Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 22
gs 22 £?í,M )IMíl*Vr»n j WJðAflíVmMW QíClAJfMyíWÖM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1992 Blönduvirkjun keyrð á fullu þessar vikumar Hagkvæmt að nýta Blöndu og draga úr framleiðslu á Suðurlandi BLÖNDUVIRKJUN hefur verið keyrð nánast á fullu undanfarnar vikur. Guðmundur Hagalín stöðvarstjóri segir að framleiðslan hafi verið 130 til 140 megawött en framleiðslugetan er 150 MW. Stöðinni er stjórnað úr stjómstöð Landsvirkjunar við Bústaðaveg og þangað vísar Guðmundur spurningu um ástæður þess að virkj- unin væri nýtt svo vel. Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir að sljórntölva Landsvirkjunar Ieiti ávallt hagkvæmustu lausna við framleiðslu og dreifingu rafmagnsins og þar sem Blönduvirkjun liggi vel við dreifingunni sé hún notuð og dregið úr framleiðslu í virkjunum á Suðurlandi á móti. Guðmundur Hagalín sagði að rekstur virkjunarinnar hefði geng- ið frábærlega vel á því tæpa ári sem liðið er frá því fyrsta vélin var formlega gangsett. Vélarnar eru þijár. Sú fyrsta var gangsett 5. október en sú síðasta í vor. Sagði Guðmundur að bilanir hefðu verið í lágmarki og engin hefði stöðvað framleiðslu í meira en hálfa klukkustund. Hann sagði þó að vegna þess hvað síðasti vetur var góður hefði enn ekki reynt á það hvernig vatnsvegurinn frá Blöndulóni í inntakslónið kæmi út í frosti og byl en hann er í opnum skurðum. Hins vegar sagðist Guð- mundur ekki hafa neina trú á að vandræði yrðu með þennan vatns- flutning. Allri raforkuframleiðslu og dreifingu Landsvirkjunar er stjómað í stjómstöðinni við Bú- staðaveg. Þorsteinn Hilmarsson sagði að stjómtölvan veldi hag- kvæmustu lausnir á hveijum tíma. Um ástæðu þess að Blönduvirkjun væri keyrð á fullu og dregið úr framleiðslu annarra virkjana sagði Þorsteinn að það væri hagkvæmt vegna staðsetningar Blönduvirkj- unar. Hagkvæmara væri að dreifa rafmagninu út frá henni í austur og vestur en að flytja það allt frá virkjunum á Suðurlandi. Þá sagði Þorsteinn að næstu daga hæfíst vinna við endurnýjun á raföium Búrfellsvirkjunar og myndi það draga úr framleiðslugetu hennar um þriðjung í það hálfa annað ár sem sú vinna stæði yfir. Hann sagði að hægt væri að vinna það verk á mun styttri tíma og á hag- kvæmari hátt en annars vegna þess hvað framleiðslugeta Lands- virkjunar væri mikil eftir tilkomu Blönduvirkjunar. Tölva stjórnar vatnsflutningi frá uppistöðulóni Um þessar mundir er verið að setja upp háþróað vatnsmælinga- kerfí við Blönduvirkjun. Mælar í pípunum að vélum virkjunarinnar og inntakslóni senda stöðug boð í stjómtölvu virkjunarinnar. Eftir þessum upplýsingum stjórnar tölvan vatnsflutningi frá uppistöð- ulóni virkjunarinnar. Verið er að koma á örbylgjusambandi á milli stjórnstöðvarinnar og uppistöðu- lónsins þannig að tölvan geti á sjálfvirkan hátt sent vatnspantanir á fjögurra tíma fresti í stjórnbúnað stíflumannvirkjana við uppistöðu- lónið. Það tekur 36 tíma fyrir stjórnstöðina að fá vatnspöntun afgreidda. Ekki er sjónlína á milli stöðvarhússins og stíflunnar þann- ig að millistöð verður að vera á leiðinni. Verið er að koma þeirri stöð fyrir í örbylgjustöð Pósts og síma á Þrándarhlíðarfjalli. Landsvirkjun hafði áhuga á að byggja örbylgjustöðina á Þramar- haug sem er á milli stjórnstöðvar og stíflu en byggingamefnd hreppanna sem liggja að Blöndu- virkjun lögðust gegn þeirri stað- setningu. Náðist samkomulag við Póst og síma um að komast í þeirra aðstöðu á Þrándarhlíðarfjalli. Það fjall er lengra frá og hærra og til þess að komast þangað þarf að fara upp úr Skagafirði. Guðmund- ur Hagalín sagði þegar hann var spurður