Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1992 Alchirminning Egill Guttormsson Fæddur 1. október 1892 Dáinn 26. febrúar 1970 Mörg mannanöfn ber fyrir augu sagnritara, sem skráir sögu féiaga og samtaka. Þau verða misjafnlega minnisstæð og fer þetta sjálfsagt eftir umsvifum manna og hvað þeir leggja til mála. Undirritaður vann að skráningu á sögu VR og kom hún út síðastliðinn vetur. Nafn Egils Guttormssonar vakti athygli við skráninguna. Hann var umsvifa- mikill í starfi VR á umbrotatímum en orð hans og gjörðir vöktu þó meiri athygli. Egill var talsmaður hugmyndar um stofnun sjúkrasjóðs verslunarmanna 1932 og skiptingar VR í deildir 1937—1938, beitti sér ásamt fieirum fyrir stórfelldri stytt- ingu vinnutíma verslunarmanna 1937, var andvígur stjórnmálaum- ræðu innan félags og talsmaður þess að allir verslunarmenn gætu sameinast innan VR burtséð frá stjórnmálaskoðunum. Sumu af þessu var hrundið í framkvæmd áratugum eftir að Egill fjallaði um málið á félagsfundum, til dæmis stofnun lífeyrissjóðs og skipting VR í deildir, en allt ber það vott um mikilhæfan og vakandi félagsmála- mann. Egill hefði átt aldarafmæli í dag. Ferill hans var slíkur að það er svo sannarlega viðeigandi að minnast mannsins á þeim tímamót- um. Egill fæddist að Ósi í Hörgárdal 1. október 1892, sonur hjónanna Guttorms Einarssonar og Elínar Gunnlaugsdóttur. Guttormur var sonur Einars Ásmundssonar á Nesi, alkunns framkvæmdamanns og fyrri konu hans, Margrétar Gutt- ormsdóttur Pálssonar. Hér er um þekktar ættir að ræða, austfirskar og norðlenskar. Sjálfur kveðst Egill hafa verið lítt gefinn fyrir búskap, enda fluttist hann til Reykjavíkur aðeins 14 ára gamall og vann sem sendisveinn eða léttadrengur hjá Gunnari Einarssyni kaupmanni, föðurbróður sínum, sem þá Tak verslun við Kirkjustræti. Þar vann Egill til ársins 1910, en réðst þá til starfa við Edinborgarverslun og vann þar í fímm til sex ár, en hóf síðan sjálfstæðan rekstur að hluta til. Egill stofnaði eigin umboðs- og heildverslun árið 1929 og rak hana síðan til dauðadags. Félagsmálamaður var Egill svo sem vikið var að hér að framan. Hann gekk ungur til liðs við ung- mennafélagshreyfínguna og átti um skeið sæti í stjóm Ungmennafélags Reykjavíkur og síðari í stjóm Uiig- mennasambands íslands. Sjálfur kveðst hann hafa snúið sér að sam- tökum verslunarmanna, er dofna tók yfír ungmennafélögunum. Egill gekk fyrst í Verslunarmannafélagið Merkúr. Það var stofnað 1913 og var launþegafélag einvörðungu. Miklar deilur risu í félaginu 1920. Orsökin var sú, að stjórn félagsins samdi við Alþýðuflokkinn um að hann setti verslunarmann í tiltölu- lega öruggt sæti á lista við kosning- ar til niðurjöfnunarnefndar. Þetta var ekki í samræmi við lífsskoðun allmargra félagsmanna, sem kusu heldur að gert yrði samkomulag við samtökin Sjálfstjóm um þetta at- riði. Sjálfstjóm var fyrirrennari íhaldsflokksins, sem var stofnaður 1924. Þessir menn gengu þá úr Merkúr og sóttu um aðild að Versl- unarmannafélagi Reykjavíkur. Þar var þá venja að greiða atkvæði um allar umsóknir um aðild á félags- fundum og var hver umsókn borin upp sérstaklega. Félagamir úr Merkúr gátu ekki sætt sig við þenn- an hátt og kröfuðust þess að greidd yrðu atkvæði um umsókn þeirra allra samtímis. Stjóm VR gekk að þessu og beitti sér fyrir undanþágu- heimild. Umsóknin var samþykkt samhljóða 10. nóvember 1920. 