Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1992 Utan við múrinn! Fyrri grein eftir Bjarna Einarsson Ríkisstjómin hefur ákveðið að keyra samninginn um evrópskt efnahags&væði í gegnum Alþingi fyrir áramót þrátt fyrir andstöðu meirihluta þjóðarinnar. Utanríkis- ráðherra, sem er skyldugur til að kynna samninginn fyrir þjóðinni með kostum og göllum, hefur skipu- lagt áróðursherferð, þar sem forðast er að heildarmynd samningsins komi í ljós. Veigamiklum atriðum er sleppt og hálfsannleikur og ævin- týrasögur koma í staðinn. Hvers vegna gerir maðurinn þetta? Ef samningurinn er jafn stórkostlegur og af er látið hlýtur sannleikurinn allur að vera sagna bestur! Þá er ekkert að fela, eða hvað? Því mið- ur. Þegar raunveruleg heildarmynd þess, sem gerast mun, ef samning- urinn tekur gildi, er dregin upp, kemur ýmislegt í ljós. Samningurinn á að gjörbreyta íslensku samfélagi þannig að það líkist sem mest mið evrópsku iðnaðar- og fjármagns- þjóðfélagi. í stað elskulegs samfé- lags samhjálpar og vináttu á að koma samfélag valds og miskunnar- leysis, teknókratí sérfræðinga, uppa og erlends fjármagns. Þjóðin tapar að mestu valdi sínu yfir þróun sam- félagsins og eigin örlögum. í reynd erum við færð undir lýðræðislaust miðstýringarvald Evrópubandalags- ins í Brussel, Sovétríkin síðari, og skref inn undir sameiginlega ytri tolla þess, sem mun spilla fyrir við- skiptum okkar við önnur lönd. Efna- hagslegan ávinning af samningnum er erfitt að finna. Af honum höfum við fyrst og fremst armæðu og kostnað, skerðingu fullveldisins og áhættu fyrir sjálfstæðið. Þjóðin spyr, hvers vegna? Hví á nú að misnota þingræðið og brjóta stjórn- arskrána? Hver er tilgangurinn? Hagsmunir hverra eru mikilvægari en hagsmunir íslensku þjóðarinnar? Illa upplýst og íhaldssöm þjóð! í framsöguræðu sinni fyrir stað- festingarfrumvarpinu lagði utanrík- isráðherra andstæðingum samn- ingsins til viðhorf og skoðanir: „Engu er líkara en einhver óyfirstíg- anleg vanmetakennd liggi að baki andstöðu margra við þennan samn- ing. Grundvallarforsenda málflutn- ings ýmissa andstæðinga virðist eftir Jón frá Pálmholti Þegar íslenskur maður er staddur í útlöndum sér hann oftast betur en áður hversu bardúsið hér uppi á íslandi er smátt í augum heimsins. Fólk sem hann hittir þar veit oftast fátt anhað um þessa fjarlægu eyju en að þar er mikið um ís og eld- stöðvar, að þaðan kemur fískur og að þar er fallegur og vel máli farinn forseti. Sé viðkomandi svo lánsamur að hitta sæmilega upplýst fólk, berst talið jrjaman að fomum menningar- arfí Islendinga, sögum og kvæðum. Stundum verða á veginum menn sein hafa lagt það á sig að læra þetta foma tungumál íslenskuna líkt og önnur fornmál svo sem !at- ínu og grísku, í þeim tilgangi að geta kynnt sér þessar fornu bók- menntir á frummálinu. Sumir þeirra hafa kannski lesið bækur seinni tíma höfunda í þýðingum, svo sem bækur eftir Nonna, Gunnar Gunn- arsson eða Halldór Laxness og undrast að þetta upprunalega tungumál íslenskan skuli enn vera lifandi talmál og ritmál hér uppi á íslandi. vera, að íslendingar geti ekki verið samkeppnishæfir við aðrar þjóðir; að íslenskt þjóðfélag geti ekki þrif- ist í samfélagi þjóðanna nema sem vemdaður vinnustaður, þar sem stjómvöld skammta aðgang að heiminum sem fyrir utan er. Enn virðist eima eftir af hafta- og skömmtunarhugsunarhætti fyrri tíma“. Þjóðinni vandaði hann heldur ekki kveðjumar þegar hann taldi hana of illa upplýsta til að geta tek- ið afstöðu til samningsins. Þegar hann segir þetta gætir hann þess ekki, að meirihluti þjóð- arinnar veit, að það sem frá honum kemur er áróður en ekki upplýs- ingar, og þar sem lítið berst til fólks- ins af raunvemlegum