um staðsetningu örbylgju- stöðvarinnar á Þrándarhlíðarfjalli að hún gæti orðið veikur hlekkur í virkjuninni, mun betra hefði ver- ið að hafa hana á virkjunarsvæð- inu. Erfítt gæti orðið að komast að stöðinni í vondum veðrum. Þor- steinn Hilmarsson sagði að sam- vinnan við Póst og síma um upp- setningu stöðvarinnar á Þrándar- hlíðarfjalli væri fjárhagslega hag- kvæm auk þess sem hún kæmi sér vel í framtíðinni þegar örbylgju- kerfí Landsvirkjunar yrði stækk- að. Fýll brot- lendir við blokk Bíldudal. Þegar líður að sum- arlokum eru flestir fuglsungar orðnir vel fleygir og margir komnir á leið suður á bóginn. En fýlsungarnir í fjallinu Byltu við Bíldudal náðu ekki allir til hafs í fyrstu tilraun af klettasyllunum, því einn unginn brotlenti við blokkina Gilsbakka fyrir nokkru. Börnin í hverfinu brugðust skjótt við og komu ung- anum, sem var ansi feit- ur og pattaralegur, til hafs þar sem lífsbarátt- an biður hans. R. Schmidt. Alyktun ASI vegna kjaradeilunnar í álverinu í Straumsvík Trúnaðarbrestur nema VSÍ fylgi yfirlýstri stefnu MIÐSTJÓRN Alþýðusambands íslands samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem segir að það sé óþolandi að eigendum álvers- ins í Straumsvík skuli líðast að semja ekki við starfsmenn sína og ganga þvert á þá stefnu sem heildarsamstaða hafi náðst um í þjóð- félaginu. Vinnuveitendasamband Islands hafi gengið hart fram i því að ýta öllum sérkröfum út af borðinu og hafi fylgt því sjónar- miði að eitt skuli yfir alla ganga. Traustið á milli samtaka verka- fólks og vinnuveitenda hljóti að brotna „nema VSI fylgi yfirlýstri stefnu, einnig gagnvart álverinu í Straumsvík“. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði aðspurð- ur að það væri misskilningur að VSÍ hefði undirgengist einhveija skilmála um að kalla ekki eftir samskonar starfsskilyrðum fyrir þetta fyrirtæki eins og önnur innan samtakanna. Það væri afar brýnt að menn gerðu sér grein fyrir að álverið í Straumsvík berðist fyrir lífí sínu og verði að ná fram ýtrustu hagkvæmni í rekstri. Það verði að fá fram þær breytingar á stjórn- unarrétti sem ýmis landssambönd ASÍ hafi samið um við önnur ér- lend álfélög, eins og Atlantal. Það sé ekki verið að fara fram á annað og meira og raunar ekki allt sem þar sé samið um. Þórarinn sagði að eitt þúsund milljónir kæmu frá móðurfyrirtæk- inu í ár vegna taps á fyrirtækinu og tapið hefði verið 1.500 milljónir á síðasta ári. Erfíðleikar væru í öllum málmiðnaði og uppsagnir og launalækkanir á Gnmdartanga bæru til dæmis vott um það. „Það er afskaplega mikilvægt að Alþýðusambandið og aðildarfé- lög þess geri sér grein fyrir að þetta er alvörumál sem ekki verður leyst með ályktunum af þessum toga. Það verður ekki leyst með öðrum hætti heldur en samning- um,“ sagði Þórarinn ennfremur. Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, sagði að afleiðingarnar gætu orðið ófyrirsjáanlegar ef ekki tæk- ist að semja í álverinu. Hann legði mikla áherslu á að það yrði allt gert til þess að semja. Aðalatriðið væri að það hefði verið samkomu- lag um það í vor að sérkröfum yrði ýtt til hliðar nema báðir aðilar teldu sér hag í sérsamningum og þessu hefði Vinnuveitendasam- bandið fylgt eftir mjög stíft nema gagnvart stóriðjuaðilanum í Straumsvík. „Ábyrgðin á því að ekki semst er alfarið á herðum fyrirtækisins og Vinnuveitenda- sambandsins því starfsmennirnir hafa ýtt sínum sérkröfum til hlið- ar. Það eru sérkröfur fyrirtækisins um skert kjör starfsmannanna sem standa í vegi fyrir því að samkomu- lag náist,“ sagði Ásmundur. Stöðuskilningnr Fischers brást __________Skák______________ Margeir Pétursson ÞEIR Bobby