71 maður gekk í VR 10. nóvem- ber 1920 og vom það tvöfalt fleiri menn en áður höfðu gengið í félag- ið á einum fundi, stofnfundur ekki undanskilinn. í þessum hópi vom menn sem settu mikinn svip á starf VR næstu tvo áratugina, meðal annars þeir Egill Guttormsson og Erlendur Ó. Pétursson. Egill komst fljótlega til metorða innan VR, var kosinn í stjóm félagsins þegar árið 1921. Þar átti hann sæti 1921— 1923, 1924-1925, 1930-1933 og 1934—1942 eða samtals í þrettán ár. Hafði enginn maður setið jafn- lengi í stjórn VR og Egill er félagið varð 70 ára 1961. Formaður VR var Egill Guttormsson á ámnum 1934-1938 og 1941-1942 eða samtals í fimm ár. Formennskutíð Egils er raunar nokkm lengri en þetta, enda varð hann sem varafor- maður að hlaupa í skarðið fyrir formann í veikindum. Árin 1934—1938 vom erfíð, heimskreppan var í algleymingi. Atvinnuleysi var mikið meðal versl- unarmanna eins og í öðmm stéttum. VR reyndi undir fomstu Egils Gutt- ormssonar að finna leiðir til að mæta þessum vanda. Ráðningar- skrifstofa félagsins var opnuð 11. janúar 1935 og var til húsa á skrif- stofu Egils þrjú fyrstu árin. Starf- semi þessari var hætt 1941, enda var þá eftirspurnin eftir vinnuafli orðin öllu meiri en framboðið. Nokk- ur árangur varð af starfi skrifstof- unnar, hún útvegaði til dæmis tólf manns atvinnu á starfsárinu 1938— 1939. VR lét skrá atvinnulaust verslunarfólk veturinn 1938—1939 og reyndust 62 verslunarmenn þá vera atvinnulausir. Fleira kemur til. Stjórn VR undir fomstu Egils Guttormssonar beitti sér mun meira ESTEE LAUDER KYNNING á nýjum haustlitum trá ESTÉE LAUDER á morgun, 2. október, frá kl. 13-18. SNVRTIVÖRUVERSLUNIN GLÆStM í þágu launþega innan félagsins en áður hafði tíðkast. Þessu til stuðn- ings skal bent á, að Egill formaður upplýsti á félagsfundi 3. nóvember 1938 að unnið væri að samkomu- lagi við atvinnurekendur þess efnis að VR yrði aðili að öllum samning- um og deilumálum milli atvinnurek- enda og þeirra starfsmanna sem væm félagar í VR. Einnig kom fram, að atvinnurekendur léðu máls á því að gera skriflegan samning við sérhvem nýjan starfsmann og að leita samþykkis stjómar VR á þeim samningi. Til skýringar skal þess getið, að VR hafði fyrst samningsrétt um kaup og kjör fyrir hönd félags- manna árið 1946. Allmargir at- vinnurekndur vom félagar í VR allt til 1955, en væntanlega hafa þeir verið í minnihluta allt frá 1920. VR efndi til skrifstofuhalds í stjómartíð Egils Guttormssonar. Skrifstofan var fyrst notuð til fundahalda, en var opnuð fyrir fé- lagsmenn 5. febrúar 1938. Egill tók einnig virkan þátt í stofnun tíma- ritsins Frjáls verslun og félagsheim- ilis VR í Vonarstræti 4. Hann átti að vonum sæti í allmörgum nefnd- um á vegum félagsins meðal ann- ars í félagsheimilisnefnd 1940— 1941 eða lengur. Af framanskráðu er ljóst að Eg- ill Guttormsson vann mikið starf í þágu VR. Félagið mat þetta starf og sýndi það í verki með því að gera Egil Guttormsson að heiðurs- félaga sínum 27. janúar 1945. Ýmis framfaramál voru rædd á fundum VR fyrst eftir að Egill Guttormsson gekk í félagið. 23. mars 1922 var til dæmis samþykkt áskorun á Verslunarráð Islands þess efnis að ráðið beitti sér fyrir stofnun hlutafélags um byggingu húss sem komið gæti að notun fyr- ir væntanlegan verslunarbanka, Verslunarráð íslands, Kaupþing Reykjavíkur, Verslunarskólann og til fundahalda fyrir samtök kaup- manna og verslunarmanna í Reykjavík. Tillaga þessi sýnir, að hugmyndin um verslunarbanka og Hús verslunarinnar hefur verið tek- in að mótast 1922. Ekkert varð af framkvæmdum í þetta skip.ti, enda hefði bygging af þessari stærð kost- að mikið fé. Hugmyndin gleymdist þó ekki, en beið betri tíma. Egill Guttormsson átti sinn þátt í að framkvæmd hluta hennar. Kaupsýslumenn höfðu förgöngu um skipun nefndar 1955, og skyldi hún undirbúa stofnun sparisjóðs. Nefnd þessi boðaði til stofnfundar sparisjóðsins 4. febrúar 1956, og sóttu á annað hundrað manns þann fund. Þar var sjóðsstofnunin sam- þykkt og skyldi sjóðurinn bera nafn- ið