upplýsingum telur fólk sig óupplýst. Hins vegar er ljóst, að ef fram færi þjóðarat- kvæðagreiðsla um samninginn mundi ráðherranum ekki líðast að einoka upplýsingaflæðið. Sá aðili, sem upplýst gæti almenning um aðrar hliðar samningsins en þær, sem ráðherrann setur fram, hin þverpólitísku almenningssamtök. Samstaða um óháð ísland, á ekki til þess fé. Samtökin hafa sótt um styrk ríkisins til þessa og hefur bent á systursamtök á Norðurlöndum, sem fá ríflega styrki til starfsemi sinnar vegna þess að þar er talið að þau gegni nauðsynlegu hlutverki í að tryggja lýðræðislega meðferð málsins. Þessum umsóknum hefur verið hafnað. Er það vegna þess, að lýðræði sé talið óþarft hér á landi? Heimsviðskipti útan múrsins Sjónarmið andstæðinga EES samningsins eru að sjálfsögðu mis- jöfn enda eru þeir margir. En að halda fram, að einkenni andstæð- inga samningsins sé einangrunar- og haftastefna er öfugmæli. Það sem vakir fyrir þjóðinni er, að hún vill viðhalda grundvallareinkennum samfélagsins og þróa það sjálf eftir kröfum tlmans og eftir því sem hún telur það æskilegt. Einstök atriði þeirrar þróunar verða svo að sjálf- sögðu hluti pólitískrar umræðu sjálfstæðrar þjóðar. Einnig vill þjóð- in hafa fullt vald yfír auðlindum sínum og landi. Við, sem stóðum að stofnun Sam- stöðu um óháð ísland lögðum í upp- hafí áherslu á, að við viljum ekki að heimurinn verði hólfaður í sundur í viðskiptasvæði, sem verði varin með múrum tolla og viðskiptahindr- ana. Við viljum frjáls viðskipti um Á síðustu árum hefur Einar Páls- son varpað nýju ljósi á þennan foma menningararf okkar í ritgerðasafni sínu Rætur íslenskrar menningar, þar sem hann rekur sögu hans lengra aftur en fyrr var gert. Þótt Háskóli íslands þykist enn ekki vita þetta, hlýtur það að breytast fyrr eða síðar, því hafi Einar rétt fyrir sér er menningararfur okkar enn merkilegri og eftir því dýrmætari en við áður vissum. Slíkt hlýtur að auka enn á skyldur okkar við ís- lenskuna og íslenskan bókmennta- arf. Það er ekki nema í mesta lagi hálfur sannleikur að við íslendingar lifum á físki. Verstöðvar geta menn rekið hér án þess að vera Islending- ar. Við erum sérstök og sjálfstæð þjóð frammi fyrir heiminum vegna þess eins að við tölum íslensku og höfum þegið í arf sérstæð menning- arverðmæti, sem hvergi eru til ann- ar staðar. Þennan arf höfum við varðveitt og ræktað í þrengingum aldanna þrátt fyrir móðuharðindi og útlenda valdstjórn. Nú sækja nýjar hættur að ís- lensku máli og bókmenntum. Stór- kostleg tækni hefur að miklu leyti rofið gamla einangrun. Sívaxandi alþjóðleg samskipti krefjast prakt- Bjarni Einarsson „Skynsamleg viðskipta- stefna er, að leggja áherslu á uppbyggingu annarra markaða en halda í horfinu í EB. Kenningin um að aðild að EES verði okkur vörn gegn því að neyð- ast til að ganga í EB er öfugmæli.“ allan heim, heim sem er sífellt að minnka vegna tækniframfara í fjar- skiptum og flutningum. Evrópska efnahagssvæðið er fordyri Evrópu- bandalagsins, sem byggir um sig nýjan Berlínarmúr tolla og við- skiptahindrana. Við erum ekki í vafa um, að fái EB ríkin þann for- gangsrétt að hagkerfi okkar, sem EES samningurinn veitir þeim, verði trauðla aftur snúið og við sogumst fyrr eða síðar inn í EB. Ekki einangrun í Evrópu Vestur-Evrópa verður ekki mið- stöð hagvaxtar á þessari öld og markaður EB er yfírfullur og staðn- aður. Innan EB viljum við ekki ein- angrast. Innganga í EES er ekki annað en opinber staðfesting á, að við búum á afskekktu evrópsku út- ískra lausna. Evrópa stefnir í átt til sameiningar. Menn tala þar um sameiginlegan gjaldmiðil. Hvenær kemur röðin að sameiginlegu opin- beru tungumáli? Við hljótum fyrr eða síðar að