hafnarfjarðar. Á haustönn, sem stendur í 13 kennsluvikur, verður boðið upp á námskeið í fjöltækni fyrir börn og unglinga. Auk þess verða í boði námskeið í grunnteikningu, módel- teikningu, málun og vatnslitamál- un. Alls hafa tæplega eitt hundrað nemendur skráð sig í skólann én fastir kennarar á haustönn verða fimm, allt starfandi myndlistar- menn. Auk reglulegrar starfsemi í skól- anum verður boðið upp á fyrirlestra um listir og einnig styttri nám- skeið. I tengslum við skólastarfið verður í húsinu rekinn sýningarsal- ur, þar sem listamenn munu sýna FIM-salurinn Akrýlmynd- ir eftir Björn Birni Sýning á verkum Björns Birnis verður opnuð í FIM-salnum, Garðastræti 6, laugardaginn 3. október. Á sýningunni eru verk unnin með akrýllitum á striga og pappír, auk nokkurra teikninga sem gerðar eru með tússi á pappír. Björn er yfírkennari málaradeild- ar Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, stundaði nám hérlendis og í Bandaríkjunum. Hann hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningarsalur FÍM er opinn alla daga frá klukkan 14—18. verk sín. Þar mun nemendum skól- ans gefast kostur á að kynna séi verk viðkomandi listamanna undii leiðsögn listfræðings. Áformað er að opna sýningarsal- inn í lok október. Þá er og fyrirhug- að að í portinu framan við skólann verði fljótlega komið upp svæði fyr- ir útisýningar, tónleika, útimarkac og ýmsar uppákomur. (Fréttatilkynning) VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 642209. Heba heldur við heilsunni Konur! Vetiarnámskeid iielst 1. okl. Holl hreyfing. Þol — mogi, ross, læri. leygjur - slökun. Dag- og kvöldtímar. itubrennslutímar. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri veitir gjöfinni viðtöku. Hinir einu sönnu Hljómar: Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Engilbert Jensen, Erlingur Björnsson ásamt Shady Owens rifja upp hina einstöku stemningu áranna frá '63-'69 með lögum eins og Fyrsti kossinn, Bláu augun þín, Æsandi fögur og fleiri gullkornum íslenskrar dægurtónlistar. Verð kr. 4.950,- Án matar kr. 2.000,- ‘Matseðiíí: ‘Jiælqukóryasúpa (jri(Csteil(tur (ambafirygpvöðvi, Jondant Jrönst{ sú(Ju(aðimús Cointrau Stórhljómsveit undir stjórn Gunnars Þórðarsonar. Húsið opnað kl. 19.00. Borðapantanri I síma 687III. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.