Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 17
aukning atvinnuleysis vegna Maa- stricht samkomulagsins muni nema um 3 milljónum manna. Þessu til viðbótar eru svo erfiðleikar Þjóð- verja, forusturikis EB og stærsta markaðarins í bandalaginu, vegna enduruppbyggingar Austur Þýska- lands, en skuldir alríkisins eru orðn- ar ævintýralegar og er það fjármagn dregið út úr þýska fjármálakerfinu, frá atvinnulífinu. Fjárlagahalli Þjóð- verja nú svarar til þess að hann væri um 16 milljarðar króna hér. Þessi fjárfesting fer ekki að gefa arð fyrr en eftir allmörg ár. Hið virta tímarit „The Economist" orð- aði það fyrir nokkru svo, að Þýska- land, sem verið hefur aflvél EB sé að verða hemill. Bein afleiðing ástandsins í Þýskalandi er svo ring- ulreiðin, sem ríkir í gengismálum og fleiru í Evrópu og víðar. EB er ekki paradís æskunnar Útilokað er að kalla EB paradís æskunnar. Þar munu milljónir ungra karla og kvenna ganga atvinnulaus næstu ár (14% ungra karla en 18% ungra kvenna 1990) og fjölmörg alla ævi sína. Þangað eiga íslensk ungmenni enga atvinnu að sækja. Vestur Evrópa sem samfélag er orðin gömul og hún eldist jafnt og þétt. Því er hún fyrst og fremst mettaður og staðnaður markaður gamals fólks. Dynamikk æskunnar er horfin. Evrópu er að hnigna. Við þessu verða Evrópuþjóðir að bregð- ast. Ráðið er ekki uniformismi, það að staðla alla álfuna og reyna að steypa alla í eitt Evrópumót. Eins og annarsstaðar er sundurgerðin drifkraftur út af fyrir sig og allir eru fúsari til að vinna fyrir land • sitt og þjóð en fjarlægt álfuhugtak, stórríki, sem stjórnað er af andlaus- um og litlausum grámennum í Briissel. Verndaður vinnustaður bak við nýjan Berlínarmúr Sameining Evrópu er örþrifaráð MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1992 17 þess, sem er að verða undir í sam- keppninni og áróðurinn um stórkost- lega framtíð sameinaðrar Evrópu var deyfilyf fyrir fólkið. EB er hræðslubandalag. Þessi kenning um örþrifaráðið er ekki frá mér komin. Hana hafa menn heyrt frá mörgum evrópskum frammámönnum í gegn- um árin og hún heyrist núna frá Brussel, þegar almenningur hefur risið gegn Maastricht samningnum. Það sem þessir menn segja er, að ef Evrópa sameinaðist ekki geti hún ekki keppt við Bandaríkin og Japan og dragist þá aftur úr. Þetta er raunsæ vanmáttartilfinning Briissel liðsins. Öll lýsing utanríkisráðherra hér að framan um vanmetakennd og vöntun á samkeppnihæfni á við þetta lið og stórfyrirtækin í Evrópu en ekki okkur Islendinga. Það er Evrópa sem á að verða verndaður vinnustaður, varin Berlínarmúr tolla og annarra viðskiptahindrana, af því að þetta lið getur ekki horfst í augu við heiminn eins og hann er. Þetta er indverska aðferðin. Þeir lokuðu hagkerfí sínu og uppskáru stöðnun. Þeir hafa nú séð að sér og eru að opna hagkerfið. Þá ætlar Evrópa að loka! Til þess að efla iðn- að sinn verður Evrópa svo aftur að koma sér upp nýlendum til hráefnis- framleiðslu svo sem eins og okkur. Evrópa er ekki heimurinn Evrópa er ekki heimurinn. Önnur efnahags- eða viðskiptasvæði eru að þróast. Það stærsta og voldug- asta, þar sem framfarirnar eru mestar, er austur og suður Asía. Þótt japanska samfélagið sé að eld- ast og að þar hægi á hagvaxtarvél- inni kemur það ekki að sök því í kjölfar Japana feta aðrar asískar þjóðir. Nú þurfa þær ekkilengur að byggja hagvöxt sinn fyrst og fremst á útflutningi til Ameríku og Evrópu því neysluvörumarkaður þeirra vex nú ört og hann stendur undir áfram- haldandi örum vexti. Talið er að þessi markaður muni meira en tvö- faldast til aldamóta. í austur og suður Asíu er nú að verða, og verð- ur