Fischer og Borís Spasskí tóku í gærdag aftur upp þráðinn í skákeinvígi sínu. Eftir að Fischer hafði fengið fimm vinninga gegn tveimur Spasskís var keppnin flutt frá Sveti Stefan í Svartfjallalandi til Belgrad í Serbíu og gert viku hlé. Spasskí virðist hafa náð að vinna bug á lasleika sem hrjáói hann því hann vann mjög áhættulausan og sann- færandi sigur á Fischer í gær og minnkaði muninn í 5-3. Taflmennska Fischers í tólftu skákinni var slök, vanhugsaðir peðsleikir hans í 14. og 15. leik eyðilögðu alla möguleika hans á mótspili. Eins og margar fyrri skákir í einvíginu var þessi afar einstefnu- kennd. Að þessu sinni réði Spasskí lögum og lofum. í heild hefur tafl- mennskan verið það gloppótt að um æsispennandi stöðubaráttu- sjkákir hefur sjaldan verið að ræða. Öðrum hvorum keppandanum hafa oft orðið á alvarleg mistök snemma í miðtafli. Skákin í gær var þó skemmtileg og Iærdómsrík, en það er Ijóst að alvarleg herfræðileg mistök Fisc- hers í Kóngsindversku vörninni renna nýjum stoðum undir þær fullyrðingar Kasparovs heims- meistara að Fischer sé ekki reiðu- búinn til að mæta sterkustu skák- mönnum heims. Það á ekki að vera hægt að vinna öflugustu stór- meistarana eins fyrirhafnarlítið og Spasskí náði að gera í gærkvöldi. Þrettánda skák einvígisins verður tefld í dag. Fischer hefur hvítt og ennþá er opið hús frá kl. 16 í húsakynnum skákhreyfíngar- innar í Faxafeni 12. Hvítt: Borís Spasskl Svart: Bobby Fischer Kóngsindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4 — d6 5. f3 — 0-0 6. Be3 - Rc6 7. Rge2 - a6 8. h4!? Spasskí fer hér í smiðju til ung- verska stórmeistarans Lajosar Portisch, sem hefur reyndar þann hátt á að leika fyrst 8. Dd2 — Hb8 og þá 9. h4. Markmiðið er að fá svart til að leika h7-h5, en eftir það verður hefbundið mótspil hans með f7-f5 mun áhrifaminna en ella. 8. - h5 9. Rcl - e5 10. d5 - Re7 í slíkum stöðum er algengara að leika 10. — Rd4, sem Spasskí hefði vafalaust svarað með 11. Rb3. 11. Be2 - Rh7 12. Rd3 - f5 13. a4 - Rf6 14. Rf2 - a5?! Með þessum og næsta leik sín- um lokar Fischer stöðunni á drottningarvæng og Spasskí er þá ekki seinn á sér að staðsetja kóng sinn í öruggri höfn þar. Eftir það er svo hægðarleikur fyrir hvít að taka frumkvæðið á kóngsvængn- um. Hér eða í næsta leik hefði Fischer átt að leika c7-c6 til að halda fleiri möguleikum opnum, en hann kýs að leggja öll eggin í eina körfu. 15. Dc2 - c5?! 16. 0-0-0 - b6 17. Hdgl - Rh7 18. Rb5 - Kh8? Slæm mistök sem gera hvíti kleift að bijóta stöðuna strax upp. Mun skárra var 18. — Hf7. 19. g4! — hxg4 20. fxg4 — f4 21. Bd2 (sjá stöðumynd) 21. - g5 Það er slæmur kostur að leyfa Spasskí að opna h-línuna, en ef hvítur nær sjálfur að leika g4-g5 halda varnir svarts heldur ekki til lengdar. 22. hxg5 - Rg6 23. Hh5 - Hf7 24. Hghl - Bf8 25. Db3 Hb8 26. Dh3 - Hbb7 27. Rd3! - Kg8 28. Rel - Hg7 Hvítur hefur óskoraða stjórn á stöðunni og Fischer fær enga björg sér veitt. 28. - Rxg5 29. Hh8+ — Kg7 30. Dh5! er einnig vonlaust, því eftir 30. — Rxh8 31. Dh6+ er svartur mát í næsta leik. 29. Rf3 - Hbf7 30. Hh6! Staða Fischers er nú svo ömur: leg að liðstap er óumflýjanlegt. Í raun er skákinni lokið, þótt hann fresti uppgjöfinni í 20 leiki til við- bótar 30. - Dd7 31. Dh5 - Dxg4 32. Hxg6 — Dxh5 33. Hxg7+ — Hxg7 34. Hxh5 - Bg4 35. Hh4 - Bxf3 36. Bxf3 - Rxg5 37. Bg4 - Hh7 38. Hxh7 - Kxh7 39. Kc2 - Be7 40. Kd3 - Kg6 41. Rc7 - Kf7 42. Re6 - Rh7 43. Bh5+ - Kg8 44. Bel - Rf6 45. Bh4 - Kh7 46. Bf7 - Rxd5 47. cxd5 - Bxh4 48. Bh5 - Kh6 49. Be2 - Bf2 50. Kc4 - Bd4 51. b3 - Kg6 52. Kb5 - Kf7 53. Kc6 — Ke7 54. Rg7 og Fisch- er gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.