gerast með einhveijum hætti þátttakendur í slíku alþjóð- legu samstarfí, þótt enginn viti enn hvemig það þróast. Nú þegar hafa kennarar lýst áhyggjum sínum vegna hrakandi íslenskukunnáttu skólafólks, m.a. vegna áhrifa frá þeim hálfamerísku útvarpsstöðvum sem hér eru reknar. Slíkt er þó varla nema forsmekkur að því sem síðar kemur. Varðveisla íslenskunn- ar sem lifandi talmáls og ritmáls mun ekki koma af sjálfu sér í fram- tíðinni. I ljósi þessa verður að teljast furðulegt að núverandi ríkisstjórn íslands skuli marka sér þá menn- ingarstefnu sem við höfum orðið vitni að á þessu ári. Fyrst er Menn- ingarsjóður þjóðarinnar lagðúr nið- ur með sérstökum hamagangi. (Hefði ekki verið réttara að breyta reglum sjóðsins þannig að hann yrði raunverulegur menningarsjóð- ur?) Nú er komið að því að hætta á ný endurgreiðslu virðisaukaskatts á bókagerð m.a. Þetta er því undar- legra þar sem víst er að í ríkissjórn og stuðningsliði hennar má finna áhugamenn um listir og menningu. T.d. er forsætisráðherrann sjálfur félagi í Rithöfundasambandi ís- lands. skeri. í víðara samhengi, þegar horft er yfír heimsbyggðina, erum við ekki afskekkt. Því viljum við halda áfram að vera utan við evrópska múrinn. Það er utanríkisráðherrann og fylgismenn hans, sem eru fullir vanmetakenndar, því þeir þora ekki að horfast í augu við allan heiminn, eins og við hingað til höfum gert, heldur vilja þeir skríða í ímyndað skjól gömlu nýlenduveldanna. Á hinn bóginn teljum við, að saga undanfarinna ára og áratuga sanni, að Íslendingar séu samkeppnishæfir við aðrar þjóðir, að við eigum mikla möguleika til viðskipta um allan heim og því sé með öllu óþarft að gera okkur að „vernduðum" hrá- efriaframleiðanda fyrir evrópskt stórríki. Evrópska draumnum stolið Fólk dreymir um betri heim frið- ar, velsældar og kærleika. Hug- sjónamenn fyrstu áranna eftir síð- ara heimsstríð börðust fyrir sam- starfí Evrópuríkja og þeir róttæk- ustu fyrir sameiningu. Þetta var einlægt fólk og fjölmörgum Evr- ópubúum þótti, og þykir enn, þetta vera góðar hugsjónir. Margar fagrar pólitískar hugsjónir hafa fæðst í Evrópu, en afdrif sumra þeirra hafa verið, að þeim hefur verið stolið. Napóleon stal frönsku byltingunni, Lenín stal marxismanum og Stalín stal síðan rússnesku byltingunni. Nú hafa stórfyrirtæki Evrópu og Brússel nomenklaturan stolið Evr- ópudraumnum, og eru, eins og þeir Napóleon, Lenín og Stalin, á sinn hátt að breyta draumnum í mar- tröð. Byggt hefur verið upp lýðræð- islaust miðstjómarbákn, sem vill ráðskast með allt sem við kemur mannlegu lífí. Rætur þess liggja ekki I norrænu né engilsaxnesku lýðræði heldur í mið-evrópsku ein- ræði, stéttaskiptingu og ofstjóm þar sem valdið kom ekki frá fólkinu heldur var fólkinu sagt að það kæmi frá guði og þess vegna kæmi valdið því ekki við á annan hátt en að hlýða því. Valdbeitingin með reglum og reglugerðum um hina ólíklegustu hluti, þjónkun valdaklíkunnar við stórfyrirtækin á kostnað smærri fyrirtækja, og þar með á kostnað fólksins, og fyrirlitning klíkunnar á vilja almennings, hefur nú komið af stað öflugri andstöðu í EB lönd- um. Danir vísuðu veginn. Rétt tæp- ur helmingur frönsku þjóðarinnar hefur tekið kröftuglega undir með Dönum. í Bretlandi og jafnvel í Þýskalandi magnast andstaðan Jón frá Pálmholti. „Ég skora á stjórnina að gleyma ekki skyld- um sínum við íslenska tungu og bókmenningu á tíð nýrrar tækni og aukinna erlendra sam- skipta.