frmavegis, efnahagsleg þunga- miðja heimsins. Norður Ameríkubandalagið (NAFTA) er í mótun. Bandaríkin eru forusturíki þessa fríverslunar- svæðis, sem er heldur fjölmennara en Evróupbandalagið. Bandaríkin hafa ekki vemdað iðnað sinn fyrir t.d. asískum iðnaði á þann hátt sem EB hefur gert, enda er komið í ljós að samkeppnihæfni mikilvægra iðn- greina Bandaríkjanna hefur aukist mikið og m.a. þess vegna er hagþró- un þar að snúast til betri vegar, þótt batinn sé enn hægur. í kjölfar aðildar Mexíkó að Norður Ameríku bandalaginu munu augu banda- rískra fyrirtækja beinast í vaxandi mæli suður á bóginn, én í rómönsku Ameríku er nú víða talsverður hag- vöxtur, fjölmenni og lágur meðal- aldur, sem sagt ört vaxandi mark- aður. Þetta gerist til viðbótar þeirri þróun, sem staðið hefur í allmörg ár en nú með vaxandi hraða, að athygli bandarískra fyrirtækja bein- ist mjög í vestur, til Asíu, en í sí minnkandi mæli til Evrópu. Þetta er eðlilegt, því markaðirnir sem vaxa eru í Asíu auk rómönsku Ameríku. Samstarf bandah'skra og asískra fyritækja vex nú mjög ört, bæði vegna markaðanna og vegna þess að asísku fyrirtækin eru sífellt að verða eftirsóknarverðari til tæknilegs samstarfs. í Vestur-Evr- ópu er markaðurinn sem heild hins vegar hættur að vaxa og sumar iðn- greinar Evrópu eru á lægra tækni- stigi en er í Bandaríkjunum og þeim Asíuríkjum, sem lengst eru komin. Evrópa girt Berlínarmúr viðskipta- hindrana og í viðskiptastríði við hin svæðin á á hættu að hún verði látin eiga sig og einangrist í friði bak við múverkið. Heimurinn vill tala við okkur Enn fleiri áhugaverð markaðs- svæði eru í heiminum svo sem Rúss- land og önnur Austur Evrópuríki. Á næstu árum munu þessar þjóðir ná sér á strik og þegar það gerist munu markaðir þessara landa vaxa mjög hratt. Þessi lönd eru ekki, eins og öll þróuð Evrópuríki eru, með allt sölukerfí rígbundið i ákveðnum rásum. Þess vegna er markaðssókn þar mun auðveldari ef byijað er nógu senmma og miklir möguleikar eru á að tryggja okkur góða aðstöðu frá upphafi. 011 eru markaðssvæðin utan EB að mestu leyti á norður- hveli jarðar og öll innan seiingar frá okkur. fslensk þekking er eftirsótt svo sem dæmin sanna, einmitt utan EB, í Austur Evrópu, Afríku, Róm- önsku Ameríku og í Asíu. Sölu á þekkingu tengist eða er hægt að tengja vörusölu. Það að einbeita kröftunum að erfiðasta markaði heims en vanrækja hin svæðin er það vitlausasta sem við getum gert. Það að selja íslenskar iðnaðarvörur í EB er þrotlaus barátta í mörg ár og gífurlegur kostnaður. Fullunnar fiskafurðir er okkur alls ekki ætlað að selja þar, sbr. síðari grein. Látum skynsemi ráða Skynsamleg viðskiptastefna er, að leggja áherslu á uppbyggingu annarra markaða en halda í horfínu í EB. Kenningin um að aðild að EES verði okkur vörn gegn því að neyð- ast til að ganga í EB er öfugmæli. EES aðild mun gera okkur sífellt háðari EB og spilla fyrir markaðs- sókn annarsstaðar. Þá mun EES gera ísland að hráefnaútflytjanda sjávarafurða og þar með, að óþörfu, enn háðara EB. Það getur ekki leitt til neins annars en að við sogumst inn í EB, undir Rómarsamninginn og Brusselvaldið. Höfundur er stjörnnrmaður í Samstöðu, samtökum um óháð Island. ELFA VORTICEI VIFTUR TILALLRA NOTAl! Spaðaviftur hv.-kopar-stál Fjarstýringar fyrir spaðaviftur O Borðviftur margar gerðir Gólfviftur Baðviftur Gluggaviftur með tímarofa Inn- og útblástur Röraviftur Reykháfsviftur margar gerðir fyrir kamínur Iðnaðarviftur Þakviftur Ótrúlegt úrval - hagstætt verð! Einar Farestveit & Co.hf Borgartúni 28 — ® 622901 og 622900 /:/:/:/:/s/:/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.