Verslunarsparisjóðurinn. Fyrsta sjóðsstjómin var kosin á fundinum, en hana skipuðu þeir Egill Gutt- ormsson, Þorvaldur Guðmundsson og Pétur Sæmundsen. Egill var í stjórn VR er hugmyndin kom fyrst fram og hann tók einnig þátt í umræðu um stofnun verslunar- banka 1931, en þá varð ekki úr framkvæmdum, enda var kreppan í algleymingi. Verslunarsparisjóð- urinn tók til starfa í Hafnarstræti 1 28. september 1956. Hann átti góðu gengi að fagna, starfsemin fór vaxandi ár frá ári. Sparisjóðsstjór- inn óskaði eftir því við ríkisstjórn á öndverðu ári 1960, að ábyrgðar- mönnum Verslunarsparisjóðsins yrði heimilað að beita sér fyrir stofnun hlutafélags um bankarekst- ur. Þessu var vel tekið. Fmmvarp um Verslunarbanka var flutt á Al- þingi vorið 1960 og afgreitt sem lög. Þá h ófst undirbúningur að bankastofnuninni. Stofnfundur var síðan haldin 4. febrúar 1961 og sóttu hann á fjórða hundrað manns. Þar var stofnun bankans sam- þykkt, hlutafélaginu settar sam- þykktir og samþykkt reglugerð um starfsemi bankans. Verslunarbank- inn tók til starfa í Bankastræti 5 7. apríl 1961. Egill Guttormsson var fyrsti stjórnarformaður Verslunarspari- sjóðsins og sat í sjóðsstjórn þar til sparisjóðurinn var lagður af og Verslunarbankinn tók til starfa. Egill var einnig fyrsti formaður bankaráðs Verslunarbankans og sat í bankaráði til dauðadags. Ekki áttu allir þeir menn kost á langri skólagöngu, sem settu svip á fyrri hluta aldarinnar. Egill Gutt- ormsson var einn þessara manna. Hann kveðst aldrei hafa gengið í skóla í viðtali við Morgunblaðið 30. september 1962, hafí aðeins lært lestur, skrift, biblíusögur og kverið hjá farkennara fyrir ferminguna. Til verslunarstarfa hefur Egill vafa- laust lært í starfí eins og svo marg- ir gerðu á fyrri ámm. Hann nam þar ensku og dönsku sem komu að notum í starfínu. Allt var þetta numið í skóla lífsins. Fram hefur komið, að Egill stofn- að heildsöluverslun 1928, Heild- verslun Egils Guttormssonar hf. Verslunin sérhæfði sig í pappírsvör- um, skrifstofuvörum og áhöldum fyrir verslanir, einkum kjötverslanir og sláturhús. Fleiri vörutegundir vom einnig á boðstólum, en í minna mæli. Egill kveðst aldrei hafa aug- lýst vöm sínar og aðeins sótt um innflutningsleyfí á haftaámnum fyrir þeim vömm, sem fólk hefði óskað eftir. Hann kveðst einhverju sinni hafa látið þau orð falla við fulltrúa í innflutnings- og gjaldeyr- isnefnd, sem hér var valdamikil um 1950, að hann seldi aðeins þær vömr, sem seldu sig sjálfar eftir að viðskiptavinir fæm að kynnast þeim. Þessir viðskiptahættir gáfust Agli vel, en hætt er við að mörgum kaupsýslumanni nútímans þætti óráð að nota ekki auglýsingar. Trú Egils á þær vömtegundir sem hann hafði að bjóða .var á hinn bóginn svo mikil að hann taldi þessa ekki þörf. Egill Guttormsson lét mikið til sín taka í samtökum stórkaup- manna, var formaður Félags ís- lenskra stórkaupmanna 1949— 1953 og heiðursfélagi þess frá 1962 og sat í stjórn Verslunarráðs ís- lands 1951—1968, þar af varafor- maður frá 1962. Hann átti sæti í skólanefnd Verslunarskóla íslands 1931—1953, og var formaður nefndarinnar síðasta árið. Verslun- arráð tilnefnir menn í skólanefnd Verslunarskólans. Þannig má segja, að Egill Guttormsson hafí verið við stjórnvölinn í öljum þeim samtökum og stofnunum, sem fundurinn í VR á öndverðu ári 1922 vildi efla og •hýsa undir einu þaki. Það varð ekki, enda hafa aðstæður breyst í tím- anna rás og umsvif sumra þessara stofnana em meiri en svo að öll þessi samtök hefðu rúmast undir einu þaki með góðu móti. Allar heimildir era á einu máli um að Egill Guttormsson hafí verið mikill gæfumaður í einkalífí. Hann kvæntist Ingibjörgu Sigurðardóttur 30. september 1916. Ingibjörg var