“ Bókaútgefendur hafa þegar lýst viðbrögðum sínum í þessu máli. Ég þarf víst ekki að tíunda þau frekar hér. En eftir viðbrögðum þeirra að dæma, sýnist sem slæmar heimtur verði á skattinum frá þeim. Þá gegn skrifræðisvaldinu. Fólkið í Evrópu vill endurheimta Evrópu- drauminn aftur frá þeim, sem stálu honum, en nú í formi náins sam- starfs frekar en sameiningar. Það er furðulegt að íslenskir frjáls- hyggjumenn skuli vegsama þetta miðstjórnarkerfi, sem á sér engan líka nema Sovétríkin. Samstarf sjálfstæðra þjóða Það er merkilegt að bera saman annað fjölþjóðasamstarf og hið yfir- þjóðlega og lýðræðissnauða EB kerfi. I norræna samstarfinu hefur landamærum verið eytt á milli landa þannig að vegabréf eru óþörf. Vel- ferðarkerfí hvers lands standa íbú- um allra landanna opin og löndin eru sameiginlegur vinnumarkaður. Allt þetta og miklu fleira höfum við gert án þess að koma upp yfírþjóð- legu valdi. í fríverslunarsvæði Norð- ur Ameríku (NAFTA) er heldur ekki yfírþjóðlegt vald eins og í EB. Þar er gert það, sem gera þarf til að löndin verði að einum markaði og meðal þess eru ekki stofnun með 30.000 starfsmönnum né reglugerð- afargan. Þetta evrópska furðufyrir- bæri er alveg einstakt í veröldinni og allt þetta bákn, allar reglugerð- irnar og allt þetta vald er óþarft og skaðlegt og hlýtur að hrynja eins og fyrirrennari þess, Sovétríkin. Rétta form fjölþjóðasamstarfs er samstarf sjálfstæðra og fullvalda þjóða, sem í sameiningu setja sér reglur og sem treysta réttarkerfum hvorrar annarrar. Það er algjör þversögn að nokkurt Norðurland- anna skuli geta gerst aðili að EB kerfínu eins og það er, því það er andstætt norrænum hugsunarhætti. Það sem allir geta tekið þátt í er samstarf sjálfstæðra og fullvalda þjóða. Það er það sem fólkið í Evr- ópu nú biður um, og verði ekki orð- ið við þeirri ósk mun EB um síðir sundrast. Það getur orðið hættulegt. Úrelt stefna EB Verndarstefna EB, sem ætlað er að veija iðnað, sem ekki stenst sam- keppni, hvetur ekki hagvöxt. Sú stefna að miða efnahags- og póli- tískar aðgerðir fyrst og fremst við hagsmuni stórfyrirtækja á kostriað lítilla og miðlungsfyrirtækja, gerir það ekki heldur. Hagvöxtur í EB er nú lítill og atvinnuleysi vex, sem er þó ærið fyrir. Það mun aukast fyrstu árín við markaðssameining- una við fækkun smáfyrirtækjanna og enn meira ef Maastricht sam- komulagið tekur gildi végna skuld- bindinga EB ríkjanna til að rétta af fjárlaga- og viðskiptahalla. Þess- ar skuldbindingar kalla á harða samdráttaraðgerðir í öllum EB ríkj- um nema þremur. Aiþjóðagjaldeyr- issjóðurinn hefur sent frá sér skýrslu, þar sem fram kemur, að verða aðeins eftir litlar einkaútgáf- ur og smáfyrirtæki. Mér sýnist flest benda til þess að þar verði helsti skattstofn af hálfu útgefenda. í þessum hópi eru menn sem unnið hafa menningarleg afrek á síðustu árum. Ég hef áður nefnt Einar Pálsson, en auk hans má nefna menn eins og Þorgeir Þorgeirsson óg Einar Braga sem nýlega gaf sjálfur út þýðingar sínar á helstu leikritum Strindbergs. Ég á eftir að sjá slíkt gerast verði áform stjórnvalda að veruleika. Bækur eru ekki bara venjulegur söluvarningur, þótt útgefendur hafí því miður stundum umgengist þær þannig sjálfír. Vissulega eru út- gefnar bækur misjafnar að gæðum, en allur gróður þarfnast jarðvegs. Annars fýkur hann burt. Það er lofsvert að spara, en ekki stórmannlegt að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þó er enn verra að ráðast á grundvöll sinnar eigin tilveru. Fari svo að stórir bókaútgefendur komist framhjá skatti þessum munu tekjur ríkisins af bókum varla duga til tveggja eða þriggja ferða fyrir ráðherra til ann- arra landa ásamt risnu. Ég skora á stjórnina að gleyma ekki skyldum sínum við íslenska tungu og bók- menningu á tíð nýrrar tækni og aukinna erlendra samskipta. Iliifunclur er rithöfundur og formaður Bókmenntafélagsins Hríngskugga. Bókaskattur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.