fædd 12. maí 1892, dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar, bókbindara og bókaútgefanda, og Helgu Einars- dóttur, konu hans. Ingibjörg missti móður sína sex ára að aldri og var þá tekin í fóstur af Halldóri Daníels- syni bæjarfógeta og Önnu Halldórs- dóttur Daníejsson, konu hans. Heimili þeirra Önnu og Halldórs var alþekkt myndar- og menningar- heimili. Þau Egill eignuðust fjögur börn, Önnu, gifta Birgi Einarssyni lyfsala, Sigurð framkvæmdastjóra, kvæntan Sigríði Bjamar frá Rauð- ará og Elínu kaupkonu, ekkju Ing- ólfs Gíslasonar gleraugnasala. Yngsta bamið misstu þau Ingibjörg og Egill nokkmm dögum eftir fæð- ingu. Ingibjörg andaðist 7. septem- ber 1960. Höfundur þessarar greinar kynntist Agli Guttormssyni einvörð- ungu af verkum hans. Þau kynni sannfærðu mig um, að Egill hafði markað spor, oft djúp, í ýmsum félags- og hagsmunamálum versl- unarmanna, bæði atvinnurekenda og launþega. Sumir menn em þeim eiginleikum gæddir, að þeir vekja traust samborgaranna og veljast yfirleitt til fomstu í þeim samtök- um, sem þeir eiga aðild að. Egill Guttormsson var einn slíkra manna. Hann var félagi í aðalsamtökum verslunarstéttarinnar og í fomstu- sveit þeirra flestra, oft formaður. Fomstustörf hans voru mikils metin svo sem ráða má af því, að bæði VR og Félag íslenskra stórkaup- manna gerðu Egil að heiðursfélaga sínum. Þjóðin mat þessi störf einn- ig. Egill var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 1962 fyrir umfangs- mikil og vel unnin störf í þágu versl- unarstéttarinnar. Lýður Björnsson. Lokun bæklunardeildar Landspítalans 214 sjúklingar bíða aðgerðar VEGNA ákvörðunar Sljómar- nefndar ríkisspítalanna fyrir skemmstu að loka bæklunar- deild á Landspítalanum í þrjá mánuði bíður fjöldi einstaklinga eftir aðstoð og aðgerðum. Samkvæmt upplýsingum frá heil- brigðishóp BSRB bíða nú 214 sjúk- lingar eftir aðgerð við sjúkrahúsið. 46 sjúklingar bíða eftir aðgerð á mjöðm, 36 sjúklingar eftir aðgerð á hnjáliðum og vegna ýmissa ann- arra bæklunaraðgerða bíða nú 108 sjúklingar. Auk þessa eru á biðlista 24 sjúklingar sem bíða eftir að fjar- lægðar verði skrúfur, naglar og annað sem komið hefur verið fyrir í viðkomandi sjúklingi til bráða- birgða vegna slæmra beinbrota eða annars. í fréttatilkynningu frá heilbrigð- ishóp BSRB segir að stórir hópar á biðlistum og lengdur biðtími kalli í mörgum tilfellum á aukna notkun verkja- og svefnlyfja ásamt notkun á magabólgulyfjum sem er oftar en ekki afleiðing af mikilli notkun verkjalyfja sem fara illa með melt- ingarfæri. Þar segir einnig að biðin geri það að verkum að aukið álag verði á heimahjúkmn vegna bið- listasjúklinganna sem í allflestum tilvikum þarfnist mikillar umönnun- ar og séu oftar en ekki rúmliggj- andi. Einnig segir í frétt frá heilbrigð- ishóp BSRB: „í flestum tilvikum lýkur bítandi kvöl sjúklinganna á biðtímanum með því að ekki verður hjá því komist að leggja verður þá inn á sjúkrahús til aðgerðar með bráðainnlögn. Ástand sjúklinganna er þá orðið til muna verra og kallar á lengri rúmlegu og aukna sjúkra- þjálfun og þar með aukinn kostnað. Ákvörðun Stjórnamefndar ríkis- spítalanna veldur sjúklingum ómældum kvölum eins og hér hefur verið sýnt fram á, sem er í engu samræmi við þau markmið sem stefnt hefur verið að frá lýðveldis- stofnuninni með uppbyggingu sam- félags og samneyslu sem stefndi að því að gera gott samfélag betra. Það er öllum augljóst að ákvörðun Stjórnarnefndar ríkisspítalanna verður ekki til að spara, ef allt er tiltekið og afleiðingar hennar eru skoðaðar í heild. Ákvörðunin verður ekki til sparnaðar hvorki fyrir sjúkrahúsið né þjóðarbúið, nema síður sé.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.